Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 9
VlSIR Miðvikudagur 22. maí 1968. Umferðarkennsla í öllum skól- um landsins næstu þrjá daga — Spjallað við Asmund Mafth'iasson, varðstjóra, um umferðarfræðslu 1 skólum TVfú þegar vorprófum í almenn- um skólum er að verða lokið, hefjast sérstakir kennslu dagar í skólum um land allt, þar sem eingöngu fer fram um- ferðarfræðsla. Dagana 24., 25. og 27. maí verður börnum á aldrinum 7 ára til 16 ára kennt, hvernig ber að haga sér rétt í umferðinni kennt að þekkja umferðarmerk- in og yfirleitt allt sem varðar umferðina, eins og hún verður eftir H-dag. „Þetta er í rauninni aðeins einn áfangi í umferðarfræðslu í skólum“, sagöi Ásmundur Matthíasson, lögregluvaröstjóri í samtali við tíðindamann Vísis en Ásmundur hefur undanfarin ár eingöngu haft þann starfa kvæmdanefnd hægri umferðar á laggimar 5 manna nefnd, samstarfsnefnd umferðar- fræðslu í skólum til að sjá um fræöslu varðandi þessi málefni um land allt. Þegar við hófum umferöar- fræðsluna í vetur í skólum — það var í nóvember — þá skipt um við henni í fjóra áfanga. Þetta verður fjórði áfangi, þess ir „kennsludagar" nú um helg- ina. Henni er þannig háttað, að nú þegar prófum er að mestu lokið en þeim hefur verið flýtt vegna þessa, þá munu kennarar fræða nemendur skólanna um umferð armál. Nemendum hefur verið skipt f flokka eftir aldri. I ein um flokknum em böm á aldr- Námsefni þeirra hefur verið valiö eftir aldri og þroska hvers hóps. Jafnhliða þessu hefur útvarp ið tekið inn í dagskrá sína sér stakt skólaútvarp, sem útvarp að verður þessa daga. Hvort tveggja stendur í sambandi við annað — skólaútvarpið og kennslan í skólunum. í skólun- um er kennt með vinnubóka- sniði. Bömin fá vinnublöð, sem á eru myndir úr umferðinni og viðeigandi áletranir. Þau lita þessar myndir og skrifa á blöðin sínar athugasemdir, en síðan hafa þau þessi vinnublöð við höndina, þegar þau hlusta á út varpsþættina, sem styðjast við þau.“ Íað annast af hálfu lögreglunnar umferðarfræðslu bama og ungl- inga, ýmist í skólum eða utan ^ skóla. Sl. haust setti Fram- inum 7, 8 og 9 ára öðrum flokkn um börn á aldrinum 10, 11 og 12 ára og í þriðja flokknum unglingar á gagnfræðastigi. MILLIRÍKJA- SAMNINGUR UM FORNMINJAR Gengið hefur verið frá texta millirfkjasamnings um vemdun fomminja, og er það Evrópuráð- ið, sem staðið hefur fyrir undir- búningi samningsins. Gefst að- ildarríkjum ráðsins nú kostur á að fullgilda hann. Tilgangurinn er að stemma stigu við ólögleg- um uppgröftum og sölu fomra muna, en nokkuð hefur kveðið að slíku í ýmsum löndum. Jafn- framt hefur sala falsgripa auk- ízt. T. d. lagði ítalska lögreglan hald á þrjá bílfarma af „etrúsk- um fomgripum“ 16. febrúar s.L, og voru þeir taldir milljóna virði. Um 90% reyndust falsað- ir. — í samningum, sem Evrópu- ráðið hefur gert, em einnig á- kvæði um skráningu svæða, sem eru þýöingarmikil frá sjónarmiöi fornleifafræðinnar, um skrán- ingu fundinna muna og um skipti á upplýsingum um ný- fundna gripi og um grunsam- leg sölutilboð. Ennfremur er reynt að stuðla að þvi, að ekki vinni aðrir að fomminjarann- sóknum en hæft fólk. Undirbúningurinn — Hvaða aðdraganda hefur þetta, Ásmundur, eða hvernig hefur þetta verið undirbúið? „Öll umferðarfræðslan í vet ur hefur eðlilega verið í sam hengi og kennarar því haft tæki færi, áður en „kennsludagamir" byrja, til að öðlast reynslu og þekkingu í umferöarfræðslu. Við höfum haldið fundi saman og skipulagt þetta í vetur og síðast núna fyrir þessa daga var sérstök dagskrá í útvarpinu í morgun. Þá var útvarpað tveim þáttum, öðrum kl. 9.10 og hinum kl. 11.20, sem vom helgp"lr þessum málum — báð- um