Vísir - 15.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 15.05.1968, Blaðsíða 7
r WS#R . Míftvikudagur 15. maí 1968. æorgun útlönd í morgun útlönd 1 morgun útlönd í morgun útlönd Robert Kennedy líklegur sigurvegari í forkosning- Robert Kennedy — sigurvænlegur í forkosningum. unum i • í hiorgun var talið ekki f jarri lagi, að Robert Kennedy mundi fá 53% af atkvæðum demókrata í for- kosningunum í Nebraska. Reynist það rétt, er slíkt atkvæðamagn 11% hærri tala en hann fékk í Indiana 7. mai síðastliðinn, én þá sigraði hann McCarthy með yfirburðum. Blaðafulltrúi Bobbys, Pierre Sal- inger, sem einnig var blaðafulltrúi NEBRASKA John Kennedys, hélt því fram í nótt, að kosningarnar yröu stórkost legur sigur fyrir Kennedy. „Mc- Carthy er búinn að vera sem fram- bjóðandi,“ sagöi hann. Kennedy sagði sjálfur, að hann mundi að líkindum endurtaka tilboð sitt við McCarthy um samvinnu, en slíkt tilboö setti hann fyrst fram, þegar hann kunngerði framboð sitt I marz mánuði. í nótt var útlit fyrir, að Johnson | forseti fengi 5% af atkvæðum f Ne- braska. Hubert Humphrey, sem1 verður að teljast skæðasti'keppi-1 nautur Kennedys á þessum stað, er | líklegur til að fá um 10% atkvæða, þótt nafn hans hafi ekki staðið á kjörseðlinum, svo að stuðnings-1 menn hans uröu sjálfir að rita það, | SAMNINGANEFNDIRNAR í PARÍS GRANNSKOÐA SÁTTATILLÖGUR a Sendinefndir Bandaríkjanna og Norður-Vietnams notuðu dag- inn í gær til þess að athuga gaumgæfilega fyrstu tilboðin, sem fram komu á samningafund- inum á mánudag. Það sem nefndimar eru á höttunum eftir, er að finna eitt- hvað í fyrstu trlboðunum, sem gæti gefið tilefni til frekari um-®- tæðna og jafnvel verið grund- vöHur samkomulags. Talsmaður Norður-Víetnama á þessum fundi sagöi frá því í gær, aö eini tilgangur þeirra meö því að taka þátt í Parísar- umræðunum væri sá að fá það fram skýrt og skorinort hvenær og hvernig USA ætlar að hætta öllum sprengjuárágum á Norður- Vfetnam. Þegar fréttamaður spurði þennan talsmann, hversu langt Norður-Víetnam mundi ganga í því að draga úr hern- aðaraðgerðum sínum, ef Banda- ríkin hættu sprengjuárásum, var svarið einungis: „Við borgum á- rásaraðilanum ekki iausnarfé. En þegar málið í sambandi viö sprengjuárásirnar er útkljáð, er það greinilegt, að við getum tek- ið önnur vandamál til umræðu. Pompidou fer með öll völd í Frakklandi — jbó aðe/ns meðan de Gaulle er / Rúmenlu Georges Pompidoú forsætisráð- herra Frakklands Iýsti þvf yfir í gær, að de Gaulle forseti hefði faiið sér alla stjórnartaumana, meðan for setinn er í opinberri heimsókn í Rúmeníu. Það kom fram, að de Gaulle hikaði við að fara þangað vegna ástandsins heima fyrir, en þá voru stúdentaóeirðirnar í há- marki. Kommúnistar og sósíalistar á þingi hafa lýst vantrausti formlega á ríkisstjórnina fyrir framgöngu henriar í stúdentamálinu. | Pompidou lýsti því einnig yfir, i að hann hyggist eftir stuttan tíma leggja fram frumvarp um náðun til ; handa þeim stúdentum, sem dæmd- j ir voru eftir óeirðirnar f fyrri viku. j Hann skýrði frá þvf, að fyrirhugað hver verður árangurinn af förinni j væri að ^era tillögur um endurbæt- til Rúmeníu? Charles de Gaulle — ur á frönskum háskólum og hefðu prófessorar og foreldrar veriö fengnir til ráðuneytis um það mál. Georges Pompidou — fer með vöid í fjarveru de Gaulle. • DE GAULLE. Tilkynnt hefur ver ið í París, að de Gaulle forseti muni halda útvarps- og sjónvarps- ræðu, þegar hann snýr heim úr fimm daga heimsókn sinni til Rúm eníu. Þá mun væntanlega koma í Ijós hver árangur hefur náðst með þessari