Vísir - 22.06.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 22.06.1968, Blaðsíða 4
„Dýrlingurinn44 skiptir um hlutverk >f Indónesíuforseti Suharto varð fyrir skömmu 47 ára gamall. Það vakti dálitla athygli að forset- inn sleppti öllum veizluhöldum, en bað er ekki siður aö haida upp á afmæli á eynni Jövu, þar sem forsetinn fæddist og ólst upp í litlu þorpi * Leikarinn Bob Hope gekk fyrir skömmu undir geislaaðgerð á vinstra auga. Æðarnar í auganu höfðu slitnað, en ekki tekizt að fá þær til að gróa á nýjan leik. Læknar segja að nú hafi aðgerð in heppnazt og verði Bob að hvíla sig í rúma viku áður en hann tekur til starfa við nýja kvik- mynd sem nefnist á ensku „How to commit marriage‘'. Auk Bobs mun gamanleikarinn Jackie Glea- son fara með stórt hlufverk í myndinni. Á sama spítala og Bob Hope liggur, St. Vincent's Hospital er einnig rúmliggjandi hinn 73 ára gamli leikari William Boyd, sem frægur verð fyrir hlutverk „Hopa long Cassidy" á hvfta tjaldinu. Hann er að ná sér að fullu, en þjáðist mjög af kirtlasjúkdómi. Roger Moore, öðru nafni Simon Templar eða „Dýrlingurinn" sem leikið hefur hlutverk sitt fyrir sjónvarpsaðdáendur í 80 löndum Hér er Bob Hope í einu af fjöl- mörgum hlutverkum sínum á hvíta tjaldinu. hefur ákveðið að leggja geisla- bauginn á hilluna. Hann ætlar að stofnsetja sitt eig ið kvikmyndafélag og hefur tekið við starfi hjá brezka vefnaðar- fyrirtækinu Pearson and Foster og verður tízkuráðgjafi fyrirtækis ins. Yfir máltíð í Elstree Studio, þar sem hann nú vinnur að gerð síð- asta þáttar um hinn siðprúða Sim on Templar kom greinilega fram áhugi hans á hinu nýja starfi. En þetta veröur ekki í fyrsta skipti sem hann hefur afskipti af tfzk- unni. Áður var hann fyrirsæta ýmissa fyrirtækja sem framleiða karlmannaföt. Þess má einnig geta að hann hefur fengið þá viður kenningu að vera talinn „bezt klæddi karlmaðurinn" meðal leik ara, en hann á „aðeins" um 60 föt og yfir 100 pör af skóm. Það verða eflaust margir von- sviknir yfir þessum málalokum, en menn geta þó sætt sig við það að fjölmargar „Saint“ myndir eru ósýndar og eiga að duga talsvert fram í tímann. Fyrir nokkru varð mikið flug- slys í Svíþjóð. Slysiö vakti mik- inn óhug hjá mörgum, en um leiö og vélin féll til jarðar, líktist það jarðskjálfta og fólk gerði sér ekki grein fyrir hvað var aö gerast. 31 maöur fórst en 16 komust lífs af. Þeir sem liföu sátu allir aftur í vélinni, en eins og sjá má var afturhlutinn ekki svo mjög mikið skemmdur. Margur er knár, þótt hann sé smár, segir máltækið. Það sannar þessi mynd af Stefano Zolla 5 ára gömlum Rómarbúa. Hann íklæddist þessum skrúða á hátíðahöldum sem fram fóru í Róm fyrir skömmu. Athyglisverð skoðanakönnun. Athyglisverð varð niðurstaða skoðanakönnunar um réttmæti þegnskylduvinnu, sem fram- kvæmd var af Vísi og birt var síðastliðinn þriðjudag, en meiri hluti þeirra sem spurðir voru, hvort þeir væru fylgjandi þegn- skylduvinnu, svöruðu játandi, af þeim sem höfðu myndað sér skoðun. Á undanfömum árum hafa öðru hvoru komið fram þær skoðanir, að við ættum að koma upp þegnskylduvlnnu i ein- hverri mynd, en ætíð hafa þess ar hugmyndlr kafnað og ekki náð fram að ganga, enda ekki talinn meirihlutagrundvöllur fyrir slfkri þegnskyiduvinnu. Þess vegna er þessi niðurstaða þvf athyglisveröari. Vafalaust má nefna rök með og á móti, en þau rök sem ýmslr hafa talið þegnskylduvinnunni til