Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 2
VlSIR . Miðvikudaí*i*r 22. n***f Afmælisleikur Fram á morgun Fyrsti leikur sumarsins i Laugardal @ Á undan afmælisleik Fram á Laugardalsvellinum á morgun, fer fram leikur á milli „old boyis“ Fram og KR. Eru liöin skipuð þekktum lcikmönnum frá fyrri tíö og má þar þekkja marga fræga landsliðsmenn eins og t.d. Garðar Árnason, Hreiöar Ársælsson og Örn Steinsen frá KR og hjá Fram Reyni Karlsson, Guðjón Jönsson, Skúla Nielsen og fleiri. Lið Fram veröur skipað þessum leikmönnum: Guöjón Jónsson, Haukur Bjarna- son, Guöm. Guömundsson, Reynir Karlsson, Steinn Guðmundsson, Halldór Lúövíksson, Kari Berg- mann, Guöm. Óskarsson, Dagbjart- ur Grímsson, Hinrik Lárusson og Skúli Nielsen. LiÖ KR verður skipað þessum leikmönnum: Gísli Þorkelsson, Reynir Schmith, Garðar Árnason, Hörður Felixson, Helgi V. Jónsson, Leifur Gíslason, Örn Steinsen, Þorbjörn Friðriksson, Gunnar Guð- mannsson og Atli Helgason. Þessi leikur hefst kl. 3 á morgun, en strax á eftir leika 1. deildarlið Fram og úrvalslið, sem íþrótta- blaðamenn hafa valið. Verð að- göngumiða er kr. 25 fyrir börn, stæðismiðar kr. 60 og stúkumiöar kr, 75 (Ath. aðeins eitt verð). Ármann J. Lárusson vann fjórðungs- glímumót Sunn- lendingafjórðungs Fjórðungsglimumót Sunnlend- ingafjórðungs fór fram í umsjá Ungmennasambands Kjalarnes- þings, í íþróttahúsinu i Kópavogi sunnudaginn 19. maí s.l. Keppendur voru 7 frá tveimur samböndum, 5 frá Héraðssamband- inu Skgrphéðni og 2 frá Ungmenna- sambandi Kjalarnesþings. Gestur Guðmundsson formaður UMSK setti mótið. Glímustjóri var Lárus Salómonsson, yfirdómari Sigtryggur Sigurðsson, meðdómar- ar Lárus Lárusson og Garðar Er- lendsson, ritarar Ómar Úlfarsson og Rögnvaldur Gunnlaugsson, tímaverðir Elías Árnason og Hlyn- ur Þórðarson, læknir Kjartan J. Jóhannsson, fánaberi Ármann J. Lárusson. Keppt var um glímuhorn það sem Mjólkurbú Flómamanna gaf í þessa keppni fyrir þremur árum. Ármann J. Lárusson frá Ungmenna sambandi Kjalarnesþings vann j>essa glímu nú í þriðja sinn f röð og vann því til eignar þetta glímu- horn. Úrslitin voru þessi: Ármann J. Lárusson, UMSK 6 vinningar. Steindór Steindórsson, HSK 4 + 1=5 vinningar. Guðm. Steindórsson, HSK 4 v. ívar Jónsson, UMSK 3y2 vinn. Skúli Sfeinsson, HSK 2l/2 vinn. Þórarinn Öfjörð, HSK 1 vinn. Einar Magnússon, HSK engan v. Markhæstu menn í Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu: Hennann Gunnarsson, Val, og Eyleifur Hafsteinsson, KR, urðu markhæstir á Reykjavíkur- mótinu í knattspymu, skoruðu báðir 4 mörk, Gunnar Felixson, KR, og Hafiiöi Pétursson, Vík- ing, skoruðu báöir 3 mörk. Þeir sem áttu flestar sending- ar á menn, sem skoruðu voru Theódór Guðmundsson, KR, sem átti fjórar slíkar sendingar, Baldur Scheving, Fram, átti 3 GUNNAR FELIXSON, KR — og Gunnar Felixson og Reynir 3 mörk og 2 siðustu sendingar Jónsson, Val, áttu 2 hvor. á leikmann sem skoraði mark. 16 ára golfmaður vakti mikla athygli — vann keppni með forgjöf um Arnesonskjöldinn Keppnistfmabil golfmanna í Reykjavík hófst síðastliöinn laug- ardag 11. maí með 18 holu höggleik með forgjöf, er háð var um svo- nefndan Amesonskjöld. Veður til keppni var sæmilegt til að