Vísir - 15.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 15.05.1968, Blaðsíða 9
V1 S I R . Miðvikudagur 15. maí 1968. MARGT ER VERRA EN AÐ VEIÐA FUGL Á FLEKA SEGIR ÖRN GEIRDAL / VIÐTALI DAGSINS TVyrsta byggt ból á Islandi liggur norðan við heim- skautsbaug. Þar blása svalir vindar allra átta og þar er lang degi meira en annars staðar og skammdegisnóttin svört.. Þeir sem þar búa skynja víðari sjón- hring en flestir aðrir Islending ar. Ungi maðurinn, sem ég á tal við kynnir sig með eftirfar- andi orðum: T>úinn til I Málmey, fæddur 1 Hrísey en uppalinn í Grímsey? • — Er ekki einangrað í Gríms esy. — Einangrað — Guð hjálpi þér. Þar er hægt að anda að sér hreinu svölu úthafslofti, vera frjáls eins og fuglinn lifa lífinu sem sjálfstæður persónu- Ieiki. Vakna þegar maður vill vakna — Sofa þegar svefninn kallar og borða þegar sulturinn sker. Allt frjálst og óbundið, en þó innan ramma þjóðfélags legrar staðfestu. Hér í Reykjavík. — Ég vona að þá megi ég heldur eyða æv- inni noröan við heimskautsbaug. I Reykjavík finn ég til innilok- unar — get ekki hugsað mér að lifa í kommóðuskúffu alla mína ævi. — Hvar áttu heima hér I borginni? er spurt. — I blokk nr. þetta á 7. 8. hæð ibúð E. B. D. dyr til hægri eða vinstri eftir atvikum. Vinn í verksmiðju og er númer 3 — 10 eða eitthvað annað. Ég — ein staklingurinn þurrkast út, er aðeins sem skrúfa I einhverri gangvél — aðeins ómissandi á þann hátt, að 'falli ég út þarf aðra í staðinn, ekki endilega mig sem slíkan — Ég borgarbú- inn fer á þetta bíó i kvöld — þetta veitingahús næsta kvöld, kaupi mér þannig skemmtun eigi ég ,,klink“. Skammvinn augnabliks gleði, tilbúin af öðrum, seld fyrir pen- inga. Engin uppbygging hins innra lífs, — enginn félags- þroski. — k hverju lífa íbúar Gríms- ^ eyjar? — Fiskveiðum 8 mánuði árs- ins — fuglafangi — eggjum. Á veturna dunda útvegsbænd ur við að hirða 40—50 rollur og undirbúa það sem þarf undir næsta athafnatímabil. Heyfóður handa þessum búpeningi hafa konur og krakkar reyta saman og hirt yfir sumarið, meðan karl fólkið fékkst við aörar athafnir Veturinn er á vissan hátt hvíld ar og fræðslutími. Þá er mikið lesið, ýmsir grúska í gömlum sögnum. í^ssi fámenna úteyjar byggð verður alls ekki einangr uð. — Þar er maður manns gaman. Tómleiki og einmana kennd er aldrei yfirþyrmandi. Sá sem finnur snert af slíku hið innra með sér, getur óhindraður hlaupið út á bjargið og æpt i goluna — fengið ferskt loft í lungun. Ekki þrumandi olíu- reykjarstroku aftan úr strætis- vagm. Tlvernig getur 27 ára maður litiö svona á málið? — Hvernig? Heldur þú að ungt fólk geti ekki átt persónuleika og hugsað sjálfstætt. Uppeldis- Örn Geirdal. „Búinn til í Málmey, fæddur í Hrísey, en uppalinn í Grímsey“. hættir yztu byggða gera menn frjálsa. Fjötur fjölbýlis hefur váfizt um alltof marga, en þá bl-otna þeir og fórna sálarheill sinni fyrir gylltan leir. Lgirinn, þ. e. gullið, og baráttan fyrir aö eignast það, mótar lífsviöhorfið. Viðmiðun — stærri hús, ffnni bfll, meiri munaður til aö drekkja tómleika tímans sem líður. Grímseyingurinn vinnur fyrir sínu brauði vegna þess að það er nauðsyn. Eignast peninga til að geta skapaö sér notalegt heimili. Fer gjarnan í land, tvisv VIÐTALf DAGSINS ar þrisvar á