Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 7
VlSÍR . Miðvikudagur 22. maí 1968. morgun •" útlönd il i morgun útlönd i í raorgun lítlönd í raorgun útlönd De Gaulle kann að boða þjóðar- atkvæði þegar / næsta mánuði Enn horfur á, að stjórn hans haldi velli, en miklar breytingar gerðar á henni i næstu viku Parfs í morgun. 1 gær og gærkvöldi var mikið um það rætt, að í ræðu sinni á föstudagskvöld mundi de Gaulle ef til vill boða þjóðar- atkvæði — og ef til vill þegar f næsta mánuði — um tillögur hans til þess að koma til móts við kröfur þær, sem fram hafa verið bomar til umbóta af stúd- entum og verkamönnum, en for- setinn hefur að því að taiið er endurskoðað afstöðu sína, og þess vegna hefir verið byrjað á náðun stúdenta, og næsta skrefið aukin áhrif verkamanna á stjórn fyrirtækja og rekstri þeirra og í arði. Horfurnar voru enn þær, er síðast fréttist, að stjórnin kynni að halda velli við atkvæðagreiðsl una um vantraustið, en sú at- kvæöagreiösla fer fram í kvöld eða næstu nótt — gæti jafnvel dregizt fram undir morgun. Erfiðleikar voru enn vaxandi í Frakklandi í gær vegna verk- falianna. Brezka útvarpið segir 7 miiljónir manna í verkföllum, í sumum öðrum fregnum segir um 10 milljónir. . Líklegt er, þótt stjórnin haldi velli, að þær breytingar, sem forsetinn kann að gera á henni, verði allvíðtækar. Ekki kom til átaka í gær, en menn sem fylgja hægri flokkun- um að málum ætluöu að ganga fylktu liði að húsi kommúnista- blaðsins L’Humanité voru stöðv- aöir af lögreglunni. Franska stjómin hefír fallizt ó fruavarp um algera néðan stádenta De Gaulie mun boða lýðræðislegra fyrirkomulag á vinnuvetfvangi landsins — Forsefinn á unt þrennt að velja, fcslli núverandi ríkisstjórn París í gær. ■ De Gaulle forseti hefur nú gert fyrstu gagnráðstöfun sína vegna Suharto. verkfallanna, sem 10 milljónir manna taka þátt i, eða helmingur allra starfandi manna í landinu, um sama leyti sem vantrauststil- laga stjómarandstöðunnar var lögð fram formlegá, og Unifæðan hófst um hana í fulltrúadeildinni, en það veltur á úrslitunum í atkvæða- greiðslunni um hana hvort Gahll- ista-stjórnin á nokkra framtíð fyrir sér. 1 gær fengu menn nokkru gleggri hugmynd um hvaða gagnráðstafanir de Gaulle hefur f huga. Og fyrsta ráðstöfun hans er að friða stúdent- ana, sem fyrir þremur vikum gerðu uppreist gegn yfirvöldunum, en það leiddi aftur til verkfallanna, sem hafa komiö öllu í strand. Á stjórnarfundi, sem stóð 15 mín- útur, var fallizt á lagafrumvarp, um algera náðun allra handtekinna stúdenta. Fulltrúadeildin fær nú frumvarpið til meðferðar, en það er eina krafan, sem stúdentar nú halda til streitu, að öllum handtekn um stúdentum verði sleppt úr haldi og gefnar upp sakir. Barátta stúd- entanna Iiggur að öðru leyti niðri vegna forustu verkalýðssamtak- anna og verkfallanna. Litið er á þessa ákvöröun sem liö í baráttu de Gaulle til þess að halda velli er vantrauststillagan kemur til atkvæða. Hann mun og íhuga að lofa þjóðaratkvæði, en þjóðaratkvæði er pólitískt vopn, sem hann oft hefir beitt. Þá er það ætlun margra, að í útvarpsræðunni á föstudagskvöld muni hann'gera grein fyrir áformi um lýciræðislegra fyrirkomulág' S atvinnuvettvanginum. Hann er sagður hafa verið sannfærður um það Iengi, að ef verkamenn fengju skilyrði til aukinna stjórnmálalegra áhrifa og meiri hlutdeild f rekstri fyrirtækjanna muni sambúð öll fara Johnson biður um fjóra milljarða fil hernaðarþarfa Johnson Bandaríkjaforseti fór í gær fram á, að þjóðþingið veitti 4000 milljónir dollara til hernað- arlegra þarfa í Suðaustur-Asíu. Mestur hluti fjárins gengur til þess aö standa straum af kostnað- inum við hernaðinn f Vietnam, en nokkur hluti fer til stuðnings Suð- ur-Kóreu, vegna aukinnar hættu, sem stjórn Iandsins telur því stafa af Noröur-Kóreu. ' . 