Vísir - 06.06.1968, Síða 8

Vísir - 06.06.1968, Síða 8
8 V I S I R . Fimmtudagur 6. júní 1988. U9K2 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsia: Hverfisgötu 55. Sfmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vtsis - Edda hf. Kennedy er látinn Verknaðurinn er fullkomnaður. Robert Kennedy öld- ungadeildarþingmaður lézt í morgun af skotsárun- um, sem hann hlaut í gærmorgun. Varla er hægt að tala um harm í þessu tilefni, því að venjuleg orð brestur. Verknaðurinn er svo geigvænlegur. Mikill harmur er kveðinn að konu Roberts, Ethel, sem nú gengur með ellefta barni þeirra hjóna, og bömunum tíu. Robert hafði sjálfur bjargað einu þeirra frá drukknun á baðströnd nokkrum klukkustundum áður en hann var skotinn. Bandaríska þjóðin er að sjálfsögðu í uppnámi eftir þennan verknað, enda verð- ur hún seint söm aftur. Og um allan heim deyja von- ir, sem tengdar voru Robert Kennedy. Þrjú hæfustu forsetaefnin í Bandaríkjunum virðast vera úr sögunni á þessu ári. Kennedy látinn, Mc- Carthy of fylgislítill gegn gaspraranum Humphrey og Rockefeller kemst ekki yfir traustan múr stuðnings- manna Nixons. Stjórnmálasérfræðingar töldu raunar Kennedy einan hinna þriggja manna hafa möguleika á að verða útvalinn sem forsetaefni. Nú er hann látinn. Bandaríkin hafa ekki aðeins orðið fyrir því áfalli að missa einn af sínum allra beztu sonum, heldur hafa þau einnig orðið fyrir stórfelldum álitshnekki. Banda- rískt þjóðlíf og lifnaðarhættir eru undir smásjánni vegna þessa atburðar. Tvisvar hefur verið vegið í sama knérunn. Aðeins einn af f jórum Kennedy-bræðr- unum er enn á lífi. Og séra Martin Luther King er myrtur. Þetta er sannarlega yfirgengilegt. Robert Kennedy var ekki aðeins maður, hreinlynd- ur og ákveðinn stjórnmálamaður, íþróttamaður og góður faðir. Hann var líka tákn. Tugir milljóna manna í Bandaríkjunum og víðar sáu í honum von um nýja og betri tíma. Allir vissu, að Kennedy var meiri hugsjónamaður en stjómmálamenn gerast al- mennt. Hann var fulltrúi sömu hugmynda og bróðir hans, John F. Kennedy forseti. Aídrei, hvorki fyrr né síðar, hafa Bandaríkin notið meiri virðingar á alþjóðavettvangi en á stjómartíma John F. Kennedy. Menn væntu nýrrar gullaldar, ef Robert Kennedy næði þeim sessi, sem bróðir hans var hrifinn úr með valdi fyrir hálfu fimmta ári. Að sjálfsögðu vom hugmyndir manna um Kennedy í mörgum tilvikum byggðar á óraunsæju mati. Hann var enginn guð. En hann var einstaklega hæfur maður. Fæstir neita því nú, að betri og athafnasamari dóms- málaráðherra en hann hafi Bandaríkin ekki átt. Og hann var einnig frábærlega vel heima í alþjóðastjóm- málum. Um það ber vitni bókin, sem hann gaf út í vetur, og fjallaði um Vietnam-stríðið og önnur al- þjóðavandamál. Þar var fjallað um málin af óvenju- legri rökfestu og skynsemi. Og nú er mikilmennið látið. DB Karlakór ísafjarðar og Sunnukórinn í heimsókn Eftir nokkra daga koma i heimsókn til Reykjavíkur karla- kór isafjarðar og Sunnukórinn á ísafirði. Munu kóramir skemmta í Gamla Bíói föstudag- inn 7. júlí kl. 21, en fimmtu- daginn 6. júní munu kóramir skemmta f Keflavfk. Tflefni þess arar ferðar er það, að á þessu vori eru iiðin 20 ár frá þvi Ragnar H. Ragnar varð söng- stjóri kóranna, en hann flutti til ísafjarðar árið 1948 og hefur verið tónlistarskólastjóri, söng- kennari og söngstjóri þar síðan og unnið að þvi með fádæma krafti og dugnaði. Á söngskemmtunum koma fram undir stjóm Ragnars karlakór, kvennakór og 65 manna blandaður kór og auk þess syngur frú Herdís Jóns- dóttir nokkur lög einsöng, en undirleikari kóranna er Hjálmar Helgi Ragnarsson. • íslendingar í Evrópuráðinu Sagt frá ræðum Þorvalds Garðars Kristjáns- sonar og Eysteins Jónssonar ráðgjafarþingi Evrópuráðs- ins, sem haldið var fyrr í þessum mánuði i Strasbourg, tólcu þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson og (Eysteinn Jóns- son þátt í umræoum. