Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 9
VÍSIR T -augardagur 27. .. .íl 1968. 9 1 Sveitarstjórnarmenn skulu mótmæla giftingum óknyttasamra svallara — segir í gamalli bók unt sveifarsfjórn á fslandi — Spjallað við eddvita og sveitarsfjórnarmenn á fræðslunómskeiði Sambands ísi. sveitarfélaga T 100 ára gamalli bók um sveit- arstjóm á íslandi eftir Þor- varð Ólafsson bónda á Kalastöð um í Hvalfiröi eru eftirtalin atriði talin meðal þeirra verk- efna, sem sveitarstjómir eiga að hafa umsjón meö: — að athuga og tilkynna prest- inum hverjir vanræki guðshús. — að koma í veg fyrir drykkju- slark og mælgi í kirkjum og sjá um að þeir séu sektaðir sem koma með hunda. — að hafa eftirlit með illa ræmdu kvenfólki. — að sjá um að prestum sé ekki fært brennivín í kirkiu, eða með því goldin embættislaun. — að kæra fyrir sýslumanni lygara og slaðurshöfunda og biygðunarlausa blótvarga. — að innræta mönnum spar- semi yfirhöfuð og sér í lagi við erfidrykkjur og brúðkaup. — að sjá um að forarsöfn séu höfð á hentugum stöðum og haganleg meðferð sé höfö á hrossakjötsáti, þar sem það er til matar haft. — að mótmæla giftingum ó- knyttasamra svallara og let- ingja, nema þeir bæti ráð sitt. — að hafa eftirlit með hlaup- læknum, sem lækna í leyfis- leysi. Nú kann einhver að halda að hér sé um grín að ræða, en svo er alls ekki. Þetta er tekiö beint upp úr þessari fornu bók Þorvarðar en hún er í eigu Páls Líndal, formanns Sambands ís lenzkra sveitarfélaga, og vitnaði hann í hana í ávarpi, sem hann flutti á fræðslunámskeiöi um sveitarstjórnarmál, sem nýlokið er í Reykjavík. Vitnaöi hann m.a. í undantalin atriöi og sagði að ef haldið hefði verið slíkt fræðslunámskeið fyrir eitthundr að árum, þá hefðu þessi mál líklega verið tekin sérstakiega fyrir og rædd, eins og gert er um þau mál sem efst eru á baugi í dag. Blaöamaöur fékk að spjalla við nokkra þeirra, sem sóttu fræðslunámskeiðið og fara við tölin hér á eftir. Steypa vamargarö við Eyrarbakka. Fyrst töluöum við við Vigfús Jónsson, oddvita á Eyrarfcakka og byrjuöum við á því að spyrja hann um framkvæmdir við höfnina á Eyrarbakka. „Þaö hefur verið unnið að hafn argerð á Eyrarbakka undanfarin fjögur sumur,“ sagði Vigfús, „og hefur veriö steyptur varn- argarður fyrir bátaleguna, sem er orðinn um 300 metra iangur. Garöurinn er 4 m breiður aö neöan og 2,30 að ofan. Þessar framkvæmdir koma tii með að gerbreyta bátalegunni og skapa tnöguleika til lönd- unar við bryggju þó að töiu- vert brim sé. Viö vonumst til að geta haldið verkinu áfram næstu sumur og skapað með því örugga höfn fyrir fiskibáta á Eyrarbakka, þó að Atlantshafs aldan hamist á skerjagaröinum fyrir utan.“ „Hvernig er útlitið með ver- tið hjá ykkur núna?“ „Útlitið er gott sem stendur aflinn hefur verið ágætur upp á síðkastið. Hins vegar höfum við oröiö að frysta eða hengja upp allt of mikið af fiski, vegna saltleysis. Við höfum ekkert get að saltað í hálfan mánuð, og er það vitanlega mjög slæmL“ „Byggist ekki afkoman hjá ykkur nær eingöngu á sjávar- útveginum?" „Jú, það má segja það. Það er að vísu dálítill iðnaður á Eyrarbakka. Við höfum litla verksmiöju, sem framleiðir ein angrunarplast og hún gengur bara vel.' Þar vinna um 20 manns.