Vísir - 10.05.1968, Síða 7

Vísir - 10.05.1968, Síða 7
VlSIR . Föstudagur 10. mai 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Horfurnar í orrustunni um Saigon voru í gær alvarlegri en í sókninni miklu í janúar Mark kommúnista er að hertaka borgina fyrir helgi Hersveitir kommúnista herða sóknina til þess að reyna að ná Saifion á sitt vald. Þeir höfðu áð- ur boðað að markið væri að hertaka hana f þessari viku. Orrustan um Saigon blossaði i gær upp á ný og horfumar voru í gær siðdegis tald ar eins alvarlegar og í sókninni miklu í janúar og febrúar, eftir að stjómarherinn og bandarískt lið hafði varizt Vietcongliðinu og Norð- ur-Vietnömum f fjóra daga, en hin nýja sókn hófst um síðustu helgi, og hefir verið barizt á nokkrum stöðum í borginni, en hörðust hafa átökin verið í Cholon, sem er stund ■ um kölluð tviburabær Saigon, eða kínverski borgarhlutinn, þar sem hann er að mestu byggður Kín- verjum. Fyrri fréttir greindu frá bardög- um í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð suðvestur af forsetahöll- mni, þar sem 199. bandaríska fót- gönguliðssveitin átti í höggi við 200 manna Vietcong-herflokk. 1 grennd við Khanh Hoi brúna urðu tveir bandarískir herflokkarr að láta und- an síga eftir að fjandmennirn- ir hófu skothríð á þá af húsaþök- um. Flóttamannastraumurinn frá miðhluta borgarinnar var algerlega skipulagslaus og jaöraði við að al- gert öngþveiti ríkti. Flóttamanna- talan kann að verða orðin um 150.000 í kvöld, var sagt í einni NTB-fréttinni síðdegis í gær. Rétt áður en bardagamir blossuðu upp sögðu talsmenn herstjómarinnar, að tekizt hefði að hindra framsókn fjandmannanna. Khanh-Hoi brúin hefir lykil- stööu svokallaða í orrustunni um Saigon, því að nái hersveitir komm- únista stöövum þar á sitt vald fá þær aðstöðu til þess að skjóta á mið hluta borgarinnar af sprengjuvörp- um. Samkvæmt Reuter-frétt, sem NTB vitnar til, tókst nokkrum Viet- conghermönnum að komast og út í litla eyju í þverá, sem rennur í Saigonfljót. Bandaríska liðið, sem ver brúna nýtur stuðnings bryn- varinna þyrla, og skriðdrekar hafa verið sendir því til aðstoðar og annar liðsauki. Papadopoulos fekur við æðstu stjórn allrar íþrótfastarfsemi í landinu Frétt frá Aþenu í gær hermir, að Papadopoulus forsætlsráðherra hafi tekið við formennsku grisku Ólym- píunefndarinnar og yfirstjóm allra grískra iþróttastofnana. Fær hann þannig yfirráð allrar íþróttastarfsemi í landinu. Þetta varð kunnugt innan sólarhrings frá því hann tók við stjórn upplýsinga- málaráðuneytisins og eftirlitsins með fréttastarfseminni í landinu. Rétt áður höfðu fjórir blaðamenn verið handteknir sakaöir um brot á reglugerð varðandi fréttaflutning. Sovétleiðtogar gagnrýna harðlega bandaríska heims- valdastefnu og V-Þýzkaland í NTB-frétt frá Moskvu segir, að ■'msir helztu leiðtogar Sovétríkj- anna hafi í ýmsum blöðum gagn- rýnt harðlega „bandaríska heims- valdastefnu“ og Vestur-Þýzkaland, — í tilefni þess, að 23 ár eru lið- in frá sigrinum yfir Þýzkalandi Hitlers. Meðal þessara leiðtoga er Krylov hershöfðingi, yfirmaður sovézkra eldflaugasveita og segir raun- verulega styrjaldarhættu í Evrópu stafa af Þýzkalandi. Pravda birt ir einnig langa grein f sama dúr eftir Gretsjko landvarnaráðherra. Vestrænir diplomatar f Moskvu telja, að þetta beri að skoða í tengslum við breytingarnar í Tékkó slóvakfu. í lok vikunnar, sem endaði 4. maí féllu afyliði Bandaríkjamanna í Vietnam 383 menn, en af liöi and- stæöinganna 2264, og frá áramótum hafa fallið af liði Bandaríkja- manna 22.389. Mesta mannfall á einni viku á þessum tíma er 543 menn. Óttazt er að skæruliðar Vietcong ha-fi laumazt inn í hópa flótta- manna, þeirra tugþúsunda, sem flýja hafnarhverfin, og menn ótt- ast að bardagar geti blossað upp hvar sem er í bænum. Talið er, aö um 200 Vietcongliðar hafi komizt inn á Khanh-Hoi-svæðinu. í Saigon hefur aftur dregið úr bardögum, eftir óvenjulega kyrra Stúdentaóeirðir Enn söfnuðust stúdentar saman í París í fyrradag svo þúsundum skipti. Hótað haföi veriö árásum á Sorbonneháskólann, þar sem fjölmenn lögregla er á verði, en ekki kom til óeirða, þar sem stúd- entar fóru að ráöi leiðtoga sinna, að hverfa frá áforminu. Áður haföi menntamálaráðherr- ann látið í það skína, að háskólinn yrði opnaður aö morgni hins næsta dags. Stúdentasambandið ákvað síðar, að haldið skyldi áfram stúdenta- verkfallinu, þar til gengið væri að kröfum stúdenta og aö öllum handteknum stúdentum yröi sleppt og lögreglan færi af háskólalóð- inni. — Fimm franskir Nóbels- verðlaunaþegar hafa lýst yfir stuðningi við málstað stúdenta. nótt, en í gærkvöldi var sagt, að^ 2000 manna bandarískt lið hefði verið sent til borgarinnar, til stuðn ings því liöi, sem ver hernaðariega mikilvæga brú, sem mest var ba,r- izt um í gær, Annars var barizt mikið á þremur stöðum og minni bardagar voru á nokkrum stööum öðrum. M. a. var barizt innan við 2 kílömetra frá forsetahö’.linni. 