Vísir - 10.05.1968, Blaðsíða 5
VlSIR . Föstudagur 10. maí 1968.
5
Látið eiginmanninn halda að hann ráði
öllu á heimilinu
— jbó að hann geri jbað að sjálfsögbu
ekki — segir franska konan, Genevieve
Dariaux, sem ætlar að gefa út bókina
„Hvernig á að meðh'óndla karlmenn"
NJOIIÐ LIFSINS,
þið erað á Fepsi aldrinum.
W'
ískalt Pepsi-Cola hefur hið lífgandi bragð
T^venréttindi eru hreint ekki úr
sögunni ennþá, þó að við
Vesturlandakonur höfum fengiö
leyfi til að kjósa, skrifa undir
ávisanir og náð jafnrétti á við
karlmenn á ýmsum sviðum. En
hreint ekki á öllum sviðum, seg-
ir Genevieve Dariaux. Ekki í
hjónabandinu, enda ekki mein-
ingin. Þeir karlmenn, sem kunna
að lesa þetta geta því öhræddir
haldið áfram, — það er alls
ekki meiningin, að fara aö pre-
dika yfirráð kvenna á heimil-
inu, — síður en svo. Aöeins að
drepa á nokkur atriði í sam-
bandi við eiginmenn og hjóna-
bönd, þar sem hjónabandið er
nú einu sinni algengasta „fyrir-
tæki“ í víöri veröld, og flestir
fá af því einhver kynni.
Fyrsta og síðasta reglan í
hjónabandinu er nefnilega sú,
að eiginkonan á alltaf aö telja
manninum trú um að hann ráði
öllu, — hann sé sá sterkari, og
að hann sé sá sem taki ákvarö-
anirnar á heimilinu, — jafnvel
þótt hann geri það alls ekki. En
þetta er nú einu sinni nauðsyn-
legt, ef hjónabandiö á að vera
hamingjusamt, segir Genevieve.
Svo að við byrjum á byrjun-
inni þá er bezt að rifja upp að-
dragandann að hjónabandinu.
Konur, sem giftast-eingöngu til
að pipra ekki og til að hafa það
rólegt og gott (þær eru miklu
fleiri en nokkum grunar!) taka
ekki aðeins áhættuna með að
verða aldeilis óþolandi eiginkon-
ur, heldur verða þær í flestum
tilfellum miklu óhamingjusam-
ari en ef þær hefðu bara piprað.
Þær konur, sem hins vegar hafa
vanið sig á að sofa með senti-
meterslag af kremi á andlitinu,
rúllur í hárinu og hanzka á hönd
um, taka Ifka áhættuna með að
verða heldur hvimleiðar eigin-
konur, ekki sízt ef þær em þar
að auki vanar því að láta karl-
menn stjana við sig. Þær eru
Kka ófáar sem fara aðeins út
með karlmönnum til að láta
borga fyrir sig og stjana við sig.
Slíkar konur geta vissulega orð-
ið góðar eiginkonur, en þá reyn-
ir á eiginmanninn, að kunna að
hrista úr þeim eigingirnina. Slík-
ar konur em lfka sjaldnast gefn-
ar fyrir matseld, hvað þá aö
stoppa í sokka og pressa buxur.
Pressa buxur, já — ég læt nú
minn mann gera það sjálfan,
hugsar kannski einhver, og ég
læt hann Iíka vaska upp. Gott
og vel — ef hann gerir þaö meö
glöðu geði, en gleymið samt ekki,
að það er nú ekki beinlínis karl-
mannsverk! Eða hvað? Sam-
vizkulaust er hægt að senda
karlmanninn út með ruslið, og
láta hann bursta skóna sína, en
hitt borgar sig ekki aö setja
hann f, nema hann beinlínis
geri það sjálfviljugur. Ef hins
vegar konan vinnur mikið utan
heimilisins, þá hlýtur það að
teljast sanngjamt að karlmaður-
inn komi til móts við hana, þeg-
ar á reynir. Ungir eiginmenn eru
margir furðu viljugir að ryksuga
og banka teppi svona af og til,
jafnvel þótt þeir hafi alla tíð
heitið því að snerta aldrei á hús-
verkum, meöan þeir voru í föð-
ur- eða ,,móður“húsum. Þess
vegna skuluð þið heldur aldrei
skilja eiginmanninn eftir hjá
móður sinni lengi í einu, ef þið
þurfið að skreppa í burtu, því
þá verður hann að öillum lík-
indum ófáanlegur til aö taka til
hendinni á heimilinu lengi á
eftir.
Ef þið eruð meðal þeirra ó-
giftu, þá vill Genevieve gefa ykk
ur eitt gott ráð. Sjáifsagt eru
margir karlmenn, sem ganga á
eftir ykkur og tjá ykkur ást
sína. Ef þiö viljið losna við þá,
þá reynið eitthvað af eftirtöld-
um ráðum: Komið til dyranna,
þegar hann kemur í heimsókn,
með rúllur í hári og krem (helzt
grænt) á andlitinu. Hafið allt á
rúi og stúi í kringum ykkur, og
sem flesta nælonsokka (fara
mjög í taugarnar á flestum karl-
mönnum) dreiföa um alla íbúð.
Komið aldrei stundvíslega á
stefnumót, og klæðið ykkur ekki
eftir aðstæðum (tilvalið að fara
t. d. í samkvæmiskjól í bíó).
Hafiö sem flestar af ykkar Ijót-
ustu og leiðinlegustu (ef þær
eru nokkrar!) vinkonum með
ykkur sem oftast, blótið og
drekkið ykkur helzt fullar. Ef
þið harkið í gegnum allt þetta
og svo undarlega skyldi vilja
til, að maðurinn haldi áfram að
ganga á eftir ykkur, þá skulið
þið ekki hugsa ykkur tvisvar
um, að giftast honum, því að þá
getið þiö verið þess fullvissar,
að þið finnið aldrei mann, sem
elskar ykkur meira.
Þetta segir nú hún Genevieve
— og þó að hún sé frönsk, þá
viröast þessi heilræði hennar
gilda jafnt hér uppi á Fróni sem
annars staðar. ,
Við endum þetta svo með
nokkrum hjónabandsheilræöum
fyrir giftar konur (og þaö er
ágætt fyrir karlmenn að lesa
þau iíka).
• Eiginmenn eru eins og kett-
ir, það kostar mikla fyrirhöfn
að halda þeim lieima.
O Ef ykkur langar til að skæla
hraustlega, þá í guðs bænum,
þvoiö af ykkur augnaháralitinn
fyrst.
• Góðir mannasiðir eru næst-
þýðingarmestir á eftir ástinni,
í hverju hjónabandi.
O Sameiginleg kimnigáfa teng-
ir fjölskylduna meira saman en
allar sameiginlegar eigur heim-
ilisins.
• Einhæft umræðuefni við mat-
arborðið er jafnslæmt til lengd-
ar og einhæft mataræði.
9 Gott hjónaband er eins og
vel samansettur matseðill.
Pepsi og Pepsi-Cola eru skrásett vörumerki.
Til sölu og sýnis
FORD TRANSIT, diesel, árg. 1967, burðar-
magn 1250 kg., í fyrsta flokks standi með
stöðvarleyfi og öðru tilheyrandi.
FORD BRONC-O, árg. ’66, sérlega fallegur.
TAUNUS 12 M station ’66, góður bíll.
BÍLASALA MATTHÍASAR
Símar 24540 og 24541
V
V