Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 16
 VTSIR Miðvikudagur 22. maí 1968. ÞorgeSr Þorgeirs- son sýnir Ijos- myndir á Moklcn Þessa dagana stendur yfir sýn- ing á tuttugu Ijósmyndum Þorgeirs Þorgeirssonar á Mokka. Þorgeir hefur þessar myndir úr þremur kvikmyndum sínum: Að byggja, Maður og verksmiðja og Grasnlandsflug. Myndimar hafa verið stækkaðar og unnar, og það verk hefur Myndin sf. leyst af hendi. Myndirnar á þessari sýningu eru til sölu og kosta fimm hundruð krönur hver, og er það nokkur nýlunda, að haldin sé sölusýning á ljósmyndum hérlendis. , Ovíst hvort ísbrjótur kemur uðgugnií þessum miklu ís' segir samgöngumólarádherra ■ Ríkisstjórnin hefur ákveð ið að fara þess á leit við yfir- völd í Bandaríkjunum að hing að verði fenginn sterkur ís- brjótur, til þess að hægt verði að koma á samgöngum við þær fjölmörgu hafnir norðan lands og austan, sem nú eru lokaðar vegna hafíss. Blaðið hafði samband viö samgöngumálaráðherra, Ingólf Jónsson í morgun og staðfesti hann þessa frétt og sagði jafn- framt að fyrr í vor heföi þetta mál verið tekið til athugunar, en um síðustu máhaðarmót hefði allt útlit verið fyrir að ís- inn væri á förurn, og því hefði ríkisstjórnin ekki taliö ástæðu til að hefjagt handa .Nú hefði hins vegar sýnt sig, að ísinn hrevfðiát lítið og hefði síður en svo fjarlægzt, og því hefði þessi ákvöröun verið tekin í gær. „Við gerum fastlega ráð fyrir að geta fengið hingað ísbrjót mjög fljótlega, en hins vegar er óvíst hvort hann kemur aö ís sem hér er“ — sagði Ingólfur gagni í þessum mikla og þétta Jónsson ennfremur. WSWÆ ...... Mmí vmfímíffiíiw. Nýstárleg ísvél fyrir bátana vekur athygli — Margir útgerðarmenn hafa i hyggju að fá sér slikar vélar fyrir sumarsildveiðarnar til að koma meiru i salt IE Allmargir útgerðarmenn og síldarskipstjórar eru nú að hug- leiða að kaupa nýstárlega ísvél, sem hafið var að framleiða í Bandaríkjunum s.l. haust. Mun ætlun þeirra vera að kaupa vélina fyrir síldveiðarnar, er* með því að hafa ísvél um borð í veiðiskip- unum er hægt að sigla e? síldina í a. m. k. þrjá sólarhringa og salta hana eftir þann tíma. - ísvél um borð í aflaskipinu Gísla Árna, varð tii þess í fyrrasumar að unnt reyndist að salta 11.000 uppsaitaðar tunnur úr skipinu, sem bjargaði vertíð skipsins. Isvélin í Gísla Árna er fyrirférðar nikil, dýr og kostnaöarsamt að setja hana upp. Þrátt fyrir það er enginn efi, að mikill hagur hefur vérið vélinni. ísvélin, sem útgerð- S— > 1(, siöa FASTAFLOTI NATO TIL REYKJAVÍKUR Á H-DAG • Fimm herskip frá Noregi, Þýzkalandi, Hollandi, Bret- landi og Bandaríkjunum, sem eru í fastaflota NATO munu heim- sækja ísland á sunnudag, 26. maí, að því er Frank B. Stone, aðmír- áll, yfirforingi NATO á íslandi til- kynnti í gær. 1 fastaflotanum eru norski tundurspillirinn Narvik, þýzka M.R. sett upp í íþöku ■ Á síðasta ári átti bók-1 eins og hann var upphaflega, og hlaða Menntaskóians í I kvaðst vona, að næsta öld f sögu Reykjavík, íþaka, aldar- hússins yrði til jafnmikils gleöi- og menningarauka og sú, sem liðin er. afmæli. I því tilefni færðu júbilárgangarnir 1967 skólan- um gjafabréf að upphæð 200. 