Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 5
5 V’lSI'R . Mðvikudagar 22. mai 1968. Hér eru nokkrir fallegi- tréhlutir, sem hafa verið málaðir eðai brenndir og eru bæði til skrauts og gagns. V : Röggvateppi, smelti og AÐVÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í um- dæminu, sem enn skulda söluskatt I. ársfjórð- ungs 1968, svo og söluskatt eldri ára, stöðv- aður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttar- vöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Amarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 20. maí 1968. Sigurjón Sigurðsson. Tökum fram í dag nýja sendingu af kápum og drögtum. Einnig kápur og kjóla í settum. Allt nýjasta tízka frá London. Munið hina hagkvæmu greiðslu- skilmála. Kjólabúðin MÆR, Lækjargötu 2 trémálun, postulínsmálun, gler skreytingu, taumálun, röggva- saum, skulpturgerö, mynstur- teikningu, smelti, prenti, list- saum og ýmsu öðru og væri hverjum nemanda í sjálfsvald sett hvað hann gerði. Nemend- urnir fá að skoða ýmis verkefni eldri nemenda í fyrstu tímunum t og velja sér verkefni, og auk 1 þess byrja flestir á að sauma í / púða. 1 Hlutirnir sem sýndir eru á \ þessari sýningu er ekki úrval af verkefnunum, heldur einungis það sem nemendurnir komu með sjálfir til að setja á sýninguna að námskeiðinu loknu. Þama voru til dæmis gullfallegar borð- servíettur, málaöar með sams konar mynstri og bollastell, dúkar og tilheyrandi borðmott- ur í fallegum bláum og grænum litum og óteljandi klukkustreng- ir, smádúkar og veggmyndir. Skartgripir úr smelti, blússur og kjólar sem málað hafði verið á og langflestir hlutirnir hö-fðu eitt hvert heiti. i Handmálaðir tréhlutir voru þarna af ýmsum gerðum, en þeir , eru mjög mikið í tízku um þess- ar mundir. Glerskreytingar eru líka vinsælar t. d. I forstofuglugg um og skemmtilegt að hafa lista- verk eftir sjálfan sig sem blasir við þegar gengiö er inn í íbúðina. Þær sem eiga hluti á sýning- unni í Sjómannaskólanum eru á aldrinum 13—80 ára og marg- ar hafa aldrei fyrr snert á þess konar handavinnu. Samt sem áð- ur bera margir hlutirnir vitni um ótrúlega smekkvísi og hæfi- leika og verður enginn svikinn af að fá sér gönguferö upp i Sjómannaskóla og skoða sýn- inguna. Þessa árs merki á bifreiðir félagsmanna, verða afhent á stöðinni frá 27. maí—15. júní. Athugið, að þeir, sem ekki hafa merkt bifreið- ir sínar með hinu nýja merki fyrir 16. júní, njóta ekki lengur réttinda sem fullgildir fé- lagsmenn og er samningsaðilum Þróttar eftir það óheimilt að taka þá í vinnu. V STJÓRNIN Kaupum hreinur léreftstuskur Dugblaðið VÍSIR Laugavegi 178 Noldcrir af hlutunum á sýningunni. I glugganum sjáum við glerskreytmgar, á borðinu ýmiss konar málaða og ísaumaða púða og jakki, sem málað hefur verið á, hangir uppi. Takið eftir stóra lampanum, sem skreyttur hefur verið af einum nemendanna. gólflampar Bifreiðamerki — mebal hlufa á sýningu i Sjómanna- skólanum til styrktar drengjum á Breiðavikurheimilinu & ður fyrr þótti engin stúlka gott konuefni ef hún kunni ekki að halda á nál og þræði og helzt þurfti hún að hafa saumað í fjölda veggteppa og dúka, þeg- ar hún gekk í það heilága, ef hún átti að teljast verulega góð- ur kvenkostur. Það er ekki laust við að ísaumslistin hafi átt minnkandi fylgi að fagna undan- farið, einkum hjá yngri konum, en í staöinn hafa ungar konur fundið sér ýmiss konar önnur handavinnuverkefni, sem ekki síður krefjast vandvirkni, smekk vísi og auðugs ímyndunarafls. Til dæmis má nefna röggva- saum, postulínsmálun, ^auþrykk og fleira slíkt, sem ekki er að- eins skemmtilegt að vinna að, heldur og mjög gagnlegt, þar sem óteljandi möguleikar eru á að skapa fallega og skemmtilega hluti með þessum vinnuaðferð- um. En það er um þessa handa- vinnu eins og margt annað, hún þarfnast nákvæmni t. d. í sam- bandi við efnis-val, og til að árangur geti Qrðið verulega góð- ur þurfa flestar konur á leiðsögn að halda. Ýmiss konar slík nám- skeiö hafa veriö haldin hér í Reykjavík og margar konur tek- iö að sér að gefa leiðbeiningar. Meðal þeirra er frú Sigrún Jóns- dóttir, en hún hefur nú í nokk- ur ár haldið námskeiö í ýpiiss konar handavinnu. Nú hafa nem endur hennar, sem voru á nám- skeiði eftir jólin í vetur komið miklum hluta af því sem þeir unnu fyrir á sýningu, og rennur allur ágóði af sýningunni til Styrktarsjóðs drengja á Breiða- víkurheimilinu. Er hér um aö ræða námssjóð, en drengirnir hafa flestir búið við erfiðar heim ilisástæður. Við litum inn á sýninguna, sem er í Sjómannaskólanum og er opið þar daglega frá 2—10. Þar var sannarlega margt að skoða, allt frá máluðum smá- hlutum, svo sem skálum og boll- um, upp í gríðarmikil röggva- teppi og risastóra gólflampa. Frú Sigrún tjáði okkur, að á þessv námskeiði hefðu nemend- urnir unnið að mynsturvefnaði, .■.■.■.v.v.vv.v.v.v.v.v.v.v.v. .v.v.v .■.V.V.V.V.WV.V.V.VW. TIL ÁSKRIFENDA VÍSIS Vísir bendir áskrifendum sínum á að hringja < afgreiðslu blaðsins fyrtr kl. 7 að kvöldi, ef þeir hafa ekki fengið blað dagsins. Hringi þp fyrir kl. 7, fá þe<r blaðið sent sérstak- lega til sin og samdægurs. Á laugardögum er afgreiðslan lokuð eftir hádegi, en sams konar simaþjónusta v»itt á timanum 3.30 — 4 e. h. Munið oð hringja ffyrir klukknn 7 í símu 1-16-60 v.v.v.v,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.