Vísir - 22.06.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 22.06.1968, Blaðsíða 16
Faflaðir fá undaaþágu við bifreiðastöður • Lögreglustjórinn ■' Reykjavík hefur veitt samþykki sitt, til þess að úthlutað verði merkjum, sem veita mikið fötiuðum öku- mönnum undanþágu frá gildandi ákvæðum um bifreiðastööur. Merki þessi má festa innan á rúður bif- reiða. Þau veröa um 12X18 cm. að stærð, meö bókstafnum ”P”, hvítum á bláum grunni, ásamt 10. síða Umferðaróhöppin færrí en eðlifegt ■ Umferðarslys þriðju viku H-umferðar voru hvorki fleiri né færri en búast mátti við, — tala óhappanna í umferðinni á landinu frá 9. júní til 15. júní varð alls 81, þar af 47 í Reykjavík, 21 annars staðar í þéttbýli og 13 á vegum úti. hvorki fleirí né Samkvæmt reynslunni frá 1966 og 1967 voru líkurnar á slysa- tölu í þéttbýli milli 58 og 92 en í dreifbýli milli 10 og 32. Eru tölurnar því innan þessara marka. Mjög áberandi er það þessa dagana hve kæruleysið er aö síga á ökumenn. Flestir þeirra virö- ast ekki aðeins eiga allan veg- inn, — heldur allan heiminn. Fréttamaður Vísis á vakt um hálf-eittleytið aðfaranótt föstu- dagsins, sá út um glugga sinn hvar mótorhjólakappi var stöðv aður. Kappinn var hinn bljúg- asti, þegar lögreglumennirnir á græna fólksbílnum stöðvuðu hann. Umhverfis hjálminn lék næstum þvi geislabaugur. Þeg- ar fréttamaðurinn var aö yfir- gefa ritstjómina, var lögrtglu- bíllinn kominn af stað vestur Laugaveg í átt að Tungu, — hjólreiðamaðurinn valdi leiðina upp Bolholt. Þegar hann var kominn í hvarf frá lögreglu- mönnunum gaf hann heldur bet- ur inn benzíniö og hjólbarðarn- ir negldu sig í malbikið, — hraö inn vart minni en 80 km. á hættulegu beygjunni á þessari götu. Sem betur fer kom enginn hinna óvönu ökumanna á móti honum. En það hefði getað kom ið fyrir og þá hefði hjólakapp- inn ekki verið til vitnis um eitt né neitt. Skoruþörungarnir ekki hættulegir ■ Rannsóknastofnun sjávarút- vegsins Iét í fyrradag taka þrjár prufur úr sjónum við Kefla vík, en sjór var þar óvenju Jökkur, rauðbrúnn á stóru svæði. Sagði Þórunn Þórðardótt ir sem sér um þörungarannsókn imar, að hún hefði aldrei séð eins mikið magn af skoruþör- ungum f nokkurri prufu, sem hún hefði tekið hér við land. Virðast þarna hafa myndazt 6- venju hagstæð skilyrði fyrir þenn- an gróður. — Sagði Þórunn að sú tegund sem mest bæri á í prufun- um væri ekki álitin hættuleg, en sumar tegundir sköruþörunga eru éitraðar og geta til dæmis verið lífshættulegar ef þær komast í fæðu. — Mun því engin hætta stafa af þessari óvenjulegu þör- ungagengd við Keflavík. — Sagði Þórunn að rannsóknum yröi haldiö áfram á þessu og fleiri prufur vænt anlega teknar. Fáft fréttist af svifflugmönnum Lítið hefur rrétzt frá heimsmeist aramótinu í svifflugi sem átti að hefjast í Lezno í Póllandi þann 8. þ.m. Nokkrir íslenzkir þátttakend- ur fóru til keppni en keppendur eru alls 92 frá 34 löndum. Síðustu fréttir frá kcpnninni komu 11. júní, en þá var kcppnin ekki hafin vegna mjÖR siæmrar veöráttu. Er það í fyrsta skipti að fresta þarf slíkri keppni á bessum forsendum. Keppn inni átti að ljúka 23. júní. íslenzku þátttakendurnir höfðu æft 10. siða. í „góð spil“ sem þeir voru að rifja upp. Islenzku bridgemennirnir komnir heim ísland orðið þekkt nafn í bridgeheiminum' Omar Shariff ætlar oð hætta kvikmynda- leik og snúa sér að bridge ■ Það orð fór af íslenzku bridge sveitinni á olympíumótinu í Deauville, aö hún væri erfið- ur