Vísir - 09.05.1968, Page 9

Vísir - 09.05.1968, Page 9
• v. ! V í S IR . Fir>- :udagur 9. maí 1968. Við höfum ekki leyfi til að vera svartsýnir Ekk! einstaklingar? jgg er hræddur um að fáir ein- staklingar treystu sér til að standa undir svona útgerð, ef hún mistækist. Auðvitað væri ekkert þvf til fyrirstöðu ef ein- hver treysti sér til þess. — Ég veit þó að sjómenn og útgerðar- menn hafa ekki bolmagn til að rísa undir kostnaðinum. Við megum þakka fyrir meðan skip- in og jafnvel húskofarnir okkar fara ekki undir hamarinn. Það er hins vegar engin á- hætta fyrir ríkið að reyna slíka útgerð og það verður þjóðin öll, sem nýtur góðs af, ef vel tekst til. Það var nægjanlega bíræfið að kaupa í upphafi þessi stóru og dýru skip, sem nú eru notuð við veiðarnar, enda má ekkert út af bera til þess að þau beri sig ekki. Hvað þurfa þau að fiska til að bera sig? Það er áætlaö, að fyrstu árin þurfi þau að fiska fyrir jafn- miklum verðmætum á ári eins og þau kostuðu upphaflega. — Auðvitaö fer þetta eftir ýmsu, en það lætur þó nokkuð nærri að hægt sé að hafa þetta sem meginreglu. — Vegna þess hve illa gengur að láta þau bera sig veröur að finna fleiri verkefni fyrir þau en aöeins sumarsíld- ina og síldveiðina og nóta- veiðar á vetuma. — Skipin mega helzt ekki leggjast að bryggju, aldrei verða verkefna- laus. Jþar sem ekki þýðir að fara á síldveiðar fyrr en eftir mánuð, ætlum við að reyna að fara með skipið á línuveiðar milli Grænlands og íslands, þar til hægt veröur að byrja á síld- inni. — Við gerum það fyrst og fremst til þess að þurfa ekki aö horfa á skipið aðgeröalaust við bryggju, en einnig er nauö- synlegt að finna ný verkefni fyrir þessi skip. Við förum með venjulega línu, lúðulóð og einn- ig ætlum við til gamans að fara meö hákarlalóö. Það er ágætur markaöur fyrir hákarlinn. Þetta verður útilega? Já, við ætlum að leggja og draga línu allan sólarhringinn og ísa fiskinn. — Þú mátt gjarnan geta þess, að mig vant- ar tvo vana beitingamenn í feröina. Við verðum að vera 16 um borð til þess að allir geti fengið minnst 6 tíma svefn á sólarhring. Það er vonandi að þetta bæti eitthvað upp vertíöina í vetur, sem var sérstaklega léleg hjá okkur eins og hjá öörum nóta- bátum. — Síldin brást alveg eftir áramót, loðnuúthaldið var lélegt og í þorsknót veiddist ekki nema hálfan mánuð og lítið þann stutta tíma, sem það stóð yfir. — Það er svo mikil lægð komin í þetta hjá okkur að við verðum að reyna aö gera eitt- hvað til aö bæta úr. Helduröu að það verði erfitt að fá mannskap á síldarbátana í sumar? Það held ég ekki. Það er eng- in ástæða til svartsýni, eins og ég sagði áðan. Það er þó orðiö heldur lítið eftirsóknarvert að vera á þessum stóru bátum eins og er, því vegna ástandsins á heimsmarkaðinum og minnk- andi afla hefur aflahlutur sjó- manna minnkað um nálega helming. Minnkandi aflamagn og lélegt verð á heimsmarkaðinum kemur fyrst og fremst niður á sjó- mönnunum og það er ekki á- hugavert að vera fjarri heimil- um sínum mánuðum saman fyrir sama kaup eða jafnvel lélegra en samsvarandi stéttir í landi fá. vj — sogð/ Eggert G'islason, aflakóngur um sumars'ildveibarnar Síldveiðarnar í sumar? — Þær eru stórt spurningarmerki, sagði hinn góðkunni aflaskipstjóri, Eggert Gíslason á Gísla Árna, þegar Vísir lagði fyrir hann spurningu um, hvernig honum litist á horfurnar með sumarsíldveiðamar. — Við sem stundum þetta, höfr.m þó ekki leyfi til að vera svartsýnir, bætti hann síðan við og brosti breitt. — Það var ekki að sjá á þessum manni, sem hefur verið aflakóngur hátt á annan áratug, að hann hefði neinar áhyggjur af lífinu, heldur virtist hann hress og