gildis, svo sem að lækna mætti al- mennt aukið agaieysi, eru vissu- lega athyglisverð. Sú skoöun breiðist út, að ungt fólk sé al- mennt of agalaust og fái ekki nægilegt aðhald hvorki í heima húsum né skólum. Hvort hér verður um bætt með þegnskyldu vinnu, skal ósagt látið en aga- leysið er staðreynd, hvaða leið sem talin er vera helzt til úr- bóta. Eitt atriði var ekki minnzt á í sambandi við þessa skoöana- könnun, sem ég tel aö ætti að koma fram, þegnskyldu til gild- is, en það er, aö i sambandi viö þegnskylduvinnu ætti að vera hægt að kveðja til ýmsa þá, sem verða sjálfum sér og öðrum til óþurftar og byrði, til dæmis í sambandi við drykkjuskap. Sá hópur manna, sem af einhverj- um orsökum flosnar upp, ef svo mætti segja, úr vinnu og frá fé- lagslífi og slæpist um stræti jafnvel sníkjandi, stækkar óðum í fjöibýlinu. Margir þessara manna hafa jafnvel hópa af börnum á framfæri ,en vegna drykkju og aumingjaskapar, sem stundum getur verið af sálræn- um truflunum, þá leggjast þess ir menn í strætið, eins og það er kallað. Bæir og sveitarfélög verða svo að sjá um framfærslu á fjölskyldum þeirra. Þetta er að verða of almennt vandamál. Ennfremur væri þaö vafalaust einnig athugandi, hvort ekki mætti beita ýmsa þá, sem til dæmis skulda stórar fúlgur í barnsmeðlög til bæja og sveita, og ár eftir ár gera ekki hreint fyrir sínum dyrum, þeim skyldum að þeir vinni að þegn skylduvinnu umfram aðra þegna. Mætti á þann hátt vafa- lauts ná inn ýmsum af útistand- andi skuldum bæjarfélaga vegna barnsmeðlaga. Það er staöreynd að leti og óregla hefur gert margan skuldugan að þessu íeyti, og það er ekkert réttlæti i því, að aðrir borgarar greiði þann kostnað, sem verður af framfærslu og uppeldi lausa- leiksbarna og fjölskyldna, þar sem fjölskyldufaðirinn hefur bókstaflega lagzt út og i óreglu. Þó það sé skerðing að vissu leytl á athafnafrelsi að stofna til þegnskylduvinnu, þá eru það líka kvaðir, þegar „saklausir" borgarar eru látnir borga fram færslu sem skapast vegna trassa skapar eða óreglu annarra. Þó að þetta sé allt nefnt í sömu andrá, þá mætti ekki láta unglinga vinna með fullorðn- um sem eru að vinna upp í framfærsluskuldir, en fram- kvæmdin gæti orðið auðveidari, ef hún væri undir sömu yfir- stjórn og félli inn í sama skipu- lag. í sambandi viö umræöur um að ekki eigi að leggja kvaðir á þegnana, þá ber að hafa í huga að við gerum miklar kröf í ur á hendur þjóðfélaginu, og hver sem ekki vinnur eða bregzt á einhvern hátt, hann verður öll um hinum fljótlega til byrði. I þessu sambandi má minna á hin ágætu og athyglisverðu ummæli borgarlæknis ,sem áður hefur verið minnzt á hér í dálkinum, að vegna heilbrigðis og uppeld- is hvers einstaklings, þá verð- ur þjóðfélagið að kosta til um þremur milljónum króna á hvem einstakiing. Þjóðfélagið á því kröfur til, að þegnarnir skili hver sinu hlutverki. Hvert það hlutverk eða verk efni, sem þegnskylduvinna myndi taka fyrir, mundi þvf koma til góöa okkar sameigin- legu þörfum. Þegnskylduvinnan mundi því ekki einungis koma til góða í uppeldislegu tilliti gagnvart ungu fólki, heldur einn ig stuðla að þvi að engir heltist úr lestinni, og sitji hjá í anna- sömu þjóðfélagi, að því er verð- ar þá eldri sem skikkaðir yrðu til þegnskylduvinnu. Að vissu leyti yrði því þegn- skylduvinna eins konar hagræð- ? ing. } Þrándur i Götu. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.