Vísir - 20.04.1968, Side 6

Vísir - 20.04.1968, Side 6
6 V í SIR . Laugardagur 20. aprfl 1968, TjÓNABÍÓ — tslenzkur texti. Heimsfræg og afbragðs vel gerð, ný, ensk sakamálamynd í algjörum sérflokki. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu hins heimsfræga rithöfundar fanFlemmings sem komið hef- ur út á íslenzku. Myndin er í litum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. BÆJARBÍÓ Simi 50184 Lénsherrann Charlton Heston Richard Boone — tslenzkur texti. Sýnd kl 5 Síðasta sinn Bönnuð innan 14 ára. Astin er i mörgum myndum Spennandi amerísk litmynd um leit að gulli, gæfu og ástum. Aðalhlutverk: Lana Tumer Cliff Robertson Sýnd kl. 9. STJÖRNUBÍÓ Lord Jim Ný amerísk stórmynd meö: Peter O’Toole — íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. LAU6ARASBBO Maður og kona Sýnd kl. 5 og 9. fslenzkur texti. NÝJA BÍÓ Oturmennið Flint (Our Man Flint) íslenzkur texti. Bönnuð yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5. 7 og 9. HAFNARBÍÓ FLUFFV Sprenghlægileg og fjörug, ný litmynd með: Tony Randafl Shirley Jones — Islenzkur texti. Sýnd kl. 5 7 og 9. 20 þús. íbúa „eyborg ' á Haishborough- grynningunum? Nýstárlegar áætlanir brezkra verkfræðinga Cíöustu áratugina hafa flekar verið gerðir á stólpum grynningum úti fyrir ströndum, þar sem borað hefur verið eftir olíu eða jarðgasi, bæði á Persa- flóa, úti fyrir ströndum Banda- ríkjanna og Suður-Ameríku og Englandsströndum. Á Persaflóa mun veðursæld meiri en fyrir opnum úthöfum, og ekki hefur frétzt aö þessar borunarstöðvar þar hafi laskazt af sjávargangi en annars staðar er aðra sögu aö segja, þar hefur hafrótið brotiö þessar stöðvar í fárviðrum, enda þótt þær hafi aö sjálfsögðu ver ið rammgerar, tækniiega séö, og sums staðar oröið naum mannbjörg eða ekki. Nú hefur brezkt verkfræöifyr- irtæki hreyft athyglisverðum ný mælum á þessu sviði. Á vegum þess hafa verið gerðir uppdrætt ir að eins konar eyborg á hafi úti, geröri úr járnbentri stein- steypu og gleri, og lagðir fram útreikningar og áætlanir varð- andi alla gerö hennar, jafnvel í smáatriðum. Fyrirtækið miðar þessar áætlanir við að borgin veröi gerð á svonefndum Haish- borough-grynningum, um það bi! 50 mílur undan austurströnd Englands. Þar er um 9 m dýpi, en dýptarmunur flóðs og fjöru 1,2—2,1 m eftir því hvort smá- strevmt er eða stórstreymt. — Talið er að bora megi eftir jarð Eyborgin — þverskurður af borgarveggnum. gasi á þessum grynningum, og er það meginorsök þess að slík ar framkvæmdir eru hafðar í huga. Verkfræðingarnir hugsa sér eyborgina byggða í líkingu viö kóralrif — hringborg, því sem næst sporöskjulagaöan hring, sem umlykur ,,tjörn“ 1432,5 m á lengd og 1005,8 m þar sem hún er breiðust. Undirstaöa borgarhringsins á að vera stólpar úr járnbentri stein- steypu, sem „rammaðir" veröa niður með fallhamri í þéttri, tvö faldri röð, tengdir saman með þverbitum og stálþili, bæöi að utanverðu og innanverðu, en síð an veröur bilið milli þiljanna fyllt með sandi, sem festur verð ur með steinlímsvökva. Á þees- um undirstöðum verður svo sjálf „borgin" byggð í stöllum lægst inn að „tjörninni" og síðan hækkandi, svo hún verður 16 hæðir sjávarmegin. Hugsa verk- fræðingamir borgarhringinn settan saman úr hólfeiningum. og verða hólfin steypt í landi en síðan dregin á prömmum út að „borgarstæöinu“, þar sem þeim verður hlaðið innan í stál grindina, líkt og múrsteinum í vegg og loks njörvuö saman með steinlími. Hólfin verða þá opin í báöa enda, bæði inn að „tjörninni" og út að hafinu, en lokað með gluggum úr sérstöku tvöföldu gleri, líkt og í nýtízku stálgrindabyggingum stórborg- anna. Hliðin, sem veit að hafi, verður bogadregin í því skyni að stormarnir fái sem minnst átak og hefur það form verið prófað í svonefndum „stormgöngum", sem notuð eru til aö prófa flug vélalíkön. Inni á „tjörninni", sem verð ur opin til innsiglingar á einum stað líkt og höfn, verða einnig gerðar byggingar. Þær veröa reistar á flekum, sem lagt verð ur við botnfestar með sérstök- um útbúnaöi, þannig að ýmist slaknar á þeim, eða þær styttast eftir sjávarföllum. Skammt fyrir innan innsiglinguna verður „tjörninni" lokað algerlega með steinstólpum og stálþili, en þá milligerð er þó hægt að opna ef vill, í því skyni aö láta fall- strauminn „hreinsa" þar til og endurnýja sjóinn í tjörninni. Með því að beizla aðeins hluta jarögasmagnsins, sem gert er ráð fyrir að ná þarna með bor- m-> io. síöu. KÓPAVOGSBIO Sim' 41985 HÁSKÓLABÍÓ Slm' 22140 GAMLA BÍÓ Blinda stúlkan (Spies strike silently) — íslenzkur textl. Mjög vel gerð og .örkuspenn- andi, ný, ítölsk-amerísk saka- málamynd I litum, er fjallar um vægðarlausar njósnir í Beir ut. Lang Jeffries. Sýnd kl 5.15 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Bolshoi Ballettinn Stórkostleg litmynd I 70 m.m. um frægasta ballett í heimi. Stjórnandi Leonid Lavrovsky. Heimsfrægir dansarar og dans- ar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (A path of blue) Bandarísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Sidney Poitier. Elisabeth Hartman Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum <innan 12 ára AUSTURBÆJARBÍÓ Stúlkan með regnhlitarnar Mjög áhrifamikil og falleg ný frönsk stórmynd i litum. tslenzkur texti. SUMARIÐ '37 Sýning í kvöld kl. 20.30 Næst síðasta sinn. Catherine Dineuve Sýnd kl. 9. William Tell Sýnd kl. 5. Hedda Gabler Sýning sunnudag kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Sfmi 13191. «§* ÞJÓÐLEIKHÖSIÐ Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban. leikstj. Benedikt Árnason Frumsýning í kvöld kl. 20. önnur sýning fimmtudag kl. 20 Sýning sunnudag kl. 15 MAKALAUS SAMBÚÐ Sýning sunnudag kl. 20 Litla sviðið Lindarbæ: fiu TILBRIGÐI Sýning sunnudag kl. 21 Aðgðngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Sími 1-1200

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.