000 krónur. Þessu fé hefur nú verið varið til kaupa á upptöku- og hljómburðartækj um, sem hafa nú verið sett upp í íþöku. Viggó Maack, skipaverkfræöing- ur, afhenti gjöfina formlegá í gær. Tækin eru útvarpstæki, piötuspil- ari og stereófónísktseguibandstæki meö hátölurum ,.g heynartólum. Sveinn Guðmundsson verkfræðing- ur hefur annazt uppsetningu. Tæki og uppsetning kostuöu um 130 þús., en afgangurinn verður notaður til kaupa á hljómplötum og t.d. keypt allt það af töluðu oröi, sem til er á íslenzkum plöt- um. Að gjöfinni standa júbilárgangar skólans. Elztir eru séra Sigurbjörn Á. Gíslason, sem er 70 ára stúdent og Sigfús Johnsen, sem er 60 ára stúdent. Einar Magnússon, rektor Mennta skólans í Reykjavík, veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði geféndum. Hann sagði, að nú væri veriö að breyta íþökusalnum í lestrarsal // .Grillið" opnar aftur „Grillið" svokallaða á Hótel Sögu, sein varð fyrir skernmdum af bruna nýiega og hefur verið lokað síðan, verður væntanlega opnað að nýju um helgina. Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á Sögu, hefur boðað til blaðamannafundar kl. sex í dng og mun þá væntan- lega skýru nánár frá þessu máli freigátan Köln, hollenzki tundur- spillirinn Holland, brezka freigátan Brighton og bandaríski tundur- spillirinn Holder. Eftir heimsókn- ina til Reykjavíkur heldur flota- deildin til Noregs. Fastafloti NATO er fyrsti fasta- floti, sem settur er á stofn, með þátttöku margra þjóða á friðar- tímum. Kemur fastaflotinn 1 stað Matchmaker flotadeildarinnar, sem stofnuð var í æfingaskyni, og hefur starfað með góðum árangri undanfarin þrjú ár. Hinn nýi fastafloti mun veröa til reiðu til þeirra starfa, sem Atlantshafsráðið felur honum. Yfirmaður flotans er G. C m->- io. síðu. Nýtt og fullkomið íþrótta- hús i smiðum i Njarðvikum Um næstu áramót munu Njarövíkingar taka í notkun glæsilegt íþróttahús, sem verið er að byggja. Talsverð stöðvun hefur þó oröið á verkinu, þar sem fjárhagserfiðleikar hafa verið talsverðir. Jes E. Þorsteinsson teiknaöi húsið og byrjað var á fram- kvæmdum vorið 1966 og er á- ætlaður byggingarkostnaður 25 milljónir króna/ Grunnflötur hússins er 1268 ferm., en aðal- byggingin er 968 ferm. í kjallar- anum verða sundlaug, búnings- herbergi og lítill íþróttasalur. Á efri hæö verða stór salur, en stærð hans veröur 32.75 X 17.90 m, böð, búningsherbergi og gufubað. Salnum veröur síð- an hægt aö skipta í tvennt, þannig tvöföld kennsla geti far- ið fram. Húsið er steinsteypt meö strengjasteypubitum og plötum. Sundlaugin er ætluð sem kennslulaug og veröur stærð hennar 12,5x8 m. í fyrrahaust var kostnaðurinn orðinn 8,5 milljónir króna og var þá fram- lag ríkisins af því £ milljónir, en Njarðvíkingar eru ekki á- nægðir með þá upphæö. Bygg- ingarfulltrúi Njarðvíkurhrepps er Hilmar Sigurðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.