Vísir - 22.06.1968, Blaðsíða 8
V í SI R . Laugardagur 22. júní 1968.
3
caa
VISIR
Útgefandi : Reykjaprent ht.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri : Axei Thorsteinsson
Fréttastjóri : Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar : Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660
Rrwcíérn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 7.00 eintakiö
Prentsmiðja Vfsis - Edda hf
Meinloust gaman
§vo sem frá hefur verið skýrt hér í blaðinu, hefur
Æskulýðsfylkingin, samtök ungkommúnista, gert
ráðstafanir til að fá hingað í heimsókn all stóran hóp
útlendinga. Eiga þeir að hjálpa sálufélögum sínum hér
til þess að halda ráðstefnu, þar sem fjallað verður um
Atlantshafsbandalagið og afstöðu einstakra ríkja til
þess. Ennfremur eiga hinir erlendu gestir að fara með
kommúnistum í Keflavíkurgöngu á morgun, og mun
sennilega ekki af veita, því ótrúlegt er að þátttaka í
þeim leik verði mikil.
Það vakti nokkra furðu á fundi með fréttamönnum
nú í vikunni, að forustumenn Æskulýðsfylkingarinn-
ar vissu sáralítil deili á þessum „gestum“ sínum, ekki
einu sinni nöfn þeirra að einum undanteknum. Þeim
virðist því með öllu ókunnugt um, hvaða „vara“ það
er, sem þeir eru að flytja til landsins.
Þessi svokallaða ráðstefna er haldin í tilefni af ráð-
herrafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hér á
mánudaginn. Sagt er að kommúnistar ætli að safnast
saman í Vatnsmýrinni, gegnt Háskólanum, og ráð-
gert er að mótmælaaðgerðir fari fram við Háskóla-
bíó, en þar verður ráðherrafundurinn settur. Ekki er
enn vitað í hverju þessar mótmælaaðgerðir verða
fólgnar, að öðru leyti en því, að einn hinna útlendu
„gesta“, sá eini, sem ungkommar vita nafn á, kvað
eiga að flytja „framsöguerindi“. Öljóst er upp á hverju
verður tekið þar á eftir, „til þess að koma skoðunum
sínum á framfæri“, eins og það var orðað í fréttinni.
Vitaskuld má þetta unga fólk reyna „að koma skoð-
unum sínum á framfæri", ef það heldur sig innan
þeirra velsæmistakmarka, sem til er ætlazt í siðuðu
þjóðfélagi. Það má líka að sjálfsögðu fara í svokail-
aða mótmælagöngu og kenna hana við Keflavíkur-
,göngu“, sem fer þannig fram, að allur þorrinn labbar
öðru hverju aðeins lítinn spöl og lætur svo selflytja
sig í bílum á milli. Þetta er meinlaus skrípaleikur, sem
þeir mega skemmta sér við, sem eru þannig á sig
komnir, að þeir hafa gaman af honum.
Ekki er heldur hægt að meina þessu fólki að lifa í
þeirri trú, að svona uppátæki geti haft áhrif á afstöðu
hugsandi fólks í landinu gagnvart Atlantshafsbanda-
laginu. Frá því að bandalagið var stofnað hafa þó um
80% íslenzku þjóðarinnar lýst sig samþykk aðild okk-
ar að því í hverjum alþingiskosningum. Svo stór meiri
hluti íslendinga hefur gert sér grein fyrir því, hve
miklu góðu þessi varnarsamtök vestrænna lýðræðis-
þjóða hafa komið til leiðar. Það er því varla hægt að
ímynda sér að Keflavíkurganga og mótmælaaðgerðir
nokkurra ungkommúnista suður í Vatnsmýri fái
nokkru breytt um afstöðu alls þorra íslendinga í þessu
máli.
