Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 27.04.1968, Blaðsíða 16
VÍSIR „íslendingar eru músíkalskir lcelnnd Review : heitir nú einnig • Atlanticn Nýtt hefti er komið út af Ice- • land Riview og er það fyrsta hefti ? sjötta áreangs. Sú breyting hefur J nú orðið á ritinu, að það ber • nú heitið Atlantica & Iceland J Review. • í formála segja útgefendurnir, ? Haraldur Hamar og Heimir Hannes • son, að með þessu eigi að benda • á hafið umhverfis landið, — segja £ öðrum frá Norður-Atlantsháfi um • leið og sagt er frá Islandi. Efn- • issvið blaðsins verði breikkað til J samræmis við þetta. • Forsíðumyndin er af Mariu Guð- £ mundsdóttur og er grein um hana • í blaðinu. Þá skrifar Sigurður A. • Magnússon um Fjalla-Eyvind, Odd- * ur Bjömsson um Sverri Haraldsson • listmálara, Ólafur T. Jónsson um • Sverri Þóroddsson kappaksturs- • mann, Jeffrey Harrison um fugla- • paradísina á íslandi, Magnús Magn J ússon um byggð á íslandi fyrir • m-> 10. síða. * • ------------------------------ • og taktvissir44 — segja heimsmeistararnir i dansi, Bobbie og Bilí Irvine ■ Hjónin Bobbie og Bill Irvine, sem eru heimsmeistarar í dansi, eru stödd hér á landi um þessar mundir og hafa verið prófdómarar ' dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Við náðum stuttu spjalli við þau hjónin úti á Hótel Loftleiðum, þar sem þau búa, en þau voru á leiðinni til Þingvalla í sól- skininu ásamt Heiðari og konu hans. „Við förum héðan á mánudag inn til London, þar sem við búum og síðan munum við fara i sýningarferöalag til Ameríku og Japan“, sagði Bobbie Irvine er við spurðum þau hjónin á hvaða ferðalagi þau væru. „Hvernig finnst ykkur íslend- ingar standa sig í dansinum?" „Mér virðist Islendingar vera músikalskir og taktvissir, en fótaburðurinn er nú ekki upp á það bezta. Þeir nemendur sem við höfum séö, hafa yfirleitt staðið sig mjög vel og mér virð ist þeir hafa mikiö eyra fyrir hljómfalli, hvort sem það er ís- lendingum eðlilegt almennt, eöa hvort það er árangur góðrar danskennslu", sagði Bill Irvine. Þau hjónin kváðust því miður ekki hafa séö mikið af landinu ennþá, enda komu þau til lands- ins fyrir fáeinum dögum. Þau hafa hlotið heimsmeistaratitil og dansa þau samkvæmisdansa auk suður-amerískra dansa. Hjónin Bobbie og Bill Irvine fyrir utan Hótel Loftleiðir. Myndlistarsýning í Menntaskólanum við Hamrahlíð í kjallara Menntaskólans viö Hamrahlíð stendur nú yfir fjölbreytt myndlistarsýning, sem opin er daglega frá 14—22 fram á sunnudagskvöld. Á sýn- ingunni kennir margra grasa, því að þar eru sýnd olíumál- verk, teikningar og Ijósmyndir og ennfremur nokkrar myndir, sem eru nokkurs konar sam- bland af skúlptúr og málverki. Að sýningunni standa Mynd- listarfélag skólans og ljósmynda klúbbur, en þessi félög hafa starfað meö miklum blóma í vetur. Aðgangseyrir að sýning- unni er 25 krónur, sem rennur tii styrktar Myndlistarfélaginu. Þama er hægt að festa kaup á listaverkunum ef um semst við höfunda verkanna, sem er sann- gjarnt fólk. Reikningar Hagtrygg- mgar hf. birtir Vísir gerði fyrir nokkru fyrir- spurn um, hvers vegna Hagtrygg- ing hf. birti ekki reikninga sfna um ábyrgðartryggingar bifreiða fyr ir áriö 1966 í Lögbirtingablaðinu eins og hin bifreiðatryggingafélög- in höfðu gert og lög mæla fyrir um. Nú hefur reikningur þessi verið birtur í Lögbirtingablaðinu, 20. apríl 1968, en þá vill svo til aö lítið samræmi virðist vera með hon um og ársreikningum félagsins fyr ir sama ár, einkum hvað snert- ir óuppgerð tjón í árslok. Samkvæmt reikningi þessum námu áætluð ógreidd tjón félags- ins af ábyrgðartryggingum bif- reiða, að frádregnum hluta endur- tryggjenda, kr. 3.857.840.00 f árs- iok 1966. I ársreikningum félagsins fyrir árið 1966 voru öll ógreidd tjón í árslok 1966 hins vegar talin nema