1 fréttum í morgun segir, að Ho Ohi Minh hafi hvatt Vietcong til þess að vinna enn stærri sigra. Johnson skrifar Kosygin Johnson forseti hefir skrifað Kosygin fors.jtisráðherra og stung- ið upp á, að þeir skiptust á skoð- unum um Vietnam og önnur heims- vandamál. Frá þessu var sagt í New York Times í gær. Blaðið kvaðst hafa þetta eftir áreiðanlegum heimildum í Wash- ington, en kvaðst að öðru leyti litlar uppiýsingar hafa um bréfið. 100.000 núðaðir í Tékkóslóvakíu Svoboda, forseti Tékkóslóvakíu, tilkynnti í gær, að um 100.000 manns mundu njóta góðs af fyrir- huguðum náðunum. Blööin í Prag birtu fréttir um náðunina í gær, sem er i tilefni þess, að 23 ár eru liöin frá því Tékkósióvakía var frelsuð undan oki nazista. Viðræður hefjast í dag í Paris Samningamenn Bandaríkjanna og Norður-Vietnams voru i gær komnir til Parisar til þátttöku i undirbúningsviðræðunum, sem hefj ast þar í dag, um friö í Vietnam. Averill Harrimann, aðalsamninga maður Bandaríkjanna, lýsti yfir, að það væri von Johnsons forseta, að viöræðurnar leiddu til alvar- legra íilrauna til þess að koma á friði. Xao Thouy aðalsamningamað- ur Norður-Vietnams sagði, að mark- ið væri aö fá Bandaríkin til þess að hætta öllum hernaðarlegum að- gerðum gegn Norður-Vietnam, og að því marki náðu, mætti ræða vandamálin frekara. ★ Þrír af hverjum fjórum kjós- endum á Bretlandi eru óánægðir með hvernig Wilson stjórnar land- inu, eftir skoðanakönnun að dæma, sem blaðið Daily Maii lét fram- kvæma. Er það nokkur aukning (úr 70 í 71 af hundraði) frá í apríl, 21 af hundraði, var ánægður, en 8 viidu enga skoðun láta í ljós. — Eftir þessum úrslitum að dæma myndi íhaldsflokkurinn fá 21.6 af hundraði fleiri atkvæöi en Verkaiýðsflokkurinn, ef gengið væri til kosninga nú. ★ Trybuna Ludu, málgagn kommúnista i Póllandi, gagnrýndi harðlega í, gær árásir, sem það segir Pólland og önnur kommún- istaiönd hafa orðið fyrir í Tékkó- slóvakíu. Blaðið talaði um „and- mælaaðgerðir gegn socialismanum. skipulagðar af heimsvaldasinnum og Gyðingum". Vér vonum að vonir tékknesku kommúnistisku félagar sjái um, aö þessar raddir þagni. en þær ættu ekki að heyrast i tékkn- esku samfélagi, og þær eru andvig- ar Póllandi." Forsetinn á Fílabeinsströnd- inni Felix H.-Boigny. sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að hann mundi ekki hika við að viðurkenna Biafra sem sjálfstætt ríki, ef allir stiórnmálaflokkar landsins kæmust aö þeirri niður- stöðu, að það skyldi gert, ef þjóðin samþykkti það. ,,Ef þessir bræður okkar geta ekki búið saman í sam- bandsríki. verða þeir að leysa deil- una friðsamlega“. Hann fór hörð- um orðum um það sinnuleysi og tilfinningaleysi út um heim. sem lýsti sér í því, aö látið væri liggja í lácinni. að brefalt fleiri menn hefðu veriö drepnir í Biafra en í Vietnam. VORUSKEMMAN GRETTISGÖTU 2 Inniskór barna kr. 50 Kveninniskór kr. 70 Kvenskór 70 og kr. 250 Kvénnomsur (margar gerðir) kr. 100 Gúmmfstígvél bama kr. 50 Barnaskór kr. 50 og kr. 70 Gúmmfskór . kr 50 Leikfimiskór kr. 20 Karlmannaskór — — kr. 280 HÖFUM TEKIÐ UPP NÝJAR SENDINGAR AF SKÓFATNAÐI Hjá okkur fáiö þér mikið fyrir litla peninga. KOMIÐ — SKOÐIÐ SANNFÆRIZT Nylonsokkar ...........................’ kr. 25 Hárlakk ............................... kr. 40 Barnasokkar ....................-...... kr. 10 Skólapennar ........................... kr. 25 Bítlavesti (ný gerð) .................. kr. 150 Barnakjólar ................ kr. 65 og kr. 190 Kasmír ullarpeysur margar stærðir 20 litir Röndóttir kvenkjólar .................. kr. 350 Margar stærðir af barnapeysum ...... kr. 80-140 Bonnie og Clyue kvenkjólar margar gerðir kr. 350 VÖRUSKEMMAN Grettísgötu 2 í HÚSI ÁSBJÖRNS ÓLAFSSONAR.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.