Vísir - 10.05.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 10.05.1968, Blaðsíða 10
10 V í SIR . Föstudagur 10. maí 1968. Þama er telpnakórinn úr I I Hafnarfiröi aö syngja fyrir sjón- varpsstöövar Norðurlanda, en útsendlngin var belnt til allra stööva Noröurlanda, nema Is- i lands, en hér mun þátturinn I verða sýndar innan skamms. — I Stúlkumar sungu 3 íslenzk Iög og aö auki 2 erlend sem allir 1 , kóramir sungu saman. ie Vestur-þýzkur snikkari kveðst hafa siglt kringum jörðina í 7 metra snekkju, Kathene. Hann segist hafa verið 605 daga á leiðinni, en þar af aðeins 145 á sjó. Margir eru vantrúaðir á sögu hans og er til athugunar umsókn hans um viður- kenningu á afrekinu. Eitt er víst: Ýmsir fengu kort og bréf frá hon- um frá þeim stöðum, þar sem hann segir að Kathene hafi verið í höfn á leiðinni. Prentaririn kominn út Prentarinn, blað Hins íslenzka prentarafélags, kom út nýlega og er blaöið sérlega vandaö að öllum frágangi. Fjölda margar greinar eru í blaöinu, m.a. „í skriftastóli hjá prentmeistaranum frá Mainz á 500. ártíö hans“ eftir Hafstein Guö- mundsson, grein um Iönskólann eft ir Ólaf Björnsson, prentnema, „Á slóðum Vestur-íslendinga“ eftir Á- gúst Guömundsson, þá er sagt frá ráðstefnu norrænna prentarasam- taka, Héidelberg verksmiöjunúm, sjöunda aiþjóöa bingi bókargeröar- manna og viðtal er viö Ólaf Inga Jónsson, vélsetjara er nefnist „I skóla hiá Intertype.“ Margt annað efni er í blaðinu en ritstiórar þess eru nú þeir Guömundur K. Eiríks- son og Guöjón Sveinbjörnsson. — Olíufýring Olíufýring, með blásara og dælu, til sölu á góðu verði. Uppl. í síma 23457 og 37398 Flugfragt FRAGTAFGREIÐSLA félaganna við Sölvhóls- götu verður lokuð á laugardaga frá 11. maí til septemberloka. Flugfélug íslands — Loftleiðir Prentsmiöjan Hólar hf. prentar blaðiö. Með fulla tösku — 1. síöu. Ekkert var að græða á svörum mannsins, sem öll voru út í hött, en hins vegar reyndist ferðataskan vera full af 10 króna-peningunum nýju. Var það svo stór hrúga, að lögregluþjónarnir iögðu ekki einu sinni í það verk að telja það allt. Maðurinn var hafður í varðhaldi í nótt og hefur verið yfirheyrður í allan morgun, en þegar blaðið fór í prentun hafði ekkert hafzt upp úr honum. Lögreglunni hafa ekki borizt neinar tilkynningar um hvarf pen- inga, eða að minnsta kosti ekki þar sem um svo mikið fé er að ræða, eins og í ferðatöskunni var. Brúðubirgðulög — 1. síðu beri til að gera ráðstafanir til framleiðslu sjósaltaðrar sumar- síldar til þess að koma í veg fvrir yfirvofandi rýrnun mark- aða fyrir saltsíldarframleiðslu Iandsmanna svo og til að bæta hag þeirra, sem eiga hlut að saltsíldarframleiðslu á sjó og í landi. Bráðabirgðalögin voru undir- skrifuð í Reykiavfk í morgun og skrifa forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson og sjávarút- vegsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, undir lögin. Nefnd sú, sem skipuð var á sl. vetri til að gera tillögur um hagnýtingu síldar á fjarlægum miöum hefur sett fram bráða birgðaálit og eru lögin byggð á áliti nefndarinnar. — Engin tök eru á því að birta alla greinar- gerðina, en niðurstöður nefndar- innar koma að mestu leyti fram í bráðabirgðalögunum, Auk flutnings á sjósaltaðri síld, sem nefndin gerir ráð fyr- ir að verði söltuð um borð f veiðiskipunum sjálfum, leggur nefndin til að flutningaskipum fyrir bræðslusíld verði fjölgað úr tveimur skipum eins og var í fyrra, þ. e. Haferninum Síidinni, um eitt eða tvö skip. — Þetta er meðfram nauö synlegt til þess að hægt verði að salta á miðunum eins mikið og æskilegt er, en einnig myndu fleiri bræðsluflutningaskip mjög auka veiðitíma