I
»
«
Fréttir frá Mariulandi
Nýja stjórnarskráin felld
jVokkur undanfarin ár hafa
embættismenn hér í Maríu-
landi setið með sveittan skall-
ann við að semja nýja stjómar-
skrá fyrir Maríuland. Skyldi í
nýju stjórnarskránni forðast af-
glöp og gloppur gömlu stjórn-
arskrárinnar og setja fjöldann
allan af alls konar fyrirhyggju-
sömum boðum og bönnum.
Meðal annars skyldi ganga milli
bols og höfuðs á veöpröngur-
um, mönnum, sem eru eins
konar gangandi einka veðbankar
og menn geta hitt á götuhom-
um á fömum vegi, eins og Pétur
okkar Hoffmann, og lagt á hest
án þess að ómaka sig út á kapp-
reiðavöll. Þá skyldi í nýju stjóm
arskránni banna öll peninga og
veöspil, sem eru í annarri hverri
krá. Eitthvað var talað um að
takmarka eöa banna sölu á
áfengi og öli f umbúöum frá
börum eftir vissan tíma á kvöld-
in. Þá var og eitthvað minnzt
á nauðsyn á skattahækkun og
margvísleg fleiri bönn skyldu lög
tekin. Nýi landstjórinn, Agnew
greindur, trúrækinn og þurr
Grikki, var aðal hvatamaður
nýju stjórnarskrárinnar. Eftir
mikinn áróður með nýju lögun-
um og nauösyn þeirra fyrir heill
og velferð ríkisins, var gengið
til kosninga, aö afloknum heit-
um umræðum í sjónvarpi milli
manna landstjórans og gamalla,
vinsælla embættismanna, sem
mæltu mót öllum breytingum,
en í nýju stjórnarskránni skyldi
landstjórinn fá einræðisvald til
að víkja frá óþarfa embættis-
mönnum, að hans dómi.
Nýja stjórnarskráin var felld.
og falls hennar minnzt meö
nokkrum alvöruþrungnum orö-
um í leiöurum dagblaðanna og
áhyggjufullum höfuðhristingum
meðmælenda hennar í sjónvarp-
inu.
Helzti andmælandi nýju
stjórnarskrárinnar var skatt-
stjóri Maríulands, Pressmann að
nafni, afar vinsæll embættis-
maður og aðalviöfangsefni
fréttamanna sjónvarps og blaöa.
En Pressmann bauö sig fram tii
landstjóra á móti Agnew 1966.
Var Pressmann lægstur af þrem-
ur frambjóðendum til landstjóra
embættisins en var samt aöal-
stjarnan í sjónvarpi og blöðum
eftir kosningarnar og viður-
kenndi aldrei ósigurinn, talaði
bara um sigur. Helzti andstæð-
ingur Agnews í landstjórakosn-
ingunum 1966, var borgarstjór-
inn í Baltimore, afar vinsæll
embættismaður hjá öllum al-
menningi. Agnew landstjóri
vann sig i álit sem sérstaklega
samvizkusamur og duglegur lög
fræðingur á vegum borgarinnar.
Átti Agnew stuðning auðmanna
ríkisins f landstjóra-kosningun-
um, enda sigraði hann auðveld-
lega. Agnew landstjóri virðist
ekki njóta mikillar hylli meðal
íbúa Baltimore, enda látlaus og
húmorslaus aö því er virðist, en
léttlyndir, leikkenndir persónu-
leikar falla venjulega velflest-
um betur í geö. Agnew virðist
raunsær og ómyrkur í skoðunum
eins og Grikkir hafa orð fyrir
að vera. Stórmóðgaöi hann leið-
toga negranna hér í Baltimore
á fundi, sem hann boðaði til,
eftir óeirðirnar í vor. Ásakaði
hann leiðtogana fyrir að hafa
ekkert gert til að beita áhrif-
um sínum til góðs við óeirðar-
seggina, og meinti, að meö af-
skiptaleysi sínu hafi negraleið-
togarnir verið samþykkir óeirð-
unum og bæru þannig ábyrgð á
þeim.
