Vísir - 15.05.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 15.05.1968, Blaðsíða 12
12 V _ SIR . Miðvikudagui' 15. maí 1968. CAROL GAINE: :/%Z □ Lr \ÍT w m biU J T\ 11 m 11 M JU JU íli 15 Þegar hann hafði faert sig að næsta borði sagði Peter: — Ég er svo fenginn að þú skyldir afráða að fara með flugvélinni á þriöjudag- inn. — Þú mundir hafa hitt mig þó ég hefði ekki gert það, því að vitanlega hefðir þú heimsótt Marc- iu meðan þú ert hér í Malaga. Hann yppti öxlum. — Ef til vill. Hann þrýsti að hendinni á mér und ir borðinu. — Augun I þér er grænni en nokkurn tíma áður. Og hans urðu blárri en áður, hugsaöi ég með mér í sæluvímu. Ég sagði hikandi: — Er þetta ekki talsvert hættulegt? — Það getur vel verið, en skipt- ir það nokkru máli? Þekkiröu lífs- regluna mína? Lifðu á líðandi stund! Það er. heimska að hafa á- hyggjur af framtíðinni. Ég var ekki viss um aö mér lík- aði þetta orðtak. Það gat falið í sér, að frá hans sjónarmiði væri þetta ekki annað en skemmtikvöld. Ég reyndi að kippa að mér hend- inni, en hann sleppti henni ekki. — Hvað er að? — Ekki neitt. ■— Jú, eitthvað er að. Hann hristi höfuðiö. — Joyce, enga vit- leysu. Ég skal segja þetta meö öðr um orðum: Láttu framtíðina felast i augna'blikinu. Hann stóð upp og rétti mér höndina um leið og sigaunahljóm- sveitin fór að spila. — Við skuium dansa, sagði hann. — Og vertu ekki svona vandræðaleg. Ég vísaði á bug öllum efa og kvíða um leið og hann tók utan um mig. Ég vildi líka lifa í augna blikinu. Við dönsuðum án þess að tala saman og þegar hljómsveitin loksins þagnaði, gengum við þegj- andi að borðinu. Mér fannst sem það mundi eyðileggja töfrana, ef við segðum eitthvað. G L A P S Ý N. Ég leit í kringum mig. Þegar við komum höfðu ekki verið nema fáir gestir í gildaskálanum, en nú komu fleiri og fleiri. Allt í einu kom ég auga á Marciu. Ég sá andlitið á henni sem snöggvast £ birtunni frá lampanum við dymar, en svo kom fólk fram fyrir hana og skyggði á hana. Ég varö forviða. Marcia hafði sagt mér að hún ætlaði aö heimsækja kunningja skammt frá „Loretta" í kvöld. , Ég var að þv£ komin að segja Peter að ég hefði séð hana, en hvarf frá þvi. Ef hún hefði farið fram i fatageymsluna og kæmi inn aftur, mundi hann taka eftir henni sjálfur. Þjónn kom að borðinu til okkar og sagöi eitthvaö á spönsku við Pet er. Hann talaði svo lágt að ég heyrði ekki hvað hann sagði, en ég tók eftir að Peter hnyklaði brún irnar. — Viltu afsaka mig augnablik, Joyce? sagöi hann?. — Það er sfmi til mín. - Já. Ég horfði á eftir honum þegar hann hvarf inn f fatageymsluna, og var hissa á að fólk skyldi ónáða hann héma. Mér gramdist við þessa ókunnu persónu, sem hafði tekiö hann frá mér, jafnvel þó að það yrði ekki nema stutta stund. Mér létti þegar hann kom aftur. En sá léttir hvarf þegar hann sett- ist, benti þjóninum og bað um reikninginn. Hann sneri sér að mér og sagði afsakandi: — Joyce, mér þykir það leitt, en ég kemst ekki hjá því að fara núna, svona fljótt. Ég gat varla trúað að honum væri alvara — en tókst nokkum veginn að leyna vonbrigðunum. — Það gerir ekkert til, sagði ég. — Mér þykir þetta afar leiðin- legt. — Þessi símahringing mun vera ástæðan gizka ég á? — Já. Kunningi minn er alvar- lega veikur. Ég lét hann vita að ég væri héma, ef honum kynni að versna. Mér var svolitil huggun að þessu. Þá var ástæðan þó ekki sú að hon- um leiddist að vera með mér. — Við förum eitthvaö út saman bráðum aftur, hélt hann áfram. — Jæja ef þú ert tilbúin þá... Mér fannst honum liggja of mik- ið á að komast út. Þessi vinur hlaut að vera sérstaklega góður vinur hans, hugsaði ég með mér. Ég varð fyrir nýju áfalli er ég komst að raun um, að Peter hafði þegar samið við leigubíl um að flytja mig til Torremolinos. Ég hafði ekki búizt við því. Það var nógu slæmt að kvöldinu skyldi ljúka svona fijótt, þó að hitt bætt- ist ekki ofaná, að hann gaf sér ekki tíma til að fylgja mér heim ... Hann hjálpaöi mér inn £ bílinn. — Vertu sæl, Joyce. Ég síma til þín á morgun. Og um leið og bíllinn lokaðist var hann horfinn í mannfjöldann á gangstéttinni. Ég hallaöi mér aftur I sætinu og reyndi að berjast við tárin. Hann hafði sagt að