Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 4
Hið fræga yfirvaraskegg mál- arans, Salvador Dali, hefur nú staðið af sér árin allmörg, en þaö er ekki fyrr en I sumar, sem það kemur fram á hvíta tjaldinu. Hinn 63 ára gamli spænsk-ættaði listmálari mun þá leika í franskri kvikmynd, sem nefnd verður „Galdramaðurinn", og þótt það megi virðast undarlegt, fer hann þar með hlutverk listmálara. Sá listmálari gengur með andlit konu sinnar á heilanum, en Candice Bergen leikur konuna. Hann málar tyift stúlkuandlita — Sylviu Koscina og Claudine Auger verða meðal þeirra — en allar enda þær með því að taka á sig andlit Candice. Menn lyftu augabrúnunum í undrun, þegar þeir heyrðu, að Jesse Kuhuulua, 23ja ára sumo- glímukappi, frægur í Tokyo fyrir hraustl. handtök á glímupallinum, hefði ekki þótt liðtækur í herinn, þegar hann gaf sig fram sam- kvæmt kvaðningu. Læknirinn sendi hann aftur og sagði, að hann væri alltof feitur, en hinn giaðværi 315 punda þungi, japanski glímukappi svar- aði um hæl, að fyrst svo væri, yrði hann víst að halda sig bara áfram að sumo-glímunni. Nokkrar landfræðilégar breyt- ingar eru I vændum í Orlando á Florida, því sundkappinn og apa- maðurinn Tarzan, eða Johnny Weissmuller. eins og hann heitir að skfrnarnafni. hefur lýst þvf yf- ir að hann hafi í huga að koma imo Tarzan-landi þar i héraðinu, >.Tct og Walt Disney kom upp Bisnev-Iandi á sfnum tíma. Hjá Weissmuller skal ekkert skorta. Gestum mun gefast kostur á að sjá trjáhi'isið hennar Jane. lund- inn, bar sem sonur Tarzans æfði sig f að sveifla sér í trjánum. Þeim mun einnig gefast tækifæri til þess að stinga sér i Tarzans- vatn. svo eitthvað sé nefnt. Nýgift fólk á brúðkaupsferða- lagi voru ævinlega velkomnir gestir að lltla Rhineland hótelinu í Neuwied í Englandi. Hinn fjörutíu og tveggja ára gamli hóteleigandi, Helmut Bahn, var sérlega uppnæmur fyrir slík- um gestum og bauð þeim ávallt Leyndardómur spegils- ins í brúðhjónaíbúðinni brúðhjónaibúðina, sem var íbúð nr. 6 á neðstu hæð, og leigði þeim gjaman á niöursettu verði. Þegar hinn 24 ára gamli Wern- er bar brúði sfna Heidi, sem er ljómandi Iagleg stúlka, rauðhærð og tvítug að aldri, inn yfir þrösk- uldinn á fbúð nr. 6, virti herra Bahn þau fyrir sér með blíðlegu brosi á vör og sagði þeim, að gist ingin myndi kosta aðeins kr. 200 yfir nóttina. Morgunmaturinn væri ókeypis. Skrjáf oð kvöldlagi „Þetta er kyrrlátasta herbergið í öllu hótelinu og það skemmtileg asta“, sagði herra Bahn hinn ljúf- Á veggnum bak við spegilinn var gat og mátti sjá í gegnum spegilinn inn I svefnherbergi brúöhjónanna. •••••••••••«•«»■•■••••••••••••••••••••••••••••••• mannlegasti, þar sem hann stjan- aði í kringum ungu brúðhjónin, eins og hæna í kringum unga sína. Vissulega var herbergið aðlað- andi, fullt af angan blóma, sem stóðu í vasa undir kringlóttum spegli, sem hékk á einum veggn- um. Enda fór ákaflega vel um brúð hjónin í því um nóttina og ekk- ert skyggði á dvöl þeirra þar, nema eitt. Þegar þau voru að búa sig undir aö hátta fyrsta kvöldið, heyrðu þau eitthvað skrjáf bak við þilið. „Hvað er þetta?“ hvíslaði Heidi og greip báðum höndum um háls- málið á næstum gegnsæjum nátt- kjólnum sínum. „Líklega bara mús“, svaraði Werner. Hann barði í þilið og skrjáfið hætti samstundis. En þegar þgu fóru að hátta næsta kvöld, byrjaði nákvæm- lega sama skrjáfið aftur og þann- ig gekk þaö hvert kvöld um hátta tíma. Að lokum fór svo, aö Werner taldi öruggt, að þama væri engin mús á ferðinni, heldur eitthvað annað. Hann hóf þegar rannsókn. Með skrúfjárninu sfnu fjarlægði hann spegilinn af veggnum. „Við ætluðum varla að trúa okkar eigin augum“ sagði Wern- er lögreglunni síðar. „Spegillinn var bara yfirskin. Á bak við hann var gat í veggnum og spegillinn var gegnsær, hinum megin frá, og hver, sem þar stóð, hafði á- gætisútsýn yfir íbúð nr. 6.