kátu. eins og miklir athafnamenn eru jafnan. Síldin er sá kynjagripur, að ómögulegt er að reikna hana út, segir Eggert Gíslason. jpara margir á síldveiöar í sumar? Það fara allir, sem eru útbún- ir til þess, varla færri en i fyrra, en þó fer það mikið eftir hvernig útkoman verður eftir leiðangur Árna Friðrikssonar. Það er kannski engin ástæða til að vera svartsýnn, þegar reynslan af sumrinu 1965 er höfð í huga. Þá var mikiö ísa- vor, en samt metsíldarsumar? Það er svo bezt að ísinn fari frá landinu nægjanlega snemma. Annars er svo erfitt að spá um þetta. Það fer eftir þvi hvað ísinn stendur lengi á svæöinu, og hvort síldin kemur í sjóinn suður af kalda beltinu í átt að landinu. Þetta kemur ekki í ljós fyrr en þeir á Áma Friðriks- syni eru búnir aö grandskoöa allt svæðiö. Síldin er sá kynja- gripur, aö ómögulegt er aö reikna hana út. Sízt núna. Hvemig ætlarðu að koma síld- inni í salt ef veiðisvæöið verður eins langt undan og í fyrra- sumar? Við munum ísa síldina eins og við gerðum í fyrrasumar. Þá sigldum við meö síldina upp i 3 sólarhringa og hún reyndist eftir það fyrirtaksvara í salt. — Við getum framleitt 5 tonn af skelís á dag um borð og geymt um 11 tonn af ísnum í frysti- klefa, sem nægir í rúm 100 tonn í forlestina. Þetta bjargaöi alveg vertíðinni hjá okkur í fyrra, því okkur tókst að koma með í land síld í 11.000 uppsaltaðar tunnur með þessu móti. Um helmingur af tekjum bátsins kom inn á síðustu 4 mánuöum ársins vegna þess hve mikið var hægt að salta af aflanum. Nú eru fá síldarskip með þennan útbúnað. Mundir þú ekki telja ráðlegt aö gert yröi út móöurskip á miöin í sumar, þar sem aðstaða væri til að salta um borö? Hiklaust. Norðmenn gerðu þetta með góðum árangri í fyrrasumar. Notuðu gamalt hvalveiðimóöurskip, Cosmos IV. Það væri ekki óeðlilegt aö ríkið gerði slíkt skip út í sumar. Karlarnir fást aðeins til að salta ef siglt verður með aflann — segir Guðbjörn Þorsteinsson, skipstjóri á Þorsteini Nei, ég er alls ekki svartsýnn á sumarsíidveiðarnar, þrátt fyrir allan hafísinn, sagði Guðbjörn Þorsteinsson skipstjóri á Þorsteini, þegar Vísir hitti hann niðri á Granda í vikunni, en hann er náfrændi Eggerts Gíslasonar og mikil afh-k)ó eins og márgir í þeirri ætt. — Það leit illa út vorið 1965. Þá var mik- ið ísavor, að vísu ekki eins slæmt og nú, en sumarið varð metsíldarsumar. Isinn setti fiskifræðinga okkar og fiskifræð- inga annarra þjóða á kaldan klaka því þeir spáðu lítilli síld- veiði um vorið. JJitt er þó víst, það verður fariö seinna á síld í sumar en venja hefur verið, og það vsrla nokkur bátur norður fyrr en síldarverðið liggur ljóst fyrir. Hvað ætlar þú að gera fram að síldarvertíðinni? Við vorum að hugsa um að fara á línu viö Grænland, en þar er allt fullt af ís núna, svo þaö verður ekkert af því aö við förum. Ætlið þið að salta síldina um borð, ef veiðisvæðin verða eins Guðbjörn Þorsteinsson: Ég er ekki svartsýnn, þrátt fyrir hafísinn. langt undan og í fyrrasumar? Það getur vel komið til greina, en það eru takmörk fyr- ir þvi hvað hægt er að fá karl- ana til að salta mikiö. Það væri aðeins með því skilyrði aö við fengjum að sigla með síldina beint út, að þeir væru fáanlegir til þess svo einhverju næmi. Það væri ekki hægt aö bæta við mannskap um borð til aö salta? Það myndi engan veginn borga sig. — Þetta er varla orð- ið til skiptanna. Sjómenn hafa tekiö þegjandi og hljóöalaust viö a. m. k. 30% kauplækkus. Þeir þola ekki frekari kaup- lækkanir og það er m. a. ástæð- an fyrir því að ekkj verður farið á síld fyrr en síldarveröið hef- ur ver’lfc ákveöið. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.