“ „Gerðuð þið ekki tilraunir með þaravinnslu á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum?“ „Jú, við geröum það, en það var mjög erfitt og varö að vinn ast eingönguu í höndunum, — Það er án efa geysileg framtíð í vinnslu á þara t.d. í fóðurbæti bæði til útflutnings og fyrir landsmenn, en til þess að hægt sé aö koma slíku á fót þarf fjár magn til að kaupa vélar, sem geta unnið úr þaranum." „Eruö þið ekki nýbúnir að fá vatnsveitu?" „Jú í nóvember í vetur var vatni hleypt á aðalæð vatns- veitu á Eyrarbakka. Eyrbekk- ingar hafa ávallt búið viö frum Vigfús Jónsson, Eyrarbakka. stæð vatnsból, aðallega brunna, en vaxandi framræsla lands í nágrenninu hefur leitt tii þess að brunnvatn hefur minnkað til muna og stundum þrotið í vetr arfrostum og sumarþurrkum. — Svo hefur verið mikið járn í vatninu, sem fengizt hefur við borun í þorpinu, og hefur það verið óhæft til neyzlu. Vatnið sem við fáum í þessa vatnsveitu er ofan úr mýrinni uppi undir Ölfusá og er ágætt. Það á enn Vigfús B. Jónsson. Laxamýri, Þingeyjarsýslu. eftir að leggja mestallt dreifing- arkerfið fyrir þessa vatnsveitu, en hún hefur staðið sig vel í vetur og aldrei hefur frosið í leiðslunum.“ sagði Vigfús að lok um. Flugvöllur fyrir milli- landaflug í Aðaldal. Nafni Vigfúsar sem við töluð um við hér á undan, er Vigfús B. Jónsson, oddviti í Reykja- hreppi í Þingeyjarsýslu ,en hann býr aö Laxamýri. Viö byrjum á að spyrja Vig- fús um hinn fyrirhugaða flug- völl i Aðaldal, en sem kunnugt er hafa Loftleiðir áhuga á að byggja þarflugvöll, sem varaflug völl fyrir millilandaflug. Leikur okkur einkum forvitni á að vita hvers vegna Loftleiðir hafa augastaö á þessum stað um- fram aðra. „Skilyröi fyrir flug eru mjög góð á pessum stað. Það hefur að vísu veriö talað um aðra staði, en ég held að þessi staður þyki ianghentugastur. Þama eru aldrei hliðarvindar og mjög góö aöflugsskilyrði. Ekki þarf nema eina braut, en mér skilst að kostnaður við gerö slíkrar flugbrautar nemi nálægt 50 milíj. kr. allt í allt“. „Er gert ráð fyrir aö byggja hótel, ef flugvöllurinn veröur gerður?“ „Nei, ég held að það sé ætl unin að fara til Húsavíkur með farþega ef til kemur, en það er mjög stutt þangað frá vellin- um.“ „Nú hefur tíðin verið slæm hjá ykkur í Þingeyjarsýslunni í vetur. — Hvernig eruð þið staddir með heybirgðir?" „Ja, við erum nú ekki svo illa staddir. Auðvitað höfum við orðið að gefa mikinn fóð- urbæti með heyjum. Við bænd- urnir í Reykjahreppnum höfum mikinn áhuga á að koma upp hey kögglaverksmiðju. Þaö- myndi spara geysilegan innflutning á erlendu fóðri, en til að koma slíkri vérksmiðju á laggirnar þarf vitanlega mikið fjármagn. Ég álít að slíkar verksmiðjur eigi að reisa víðá um landið." „Það hefur vériö talað um sameiningu á hreppunum þarna í Þingeyjarsýslu, hvernig lízt ykkur á það?