Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 8
3 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri Axei rhorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Gjaldeyrisstaðan versnar ört Qjaldeyrisvarasjóður íslendinga nam fyrir réttu ári um 1860 milljónum króna. Hafði hann þá haldizt nokkurn veginn óbreyttur í nærri tvö ár, sveiflazt á bilinu 1700—2000 milljónir króna. Þessi gildi sjóður hafði verið byggður upp tiltölulega ört á árunum þar á undan, þrátt fyrir harðar deilur um nytsemi hans. Síðari reynsla hefur sannað ágæti gjaldeyrisvara- sjóðsins. Hæfilega gildur sjóður, um 2000 milljónir króna, veitir þjóðinni mikið öryggi í viðskiptum henn- ar við erlendar þjóðir. Gjaldeyrisvarasjóðurinn jók mjög lánstraust þjóðarinnar erlendis og hann gerði þjóðina óháða venjulegum sveiflum í verðmæti inn- flutnings og útflutnings. Á þetta síðasta hefur einmitt reynt undanfarið ár. Það er gjaldeyrisvarasjóðnum að þakka, að lífskjör þjóðarinnar hafa ekki versnað neitt að ráði, þrátt fyrir 30% minnkun útflutningstekna. En því miður er ekki um að ræða neina venjulega sveiflu í útflutn- ingstekjum þjóðarinnar. Verðlag útflutningsafurð- anna hefur ekki hækkað neitt aftur og ekki er útlit fyrir neina hækkun á næstu mánuðum. Gjaldeyrisvarasjóðurinn hefur að sjálfsögðu minnk- að verulega á þessu erfiða tímabili. Einkum dróst hann saman í fyrrasumar. Þá minnkaði hann á aðeins sex mánuðum um helming, úr 1860 milljónum í 920 millj- ónir króna. Síðan jókst hann dálítið aftur við breytta gengisskráningu í nóvember í vetur. En svo dró úr honum aftur, en hægar en áður. Minnkunin frá 1. des- ember til 1. apríl nam um 250 milljónum króna. En í síðasta mánuði snarminnkaði hann aftur, Nam minnkunin á aðeins einum mánuði um 100 milljón- um króna. Er sjóðurinn nú kominn niður í 726 millj- ónir króna. Með sama áframhaldi endist hann varla til áramóta. Þessi mikli samdráttur í apríl sýnir, að ástandið er mjög alvarlegt. Þjóðin getur ekki lengur látið gjaldeyrisvarasjóðinn spara sér óþægindin af lífskjaraskerðingu, því að hann er að verða búinn. Þegar sjóðurinn er búinn, eigum við ekki um annað að velja en greiða innfluttar vörur með sama verð- mæti af útfluttum vörum. Þá verður þjóðin að hætta að lifa um efni fram. Lífskjörin munu versna, þótt krónutala launa standi í stað eða hækki jafnvel. Því miður skilja ekki margir þá staðreynd, að lífskjör fara til langs tíma ekki eftir krónutölum launa, heldur eftir verðmætaframleiðslu þjóðarinnar. Og fram hjá þeirri staðreynd verður með engu móti komizt, hvað sem allri óskhyggju líður. Hið vandaða efnahagskerfi hefur gert okkur kleift að bíða byrjar í hálft annað ár og venjast hinum nýju aðstæðum. En byr bættra aflabragða og hækkaðs út- flutningsverðlags er ekki enn kominn. Og við kom- umst ekki lengur hjá því að taka afleiðingunum. V i i m Nenni varar við afleiðingum jbess, oð jafnaðarmenn sliti stjórnarsamstarfinu □ Höfuðkempa ítalskra jafn- aðarmanna, vinstri-jafn- aðarmaðurinn Pietro Nenni, varaði í gær flokk sinn við afleiðingum þess, að siíta stjórnarsamstarfinu. Hann kvað það mundu geta Ieitt til þess, að sama öngþveiti kæmi til sögunnar á Italíu og nú er í Frakklandi. jþað er eins og kunnugt er af fréttum veriö aö endurskipu- leggja samsteypustjórnina eftir kosningarnar. Pietro Nenni er nú 77 ára. Hann andmælti kröftuglega í gærkvöldi á flokksfundi, aö sam- þykkt yröi tillaga um að flokk- urinn hætti stjómarsamstarfinu. Nenni vildi að umræöum um þetta yröi frestað þar til á lands fundi flokksins næsta haust. Op- inber tilkynning um endurskipu- lagða stjóm landsins hefur ekki veriö birt, og eins’ og getiö var í fréttum í gær mun Fanfani utanríkisráöherra ekki sitja ráö- herrafund Efnahagsbandalagsins í Briissel vegna þess að endur- skipulagning stjórnarinnar er enn á dagskrá. Fyrir kosningarnar voru menn yfirleitt á einu máli um það, að ekki myndi veröa nein teljandi breyting, stjórnarflokkarnir myndu halda velli auðveldlega, eftir fimm ára samstarf við vax- V í SIR . Fimmtudagur 30. maí 1968. Pietro Nenni. Hvert stefnir á Italíu? andi velsæld þjóöarinnar. Aö stjórninni standa sem kunnugt er stærsti flokkur landsins — Kristilegir lýðræðissinnar — Sameinaði jafnaðarmannaflokk- urinn, sem er allstór flokkur, og Flokkur öreiga lýðveldis- sinna, sem er Iítill flokkur. Eins og áður hefur verið getið voru tvær meginstoöir undir þeim ályktunum, aö stjórnin myndi halda velli: 1. Hagstæð efnahagsleg þróun, bætt lífskjör, ekkert atvinnu- leysi — örari iönþróun en í nokkm öðru landi heims að Japan undanteknu. 