hann ætlaði að síma til mín á morgun, sagði ég við sjálfa mig. Og þessi vinur hans hlaut að vera alvarlega veikur, ann- ars hefði Peter ekki sagt honum hvar sig væri að finna. Ég þóttist viss um, að það var ekki að hans vilja að hann var truflaður í kvöld. Eða — var ég það? Mary sagði alltaf að maður ætti, aldrei aö treysta karlmönnunum. Hafði hún á réttu að standa? Ég þreifaði í töskunni eftir farðadósinni minni en fann hana ekki. Og nú mundi ég allt í einu að ég hafði tekið hana upp meðan Peter var í símanum. Ég hlaut að hafa gleymt henni á boröinu. Ég hallaði mér fram og barði á rúðuna og bað bílstjórann um um snúa við að gildaskálanum. Þegar ég kom inn í dymar brá mér illa í brún. Peter sat við borð- ið, sem ég var nýfarin frá — með Marciu! Það var ekki spönn milli andlitanna á þeim og þau voru svo hugfangin hvort af öðru, aö hvorugt þeirra tók eftir mér. NÝR GESTUR? Ég flýtti mér að snúa við og hljóp út í bílinn. Ég brann af af- brýði. Símahringingin hafði verið tilbúningur. Það var Marcia sem hafði gert honum orð um að hún væri þarna og biði eftir honum. Og hann vildi heldur vera með henni en mér. Eða gat skýringin verið nokkur önnur? Ég reyndi að hugsa mér ein- hverja aðra ástæðu, en gat það ekki. Hvers vegna hafði Peter boðiö mér í miðdegisverð en ekki Marciu? Svarið var einfalt — af því aö Marcia var gift kona og gat ekki farið til Malaga og borðaö miðdeg- isverð meö öörum manni, jafnvel þó hann væri góður vinur. Konum- ar á Spáni urðu að haga.sér miklu gætilegar en konur gera í Englandi. Ég reyndi að læðast upp í her- bergið mitt svo enginn heyrði, en þegar ég kom inn í ársalinn var Carlos að koma út úr stofunni. — Þú kemur snemma. — Ég fékk slæman höfuðverk. Liklega hef ég verið of mikið úti í sólskininu þessa tvo daga. Hann horfði vorkennandi á mig. Mér varð litið á mig í speglinum og sá að ég var náföl. Þaö var auðséð á mér, að ég var ekki að koma af skemmtilegum mannfagn- i aði. ! — Það var leiðinlegt, sagði hann. j — Má ekki bjóða þér neitt? Held- 1 BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI ... ' ’ 11 ............. .......- 1 Skoðið bíiana, gerið góð kaup — Óveniu glæsilegt úrval Vel með farnir bílar í rúmgóðum sýningarsal. Umboðssala Við iökum velútlíiandi bíla í umboðssölu. Höfum bílana tryggða gegn þjófnaði og bruna. SYNINCARSALURIHH SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 GÍSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Sími 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast lóöastandsetningar, gref hús- grunna. holræsi o. fl. , , 'tHK.UR ALLS KÖNAR KLŒÐNINÓAR. . . V-. PLJÖT ÓG yö'NDUp VINNA . úrvAl ,\r. Aklæðum . LAUGAVE6 62 - SlMI 10825 HEIMASlMI 8363Í BOLSTRUN iy EDGAR RlCF. Burroughs Tue MOCM/TA/NS OF OPAR BCHO TO SAVAGE GROiNCS FROM BSA5T ANP MAN AUHE AS TARZAN. OANE, ANP QUEEN LA BATTLE EEROC/OUS WARAHESSET ON THE/R !, TKAILBYTHE ([{ BEASTME/V- T A 11 Z A ?! ________________ Stríðsaparnir hafa rekið slóð þeirra Tarzans, Jane og La drottningar upp í fjöll Opar, og öskur apanna bergmála um fjöllin, þegar þeir ráðast til atlögu. „Tarzan — La drottning — hjálpið mér!“ — „Nú hefur einn apanna náð taki á konu Tarzans, og hann getur ekki hjálp- að henni.“ YOU CALLTO LA IN YOUR 5TRANGE TONGL/E, PALE-HAIR... BUT EVEN IF I COULD SAVE YOU I WOULP NOT! YOU MUST GO ...THAT TARZAN MAY LEARN TO LOVE LA! „Þú hrópar til mín á þinu undarlega tungumáli, ljóshærða kona, en jafnvel þótt ég gæti hjálpað þér, þá myndi ég ekki gera það. Þú skalt úr veginum, og þá mun Tarzan eiska La. Rtl urðu að þú hafir ekki gott af einu glasi af koníaki? — Nei, þökk fyrir ég á asperín- töflur uppi. Þetta batnar bráðum. Ég gat ekki staðizt freistinguna og spurði hvort Marcia væri komin heim. Nei. En hún kemur alltaf seint þegar hún hefur verið hjá Fuengril- os. “ FliRiffl f~r--'B/UU£Jt>AM RAUDARÁRSTÍG 31 SÍMI .22022 Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR Keðjur Spyrnur Framhjól Bofnrúllur Topprúlíur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara / á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 —SÍMI 10199 3 •-cgewran

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.