ferð. • 'STEWART. Brezki utanríkis- ráðherrann Miphael .Stewart fer í næstu viku til Moskvu, en þar mun hann taka þátt í viðræðum um ástandið í Víetnam og Mið-Austur- löndum. Frá þessu var skýrt f gær dag, en Stewart mun verða í Moskvu dagana 22. og 23. maf. • SAIGON. Norður-víetnamskir stórskotaliöar hafa skotið niður stóra bandaríska flutningavél, sem flutti suður-víetnamska hermenn af útvarðastað. Talið er að um 150 manns hafi farizt. Herlið var flutt burt af þessum útvaröastað, vegna skæðrar sóknarlotu Norður-Viet- nama. • SJOSTAKOVITSJ. Rússneska tónskáldið fræga, Dimitri Sjostako- vitsj geröist f gær opinber stuðn- ingsmaður hreyfingar. sem berst fyrir því, að bókmenntir, listir og músik séu laus við pólitisk áhrif. I grein í flokksblaðinu Pravda for- dæmdi hið 61 árs gamla tónskáld nýtízkuiegar tilraunir tónsmiða bæði á Vesturlöndum og í Sovétríki unum. Fundur æðstu manna Afríkuríkja haldinn í Dar es Salaam Dr. Julius Nyerere forseti Tanz- aníu hvatti til þess í Dar es Salaam í gær, að bundinn yrði skjótur end- ir á borgarastyrjöldina í Nigeríu, sem nú hefur staðið í tíu mánuði. Ef bundinn væri endir á stríðið væri það til mikilla heilla fyrir Ekki er búizt við miklum beinum árangri af heimsókn de Gaulle til Rúmeníu s samband Afríkuríkjanna og upp- reisnarríkiö Bíafra og Afrfku sem heild. Nyerere, sem fvrir einum mánuði síðan viðurkenndi Bíafra formlega sem sjálfstætt ríki, flutti ræðu við setningu fjörða fundar æöstu I manna Afríku, sem haldinn er und- ir kjörorðinu „góðir grannar", þar j sem mættar eru sendinefndir frá 14 löndum og formenn átta sendi nefndanna eru '.''iðhöfðingjar viö- komandi landa. Eftif hina opin beru setningarhátíö. hélt fundur inn áfram fyrir luktum dyrum. Eins og komiö hefur fram í fréttum kom Charles de Gaulle Frakklandsforseti í opin bera heimsókn til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu á þriðju- dag .Heimsóknin mun standa í sex daga og mun að Hkindum leiða af sér nýjar tillögur um að hernaðarbandalögin tvö í Evrópu verði lögð niöur og i þeirra stað kómiö á fót sameig inlegu öryggiskerfi heildarinnar. Nicolae Ceausescu, forseti Rúmeníu, hefur opinberlega lýst því yfir að hann sé fylgjandi því að Varsjár-bandalagið verði lagt niður og NATO sömuleiðis. en báðir forpetarnir hafa verið gagnrýndir harðlega af stuðn- ingsmönnun: sínum fyrir óbil- gjama og sjálfstæða utanríkis- pólitík. Heimsókn de Gaulle hers- höfðingja ti! Rúmeníu er þriðja heimsökn hans til Austur-Evr- ópulands farin i þeim tilgangi að styrkja samskipti Erakklands við kommúnistaríkin og draga úr spennunm milli Evrópulandn. Traustar heimildit í Paris segja þó. að ekki sé að búast við að mikil! beinn árangur náist með- an á heimsókninni stendur. Ekki er um nein meiriháttar vandamál að ræða í samskiptum Frakklands og Rúmeníu, og þess vegna telja menn, að samræð- urnar í Búkarest muni aö mestu leyti snúast um samstarf land- anna á sviði verzlunar og menn ingarmála. Stærsti vandinn, sem de Gaulle forseti hefur átt viö að glíma í samræöum sínum við valdhafa t.d. í Póllandi, Sovét- ríkjunum og Tékkóslóvakíu er hin óbifanlega afstaða þeirra til Vestur-Þýzkalands. Golfklúbbur Reykjavikur óskar eftir konu til að standa fyrir veitingum í skála klúbbsins að Grafarholti. Sími 14981 kj. 3—5 í dag. Uppl. gefur Hafsteinn Þorgeirs- son. Skipstjórar — stýrimenn Vantar skipstjóra á góðan humarbát frá Stöðvarfirði í sumar. — Upplýsingar gefur Gunnar J. Magnússon, City Hotel, sími 18650 kl. 17—20 í kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.