“ Gægjugat Sá, sem þar stæði á gægjum, hafði sem sé fyrsta flokks yfirlit yfir hjónarúmið í svefnherberg- „Það var næstum liðið yfir aumingja Heidi. Hún var alveg að drepast úr feimni.“ Engan skyldi undra það, því hinum megin við þilið var setu- stofa Helmuts Bahns. Þegar lögreglan tók Bahn til yfirheyrslu, játaði hann að hafa gert gatið á vegginn og komið speglinum fyrir. En hann neitaði — og það gætti hneykslunar í rómnum — að hann hefði gert það til þess að njósna um brúð- hjón á brúðkaupsferð. „Ég geröi það, svo að ég gæti haft auga með grunsamlegum gestum, sem ég óttaðist að gætu komið illu orði á veitingarekstur- inn“, hélt hann ákveðið fram. En þessi saga hlaut engar vin- seldir meðal lögreglunnar. Hún kærði hann fyrir ósæmilega og móðgandi framkomu. sem væri til þess fallin að raska ró borgara. Einhvern tíma í næsta mánuði, mun mál hans koma fyrir rétt. En á meðan stendur ibúð nr. 6 auð. Fyllt hefur verið upp f gat- ið í veggnum, og nú er enginn sérstakur afsláttur á leigunni fyrir nýgift fólk. Land hinna mörgu frí- daga. Hvernig væri að láta þennan nýliðna fyrsta sumardag verða þann síöasta, þ.e.a.s. sem við höldum hátiðiegan sem almenn- an frídag? Við getum svo vissu- lega fagnað sumarkomu, þó við ekki legglum niður vinnu. Ekki svo að skllja, að fóiki sé of gott að hvíla sig dag og dag auk sunnudaganna, heidur er bað staðreynd, að nú þegar harðnar á dalnum, þá kemur i liós, að við höfum hreiniega ekki efni á þessum miklu frium. í stað þess að fella niður virkan dag til að fagna sumri, þá má í þess stað gera sér dagamun fyrsta sunnudag i sumri. 1 þessu efni þarf að breyta lögunum og þyrfti einhver eöa einhverjir skeieggir þingmenn að hefja þingstörf i haust meö því að taka af skarið og leggja til breytingu í þessu efni í hinu háa Alþingi. Rökin fyrir breyt- ingunni eru einföld, því ein- staklingarnir flestir hverjir hafa ekki efni á hinum miklu fríum, og þjóðin í heild ekki heldur, því sá hópur hækkar stórum sem vinnur fyrir viku- eða mán- aðarkaupi, og fær þvi kaupið jafnt, hvort sem frídagar eru fáir eða margir. Auðvitað má svo auka frí- dagana aftur, þegar hin sjö feitu ár koma að nýju, það verður vafalaust vandaminna að hreyta því, en draca saman seglin þeg ar að kreppir. í beinu framhaldi af þessu ætti að athuga, hvort hið sama ætti ekki að ske varðandi marga aðra daga ársins, sem við leggj- um niður vinnu. Vmsar aðrar þjóðir leggja mikiu minni helgi i páskáhald. en við gerum, það er að segja að þær halda páska hátíðlega, en hafa bara einn dag og halda aðeins föstudag- inn langa heilagan, en skírdag- inn ekki sem frídag. Þetta er mikið athugunarmál fyrir okk- ur nú. þegar illa árar. Sama máli gildir og um hina mörgu frídaga hinna ýmsu stétta, því við höldum hátíð 1. J maí, sjómannadag, verzlunar- • mannafrídag. Spurningin er, J hvort við getum ekki slegið • þessu saman í einn dag, því • þetta eru víðast orðnir almenn- J ir frídagar hvort eö er, en ekkl • almennir frídagar einstakra 2 stétta, nema að litlu leyti. Við J sitjum allir i sama báti og er- • um allir verkamenn i hinum J stóra „aldingarði“ og erum • hvorir öðrum svo háðir, að við • eigum að geta fagnað allir sama J daginn með hvaða titli sem við • höfum heimild til að skreyta J verðleikana og starfið. J Niðurskurður frídaga ætti að • vera miög eðlilee viðbrögð til J hagshóta, begar illa árar til að • hamla á móti Tninnka-!di þjóðar J tekjum i heild. J Þrándur í Götu. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.