Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 30.05.1968, Blaðsíða 10
10 V í SIR . Fimmtudagur 30. maí 1968. SMBgaa—w^ogt^ý-yy^iaaMWjiSMMf w »- BBBBBBBBBBBBBBBBBBBSBBBBBBS8BBSBBBBBSB3BBBB3BBBBBBBBBBBBBBBBBBBB9 Þyrlan bilaði með iögreglu um borð Smávægileg bilun varð þess valdandi, að þyrla Landhelgisgæzl unnar lenti hjá Árbæjarhverfi í gærdag, begar hún var í eftirlits- flugi með yfirmenn umferðarlög- reglunnar yfir borginni. Hún hefur verið notuð nokkuð í þágu lögreglunnar síðan H-breyt- ingin varö en i eftirlitsfluginu í gær hrökk í sundur viftureim, sem knúði kælispaða í hreyflinum. Önn ur reim var til vara, en flugmaður inn taldi öruggast að lenda, þar sem flugvélin var komin og var hún síöan flutt á bíl í flugskýlið. Engar varabirgðir voru til af viftureimum þessum og er nú beðið eftir sendingu frá Bandaríkjunum. De Gaulle — 1. síöu. ur dilk á eftir sér víðar en í Frakk- landi, en sú hætta er fyrir dyrum, að frankinn meö næstmesta gull- forða heims að baki, verði felldur ! verði, og að í Frakklandi komi til sögunnar áköf veíðbólga sem hafi lamandi áhrif á franskt at- vinnulíf og getu Frakka til þess að keppa á alþjóöamarkaði með framleiðslu sína og viðskipta- keppni á alþjóðamarkaði. Tengt þessu öllu er samstarfið í EBE. Vegna verðlagsmála landbúnaðar- ins eru gjaldmiðlar sammarkaðs- landanna meira og minna sam- tengdir. í London er litið svo á, að jafnvel bráð iausn á vandamál- um atvinnulífs og stjórnmálaiífs, bægi ekki burt óvissu og öryggis- leysi í nánustu framtíð. í kjölfar getgátuflóðsins í París í gær, fór að örla á þeim skoðun- um, að flestir hefðu veriö fullfljótir að álykta, að de Gaulle myndi segja af sér, og þá líka verið full- fljótir ýmsir stjórnmálaleiðtogar, j sem sjá gull og græna skóga á j eigin ferli, ef hinn aldni leiðtogi | færi frá. I Nú virðist ráðin gátan um hvarf forsetans f gær. Aö minnsta kosti fer sá orörómur um París, aö hann hafi heim- sótt ýmsar herstöðvar til þess að fullvissa sig um hollustu hersins. Hann mun hafa rætt við ýmsa hershöfðingja. Eitt Parísarblaðanna heldur því fram, að Pompidou muni til- kynna lausnarbeiðni sína í dag, er hann ávarpar þingið. í annari fregn segir, aö Edgar Faure landbúnaðarráðherra muni mynda stjóm. Forsetatignín — m-> i. siðu. veituT væri Rockefeiler nú 1 kjöri, en það væri of seint.,Nix- on væri öruggur. Reagan ríkis- stjóri f Kaliforníu væri vel þekktur sem kvikmynda- og sjónvarpsstjarna, en hefði litia stjórnmálareynslu. Hann væri langt til hægri. Samt draegi mjög úr öfgum manna, er þeir yröu kjörnir forsetar. Richard Nixon hefði verið kunnur þingmaður, áður en hann varð varaforseti árið 1952. Eftir að hann beið ósigur fyrir Kennedy, var hann í framboði í ríkisstjórakoningum í Kaliforn íu, heimaríki sínu, og beið þar hinn mesta ósigur. Nixon kenndi blaðamönnum um ósig urinn og varð óvinsæil af. Flest ir héldu, að hann væri úr sög unni, en hann er „eins og köttur með níu líf“. Hann hefur árum saman feröazt um Bandaríkin/ og uppsker nú í samræmi við það. Hann er augljós sigurveg- ari í keppninni um framboð inn an repúblíkanaflokksins . Svo að vikið sé að demókröt um, þá má minna á, að Johnson sigraði Goldwater með 16 millj. atkvæða mun, sem er hinn mesti í sögu Bandaríkjanna. Samt hefur hann átt í sívaxandi örðugleikum, ekki aöeins vegna Víetnam, heldur einnig sakir ókyrrðár meðal minnihlutahópa ýmiss konar. Ungt fólk vili brevta til. Þaö sneri sér fyrst til Robert Kennedys. Hann var talinn hafa til að bera sömu eig inleika og bróðir hans. Kennedy Studdi stjórnina í innanríkismál um, en greindi á um Víetnam. Þessi afstaöa hans nægði ekki þessu fólki. Þá kom fram McCarthy, sem ambassadorinn kvaðst hafa þekkt í mörg ár. Hann væri stórgáfaður og fynd inn. í fyrstu virtist McCarthy fremur vilja umræöur en stjórn málasigra, en eftir sigra í ýms- um prófkosningum, nú síðast í Oregon, er hann tekinn alvar lega. Kennedy á nú erfiðara uppdráttar I prófkosningunum í Kaliforníu, sem fara í hönd. Fyrir marzlok heföi Johnson örugglega hlotið tilnefningu demókrata, ef hann héfði viljað. Hinn 31. marz s.l. lýsti hann yfir því, að hann yrði ekki 1 kjöri. „Honum er full alvara“, sagði Rolvaag. Þá kom röðin að Humphrey varaforseta. „Hann er nú sterkasti frambjóðandinn, einn bezti ræðumaður í sögu Bandaríkjanna“, sagði Rolvaag að lokum. BELLA „Hér stendur: Hinn dulmagnaði, undirfurðulegi og yfirþyrmdi Georg. — Heyrðu við skulum koma og sjá myndina.“ Sýningunni lýkur 11. júní. Brugðið fískpylsur og fiskmfölskex ■ í dag kynnir Rannsóknarstofnun fiskiðnaö- arins starfsemi sína og býður sýningargest- um fiskpylsur og kex blandað fiskmjöli. * ■ í kvöld kl. 8.30 verður tízkusýning í veit- ingastofu sýningarinnar. SJÁIÐ FORTÍÐ, NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ SJÁVARÚTVEGSINS Opið laugardaga og helgidaga frá kl. 10—22, virka daga frá kl. 14—22. Aðgangseyrir kr. 50 fyrir fullorðna, kr. 25 fyrir börn. S/’d/'ð ævintýraheim sjávarútvegsins ÍSLEND!!JGAR OG HAFIÐ ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ • • • • hafsjór af fróöleik

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.