Vísir - 09.04.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 09.04.1968, Blaðsíða 13
13 ns+ocks SBETT Skóinnleggsstofan Kaplaskjóli 5 Sími 20158 TfcKUR ALUS KON/AR KL/FÐNINGAR , , FLJÓT.OCÍ VÖNDUD VINN'A . ÚRVAL AF ÁKL/FÐIJM LAUGAVEö 62 - SlMI 10825 HEIMASlMI 83634 VÍSIR . Þriðjudagur 9. apríl 1968. Evrópuráðs- sýning á gotneskri list Evrópuráðið hefur efnt nl syn- ingar á gotneskri list og er það 12. listsýning á vegum ráðsins Sýningar þessar hafa fjallað hver um sitt tímabil, og er þess skemmst aö minnast, að 11. Evrópu ráðssýningin var haldin í Stokk- hólmi 1966, og var þar sýnd list frá tímum Kristínar drottningar sem uppi var um miðja 17. öld. Sýningin á gotneskri list er haldin í Louvre-safni i París og er hið opinbera heiti hennar: Hin gotn- eska Evrópa 12.—14. aldar. André Malraux, menningarmálaráðherra Frakka, opnaði sýninguna 2. apr. sl. en meðal annarra, sem fluttu ræður við það tækifæri var for- stjóri Evrópuráösins, Peter Smith ers. Sýningunni lýkur 1. júlí. Meðal þess, sem á sýningunni getur að líta, eru kirkjugripir, þar á meðal litaður tréskurður, mál- verk, lýst handrit, gull -og silfur smíði, smelt, útsaumur og gluggar með steindu gleri. Svo sem jafnan hefur verið á listsýningum Evrópu ráösins, eru nú á einum stað dýr mæt listaverk, sem fengin hafa ver ið að láni úr ýmsum stöðum, m.a. frá Norðurlöndum. Veitir sýningin því einstakt tækifæri til að kynn- ast hinum fágaða og glæsilega Hst stfl síð-miðalda. Samkomulag í LOFTLEIÐADEILUNNI Jassballettskóli Báru Vornámskeiö að hefjast Barnaflokkar N Unglingaflokkar Frúaflokkar Framhaldsf lokkar Síðasti innritunardagur frá kl. 2—5. — Sími 15702. Ingólfur Jónsson, samgö.igumálaráðherra, undirntar samninginn á laugardaginn. .........................J.................................................. ■ Með samningum milli ís- lenzku ríkisstjórnarinnar annars vegar og dönsku, norsku og sænsku ríkisstjóm anna hins vegar hefur náðst samkomuiag um skilmála fyr- ir flug Loftleiða til Skand- inavíu £ flugleiðinni Skand- inavía — Reykjavík — New York með flugvéium af gerð- inni RR-400. Var samkomu- lag hér að lútandi undirritað í Reykjavflc, 6. þ. m. Gildir hið nýja samkomulag í þrjú ár frá 1. aprfl 1968 að telja. Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, undirritaði sam- komulagið af hálfu íslands, en ambassadorar Danmerkur og Svíþjóðar þeir Birger O. Kron- mann og Gunnar K. L. Granberg, ásamt sendifulltrúa Noregs, Kjell 0strem, af hálfu ríkis- stjórna sinna. Blaðinu barst eftirfarandi um málið frá Loftleiðum, eftir að hið langþráða samkomulag hafði verið undirritað: Loftleiðir hafa undanfarna 2 áratugi haldið uppi áætlunar- ferðum til og frá Skandinaviu og hafa þær frá ársbyrjun 1953 verið í tengslum við áætlunar ferðir félagsins milli íslands og Bandaríkjanna. Á þessu árabili hafa Loftleiðir jafnan boðið lægri fluggjöld en önnur flug félög á flugleiðum milli Skandi navíu og Bandaríkjanna, en vegna þeirra og vinsællar fyrir greiðslu á flugleiðum hafa Loft leiðir átt verulegan þátt í því að auka farþegastrauminn milli þessa hluta Norður-Evrópu og Bandaríkjanna. Eftir að Loftleiðir festu kaup á hinum nýju Rolls Royce flug vélum tók félagið, fyrir milli- göngu íslenzkra stjómvalda, aö leita fyrir sér um möguleika á að fá að nota þessar flugvélar til ferðanna til og frá Skandi- Eiús og fyrr segir er afráðið að auka við þá góðu þjónustu sem hingað til hefir verið veitt í Skandinavíuferðunum. Sæta- rými er veriö að auka í þeirri flugvél, sem ákveðið er að nota og ákveðið er að veitingar veröi meiri og ríkulegri en áður. Far þegar munu því eiga kost á 10% lægri fargjöldum, losna við skipti upi flugvélategundir í Keflavík og njóta á flugleið unum þeirrar þjónustu, er bezta má veita. Félagið mun hefja Rolls Royce ferðimar 1. maí n.k., en frá og með þeim degi leggjast ferðir DC-6B flugvélanna niður á þessum flugleiðum. navíu. Mörgum og löngum samningaviðræðum um þessi mál lauk með því að Loftleiðir samþykktu með bréfi, dags 28. marz sl., að ganga að skilyrðum um flugferðir félagsins til og frá Skandinavíu er sett voru af samgöngumálaráðherrum Norðurlandanna á fundi þeirra í Kaupmannahöfn hinn 21. marz sl. Samkvæmt þeim er félaginu heimilað að hefja ferðir til og frá Skandinavíu með Rolls Royce flugvélum sínum innan þeirra takmarkana um farþega fjölda og fargjöld, sem sett eru. Gildir samkomulagið til næstu þriggja ára. Fargjaldamismunurinn verður nú 10% allan ársins hring. Ferö ir verða þrjár að sumri og tvær vikulega að vetri. Fargjaldamis munurinn , er nú hefur verið umsaminn, veldur þvf, að Loft leiðir geta haldiö áfram að bjóða hagstæðafi kjör^en önnur flugfélög, er halda uppi feröum milli Skandinavíu og Norðirr- Ameríku. Vona Loftleiðir að hann og aukin þjónusta nægi til þess að tryggja arðvænlegan rekstur og treystir því, að hinir mörgu viðskiptavinir félagsins austan hafs og vestan vilji enn njóta lægstu fargjaldanna og góðrar fyrirgreiðslu Loftleiða í flugferöum félagsins til og frá Skandinavíu. Ný tæki til að stilla bílvélar * Miklar framkvæmdir hafa orðið á undanförnum árum í allri tækni við stillingu og greiningu \ i á gangtruflunum í bensínvélum bíla. Enn þann dag í dag koma ný og betri tæki á markaðinn >— og það er ólíkt íslendingum að fylgjast ekki með í framförunum. ! Fyrir nokkru fékk Lúkasverkstæðið á Suðurlandsbraut 10 nýtt tæki í þessu skyni, en verk-[ 1 stæðið er elzta starfandi fyrirtækið í þessari grein hér á landi. Er tæki þetta frá Bandaríkjun- \ ! um og talið mjög fullkomið, greinir 26 atriði í sambandi við gang vélarinnar og hluta hennar j [ í hægagangi eða við álag. , Á myndinni eru þeir Ketili Jónasson og Björn Ómar Jónsson, eigendur verkstæðisins við \ [hinn nýja tækjabúnað. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.