Vísir - 10.05.1968, Blaðsíða 3
OGREIDDIRI
REIKNINGAR *
LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA...
Það sparar yður t'ima og óþægindi
INNHEIMTUSKRIFST OFAN
Tjarnargötu 10 — 111 hasð — Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3linur)
VtSfR . Föstudagur 10. maí 1968.
FRÁ AKUREYRI:
Iðnaður í sókn...
...og gatnabreyt-
ingar fyrir hægri
umferð
Þessi mynd sýnir aðeins eitt brot af nýjustu framleiðslu Val-
bjarkar hf., sem sýnd var um páskana.
©
Þetta er uppsett eldhúsinnrétting frá Haga hf., en innrétt-
ingaranar falla inn í hvaða eldhús sem er, eftir samsetningu
í hverju tilfelli.
©
Þarna er unnið við að fylla smávegis út í Akureyrarhöfn, en
um þetta svæði kemur tengingin úr Glerárgötu í SJdpa-
götu...
©
.... og þarna er unnið aö verulegri fyllingu út í Pollinn, þar
sem Skipagata tengist við Kosningaveginn. Eftir þessar fram
kvæmdir fer gegnumumferðin um þessar götur en ekki Ráð-
hústorg, Skipagötu eða Hafnar ;træt. og Kaupvangstorg.
hf. eru framleiddar í einingum,
og geta kaupendur keypt eins
lítið eða mikið og þeir vilja,
allt í einu eða smátt og smátt.
Aðeins borðplatan er sérsmíðuð
í hverju tilviki, en einmitt með
henni, gluggatjöldum o.fl. því
umlíku, getur hver og einn sett
sinn persónulega svip á eldhús
ið, þótt innréttingarnar séu ann
ars fjöldaframleiddar.
Framleiðsla Haga gerir hús-
byggjendum mun auðveldara en
áður að koma upp eldhúsinnrétt
ingum, sparar bæði bið og pen-
inga.
• Undirbúningur fyrir hægri
umferðina ,sem nú er á næstu
grösum, hefur sett sinn svip á
bæjarlífið á Akureyri að undan-
förnu, eins og nærri má geta.
Það 'er sérstætt við undirbúning
inn á Akureyri, að þar verða
gerðar talsveröar breytingar á
gatnakerfinu í miðbænum, sem
að vísu hefði orðið að gera hvort
'sem var, en óumfiýjanlegt var
að ráðast í fyrir H-daginn.
Annars vegar er Glerárgatan,
sem nær frá Glerárbrúnni,
tengd meðfram höfninni í Skipa-
götu, hins vegar er Skipagatan
svo framlengd með fyllingu út
í Pollinn inn á svonefndan
Kosningaveg, sem annars heitir
Hafnarstræti en á þessum kafla
er það algerlega tvískipt,
Báður þessum breytingum er
nú senn að ljúka, en þær munu
kosta um 2,2 milljónir króna.
jyjyndsjáin í dag er frá Akur-
eyri. Annars vegar frá
tveim iðnfyrirtækjum, sem hafa
verið að byggja sig upp á und-
anförnum árum, hins vegar frá
gatnabrevtingum fyrir hægri
umferö. Sém sé, fersk Akureyr-
armyndsjá.
• Valbjörk_ er löngu lands-
þekkt fyrirtæki í húsgagnaiðnað
inum. Það hefur verið að byggj
ast upp í hálfan annan áratug,
en í fyrra var húsnæði fyrir-
tækisins stækkað geysilega,
bæði fvrir iðnað og verzlun, og
þá var einnig sett upp verzl
un í Reykjavík.
Þessi húsgagnaverksmiðja læt
ur aldrei standa á nýjungum, og
nú um síðustu páska var síðast
sett ný framieiðsla á markað-
inn á sýningu, sem fyrirtækið
efndi til f hinni nýju verzlun
sinni á Akureyri.
Og í leiðinni má geta þess, að
Valbjörk hf. annast einnig smíði
innbús fyrir ýmsar stofnanir,
eins og menn minnast frá Hótel
Loftleiðum t.d.
Myndin úr verzlun Valbjarkar
sýnir aðeins eitt brot af því
nýjasta.
• Fyrirtækið Hagi á Akureyri
var til skamms tíma bygginga-
fyrirtæki, en bjó sig un^Iir að
hefja fjöldaframleiðslu á eldhús
innréttingum. Nú hefur sá
draumur rætzt. Fyrstu innrétt-
ingarnar voru sýndar um pásk-
ana.
—o