andstæöingur, sem engin þjóð gat veriö örugg fyrir, og í I þeim vangaveltum, sem menn ! gerðu sér um úrslit mótsins, áð- ! ur en þau urðu endanleg, var I íslenzka sveitin tekin með í Slökkt í sorpinu við Umferðarmiðstöðina. „Úr 'óskunni i eldinn" KVIKNAÐI í ÖSKUBÍL ■ 1 gærdag varð nokkuð sér stæður bruni hér í borg- inni. Öskubifreið var ekið eft- ir Laufásveginum, en það þyk ir ef til vill ekkert einstæð- ur atburður. En þá gerðust allt í einu ósköpin. Ökumað- ur bifreiðarinnar sá sér til mikillar skelfingar að eld- tungur stóðu aftur úr bifreið- inni. Nú varð að bregða skjótt við og ók hann þá sem leið lá niður að Umferðarmiðstöð, Þar sturtaði hann sorpinu úr bílnum og kallaði slökkvilið- ið á vettvang, þar sem eld- urinn var talsvert magnaður. EldUrinn var fljótt slökktur og öskubifreiðin gat haldið leiðar sinnar. Ástæðan fyrir brunanum var talin sú að ein hver húsmóðirin á Laufásveg- inum hafði losað rusl í ösku- tunnu sína, en ekki athugað frekar hvort eldur væri í því t.d. úr sígarettu. Síðan var ruslið sett í bílinn. Upphófst þá mikill eldur með þeim af- leiðingum sem fyrr greinir. reikninginn fram á næst síðasta dag. „Já, víkinga-nafnið hékk við okkur, síðan í Evrópumótinu, og engin þjóð gat verið örugg fyrir- fram um útkomuna á móti okkur,“ sagði Stefán Guðjohnsen, einn is- lenzku þátttakendanna, sem í bréf- um sínum í Vísi hefur iýst að nokkru gangi mótsins fyrir lesend- um. Hann og tveir aðrir þátttak- : endur, Hjalti Elíasson og Eggert i Benónýsson, komu heim af mótinu j í fyrrakvöld og náði blaðamaður i Vísis tali af Stefáni og Hjalta. Báðir sögðust vera ánægðir með i förina, en aðspurður sagðist Stefán 1 telja, að þeir hefðu getað gert ör- lítið betur. „Ef spilamennska okkar var eðlileg, þá unnum við skilyrðis- laust, kannski meö allt að þvi 18 — 2, en svo koma náttúrlega alltaf slysaspil og tnörgum þeim leikjum, sem við töpuöum — töpuðum við bara á einu spili!" Af mótinu sagði Stefán, að þaö hefði farið vel fram, en sá háttur heföi verið á hafður, aö spila- mennirnir hefðu sjálfir þurft að skrifa niður sagnir og hvernig spil- in hefðu spilazt. Störþjóðirnar höfðu þó með sér aðstoðarmenn sérstaklega til þess. „Þetta taföi dálítið, en við feng- um hálftíma lengur til þess að spila leikinn. Þetta sparaði starfslið, en þessi stóru mót eru orðin svo kostnaðarsöm, aö það þarf að horfa í allt." Þeir létu báöir vel af einstökum spilamönnum, sem þeir kynntust á mótinu. Bjuggu þeir á sama hóteli og Kanadamennirnir, Murray og Kehela, sem spilað hafa fyrir Norður-Ameríku I heimsmeistara- móti, og tókust með þeim nokkur kynni. „Það er nauðsynlegt, að vera með í svona mótum, þótt ekki sé til annars en að komast I kynni við erlenda bridgemenn og ná sambandi við bridgesambönd hinna þjóðanna,“ sagði HJalti. „Nauðsyn- legust er þó þátttaka í iþróttamót- um í þeim íþróttagreinum, sem við getum borið höfuðið hátt í. Þótt við séum smáþjóð og megum okkur litils gegn stórþjóðum í flestu, þá er ísland oröið þekkt nafn í bridgeheiminum. Þarna á þessu móti fengum við bara töluverða landkynningu, því okkar var getið í mótsblaöinu, sem gefiö var út á staðnum, og menn komu til okk- ar og vildu fræðast um hnattlegu okkar, land og þjóð.“ Það skeði á ólympíumótinu, eins og á Evrópumótinu í Dublin í fyrra, að Egyptarnir mættu ekki til leiks við ísrael — enginn, nema Omar Sharif, kvikmyndaleikarinn þekkti. > 10 síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.