Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 5
VÍSIR . Laugardagur 27. apríl 1968.
Andlitsförðun
mildast með
hækkandi sól
Hvað verður um eldrauða vara-
litinn og kinnalitinn, núna þeg-
ar fer að vora? — Það er eitt
af lögmálum andlitsförðunar, að
draga úr andlitsförðun og nota
einungis milda litli, þegar við
förum út í sterkt sólskin, og
við vitum allar að mikil andlits
förðun er bæði ósmekkleg og ó-
þægileg í miklu sólskini og hita.
Auðvitað er hægt að nota
litinn. Munið að þið veröið að
þreifa ykkur fyrst áfram við
notkun þessara lita, og bezt er
að nota millirauða liti fyrst, áð
ur en farið er að nota hárauöa.
Ef þið eruð mjög Ijóshæröar
ættuð þið ekki að nota hárauða
liti, millirauðir litir með appel-
sínugulum blæ og kinnalit í
svipuðum litatón verður eðli-
legri en hárauður litur. Ef þið
Hér sjáum við þrenns konar andlitslag, breitt andlit, mjótt andlit
og andlit, sem er breiðast við kjálkana. Kinnaliturinn er fyrst sett-
ur á andlitið eins og myndin sýnir, en síðan dreift úr honurn svo
að samskeytin sjáist ekki.
rauðan varalit og kinnalit, án
þess að um mikla andlitsförðun
sé að ræða að öðru leyti, en á-
berandi verður andlitsförðunin
alltaf, þegar sterkrauðir litir eru
notaðir. Það er því nauðsynlegt,
fyrir þær sem hafa tekið upp
wuða varalitinn að nota ljósari
llt með honum að degi til, og
að nota alls ekki rauðan kinna-
lit i dagsbirtu. Reyndar hefur
rauði kinnaliturinn ekki náð sér-
stökum vinsældum hér á landi
ennþá, en margar stúlkur nota
brúnleitan kinnalit, og er allt
í lagi að nota dálítið af honum
í sólskini, einkum ef maður hef-
ur fengið dálítinn lit á and-
litið af sólinni.
Augnamálningin, sem nú mið
ast öll við að láta augun vera
sem kringlóttust og saklevsis-
legust, þarf ekki að vera mjög
áberandi í dagsbirtu, en rétt er
að benda á að svart er eigin-
lega algjör bannlitur í sólskini.
Jafnvel dökkhærðar stúlkur
ættu að nota heldur brúnan lit
á augun í sólskini, og mjög dauf
ir bláir eða grænleitir augn-
skuggar geta verið mjög
skemmtilegir. Þegar við höfum
fengið fallegan brúnan lit á and
litið getum við leyft okkur að
nota sterkari liti, einkum að
kvöldi til, og þá getum viö
notað rauða varalitinn og kinna
eruð aftur á möti dökkhærðar,
þá getið þið notað fallega rauöa,
eða purpurarauða liti, og kinna-
lit í svipuðum litatón.
Það er mikil list að nota
kinnalit, svo að vel sé. Þið mun-
uö komast að raun um að til aö
byrja með finnst ykkur árang-
urinn hörmulegur. En þá er
bara aö nota minna af litnum
og vanda sig dálítiö betur og
ur fremst, en mjókki upp undir
gagnaugað. Gætið þess vel að
hvergi sé hægt að greina skilin
þegar þiö eruð með andlitið í
ca. y2 meters fjarlægð frá spegl
inum, en við nánari athugun
getið þið gert ykkur grein fyr-
ir hvar þið hafið sett kinnalit-
inn. Nauðsynlegt er að púðra
vel yfir kinnalitinn.
Þær sem hafa langt og mjótt
andlit, geta líka fríkkað heilmik-
ið með því að nota kinnalit, og
er kinnaliturinn þá látinn ná
fram undir nefbeinið og yzt út á
kinnbeinin. Látiö litinn ekki ná
nær auganu en ca 2 cm., nema
þið hafið mjög há kinnbein.
í rauninni er hægt aö nota
kinnalit á ótrúlega margan hátt,
og með réttri notkun hans, er
raunar hægt aö gerbreyta and-
litinu. Ef þið viljið nota kinna-
litinn tjl að ,,breyta“ andlitinu,
þá er bezt að kinnaliturinn sé
ekki áberandi á litinn. Brúnleit-
ur kinnalitur er beztur til slíks,
og er þá hægt að nota hann t.d.
neöst á hökuna, til að hakan
virðist styttri, í kinnarnar eða
yzt á kjálkana til að þeir virðist
■ mjórri o. s. frv. Þá getur líka
verið gott aö eiga hliðstæðan,
mjög ljósbrúnan lit, nánast hvít
an, til að nota með. Hann er
notaður t. d. fremst á nefbrodd
inn, til að nefið sýnist lengra
og mjórra, yfir augun til að
Notið ekki svartan augnalit um Iiásuiítaiið w aö kvöldi tú. Dökk-
brúnir cg dökkgráir litir koma I stað svarta liisins að degi til.
smám saman finnið þið hinn
gullna meðalveg.
Ef þið hafið breitt andlit, get-
ur kinnalitur látið það sýnast
miklu lengra og grennra, og er
liturinn þá settur ofarlega og ut
arlega á kinnbeinin. Þið skuluð
setja dálítinn lit fyrst, efst á
kinnbeinin, og dreifa honum
síðan upp á við, þannig að lit-
urinn á kinnbeininu sé breiðast-
breikka bilið milli augna og
augnabrúna o. s. frv.
Til þess að geta notað slfka
liti, þarf mikla þjálfun og æf-
ingu áður en góður árangur
næst og f öllum tilfellum þarf
að nota púður yfir, til aö hylja
öll samskeyti. Þreifið ykkur á-
fram og sannið til — árangur-
inn er ótrúlegur.
Stór kjallaraíbúð
mjög skemmtileg meö fallegum garði við
Flókagötu til sölu. Uppl. í síma 42418 og
42177.
dregiá i l.flokki 3.mai
ÞÉR GETIÐ HLOTIÐ
STÖRHAPP
KJÖRSKRÁ
til kjörs Forseta íslands, sem fram fer 30. júní
n.k. liggur frammi almenningi til sýnis í
Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Póst-
hússtræti 9, 5 hæð kl. 9—17 alla virka daga
nema laugardaga frá 30. apríl til 27. maí n.k,
Kærufrestur er til 8. júní n.k.
Reykjavík, 26. apríl 1968.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
TILBOÐ
óskast í viðgerð húsgagna og málningu um
borð í m.s. Esju nú í vor samkvæmt útboðslýs
ingum, og upplýsingum sem fást í skrifstofu
vorri og með könnun um borð í skipinu. Gert
er ráð fyrir, að nefnd vinna verði aðallega
framkvæmd á tímabilinu 17. maí til 4. júní.
Skipaútgerð ríkisins.
VAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WVNAAAAA^VWVWNAAAAAA^i AAAAAA