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, sem kjörinn var einn af varaforsetum ráðgjafarþingsins. hélt ræðu 7. maí. þegar fram fór almenn umræða um stjórn- málaþróunina f Evrópu. t upp- hafi ræðu sinrtar tók Þorvaldur Garðar undir ummæli brezka þingmannsins Edelmans. sem var framsögumaður stjórnmála- oefndar ráðgjafarþingsins, þess efnis, að æskilegt væri, að Evr- ópuráðið beitti sér fyrir auknum samskiptum rikjanna f austur- og vesturhluta álfunnar. Taldi Þorvaldur Garðar, að aðild rfkj- anna ! Austur-Evrópu að ráð- inu væri hugsanleg, þegar tfm- ar Ifða. Á næstunni væri þó Uk- legast til árangurs að beina at- hyglinni að tæknilegri samvinnu og mætti ekki vænta nema tak- markaðs árangurs af henni. Þessi samvinna við ríkin f Aust ur-Evrópu gæti ekki verið aðal- verkefni Evrópuráðsins. Það yrði hér eftir sem hingað til að vera að efla samstarf þeirra 18 rfkja, sem nú eru f ráðinu. Þorvaldur Garðar sagðl, að oft væri bent á, að fremur hægt miðaði í átt til sameiningar Evr ópu. Hann kvað Hklegustu leið- ina til að flýta gangi mála vera stuðning almenningsálitsins f rfkjum álfunnar. Almennings- álitið myndf mjög mótast af þvf, hvaða sýnilegur árangur næðist f Evrópuráðinu, og þess vegna skipti mestu. að það ynni að verkefnum, sem líklegt væri að samkomulag tæ’kist um. Þor- valdur Garðar kvaðst telja, að oft væri of mikil áherzla lögð á vandamál, sem snerta Efna- hagsbandalag Evrópu. en of lit- ið rætt um málin á vfðtækari grundvelli. þar á meðal um hags muni smáríkjanna f Evrópu, svo sem íslands. —.Sfðan sagði Þor vajdur Garð«w Kristjánsson: „Ég mun ekki ræöa hin sér- stöku viðhorf og hagsmuni ætt- lands mfns. Ég vi! aðeins koma á framf^eri þeirri skoðun minni, að þáð gæti átt mest að vinna eða mestu að tapa, ef það á að- ild að stjórnmála- og efnahags- lega sameinaðri Evrópu. Þessu veldur smæð þjóðarinnar. Ef það snertir lífshagsmuni stærstu ríkjanna í Evrópuráðinu, að þau nái að taka höndum saman til að nýta f félagi auðlindir sfnar og mannafla. má augljóst vera, hve miklu það skiptir fyrir smæstu ríkin. Á sama hátt má segja: Ef stórveldin f okkar hópi telja rétt að fara að með gát og hika við að afsala sér eða .takmarka fullveldi sitt vegna þess, að hagsmunir þjóð- anna, sem þessi lönd byggja, kunni að gleymast eða vera fyr- ir borð bomir í nýju stórríki, er augljóst, að hér er minnsta ríkið andspænis miklum vanda. Mér virðist, að þetta sé sá vandi, sem öll aöildarríki Evr- ópuráðsins eiga við að glíma með einhverjum hætti. og hann er sérstaklega ljós að þvf er mitt land varðar. Mestu skiptir að skapa trún- aðartraust. ef leysa á þetta mál. Þegar við höfum lært, að við getum treyst hver öðrum, er fengin sú undirstaða, sem Evr- ópuráðið getur byggt á við að gera hugsjón stofnskrár sinnar, eins og ég skil hana. að veru- leika með þvf að hjálpa smá- bjóðum til að vera smáþjóðir, en njóta iafnframt þess, sem stórþjóðir einar hafa efni á. Þetta er stefna, sem þjónar hags munum okkar allra. sem f Evr- ópuráðinu emm. Við skulum minnast þess að allt er afstætt. Þegar mið er tekið af risa- veldunum tveimur, erum við allir frá smáríkjum.“ 1 lokakafla ræðu sinnar lýsti Þorvaldur Garðar Kristjánsson þeirri skoðun sinni, að heppi- legast væri að vinna að sam- einingu Evrópu f áfðngum. Hann kvaðst ekki sammála þeim sem telja. að allt þurfi að fást strax og f einu lagi. Ef svo væri, gæti undirstaðan vart verið ör- ugg. En svo væri vissulega og þvi væri ekki ástæða til að ótt- ast. Ræða Eysteins Jónssonar. Á ráðgjafarþinginu fór fram umræða um Grikklandsmálið. Hollenzki þingmaðurinn van der Stoel fór seint f apríl til Grikklands á vegum Evrópuráðs ins tii að kynna sér ástandið þar af eigin raun, og lagði hann skýrslu sfna fram á þinginu Eysteinn . Jónsson tók bátt t umræðunni um skýrsluna. Lagði hann áherzlu á, að ráðgjafar- þing Evrópuráösins gæti ekki vikizt undan ábyrgð f þessu máli, þvf að þingið hefði fyrst og fremst það hiutverk aö treysta lýðræði og þingræði f sessi. Eysteinn Jónsson sagöi að mikið væri rætt um málefni unga fólksins. Það væri erfitt og flókið vandamál, og kvaðst hann aðeins vilja víkja að einu atriði, sem það snerti: Unga fólkið m ndi vart rata á braut lýðræðisins og halda sig á henni, ef við hin eldri létum bingræðis- og iýðræðisstofnanir starfa þannig, að enginn vissi i rauninni, hver kjami þeirra væri. Ráðgjafarþingið bæri mikla ábyrgð í þessu tilliti. Allir hér á þinginu myndu fagna þvf. sagði Eysteinn Jóns- son, ef á Grikklandi kæmist á þingræðis-. og lýðræðisstjómar- far, sem samrýmdist reglum Evrópuráðsins. En gerðist bað ekki í tæka tfð, miðað við á- lyktun ráðgjafarþingsins f jan- úar s.l., þ. e. innan árs. væri ekki annað um að ræða en að standa við þá álvktun, þar sem m. a. ræðir um brottrekstur Grikklands úr Evrópuráðinu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.