Vísir - 09.04.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 09.04.1968, Blaðsíða 10
70 VISIR . Þriðjudagur 9. apríl 1968. sV'ty 'r/S/'S/"" ''■V//"V'"'V"///SJf/J£ Loksins er sunn- anáttin komin „Voriö er aö koma“, sögðu börnin á strætum borgarinnar í morgun, enda loksins orðið frostlaust og hægur sunnanand vari farinn að blása í staöinn fyrir norðangarrann. Hitinn var þó raunar ekki nema 5 stig, en eftir frostin og kuldann undan- farið finnst fólki nú vera komið svokallað vorveður. Sunnanátt- in hefur í dag yliað hér á öllu Suð-vesturlandi og er gert ráð fyrir að hún haldist eitthvað áfram. Lítil breyting var á hafísnum í morgun, en þó hefur hann gliðnað dálítið t.d .viö Hvalsnes og Grímsey. Annars staðar virð- ist hann svipaður, en engar fréttir hafa þó borizt til Veöur stofunnar af ísnum við Horna- fjörð, enda skyggni víða slæmt þar um slóðir og erfitt að átta sig á hversu sunnarlega isinn er kominn. Fyrstu umferð íslundsmeisturu- mótsins í bridge lokið Sveitakeppni Islandsmeistara- mótsins í bridge hófst í gærkvöldi í Dómus Medica og var þá spiluö fyrsta umferðin. 10 sveitir spila í meistaraflokki en 20 sveitir i 1. flokki, sem skipt er í tvo riðla. Leikar fóru þannig í 1. umferö, að Símon fékk 6, en Gunnar 2, Benedikt 2, en Gísli 6, Steinþór 7 og Hjalti 8, Jón 0 og Agnar 8, Ólafur 3 og Hannes 5. 1 1. fl. A-riðli: Gestur 1 og Elín 7, Ármann 2 og Gunnþór 6, Óli 5 og Albert 3, Gísli 8 og Tryggvi 0, Helgi 1 og Sigtryggur 7. í B-riðli: Ólafur 4 og Sigurður 4, Rafn 2 og Halldór 6, Jóhann 2 og Björn 6, Dagbjartur 7 og Örn 1, Hörður 8 og Þorsteinn 0. Utanríkisráðherra Búlgaríu skoðar sig um austanfjalls ■ Laust fyrir kl. 10 í morg- un hélt Ivan Bashev, ut- anrfkisráðherra Búlgariu, út úr bænum ásamt föruneyti sínu. Ferðinni var heitið að Reykjum, Seifossi, Sogsfoss- um og Hveragerði. Reykja- íundur heimsóttur og Dælu- stöðin að Reykjum. Hádegis- verð átti að snæða að fra- fossi í boði Landsvirkiunar. Síðan átti að skóða Mjólkur- bú Flóamanna og heimsækja Hveragerði. Ráðherrann mun koma aftur tii Reykjavíkur kl. 7.30. Ivan Bashev kom til landsins á sunnudagskvöld í hina opin- beru heimsókn ásamt konu sinni og sendiherra Búlgaríu á Islandi, Laliou Ganchev. I gær ræddi hann við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Gylfa Þ. Gíslason og Emil Jónssýni. Hann sat hádegisverðarboð for- seta íslands, og heimsótti síðan Þjóðminjasafnið, Listasafn rík- isins og safn Ásmundar Sveins- sonar. Kvöldverð snæddu gest- irnir í ráðherrabústaðnum í boöi utanríkisráðherra. Á morgun hittir Bashev borg- arstjóra og fer í skoðunarferð um Reykjavík. Seinna um dag- inn mun hann ásamt utanríkis- ráðherra íslands Emil Jónssyni undirrita samning um afnám vegabréfsáritunar milli íslands og Búlgaríu. Aflahrota — -> 1. síðu. slatta af loðnu seinustu dagana. Togbáturinn Grótta iandaði í Reykjavík í gær 39 lestum en 5 netabátar komu hér að í gær með 5—26,5 lestir. Flestir voru með um eða yfir 20 tonn. Fiskiríið virðist vera að glæðast mjög hér við Reykjanesið og hafa bátarnir dreifzt frá því sem var seinnipartinn í vikunni sem leið, en þá fiskaðist ekkert utan á Sel- vogsbanka. Vér morðingjar - —> 16 siöu Árið 1920 var „Vér morðingjar" leikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur og sfðar árið 