sérstaklega beint til kennar- anna. Þetta voru svona sam- ræöu-þættir, sem ég tel, að hafi veriö þeim mjög gagnlegir." — En hvernig voru þá hinir áfangar umferðarfræöslunnar i vetur? „Fy'rsti áfanginn hófst f nóv- ember. þann 25., og stóð til 10. des. Þá hófst þessi dagskrá út- varpsins — skólaútvarpið — og fram í henni komu ýmsir for- svarsmenn fræðslumála. Á þeim tíma voru haldnir fundir með kennurum og skólastjórum og til barna var dreift út bækl- ingi sem hét „Umferð í myrkri“. Annar áfangi hófst svo 1. febrúar og stóð til 15. marz. Þá sendum við út spjald með Ásmundur Matthíasson, varöstj. nokkrum heilræðum um um- ferð, en það hét „Umferðarregl ur mínar í vetur“. Þessar reglur lögðu börnin sér á minniö og kennarar könnuðu kunnáttu þeirra í þeim, en þau, sem sýndu góða frammistööu, fengu í verölaun endurskinsmerki. Þá sendum við í skólana umferöar merkin — þau helztu í umferð- inni — á stærð við vinnublöð og vinnumlögum fyrir böm á aldr inum 7-8 ára var dreift í skól- ána. Einnig dreifðum við út bæklingi sem hét „Forðizt slys- in“ Þriðji áfangi var svo í beinu framhaldi af öðrum og stóð til 25. apríl. Þá dreifðum við út öörum bæklingi, sem hét einnig „Foröizt slysin“, og bæklingi, sem hét „Vegastafrófið". Nýrri gerö af vinnublöðum var einnig dreift út og bæklingi fyrir þau eldri, sem hét „Hugsað fyrir horn.“ Einnig var gefinn út úr- dráttur úr 2 bókum eftir Jón Oddgeir Jónsson og eru enn ó- taldir fjölmargir smærri bækl- ingar og verkefni." Slysum bama fækkað — Hefur árangur af þessari fræðslu nokkuð komið fram? „Það er kannski of snemmt að segja nokkuð til um árangur af fræðslunni i vetur, en reynsla okkar undanfarin ár — þvi langt er síðan umferöarfræösl an var tekin upp í skólum — er sú, að slysum á börnum á skóla skyldualdri hefur fækkað stór- kostlega með hverju ári. Það sýnir statistik okkur. Við höf- um þá reynslu af umferðar- fræðslunni. Annars hef ég oröið var viö þann misskilning hjá mörgum að umferðarfræðslan hafi orðið til vegna H-breytingarinnar, en það er mesti misskilningur. — Hún varö til löngu áður, en menn fóru hér að hugsa um hægri umferð. Það er langt síðan við fórum að kenna börnunum umferðar- mál i skólunum og umferðar- skólinn Ungir vegfarendur varð til, áður en hægri breytingin kom til, en hins vegar hefur orðið mikil vakning í þessum málum vegna H-breytingarinnar sem er framundan. Þátttakend- ur í umferðarskólanum eru til dæmis nú orðnir milli 6 og 7 þúsund.* „Hefur þú fengið vinnu í sumar?“ Nokkrir skólanemendur urðu fyrir svörum. Steinunn Einarsdóttir, 14 ára, nemandi í 1 bekk Hlíðaskóla: Ég veit ekki ennþá hvort ég fæ vinnu. Líklega get ég komizt að í unglingavinnunni hálfan daginn, en mér finnst það bara ekki nóg. Ég er að reyna að fá vinnu eftir hldegið, en það hefur núekki borið árangur ennþá. Kristín Valdimarsdóttir, 15 ára, nemandi f 3ja bekk í Gagnfræða- skóla Austurbæjar: Ég hef ekki fengið neina vinnu og ef mér tekst ekki að fá eitt hvað að gera hérna í bænum, þá ætla ég á sjóinn með pabba. Hann verður á Bolungavík f sumar að veiða á handfæri, og ég ætla með honum að dorga ef ég fæ enga vinnu í landi. Garðar Gíslason, 16 ára nemandi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar: Afi minn er búinn aö útvega mér vinnu hjá Kennaraskólanum i sumar, þaö er víst einhvers konar byggingarvinna. Ætli ég eigi ekki að vera handlangari eöa eitthvaó svoleiðis. Garðar Kjartansson 17 ára nem andi í 4 bekk f Gagnfræðaskóla Verknáms. Já til allrar hamingju er ég I búinn að fá vinnu hjá Áburöarvem smiðjunni. Ég fékk nýlega að vita að ég fengi vinnu þar i sumar. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.