byrja með en undir lokin var kominn noröanstrekkingur með éljagangi. Leikið var á öllum 18 brautum vallarins og mæltist það mjög vel fyrir meðal keppenda, sem voru 35 að tölu. Augljóst er að golfíþróttin er stöðugt að vinna á hér á landi hvað vinsældir snert- ir. Fjölmargir nýir félagar bætast á þessu vori í hóp kylfinga í G.R., er hafa hinn glæsilega golfvöll i Grafarholtslandi til umráða. Eins og vænta mátti varð árangur al- menn í lakara lagi í keppni þess- arri. Einkum var það þó kulda- nepjan, sem háði mönnum enda kemur völlurinn mun betur undan vetri nú en í fyrra. Úrslit urðu annars sem hér segir: W est Bromwich vann bikarinn BIKARINN í Englandi fór að þessu sinni til West Brom- wich Albion, sem sigraði í heldur daufum Ieik gegn Ev- erton á Wembley s.I. laugar- dag með 1:0. Nærri 110 þús. áhorfendur horfðu á leikinn, en honum iauk með jafntefli 0:0 eftir venjulegan leiktíma, en í framlengingu skoraði West Brom og var Ken Astle þar að verki skoraði af löngu færi með föstu skoti eftir að- eins 3 mínútur. Astle er bezta skytta West, Brom. og hefur t.d. skorað mörk í öllum leikjum liðsins í bikarkeppninni að þessu sinni, alls eru það 6 leikir, sem hann hefur skorað í. Úrslitin komu á óvart og segja má að Everton hafi verið betri aðilinn í þessum leik, yg sannarlega voru Everton-menn óheppnir að skora ekki mark í seinni hálfleik leiksins, en þá skallaði einn framherjanna yfir markið í mjög góðu færi. Barizt um fall í 3. deild í kvöld Siglufjörður og isafjörður leika á Melavellinum Það er oft skammt milli skins og skúra i knattspym- unni. Þetta sannast e.t.v. bezt á liðunum, sem í kvöid leika á Melavellinum f Reykjavík. Þetta eru tvö lið, sem bæði eru iangt að komin, og berjast um að halda sæti sinu í 2. deild. Liðin koma frá ísafirði og Siglufirði, en bæði voru betur sett fyrir nokkrum árum og hugsuðu ekki um 3. deild held- ur þá fyrstu. ísfirðingar voru nokkur ár í 1. deild, en féllu niður og virtist knattspyrna þar vestra gjörsamlega falla saman við þetta. Siglfirðingar voru ekki langt frá 'því að komast í úrslit 2. deildar, og 1. deildin var það sem þeir hugsuðu um þá. Liðið, sem kom upp úr 3. deild er FH, sem einnig lék í 1. deild fyrir nokkrum árum, þegar Albert Guðmundsson þjálfaði liðið og lék með því. Siglfirðingar og ísfirðingar mætast kl. 8 í kvöld. Eflaust verður leikur þeirra fjörugur, og líklega fjölmenna Siglfirðing- ar og ísfirðingar hér í Reykja- vík til að hvetja lið sín. Með forgjöf: L—2. Ólafur Skúlason og Sveinn Gíslason báðir á 72 höggum. 3. Einar Guðnason á 73 höggum. Ólafur og Sveinn féku 18 holur til úrslita og sigraði Ólafur glæsi- lega á 72 h. gegn 87. Ólafur er aðeins 16 ára og er ört vaxandi golfieikari, sem mikils má af vænta. Án forgjafar: 1. Einar Guðnason 81 högg. - 2. Ólafur Skúlason 89 högg. 3. Eiríkur Helgason 91 högg. Hafsteinn Þorgeirsson, sem lék með sem gestur, lék á 87 höggum án forgjafar. BELTI og BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR BERCO Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara ó hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐ f SKIPHOLT 15 —SÍMI 10199 jfiEaei

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.