ári, til að sjá það nýja í uppbyggingu móðurlands ins, á þá jafnan nóga seöla til aö gera sér glaðan dag. — Kem ur aftur heim og er þá ennþá ljósara en áöur, hve eyjan hans er yndislegur og mannbætandi staður. — fj’r ekki leiðinlega óstöð- ■*^ugt veðurfar í Grímsey.? — Leiöinlegt veðurfar f Gríms ey? — Nei. Ég hef farið víða um heim á öllum árstímum -en hvergi séð eða lifað yndislegra sumar en þar. Þú veizt, að það er stundum hægt að verða fyrir áhrifum og finna til á þann hátt, að venjulegan mann skorti mál til að lýsa svo vel sé því sem hann skynjar — Farðu sjálfur út á björgin um vorsólstöðurn ar, þegar lognslétt norðurhafið speglast í litadýrð hnígandi sól- ar, og vftt sér til allra átta — og þegar hún svo aftur hækkar yfir fjarlægu fögru landi — okkar landi, þvf að við Gríms- eyingar erum Islendingar, ég vona ekkert lakari en ýmsir þeir sem byggja stórhýsi suðvestur- hórnsins. — Ég hygg að þér gæti orðið ,,tregt tungu að hræra“, ættir þú að lýsa þínum hughrifum á slfku augnabliki. — Tj'r þá gott aö lifa f Gríms ^ ey? — Já, þar er gott að lifa sem heilbrigt náttúrubarn og ef við fengjum aðstöðu ti! að lifa samkvæmt þeiq? möguleikum, sem þar eru fyrir hendi, þá væri :,:argt á annan veg en nú er og byggð mundi aukast allt að því marki, sem eyjan gæti borið. — Hver . 'drar þá þróun? — Ráðamenn þjóðarinnar. Þeir skertu tekjumöguleika Grímseyinga a.m.k. um einn fjórða — jnfnvel meira. — Á hvern hátt hefur það skeð? — Ég veit ekki hvort þú skilur minn "lutning, þar sem þú ekki e f Grímseyingur. Ef tii vill ertu einhver dýra- verndunarpostuii. sem heldur þig einan vita alla hluti bezt á því sviði. Það sem rýrt hefur tekjur þeirra sem Grímsey byggja svo mjög, er bann við að veiða fugla á fleka. Satt sagt, virðist mér þessi ráðstöfun og lagasetning þar að lútandi byggð á ótrúlegri vanþekkingu * viðkomandi vinnubrögöum Grfmseyinga í sambandi við þennan veiðiskap. Flekaveiði var þannig hátt- að, veiðarfrrri voru lögð fram kl. 3 dag hvern þegar veður gafst og legið yfir fram til kl. 6, þá var flékinn tekinn upp. Jafnskjótt og fugl festi sig var hann tekinn og aflífaður. Sé þetta ómannúðleg veiðiaöferð getur sjálfsagt margt sem nú er látið óátalið heyrt þar undir. — Er ástæða til að Grfmsey- ingar gjaldi þess í atvinnuhátt- um, þótt þeir sem stunda „hobby" veiði við Málmey og Drangey láti sína fleka liggja og vitji þeirra eftir því sem vindur blæs, missi þá jafnvel með lifandi fugli. Ég lít svo á að það sé ranglátt áð láta mis- notkun á möguleikum ákveða atvinnuhætti i landinu og skerða til stórra muna lífsaf- komu heillar byggðar, þött fá- menn sé. Megum við kannski vænta þess, að rauömagaveiði við Grímsey verði bönnuö næsta vor, vegna þess aö netatrossur með einhverjum leifum af skepn unni hafi rekið á fjörur? Rauð- magi er víst lifandi dýr og án efa ekki tilfinningalaus. Lög þau sem gilda f landinu þurfa að .iðast við þarfir þeirra, sem þar búa, þótt á yztu nesjum og í úteyjum sé. Eða er kannski tilgangurinn að fá 'fólkið, sem flest, til að gerast íbúar á svæði ÍSAL og kfsilgúr. — Á vissum árstímum má skjóta fugl í Grímsey eins og hver vill. Þá hleður maður hlunkinn, svo ef skotið i hóp- inn — sex — átta fuglar falla í sjóinn. Hve margir fljúga særð ir