1 <3>- mjög batnandi milli atvinnurekenda og verkamanna. Gert er ráð fyrir breytingum á stjóminni, þótt stjórn de Gaulle lifi af vantraustið, og muni breyt- ingarnar veröa allvíðtækar og um þær verða kunnugt f næstu vikm Falli stjórnin er de Gaulle talinn hafa um þrennt aö velja: 1. Mynda nýja stjórn við eða án forustu Pompidou. 2. Rjúfa þing og bdða til nýrra kosninga. 3. Nota sér lagaheimild til þess að Iýsa yfir undanþágu- eða hættu- ástandi á grundvelli 16. gr. stjórnarskrárinnar, og stjórna um tíma með tilskipunum. Einnig var sagt f París, og sagð- ar samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum, að de Gaulle mundi fela Pompidou myndun nýrrar ríkis- stjórnar verði vantrauststillagan felld. B BIAFRA: Zambía viðurkenndi f gær Bíafra og er fjórða Afríkuland- ið, sem það hefur gert. Hin eru Tanzanía, Gabon og Fílabeinsströnd in. Utanríkisráðherra Zambíu, Reub en Kamanga, skýrði frá þessu á fundi með fréttamönnum og kvað m. a. svo að orði, að það hefði vakiö skelfingu, að saklaus almenningur hefði verið brytjaður niður, og beiskjan, sem borgarastyrjöldin hefði vakiö, ætti sér án efa svo djúpar rætur, að engin skilyrði væru fyrir hendi til þess, að Biafra gæti aftur sameinast Nigeríu-sam- bandsríkinu. ■ ÁLBRÆÐSLUR: Brezki við- skiptamálaráðherrann, Anthony Crossland, var væntanlegur til Osló í dag til viðræöna við Kaare Will- och viðskiptamálaráðherra Noregs, en ágreiningur er milli Bretlands og Noregs út af áformum Breta um að setja á stofn álbræðslur. ■ MOSKVUFERÐ: Nefnd finnskra jafnaðarmannaleiðtoga meö Rafael PAASIO í fararbroddi hélt heim í fyrrad. úr Moskvuferð. Rætt var við ritara Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna Mikhail Suslov og Boris Pon- omarjov. Viðræðurnar áttu sér stað í aðalskrifstofu Kommúnistaflokks- ins. Búizt er viö, að tilkynning um þær hafi verið birt f gær í Pravda. ■ EBE: Fregn frá Briissel herm- ir, að menn álíti að átökin í Frakk- landi muni verða til þess að tor- velda, að samkomulag náist um landbúnaðarstefnu bandalagsins. — Landbúnaðarráðherrar bandalags- ríkjanna koma saman á fund í næstu viku og samkomulag getur því aðeins'náðst, aö um tilslakanir verði að ræða af Frakka hálfu. Sennilegt þykir, að fundinum verði frestað þar til kyrrð kemst á í Frakklandi. Ojukwu, leiðtogi Biafra, setur tvö höfuðskilyrði — sem Gowon hefir þegar hafnað Samsæri i Indónesiu: Myrða átti Suharto forseta og nokkra hershöfðingja Frétt'ir frá Jakarta í gær hermdu, aö komizt hefði upp um samsæri til þess að myrða Su- harto forseta og nokkra hers- höfðingja og hafa nokkrir liðs- foringjar og blaöaménn verið handteknir. I" tilkynningu um þetta segir. að kapteinn í hernum hafi játaö, að áformað hafi verið að myröa for- setann er hann var viðstaddur trú- arathöfn 2. janúar. Kapteinninn var handtekinn nokkrum dögum áður. Hann er sagöur hafa haft samskipti við hina kommúnistísku byltingarforsprakka í byltingunni 1965. f hinni opinberu tilkynningu eru nafngreindir hershöfðingjar, sem einnig átti að myrða. Ojukwu, ieiðtogi í Biafra, sagði i gær, að Biafra myndi setja tvö skilyrði, er ráö- stefnan um frið yrði sett i Kampala í Uganda á morgun. 1. Að forseti ráðstefnunnar yröi óháður — og stakk Skiptafundur verður haldinn i þb. Húsgagna- verzlunar Austurbæjar h.f., Skólavörðustfg 16, sem úrskurð að var gjaldþrota 24. f. m„ föstu daginn 24. þ. m. kl. 2 e. h. í skrif stofu borgarfógetaembættisins að Skólavörðustig 12 Ákvöröun verður tekin um ráðstöfun eigna búsins. Skiptaráðandinn í Reykjavík, 20. 5. 1968. Siguröur M. Helgason. Ojukwu upp á dr. Obota, forseta Uganda. 2. Að vopnahlé yrði gert þeg- ar i staö. Gowon ofursti — æðsti maður hernaðgrlegu stjórnarinnar — hafnaöi þessum kröfum, :.ð þvi er útyarpið í Lagos sagði i gær- kvöldi. ÍSPiS Ojukwu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.