2. Stjórnmálaleg einangrun Kommúnistaflokks Ítalíu, sem er fjölmennasti flokkur iandsins, síöan er vinstri-jafn aöarmaðurinn Pietro Nenni sleit samstarfi viö þá og sam einaði flokk sinn 1966 hægri- jafnaöarmönnum, og þar af dregið nafnið Sameinaöi jafn- aöarmannaflokkurinn. Spárnar um aö stjómarflokk- amir héldu velli rættust, en í einstökum atriðum skeikaði. Fylgi hinna „einangruðu komm- únista" hrakaði ekki eins og Nenni og hans menn vonuðu, og því aðstaöa þeirra í rfkisstjóm- inni veikari. Kommúnistum gekk sannast aö segja svo vel í kosn- ingunum, að það mun valda nokkurri ókyrrð innan hinna flokkanna á þeim tíma, sem framundan er. Nú er það svo, aö þegar jafn- aöarmannaflokkamir sameinuð- ust, Iosnaði Nenni við þá allra róttækustu I flokki sínum. Þá hafði Nenni haft samstarf um mörg ár viö kommúnista. Hinir róttæku í flokknum sögðu nú skilið við flokk Nennis og mynd- uöu flokk öreiga jafnaðarmanna (Proletarsosialistaflokkinn — PSIUP), og er ekki ótítt aö þeir sem í þessum flokki eru séu tíö- ast — a. m. k. upp á síökastið, — kallaðir Peking-sosialistar. Þessi flokkur hefur enn sín áhrif á vinstri fylkinguna í Sameinaða jafnaöarmannaflokknum, en inn- an hans er grunnt á því góða meöal margra til Kristilegra lýð- ræöissinna. Og menn eru óá- nægðir með Nenni fyrir að fall- ast á stefnuna gagnvart Noröur- Atlantshafsbandalaginu og Efna- hagsbandalagi Evrópu. Og hin- um róttæku þykir hafa skort framtak til félagslegra umbóta. Framsókn kommúnista og proletar-sosialista í kosningun- um, á vafalaust rætur aö rekja tjj þess, aö flokkum þessum hefur áskotnazt atkvæði ungs, róttæks fólks — og vegna þess að Sameinaöi jafnaðarmanna- flokkurinn við forustu Nennis missti atkvæði bæði til vinstri og hægri. Er því ekki nema eöli- legt að andstæðingar samstarfs- ins innan Sameinaða jafnaöar- mannaflokksins, bendi á reynsl- una í Vestur-Þýzkalandi, þftr sem Jafnaðarmannaflokkurinn býr viö dvínandi fylgi vegna samstarfsins við Kristilega lýö- ræðissinna, hinn mikla borgara- lega flokk Vestur-Þýzkalands. Og það er ekkert líklegra en að andstæðingar samstarfs fylg ist af sérstakri athygli með öllu, sem er að gerast í Frakklandi, en nú á tímum vita ítalskir jafnaðarmenn vel og eins vel og aðrir, aö hin pólitíska ókyrrð, sem menn áttu við að búa á Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöldina var f nánum tengslum viö efnahagslegt- og félagsmálalegt ástand í landinu Þrátt fyrir vanrækslur á mörg um sviöum er ástandið á mörg- um sviðum á Ítalíu svo miklu betra, að fyrra ástand þolir eng- án samanburð. Og þetta vita líka ítalskir kommúnistar og munu því senni lega ekki eins og forðum boöa byltingarpólitík. Þeir voru enda farnir að breyta til seinustu árin sem höfuökepman Togliatti liföi- og í stuttu máli hefir ekki verið farið eftir forskriftum hinna helgu byltingarrita, og þegar Luigi Longon, flýtir sér aö lofa frjálsræöisfrumkvöðlana í Tékkó slóvakíu talar það sínu máli. — Það átti að hafa góð áhrif á hina róttæku kjósendur. Án vafa hefir traust manna í Kommúnistaflokknum á stjórn flokksins aukizt vegna fylgis- aukningarinnar í kosningunum og að sjálfsögðu mun það hafa sín áhrif í Sameinaða jafnaöar- mannaflokknum og einkum á stuðningsmenn Nennis. ÞaÖ eru kommúnistar, sem hafa búið til baráttuorðið „kon- silrepublik", sem ber að skilja sem tilboð um sámstarf — ef til vill með komúnistiskri þátt töku — til myndunar samsteypu stjórnar, en það er vart ástæða til að ætla, aö kommúnistar verði „bænheyrðir fyrst um sinn“7 því að samstarf stjómar- flokkanna hefir verið á nokkuö traustum grundvelli til þessa, þótt viðurkenna beri, að mikilla umbóta sé þörf og verða verði við ýmsum kröfum. „Þrátt fyrir fylgisaukningu ítalskra kommúnista, er þyngd arpunkturinn í ítalskri pólitík enn I miðju". (Þýtt að nokkru).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.