burt og hvar falla þeir til jarðar? Eru líkur til að dauöa- stríð þessara fugla verði skamm vinnara en hinna, sem kafna á flekanum, ef svo ilia tekst til að hann slitnar upp, en þess munu fá dæmi við Grímsey. Ef til vill mætti einnig taka tillit til þess, að þaö er eingöngu geldfugl, sem veiöist á fleka. En hver verður fyrir skotinu — kannski ungamóðir í fæðuleit. Hér er ungur maður sem tal- ar. Maður, sem óskar að þurfa ekki að yfirgefa sína heima- -byggð. Hann segist heita Örn Geirdal og hafa átt Höliu frá Laugabóli fyrir afasystur. Greint fólk — gott kyn. Þ.M. GISLI SIGURBJÖRNSSON: HORFT UM ÖXL Nýlega var ég í Hveragerði og rakst þá á nokkur minnis- blöð, sem ég hafði skrifað f marz 1958, eða fyrir tfu árum. — Ekki er nú tfminn neitt sér- staklega langur, en nú gengur allt með svo miklum hraða að við verðum að herða okkur Is- Iendingar, ef við eigum ekki að verða langt á eftir á svo ótal mörgum sviðum. Formaður iðn- rekenda, Gunnar Friðriksson, komst svo að orði í ágætri ræðu á ársþingi iönaðarins fyrir nokkr um dögum, að við yrðum að hlaupa hraðar en aðrir og veitti sannarlega ekki af þvf, held ég. Minnisblöðin mfn voru skrifuð í marz 1958 og eru menn beðnir að minnást þess við lesturinn, en ég birti þau hér til þess að vekja athygli á óleystum vanda- málum — erv það eru þau flest enn. Á sfnum tíma átti ég tal um þau öll við ýmsa ráðamenn og ótal sinnum sfðan. Árangur- inn hefur veriö sáralftill — en þó er farið að vinna að sumum beirra. Ýmsir ágætir menn höfðu rætt og ritað um sum þessara mála áður — og farið var að hreyfa þeim sumum löngu áður en minnisblaðið var skrifað og dettur mér ekki f hug aö reyna að eigna mér hugmyndina um þau, — hitt skiptir mestu máli að þau verði sem flest fram- kvæmd. Áætlun um framkvæmdir verður ekki rædd frekar að sinni — en seinna gefst tæki- færi til þess að skýra hana nán- ar. Áætlun um framkvæmdir: Sameina og samræma alla þá starfsemi, sem vinnur að því aö rannsaka náttúruauðæfi lands- ins — og koma föstu skipulagi á þau mál öll. Gera þarf áætlanir (projekti- erung) um eftirfarandi m. a.: 1. Saltvinnsla/sjóefnaverk- sröiðja. 2. Þangvinnsla. 3. Jámbræösla, framleiösla á gaddavír. 4. Steinull (hraunplötur). 5. Brúnkol (gas) rafmagn. 6. Málmgrjót. 7. Postulínsleir. 8. Jarðefni til iönaðar (máln- ing o. fl.). 9. Brennisteinsnámur (gufa). 10. Hagnýting hverahita, gróð- urhús o. fl. nýjar leiðir. 11. Hveraleir. 12. Heilsulindir. 13. ölkeldur. 14. Lýsi til lýfjagerðar. 15. Fiskimjölsverksmiðjur/ endurbætur. 16. Heymjölsverksmiðja. 17. Komrækt. 18. Fiskrækt f vötnum og lón- um. 19. Loðdýrarækt — minkar — 20. Orkuver/stqriöja. Unnið verði skipulega og markvisst að þessum málum. Framkvæmdir ekki hafnar fyrr en fjárhagsgrundvöllur er feng- inn. Löggjöf um erlent fjármagn, en um leið reynt með sérstökum lögum að fá fslenzkt fjármagn til þessara framkvæmda. t. d. meö því að veita sérstök skatt- frfðindi um ákveðið árabil. Framkvæmdalán. Otvegað verður erlent lán til Framkvæmdabankans, sem end- urlánar í nýjar framkvæmdlr. Meginregla verði: Nægur Iánstfmi, nægilegt fjármagn — en þar á móti kem- ur — persónuleg ábyrgð for- stjóra og/eða stjórnenda við- komandi fyrirtækja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.