Vísir - 10.05.1968, Side 4

Vísir - 10.05.1968, Side 4
leikur ráðherra Orustan um Stóra-Bretland Brezkir leikarar valdir eingöngu Lengi hafa Bretar beðið eftir þvi með eftirvæntingu, að Harry Saltzman, kanadíski kvikmyndaframleiðandinn, upplýsti, hverj- ir myndu fara með aðalhlutverk kvikmyndarinnar, Orustan um Stóra-BretlaHd. Myndin á að byggja á sögulegum staðreyndum að mestu og efni hennar fjallar um þær grimmu loftorustur, sem úáðar voru yfir Bretlandseyjum í síðari heimsstyrjöldinni, þegar Hitler taldi, að Bretar væru að faili komnir. Myndin fjallar um flugherinn og flughetjur Breta, sem Churcill sagffi síðar um: „Aldrei hefur þjóð átt jafn fáum mönnum jafn mikið að þakka.“ Það snertir þvl ekki lítið þjóð- ernistilfinningu Breta, hverjir valdir yrðu til þess að fara með hlutverk þessara manna. Taka myndarinnar er þegar hafin og verður ekkert til verksins sparað, eins og sjá má á því, að kostn- aöur við töku hennar hefur verið áætlaður tæplega 700 milljónir króna. Eitt var víst, að Bretum hefði fundizt það ógeðfellt til- hugsunar, að það yrðu amerískir Annars hefðu Bretar ekki þurft að vera svo uppnæmir yfir því, þótt einstaka amerískur leikari hefði orðið á meðal þeirra, sem leikið hefðu f myndinni, því 1500 amerískir flugmenn tóku þátt í Orustunni um Stóra-Bretland, eins og hún er nefnd í sögunni. Saltzman tók alveg af skarið í því efni. „Enga Ameríkana. Það væri einnig óréttlátt að minnast aðeins nokkurra úr 1500 manna hóp.“ En nú hefur Saltzman sem sagt létt af eftirvæntingu manna og allt útlit fyrir að þetta verði góð mynd. Dowding lávarður, sem nú er orðinn 86 ára gamall, hefur persónulega látið í Ijós vel þóknun sína á valinu á sir Olivier f sitt hlutverk. Fyrir Rex Harri- son verður þetta eins og að lifa upp þessa liðnu daga, því hann var í stríðinu flugliðsforingi und- ir stjórn þess herforingja, sem hann á að leika núna. Robert Shaw. leikarar, sem vinna myndu Or- ustuna.um England. , Harry Salztman hefur nú loks‘ látið það uppi, hverjir fengnir hafa verið til verksins. Eru það allt brezkir leikarar. Sir Laurence .Olivier.mun fara með hlutverk Dowdings lávarðar, sem var yfirmaður orustufiug- sveitanna, ' Rex H4rrisBn..,inun, leika- flugJ't marskálk, sir,,Keith PaEk,.1'NývSjá> lending, sem stjórnaði flokk 11 við Uxbridge, og sir Michael Red- grave hefur verið fenginn til þess. aö fara með hlutverk sir Douglas- ar Evills, yfirmarskálks. Önnur aðalhlutverk verða i höndum Michael Caine, Robert Shaw, Christopher Plummer, Nigel Patrick og fleiri þekktra leikara. Eins og sjá má á listanum hefur verið vandað til valsins. En allir þessir menn munu fara með hlutverk yfir- manna flughersins, sem stjórn- uðu aðgerðum af jörðu niðri. Hetjurnar fáu munu þó koma fram í myndjnni, en þær verða þó ekki nefndar á nafn, því — eins og Saltzman segir: „Okkur fannst það ekki réttlátt að taka einhverja fáa fram yfir aðra úr stórum hóp hraustra drengja." Susannah York mun fara með eina kvenhlutverkið í myndinni og leikur stúlku í þjónustu hers- ins. Eina stúikan í myndinm — Susannah York. Ijfí&ub&iGöúi Sníkjur í pósti. Það er bannað að senda pen- inga í almennum bréfum, en ágætis félög senda happdræftis- miða í stórum stíl i almennum pósti. Jafnvel eru happdrættis- miðar sendir í opnum umslög- um, sem prentað mál, og þá virðist það líklega vera vegna þess, að verið sé að snara burð- argjöldln. En ef póstsendingar glötuðust og einhver fyndi slíka miða, og síðan kæmi vinning- ur á einn slikan miða, þá yrði sá sem miðana átti að fá, tal- inn hinn versti þrjótur, vegna þess að hann hafði aldrei gert upp andvirði miðanna, ef nokkurt eftirlit er þá með þvi haft hvaða númer voru send hverjum einstökum. Alla vega er hér.um algjör- lega óhæfa fjáröflunara^ferð að ræða, þvi það getur ekki gengið að senda mönnum happdrættis miða, án þess að tala við þá áður og ætlast til, að annað hvort fari hann að selja þessa miða eða kaupi þá sjálfur. Þaö væri þá alveg eins hægt að hringja í viðkomandi og biöja hann um að gefa þúsundkall til viökomandi málefnis. Að undanförnu hefi ég fengi ið tvær slíkar sendingar, önnur var tíu miöar, en hin aðeins þrír. Báðar sendingarnar voru frá miklum ágætis félögum, sem vinna mikil þarfaverk i þágu þjóðarinnar, en ég vil ekki iáta skipa mér að styrkja góð- gerðarfélög. Ég vil ráða upphæð inni sjálfur og einnig vil ég ráða hvenær ég inni af hendi slíkar greiðslur, því það er ekki víst að þaö henti hvenær sem er vegna fjárhagsaðstæðna. Ég gizka á, að þannig sé þessu varið með marga. Flestir reyna að styðja góða starfsemi eftir efnum og aðstæðum. Það gegnir allt öðru máli með slíka happdrættismiðadreif- ingu, ef hringt er í menn og þeir spurðir hvort senda megi slíka miða, og þá hve marga. En að senda miðana án nokkurs for- mála er ósmekkleg fjáröflunar- aðferð, svo ekki sé meira sagt, og góð félög eiga ekki að iðka slikar fjáröflun- araðferðir. Hins vegar hafa bæði þau félög sem sent hafa mér miða að þessu sinni slík málefni á stefnuskrá sinni, að ég vildi gjarnan styrkja þau, en ég vil ekki fcSta þau skipa mér að gera það, og ég verð að ráða upphæöinni sjáifur og hvenær það hentar mér. Og fyrst verið er að tala um fjáröfiunaraðferðir. þá er ekki annað hægt en minnast á merkjasöluna á sunnudags- morgnum í heimahús. Er ekki hægt að leggja slíkt niður, því af bessu er mikið ónæði? Ég hygg að bæði merkjasölur og happdrættin séu giörsamlega úreltar fjáröflunaraðferðir fyrir hin ýmsu féiög a. m. k. í núver- andi mvnd. Ættu forystumenn félkga að leggja höfuðin í bleyti og reyna að finna unp á eln- hverju frumlegra, beim hlýtur að leggjast eitthvað til. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.