Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 3
3 Lögreglan sleppur ekki viö hægri breytinguna og hér ganga þeir í „Bros-skólann“. H-alvarlegur undirbúningur að H-tíð laugardagskvöldið fyrir H-dag Litið inn á æfingu hjá sjónvarpinu l\/f"yndsjáin í dag er frá stuttri 1 heimsókn til sjónvarpsins, en þar standa nú yfir æfingar á mikilli H-tíð, sem flutt verður beint úr sjónvarpssal n.k. laug- ardagskvöld. Skemmtidagskrá þessi er í tilefni umferðarbreyt- ingarinnar og $r allur kostnaö- ur greiddur af Framkvæmda- nefnd hægri umferðar. Telja má víst, að aldrei hafi jafnstórkostleg og fjölbreytt skemmtun verið samansett til flutnings í sjónvarpinu fyrr. Má segja, að valinn maður sé í hverju rúmi, en meðal þeirra sem fram munu koma eru allt frá bítlum til óperusöngvara, þannig að sem flestir ættu að fá eitthvað, við sitt hæfi. Kynn- ir verður Steindór Hjörleifsson, en auk hans munu birtast á sjón- varpsskerminum þetta kyöld Bessi Bjarnason, Brynjólfur Jó- hannesson, Guömundur Jónsson, Hljómar, Jón Júlíusson, Krist- inn Hallsson, Ólafur Þ. Jónsson, Ómar Ragnarsson, Ragnar Bjarnason og hljómsveit, Ríó tríóið, Róbert Arnfinnsson, Stina Britta Melander, Þóra Friðriks- dóttir o. fl. Stjórn þessarar veg- Iegu H-tíðar er í höndum þeirra inu sínu við glúntasöng. Þátttakendur i þessari skemmti dagskrá verða milli 40 og 50 aö sögn Andrésar Indriðasonar, enda lítt til sparaö. Það ber aö Hljómar frá Keflavík flytja allnýstárlegt tónverk eftir Gunnar Þóröarsou. þakka Framkvæmdanefnd hægri umferðar af heilum hug þetta skemmtilega framlag þeirra á þessum merku tímamótum. Að lokum vill Myndsjáin hvetja fólk til aö hafa a. m. k. ■ tvennt hugfast um næstu helgi, H-tíðina á laugardagskvöld og „hægri breytingu“ á sunnudag. „Og nú veröiö þið aö brosa, piltar.“ Tage Ammendrup og Andrésar Indriðasonar. Það er ekki vandalaust verk, að setja saman skemmtidagskrá og framkvæma hana svo snurðu laust sé, enda var mikið um að vera 1 sjónvarpssal, því ekkert má út af bregða, er á hólminn verður gengið. LÁTIÐ OKaUR INNHEIMTA... Það sparar yður tima og ót>3egindi INNHEiMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — III hæð -Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.