kr. 2.286.743.00 aðeins, enda þótt hér sé ekki einasta um að ræöa ógreidd tjón vegna ábyrgðartrygg- inga bifreiöa, heldur einnig vegna kaskótrygginga og ýmissa annarra trygginga. Nú væri fróölegt að fá að vita, hvað þessu misræmi veldur. Varla er um ágreining á mati tjóna að ræða, þar sem sami endurskoð- andi undirskrifar báða reikningana, en samt skeikar þarna um rúmlega 1 y2 milljón, eða kr. 1.571.097,00. Sumarf agnaður Kaup mannasamtakanna Kaupmannasamtökin efna til sum arfagnaðar á Hótel Borg á morgun, laugardag, sem er fyrsti laugardag- ur sumars. Mjög er vandað til sum- arfagnaðarins. Barnahljómsveit leikur ýmis sumariög og önnur létt lög í upphafi fagnaðarins. Ávö.rp verða flutt og karlakórinn Fóstbræð ur kemur í heimsókn og syngur ýmis innlend og erlend lög. Ástar- valsa eftir Brahms og fleira. Á sum arfagnaöinum verða nokkrir mat- vörukaupmenn sæmdir heiöurs- merki samtakanna, en félag mat- vörukaupmanna, sem er stærsta fé- lagið innan Kaupmannasamtakanna er 40 ára um þessar mundir. I-íótei Borg framreiðir kalt borð af alkunnri smekkvísi, og auk þess veröur á boðstólum hlaðborð af á- vöxtum og konfekti. Aðgöngumið- ar að sumarfagnaðinum sem er fyrir meðlimi Kaupmannasamtakanna og gesti þeirra, eru afgreiddir á skrif- stofu Kaupmannasamtakanna Mar- argötu 2. «>- Sjórekið lík í Reykjavíkurhöfn — Talið vera af einum týndu mannanna þriggja ■ Lík manns fannst í Reykja- víkurhöfn í gærmorgun, rekið upp í fjöru í krikanum vestur við Ægisgarð innan um annan reka, sem sjórinn hefur borið á land. Lögreglan var kvödd á staðinn, strax og mönnum var ljóst hvað á seyöi var, en einhver, sem leið átti þarna um kl. 9,30 í gærmorgun, fann líkiö. Fulltrúi frá borgarlækni var einnig kvaddur á staðinn, en líkið var flutt í geymslu. Var það frekar illa leikiö, likt og heföi það iegið í sjónum lengi. og óþekkjanlegt. Þó er talið að lík- ið sé af einum mannanna þriggja. sem hurfu 1 janúarmánuði, og eng- inn hefur séð á lífi síðan. Áskorun um fjárveitingu til prestsins í Kaupmannahöfn Verða norrænir prestar á Mallorca / sumar? Þessi mynd er af einu merkilegu verki á sýningunni, en aöaluppi- staða þess er sólgleraugu og skrautlegt hálsbindi. ■ Tíu Islendingar í Kaup- mannahöfn hafa tekið sig saman og undirskrifað áskor- un þess efnis, að tekin verði upp aftur fjárveiting til hins íslenzka prestsembættis í Kaupmannahöfn. í áskorun- inni segir meðal annars: „Embætti ísienzka prestsins í Kaupmannahöfn var sett á lagg irnar fyrir 4 árum. Voru marg- ir |>á efins um gildi þess, en reynslan hefur tekið af allan slíkan vafa meðal landa hér, því að starfsgrundvöllur hins íslenzka prests hefur reynzt bæði mikill og fjöiþættur. Hér er sem sé ekki aðeins um hreint kirkjulegt starf aö ræða, held- ur einnig og ekki siður félags- legt. Hér í borg er t. d. margt gamalla einmana I'slendinga, sem hefðu lítil tengsl við ætt- jörðina ef prestsins nyti ekki við. Hinn íslenzki prestur hef- ur einmitt lagt mikla áherzlu á að ná sambandi við sem flesta landa, sem hér búa, og mun þessi mikilvægi þáttur starfs hans lítt kunnur heima fyrir. Við höfum fuilan skilning á sparnaðartilraunum íslenzka rík isins, en teljum óheppilegt, að þær bitni á hjálparstarfsemi við gamalmenni og sjúkiinga, eins og hér er um að ræða.“ í sambandi viö þessa íslenzku prestsþjónustu erlendis má geta þess, að nú mun mjög til um- ræðu í Noregi og Svfþjóð, að senda prest til að þjóna nor- rænum ferðamönnum á eynni Mallorca. í norska blaðinu „Aftenpost- en“ segir, að norskur og sænsk- ur prestur verði þar í júni og júlí, en tveir danskir prestar verði þar í maí og ágúst. Kirkj- unnar menn segja aftur á móti að þetta hafi ekki verið endan- lega ákveðið þótt hað hafi ver- ið mjög til umræðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.