Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 7
VISIR . Laugardagur 27. apríl 1968. Sæmundur Tómasson: Á föstudaginn langa fyrir fimmtíu og fimm árum \7’etrarvertíðin 1913 var ógæfta söm og erfið á ýmsa lund, En eins og oft vill verða, bæði sumar og vetur þegar vond er Sæmundur Tómasson tíð, þá er það helzt um helgar, sem upp rofar, — með þurrk að sumrinu og sjóveður á vetr- um. Svo var einnig þessa vertíð. Það var mín fyrsta vertíð sem formaður á áraskipi. í vertíð- arbyrjun voru nokkrir róðrar með lóð. Ekki man ég nú hvaða mánaðardag net voru lögð. Það mun hafa verið um miðjan marz. Þá fyrst komu til sög- unnar erfiðleikar með veðurfar- ið og sjóinn, þegar ekki varð komizt út dag eftir dag þó stutt væri að sækja og við vissum netin full af fiski. Svo þegar loksins gaf, var allt orðið stór- skemmt bæði net og fiskur. Eins og fyrr segir gaf helzt á sjó um helgar. Svo var og á pálmasunnudag. Þá voru allir á sjó, afli góður að tölunni til en eitthvað skemmdur. eldri en tveggja nátta. Fiskur var nú genginn á grunnmið og því stutt að sækja en ókyrrðin í sjónum fór mjöé illa með netin viö botninn, semvarh.raun. H-dagur — Ökukennsla Nú er að verða hver síðastur að panta tíma fyrir ökupróf fyrir H-dag. Lærið að aka bíl, þar sem úrvalið er mest. Geir P. Þarmar. Volkswagen eða Taunus 12 M. Símar 19896, 21772 og 19015. Skdaboð um Gufunesradíó. Sími 22384 Hörður Ragnarsson, Volkswagen, sími 35481 og Jóel B. Jakobsson, Taunus 12 M sími 30841. Kennaraskólakórinn 1968 Samsöngur í Austurbæjarbíói sunnudaginn 28. apríl. kl. 3 e.h. Stjórnandi Jón Ásgeirsson. Aðgöngumiðar eftir kl. 4 laugardag og sunnu- dag. Steinalykkjur hjuggust sundur og teinar slitnuðu. Nú gaf ekki á sjó fyrr en á skírdag. Einn af hásetum mínum var organisti í kirkjunni, svo að viö gátum ekki róið fvrr en eftir messu. Netin voru illa farin og við gátum lítið lagfært þau vegna þess hve seint við rerum. Afli var mikill svo að komiö var fram á nótt er búiö var að gera að, salta fiskinn og ganga frá öllu. Hafði ég orð á því við pilta mína að gott væri að hvíl- ast að morgni, því að aldrei var vani að róa á föstudaginn langa. Ég fór seint á fætur. Úti var stafalogn og blíða. Af föstum vana varð mér Iitið til sjávar. Mér hnykkti við. Mörg skip voru róin og voru skammt und- an landi að vitja um netin. Ég gekk niður í naust. Þar voru aðeins tvö skip. mitt skip og annað, sem móðir mín átti. Á þeim báðum voru menn, sem sfzt mátti missa við messugerð- ir, Árni Björnsson meðhjálpari var háseti á skipi móður minn- ar, organistinn var Árni Helga- son háseti minn. Ekki get ég neitaö þvi, að þungt var mér í skapi er ég gekk heim frá sjónum. Samt fékk ég mig ekki til að kalla háseta mína til róðurs þennan há-helga dag. En ég fór að hugsa mitt ráð, hvernig ég gæti farið að búa í haginn fyrir morg undaginn. Seinni partinn gekk ég aftur niður að sjó. Allir voru í hörkuaðgerð. Mikill afli var kominn á land í Grindavík þennan langa frjádag. Sumir höfðu tvíróið og hreinsað öll sín net. Nú fékk ég hugmynd, sem ég ákvaö að framkvæma þennan dag. Það var að skreppa út fyrir sundið seint um kvöldið og leggja þar nokkur net á grunn- inu þar sem ég vissiaðvarfullt af fiski. Ég hugðist fara það seint, að aðrir léku þaö ekki eft- ir, enda voru þeir allir önnum kafnir viö aðgerð eins og fyrr er sagt. — Nú fer ég til há- seta minna og segi þeim þessá fyrirætlan. Tóku þeir henni flest ir yel og fórum við að steina netin. En þegar allt er tilbúiö og viö ætluðum aö fara að róa, neita tveir að fara. Nú var ekki á að lítast en hins vegar leitt að hætta við. En úr því rættist betur en á horfðist, því aö tveir bráðduglegir menn buðu mér aðstoð sína, sem ég þáði með þökkum. Að öðrum kosti hefði þessi ætlun mín farið út um þúfur. Svo rerum við, þótt kom- inn væri noröanstormur og skammt til myrkurs. Ég lagði netin