“ „Þetta er nú allt á umræöu- stigi ennþá, en mér skilst að talið sé æskilegast að sameina Reykjahrepp, Aðaldalshrepp og Tjörneshrepp.“ „Eru bændurnir búnir að sætta sig við „kísilgúrveginn“ svonefnda?“ „Ojá, -— tíminn læknar öll sár eins og þar stendur. Menn hafa gert sér grein fyrir því smám saman, að vegurinn er lagður á ágætum staö, og hefði varla verið hægt að staðsetja hann betur.“ Læknirlnn fær aðsetur að Reykjalundi. ;Á fræöslunámskeiðinu var aöeins ein kona, Salóme Þor- kelsdóttir, frá Reykjahlíð, en Frú Salóme Þorkelsdóttir, Reykjahlíð. hún á sæti í hreppsnefnd Mos- fellshrepps. „Það sem ég tel merkilegustu framfarir í Mosfellshreppnum er mjög bætt læknaþjónusta. Við höfum sama lækni og Kjós- in, Kjalarnesið og Þingvalla- hreppurinn, en læknirinn hefur yfirleitt haft aðsetur í Reykja- Vík. Hann fékk að vísu stofu i Hlégarði,. en nú hefur hann fengið ágæta aðstöðu tii lækn- inga á Reykjalundi og býr Óskar Friðbjamarson, Eyrarhreppi víð ísafjarðardjúp. hann þar. Þar hefur hann ung- barnaeftirlit og mæöraeftirlit." „Hvernig er skólamálum hjá ykkur háttaö í Mosfellssveit- inni?“ „Við erum í miklum vandræð- um með gagnfræðaskólann. Við þyrftum að geta byrjað að byggja nýjan gagnfræðaskóla strax f sumar, ef vel ætti að vera. Skólinn hefur nú aösetur í gömlu húsi sem er ófullnægj- andi á allan hátt.“ „Þið hafið nýlega fengiö sjálf- virka símstöð, ekki rétt?“ „Jú, hún kom núna í vetur. Ástandið var orðið mjög slæmt, og þetta er ákaflega mikill munur. — Eina fólkið sem saknar gamla fyrirkomulagsins, eru þeir sem ekki geta hlustað lengur á símtölin hjá nágrönn- unum!“ Var mildi að ekki fórust fleiri bátar. Að lokum spjölluðum við viö oddvitann í Eyrarhreppi við ísa- fjarðardjúp Óskar Friðbjarnar- son og spuröum hann fyrst frétta af sameiningarmálunum, en mikið hefur verið rætt um að sameina fsafjörð og Eyrar- hrepp. „íbúarnir í Eyrarhreppi ósk- uðu eftir sameiningu, þegar ísa- fjörður fór að sækjast eftir byggingarlóðum í hreppnum, en hreppurinn liggur sitt hvorum megin við ísafjarðarkaupstað. Samskipti hafa alltaf verið mikil á milli kaupstaðarins og Eyrarhrepps og Hnífsdals og nú er svo komiö að kaupstaðinn vantar mjög mikið lóðir undir einbýlishús. Við erum því bjart- sýnir um sameiningu." „Hvernig er afkoman í vet- ur?“ „Hún er heldur slæm. Gæftir hafa verið lélegar, en við eigum allt undir sjónum komið. Við erum meö rækjuverksmiöju, og hefur rækjuaflinn verið góður, en markaðshorfur aftur á móti slæmar.“ „Þessi vetur hefur orðið Hnífsdælingum erfiður?" „Já, þetta var erfiijur vetur, og þá einkum vegna bátstapans í vetur, en þaö er hins vegar ekkert vafamál að þaö var mikil mildi að ekki skyldu fleiri bát- ar vera á sjó þann daginn. Hefði óveörið ekki skollið á á sunnudegi, hefðu margir bát- ar veriö á sjó og lent í óveðr- inu,“ sagði Óskar að lokum. ■ P.*Í. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.