Vísir - 22.06.1968, Blaðsíða 7
VlSIR . Laugardagur 22. júní 1968.
/
HUSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS
LAUGAVEGI77, SIMI22453
•jssb
Mc Carthy þakkar stuðnings-
mönnum sínum i New York
Ef til vill kemur hann til Evrópu i ágúst nk.
Stuðnmgsmenn.
útlönd
morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
Dean Rusk ræddi Víetnamstríðið
á blaðamannafundi
Hanoi-stjórnin hefur ekki viljað koma til móts við Bandarikin
Ve
sit
um
■ Bandaríski utanríkisráð-
herrann, Dean Rusk,
sagði á fundi með fréttamönn
um í Washington, að ef Norð
ur-Vietnamar og Víetcong
menn hættu sprengjuárásum
á Saigon, mundu Bandaríkja-
menn opinberlega líta svo á,
að þeir hefðu dregið úr hern-
aðaraðgerðum sínum.
■ Rusk sagði einnig, að í samn
ingaumræöunum i París mætti
sjá nokkur merki þess, að eitt-
hvað miðaði í samkomulagsátt,
þótt málin sem styrjöldin grund
vallast á hefðu ekki ennþá kom
iö til umræðu.
Helztu ljónin í veginum til
samkomulags eru, hversu ein-
dregið Hanoi-stjórnin neitar því,
að nokkrir noröur-víetnamskir
hermenn séu á landsvæði sunn-
an 17. breiddargráöu, sem sker
úr um landamærin milli Suður-
og Norður-Víetnam.
Um leiö og Hanoi-stjórnin við
urkennir þetta, munu samninga
viðræðurnar komast inn á raun
hæfara svið.
Dean Rusk utanríkisráðherra
minnti á, að Johnson forseti
hefði í ræðu sinni 31. marz boð
að að sprengjuárásum skyldi að
miklu leyti hætt á Norður-Víet-
nam í þeirri von, aö Hanoi-stjóm
in mundi gera álíka tilslökun.
Því miöur hefur engin slík til-
slökun komið fram, en þéttbýl
svæöi og íbúöahverfi í Suður-
Víetnam liggja undir sprengju-
regni.
Utanríkisráðherrann vildi ekki
svara spurningu um hvort hlé
Bandaríkjamanna á sprengjuá-
rásum á Norður-Vietnam sé aö-
eins tímabundið.
rkföll stöðva
ilingar skipa
St. Lawrence-
skurð
Um 160 flutningaskip frá ýmsum
þjóöum stöðvuðust í gærdag í St.
Lawrence-skipaskurðinum í Kanada
vegna þess aö 1200 manns, sem
vinna við þessa mikilvægu sigl-
ingaæð, eru nú í verkfalli til að
undirstrika kröfur sínar um hærri
laun.
Siglingar um skurðinn stöðvuð-
ust að mestu þegar á fimmtudags-
kvöld, meðan sáttasemjarar gerðu
síðustu tilraunir til að sætta deilu-
aðila. Þetta er í fyrsta skipti, sem
verkföll stöðva skipaferðir um þann
hluta St. Lawrence-skurðar, sem
tengir Ontario-vatn við Atlantshaf.
KJORDÆMAFUNDIR
dr. Kristjáns Eidjárns
Til viðbótar þeim fundum, sem þegar hafa verið auglýstir, hafa verið
ákveðnir eftirtaldir almennir fundir dr. Kristjáns Eldjárns í kjördæmum
utan Reykjavíkur:
1. Suðurlandskjördæmi, Vestmannaeyjar
Sunnudaginn 23. júní, kl. 15.30, í Samkomuhúsinu.
2. Reykjaneskjördæmi
Stapi, þriðjudaginn 25. júní, kl. 21.00.
3. Suðurlandskjördæmi
Selfoss, miðvikudaginn 26. júní, kl. 21.00 i Selfossbíó.
Eugene McCarthy forsetafram-
bjóðandi er nú í New York, en
þangað hélt hann til að þakka
stuðningsmönnum sínum, sem
studdu hann til sigurs í forkosn-
ingum í ríkinu.
McCarthy vann sigur með því að
fá meira en helming 123 kjör-
manna, sem síðan velja forsetaefn-
ið á flokksþingi demókrata.
McCarthy veltir því nú fyrir sér
að fara í Evrópuför, skömmu áð-
ur en flokksþingið - Chicago verður
haidið, en þá er fyrsta áfanga í
kosningabaráttunni lokið.
Ef úr förinni veröur, sem enn er
óákveöið, er McCarthy væntanleg-
ur til Evrópu í ágústmánuði næst
komandi.
McCarthy segist nú vera mjög
bjartsýnn um sigurvonir sínar,
enda jukust þær mjög við forkosn
ingarnir í New York.
Öryggisverðir fylgjast nú með hverju fótmáli forsetaframbjóðendanna, og þessi mynd er tekin
þegar McCarthy flutti lokaræðu sína fyrir forkosningarnar í New York.
□□□□□□□□□□
Æskulýðshreyfing sovézkra ung
kommúnista deilir harkalega á út-
gefendur tékkneska tímaritsins
„Student", og segir þá vera and-
sósíalistiska æsingamenn, sem út-
breiði óhróður um Sovétríkin.
Sovézku ungkommúnistarnir
segja, aö Tékkar rífi niöur Marx-
ismann, kommúnistaflokkinn og al-
ræði öreiganna.
ðTIHURDIR
SVALAHURÐIR
BÍLSKÚRSHURÐIR
HURDAIDJAN SF.
AUÐBREKKU 32 KÓPAV.
SfMI 41425
HÚSNÆÐISMALASTOFNUN
RÍKISINS
Reykjavík, 20. júní 1968.
í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um
kjaramál í marz-mánuöi s. 1. hefur húsnæðismála-
stjórn ákveðið, að lánsloforð þau, er áður haföi
verið tilkynnt meö bréfi, aö kæmu til útborgunar
frá og með 15. september n. k. skuli í þess stað
koma til útborgunar frá og meö 15. júlí n. k. Þeim
lántakendum, sem eru nú þegar með fokheldar íbúð-
ir skal bent á, aö veödeild Landsbanka íslands hefur
móttöku lánsskjala hinn 1. júli n. k.