eins og ég haföi ætlað mér. Tók sjóferðin ekki nema klukkutíma. Nú leið mér betur. Ég sofnaði vært, vaknaði hress og glaður og hugsaði gott til dagsins fram- undan. Logn var og ládeyða. Þegar við vorum búnir (til róðurs) vantaði þá tvo, sem neitað höfðu að róa meö mér kvöldið áður — sögðust þeir nú vera lasnir. Vorum við því ekki nema níu á skipinu í þetta sinn, sem óneitanlega var held- ur lítið því að skipið var þungt í meðförum. En þaö var bót í máli, að logn var og ládeyða og stutt að fara. Við fórum fyrst í gömlu netin. Þau voru illa farin eftir óveðrið og í þeim var lítill afli. Síðan vitjuðum við netanna, sem lögð voru kvöldið áður. Þar var aflinn svo mikill, að við fylltum skipið, svo það flaut með lista. Gátum viö þó ekki vitjað nema um 4 net af 6, sem við höföum lagt. Við hröðuðum okkur nú í land, bár- um aflann á skiptivöll en skipt- um honum ekki að sinni vegna þess aö þeir tveir sem neituðu að fara með okkur daginn áður og um morguninn, vildu nú fara að bera upp aflann með okkur, en ég neitaði harölega að þeir snertu á honum og sagði að þeir fengju enganhlutþennan dag. Þeir áttu að vísu ekki sinn hlut sjálfir, voru útgerðarmenn upp á kaup hjá öðrum. En ég lét þá um þaö uppgjör sjálfa. Nú fórum við aftur út og höföum meö okkur tvö net tií viðbótar. Þegar viö fórum að vitja um var Iftill munur á afl- anum í þeim netum, sem við höfðum tekið úr fyrr um dag- inn og hinum. Svona var fiskur- inn ör. Ég hef aldrei vitaö fisk koma jafnfljótt í net og það um miðjan dag á grunnmiöum. Þetta er einhver sá skemmtilegasti og mesti afladagur, sem ég man eftir á allri minni sjömennsku- tíð. Nú var nóg aö gera fram á nótt, sjálfa páskanóttina, í dá- samlegu veðri. Eftir messu á páskadaginn tók að hvessa. Þá langaði mig sann- arlega á sjóinn, sækja netin rétt út fyrir sundiö. En slíkt kom vitanlega ekki ti! mála á sjálfri stórhátíðinni. Um nóttina gerði stórviðri og morguninn eftir var ekki viölit að komast út. Svo liðu margir dagar, langir dagar með stormi og stórbrimi. Ekki man ég hve lengi bað stóö svo að með öllu var ófært. En þegar loks gaf á sjóinn var ömurleg aðkoma að netunum. Af þeim netum, sem við lögð- um á föstudaginn langa var ekk- ert að finna nema endabólin, dufl og færi með svo sem hálfu neti við hvorn stjóra. Allt annað var gjörsamlega horfið. Svo fór um sjóferð þá — sjó- ferðina á föstudaginn langa vet- urinn 1913. Þetta var í fyrsta og seinasta sinn, sem ég fór á sjó þennan helgidag. Var ég þó við róðra í um það bil tuttugu ár, þar af formaður í þrettán vertíðir. Ef Guð er með oss Jjegar ég var lítill drengur, heyrði ég talaö um verndar- vætti og varðengla, sem fylgdu hverju fótspori barns- ins og gætti þess á hættustundum..Ég hugsaði lítið um þetta þá, en mér fannst það ágætt, að vita það, að mín væri gætt af ósýnilegum förunauti. Á fullorðinsárun- um gleymist mér þetta að nokkru, en á ferðum mínum síðar um tvo áratvgi, er leið mín lá oft yfir jökulvötn og vegiausar heiöar, þá uröu þessar gömlu kenningar um varðengla og handleiöslu mér aftur kærar og traust mitt jókst á þessum bernskuminningum. Og oftlega, er hættur voru á leið í bröttum fjallaskriðum eða straumhöröum jökulvötnum þá hafði ég yfir í hljóði þessi traustaukandi orð: Ef Guð er meö oss, hver er þ.' í móti oss? Þarna var ekki að verki rökhugsun fullorðins manns, heldur voru þetta endurvakin bernskuhughrif, þannig vaknaði traust mitt að nýju á guðlegri handleiðslu. — — Jakob Thoraren- sen skáld segir í kvæði sínu um íökulsá á Sólheimasandi: Einhver beygur orkar því allt hvað vökna sokkar að gegnum þóttann grisjar í guðræknina okkar. Þetta skil ég vel hjá skáldinu. Á hættustund finnst jafn- vel ofurhuganum, sem venjulega treystir á mátt sinn og megin, róandi að l.ugsa til guðlegrar handleiðslu. (Stefán Jónsson)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.