1927 og stjórnaði höf undurinn þá sýningunni og lék ann að aðaVhiutverkiö. Síðar var leikrit ið sýnt hjá leikflokki undir stjórn Gunnars Hansen og einnig var það leikið hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikstjóri á þessari sýningu er Benedikt Árnason en aðalhlutverk leika, Gunnar Eyjólfsson og Krist- björg Kjeld. Önnur hlutverk eru leikin af Guðbjörgu Þorbjarnardótt ur, Gísla Alfreðssyni, Erlingi Gísla syni, Sigríði Þorvaldsdóttur og Önnu Guðmundsdóttur. Leikmynd og búninga gerir Gunnar Bjarna- son. Strengja vír — -> 16. sfðu. stálvír væri strengdur tvær til þrjár tommur undir sjávarmáli og mundu nú bryggjurnar verða vakt aðar, þar til hættan af ísnum væri liðin hjá. Bjarndýr — -> 16. sfðu. þann hátt, að lenda milli jaka, eða hvort sjúkdómar hafa ráðið niðurlögum þeirra. En ósenni- legt er að þau hafi drukknað, vegna þess hve vel þau fljóta uppi á sundinu og hversu þolin þau eru. — Er lítið um að bjarndýr haldi sig í höpum? — Það er sjaldgæft. Helzt eru það ,,hjón“ sem halda saman. — Hvenær eignast bjarndýr- in afkvæmi? — Á vorin eða sumrin. Þau búa þá um sig í eins konar snjó- byrgjum á óhultum stöðum úti á ísnum. — Veiðir þá „bóndinn" til matar á meðan ,,frúin“ annast húnana? — Bjarndýrin nota litla fæðu á þessum tíma. Það fer vel á að enda þetta spjall með lítilli frétt sem blað- inu barst í morgun. en hún kom frá Spitsbergen, nánar til tekið frá Longyearbven: Maður nokk- ur sem dvaldi í kofa í kílómeters fjarlægð frá Longyearbven hevrði í fvrradag þrusk við kofavegginn. Maðurinn er gest- risinn að eðlisfari og setti því kaffiketilinn á eldavélina áð- ur en hann leit út um gluggann til að sjá hverjir væru á ferð Hann varð að vonum undrandi þegar hann leit út um gluggann beint í augun á stóru bjarndýri sem stóð og horfði inn til hans og einföld glerrúða skildi á milli þeirra. Morguninn eftir sá- ust aðeins sporin eftir bjarn- dýrið, en það hafði forðað sér burt um nóttina. BORGIN BELLA Ég hef víst talað of mikið um einmanaleikann við hann Pétur — hann var að senda mér þessa skjaldböku. — i/edrið dag Sunnan og suðvestan gola, skúrir. Hiti 3-5 stig. Haglaust er enn sagt, eöa því sem næst í Strandasýslu, V-Húnavatnssýslu og víða i Skagafirði. Nýlega voru menn að reka hross í haga úr Hrútafirðinum suður fyrir Holta- vörðuheiði. Vísir 9. apríl 1918. I Sfúlkur teknar fyrir fjjótaH I Tvær ungar stúlkur stálu aðfara- nótt föstudags útvarpstæki arm- bandsúri og 1000 krónum i pen- ingum frá karimanni, sem hær i höfðu kynnzt um kvöldið og þáð j heimboð hjá. Notuðu þær tækifær I ið eftir að maðurinn var sofnaður ! og laumuðust út, en rændu hann ■ áður. I Stúlkurnar hafa, að því er virðist j blátt áfram gert betta að iðiu sinni. | þvi að þær hafa áður stolið 8 þús. | kr. hiá karlmanni, sem þær höfðu ‘ kynnzt þannig að kvöldlagi og hafði boðið beim heim til sín, og 7 þúsund krónum af öðrum og frá þáðum hirtu þær útvarpstæki. Þær hafa auk bess oft verið kærðar fvr- 'r minni háttar grindeildir í h"'nia- '"'■sum, þar sem bær hafa komið. Vanalega hafa hær bann háttinn á, að standa nærri danshúsum, c- "línlfOfPlint þr pn að einhver bjóði þeim heim i „partý“. Nlétatimbur Mótatimbur óskast í stærð- inni 1x6. — Uppl. í síma 82667 og 82579.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.