Vísir - 22.06.1968, Blaðsíða 2
„Ég þarf enga minnimáttar-
„Ég læröi annars mikið af
þessari ferð. Ég veit þaö núna
að ég þarf ekki að vera með
neina minnimáttarkennd gagn-
vart þeim beztu í Evrópu, þeir
geta dottið niður svipað og ég
geröi, — t.d. náði Dieter Hoff-
an ekki sigurkastinu, 19.23 fyrr
en í 5. kasti og hann var 8.
maður í úrslitin (upphaflega
hafði verið gert ráð fyrir 6 í
úrslitin!) með kast undir 17
metrum.
í keppninni var A.-ÞjóÖverj-
inn Grabbe annar með 18.28,
Zucker, Júgóslavíu með 18.26 og
Karajev, Rússlandi með 18.22.
Þá kom 18.15 og Finninn
Yrjola með 17.79. Allt eru þetta
menn í fremstu röð í Evrópu.
Erlendur Valdimarsson stóö
sig ágætlega og það kom £ ljós
að hann er öruggur meö 50—
53 metra í logni, — og ekki
ætti vindur á móti aö saka.
Hann kastaði 50.54, átti aðeins
eitt gilt kast, en lengsta kast
hans um 53 metra langt var
dæmt ógilt. Hann var greini-
lega með sama stíl og hinir
sterku keppinautar hans frá A.-
Evrópulöndunum, — hann vant-
ar aöeins hraðari snúning en
þeir hafa.
Erlendur varö eftir í Dan-
mörku ásamt Sigurði Helgasyni,
sem var fararstjóri og mun
hann aö öllum likindum keppa
á mótum þar. Guðmundur fer
hins vegar utan strax að lokn-
um NATO-fundunum i Reykja-
vík og keppir á Norðurlöndum.
Möguleikar eru á að hann hitti
þá hinn sjálfumglaöa Ricky
Bruch, Svíann, sem kallaöur
hefur verið „Cassius Clay frjáls-
íþróttanna.“
— jbp —
kennd að hafa"
— segir Guðmundur Hermannsson nýkominn
af móti þar sem hann keppti við beztu
kúluvarpara Evrópu
■ Guðmundur Hermannsson
varð 7. af 10 f keppni
sterkustu kúluvarpara Evr-
ópu í A-Berlín á miðvikudags
kvöld. Hann varpaði kúlunni
17,38 m, sem er allmiklu lak-
ara en hann er vanur að
varpa, en ástæður eru fyrir
þvf. Flugvél, sem Guðmundur
fór með héðan seinkaði um
hálfan annan tíma og þegar
til London kom, var vélin tii
Berlínar farin. 1 stað þess að
koma tii hótelsins f A-Berlín
kl. 3 um daginn, komust ís-
lendingamir til náða kl. 3 um
nóttina örþreyttir.
GUÐMUNDUR —
engin minnimáttarkennd.
Meðan mótið fór fram var 34
stiga hiti og blankalogn, sem
dró talsvert úr keppendunum.
Náðu þeir allir lakari árangri
en þeir eru vanir. Guðmundur
Hermannsson var mættur til
vinnu sinnar þegar í gær, enda
upptekinn af störfum sínum og
gat ekki dvaliö ytra lengur.
Um helgina
• SUNDMEISTARAMÓTIÐ er
um helgina í Sundlaug Laug-
ardals og hefst mótið í dag. Keppt
verður í 19 greinum karla og
kvenna. Væntanlega munu mörg
met falla, enda eru framfarimar
miklar í sundinu, líklega meiri en
I nokkurri annarri grein íþrótta hér
á landi.
• HANDKNATTLEIKSMÓT ÍS-
LANDS utanhúss heldur á-
fram á leiksvæði Melaskólans um
helgina. Á morgun leika Haukar
og ÍR fyrst í meistaraflokki karla
en strax að þeim leik loknum
Þróttur og FH. Keppnin hefst kl.
16.
• KNATTSPYRNUMÓT ÍS-
LANDS heldur áfram á morg-
im og eftir helgina. 1 1. deild
keppa Akureyringar nyrðra við
Vestmannaeyinga og hefst leikur- EYLEIFUR — tekst honum og
inn kl. 16. í 2. deild leika Selfyss- KR-ingum að sigra Keflavík.
ingar heima gegn Akranesi, og
Breiðablik heima gegn ísfirðingum. ir I Garði. — Á mánudag leika svo
í 3. deild leika Hrönn og Víðir á Fram og Valur á Laugardalsvelli
Melavelli, Siglufjörður og Völsung- kl. 20.30 og KR—Keflavík á samá
ar á Siglufiröi og Reynir og Stefn- stað og tíma á þriðjudagskvöldið.
Gerði sér hreiður
í kálgarðinum!
• Skógarþrestir viröast kunna
vel vlð sig í samvistum við
fólkið, því í sjálfri höfuðborg-
inni er óteljanlegur grúi af
hreiðrum sem þrestirnir hafa
gert sér, á hinum ólíklegustu
stöðum.
0 Á myndinni sést hreiður
sem gert var í kálgarði og
verpti þrösturinn þrátt fyr-
ir miklar mannaferðir. Á fyrri
myndinni sjást ungamir kúra
i hreiörinu, en þeir vildu ekki
„sitja fyrir“ með því að opna
gogginn, þó að ljósmyndarinn
reyndi að tísta við þá á fugla-
máli.
• Á seinni myndinni er
þrastamamma, þar sem hún
kíkir kvíðin af næsta staur, á
meðan veriö er að virða fyrir
sér ungana hennar.
0GREIDDIR
REIKNINGAR
LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA...
Það sparar yður tima og óbægindi
INNHEIMTUSKRIFSTOFAN
Tjarnargötu 10 — III hæð—Vonarstrætismegm — Simi 13175 (3linur)