síldveiðiskip- anna, en dæmi voru til þess í fyrrasumar, að skipin væru frá veiðum allt að 10 sólarhringa, meðan siglt var með aflann. Læknahverfi — 16 síðu hverju sinni. Fyrirkomulag þetta, sem er merkilegt nýmæli hefur gefizt mjög vel. Á síðast liðnu ári sóttu tveir læknar um heimild til þess að starfa saman að heimilislæknis- störfum, á þann hátt að sjúkling- ar velji þá sameiginlega en ekki sem einstaklinga. Til þessa þurfti frávik frá gildandi samningi lækna félagsins og Sjúkrasamlagsins um heimilislæknisstörf og voru báðir aðilar því samþykkir að leyfa slíkt frávik. Á aðalfundi var kosin ný stjórn, en hana skipa Sigmundur Magnús son formaður, Stefán Bogason gjaldkeri og Hannes Finnbogason ritari. Fyrrverandi stjórn skipuðu Ámi Bjömsson, formaöur, Magn ús Ólafsson gjaldkeri og Guðjón Lárusson ritari. Framkvæmdastjóri félagsins er Sigfús Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur. Mölmiðnaður — 8. síðu. plastvömr framleiddar hér voru einkum leikföng, en síðar kom búsáhaldaframleiðsla og svo annað koll af kolli. Fljótlega var farið að framleiða hér smá- hluti úr plasti. Veigamesta plastframleiðslan nú eru einangrunarplötur úr polystyrene-plasti, en sú fram- leiðsla hófst hér 1956. Bæði er þessi framleiðsla veigamest aö magni svo og að verðmæti, enda eru framleiðendur orðnir marg- ir. Um svipað leyti hefst hér framleiðsla vatnsröra, ýmissa hluta til húsbygginga og inn- réttinga úr polyeten-plasti, en síðan hefst ýmiss konar um- búðaframleiðsla úr þessu sama plastefni. Nú orðið er hráefnis- val fjölbreyttara og umbúða- framleiðslan, einangrunarefna- framleiðsla stendur' föstum fót- um orðið, en auk þessara vöru- tegunda eru hér framleidd flot- holt, sokkar og fleira úr plast- efnum. 1 samanburði við erlendan plastvöruiönað er sé íslenzki fá- breyttur, þótt blómlegur sé, enda þróunarsaga þessa iðnað- ar hér á landi stutt og markað- ur lítill. Að gæðum eru þó is- lenzkar plastvörur fyllilega sam- bærilegar við erlendar. Tækni- lega er þessi iðnaður vel búinn og hann hefur búið við svjpað verðlag á hráefni og nágranna- þjóðir okkar. Því hefur sam- keppni. ekki valdið honum sér- stökum erfiðleikum í þróun hans, heldur öllu fremur fjár- magnsskortur, sem staðið hefur í vegi fyrir því. að hann væri kominn enn lengra á veg. Plastiðnaðurinn stendur því orðið föstum rótum hér á landi. enda hafa fáar iðngreinar jafn- góða aðstöðu til vaxta hérlend- is af þeim. sem burfa að bvggja á innfluttu hráefni. Lega lands- ins, fjarlægð þess frá öðrum löndum. hefur veitt þessum iðnaði nokkra vernd, vegna mikils flutningskostnaðar sem leggst á innfluttar, tilbúnar plastvörur. Það hið sama veldur því hins vegar, að Islendingum hefur lítt þýtt að hugsa til út- flutnings á þessum vörum, enda aðrar þjóðir svo langt á undan þeim í fjölbreyttu plastvöru- úrvaíi. BORGIN BELLA Óh, hann er alveg dásamlegut' læknir. Hann setur stolt sitt í að finna eitthvað athugavert við mig f hvert sinn sem ég fer til hans. VEÐRIÐ í DAG Norðan gola eða kaldi, léttskýjaö. Hiti 4:5 stig í dag, frost 2-4 stig í nótt. flÍÍÍSMET Lengsti vegur í heimi er Kína múrinn, reistur af Shih Huang-ti (uppi 246—210 f. Kr.). Múrinn er 1,684 mílur á lengd og hæð hans er frá 15 til 39 fet. Múrn- um var haldiö við með stöðúg- um viðgerðum allt fram á 16. öld. íbúð óskasfi íbúð óskast. 2. herb. íbúö ósk ast til leigu nú þegar á góðum stað, tvennt fullorðið í heimili. Sími 16052. Saumavél Saumavél. — Ný saumavél til sölu. Uppl. að Rauðarárstíg 36. — Sími 16092. f7==a/lAlf/GAM ImiuyjŒS? RAUÐARARSTlG 31 SlMI 22022

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.