Allir negraleiðtogarnir gengu
af fundinum í mótmælaskyni.
Var Agnew borin á brýn ónær-
gætni og fljótfærni í blöðum og
stjónvarpi. Reyndi landstjórinn
að bæta fyrir hörku sína í sjón-
varpsræðu, þar sem hann var
blfðari á manninn.
Agnew gekk með hörku fram
í negrastúdentaóeirðunum, sem
urðu við háskóla einn hér í rík-
inu. Vörnuöu stúdentar kennur-
um aðgang að skólanum til að
mótmæla illum kosti og slæm-
um aðbúnaði á öllum sviðum.
En skólahúsið kváðu stúdentar
vera stórhættulegt vegna hrör-
leika og kvörtuðu um enga eða
lélega læknis og heilbrigöisþjón-
ustu. Landstjórinn kvað aðgerð-
ir stúdentanna lögbrot og.hótaði
þeim lögsókn og neitaði að taka
til greina kröfur þeirra, er þeir
bæru fram á þennan hátt. Báðir
aðilar hafa mikið til síns máls,
stúdentarnir búa við óviðunandi
aðstæður og landstjórinn, sem
á við ramman reip að draga þar
sem eru fjárveitingamál, kyn-
þáttamál og ævagamalt ólestri
í skólamálum, sem að blökku-
mönnum snúa og ekki verður
kippt í lag í fljótu bragði.
Agnew landstjóri neitaði í
fyrstu að veita Nixon stuöning
sinn f sambandi við forsetakosn-
ingarnar og kvaðst álfta Rocke-
feller hæfastan frambjóðanda
Republikana. Nú nýlega kvaðst
landstjórinn hafa endurskoöaö
afstöðu sína meö tilliti til for-
setaframbjóðendanna vegna ým-
issa breytinga, sem hafi orðið
síðan hann tók afstöðu sfna meö
Rockefeller. Hafa blöð hér haft
á orði aö Nixon hafi augastað
á Agnew sem varaforsetaefni
sínu í forsetakosningunum, og
þykir það með ólíkindum
og nokkuð stórt á framfarabraut
inni úr rykugri embættismanns-
skrifstofu óþekkts lögfræöings
í landstjóraembættið og þaðan
svo til strax í næst efsta em-
bætti þjóðarinnar. En hvaö um
það, Agnew landstjóri viröist
hafa greind og rökhyggju
Grikkjans og er auk þess afar
laglegur maður, mjög vinsæll af
þeim sökum meðal kvenþjóöar-
innar, og mætti það vega á móti
húmorsleysi Grikkjans. En ólík-
legt er, að Nixon velji Agnew,
ef hann hefur kost á stjömum
eins og Reagan og Rockefeller
í forsetaframboðið með sér. En
allt getur skeð í refskák stjóm-
málanna, og erfitt að átta sig
á hvað undir býr. Kannski lum-
ar Agnew landstjóri á kostum
góöhestsins, sem aðeins Nixon
fær komið auga á og kann að
meta með væntanlegar forseta-
kosningar í huga.
Nýlokiö er hinni mánaðarlegu
herferð lögreglunnar í Balti-
more gegn ökuníðingum. En
sérhver umferðarlögregluþjónn
verður að skila minnst tíu sekt-
armiöum á mánuði, í byrjun
hvers mánaðar, og er þvi betra
að aka á löglegum hraða kring-
um mánaðamót, er lögreglan
er á veiðum.
Hér i Maríulandi anda menn
léttar eftir að hafa fellt nýju
stjórnarskrána, sem heföi sett
allt líf manna úr skorðum. Og
lífið gengur sinn vanagang.
S. I. Ó.
-Ustir-Bækur-Menningarmál-
Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni:
Eftirprentanir
frá Hollandi
Menntamálaráðuneytið hefur
fengið hingað eftirprentanir
listaverka úr svartlistardeild
Ríkislistasafnsins í Amsterdam.
Sýning á þeim var opnuð í ný-
byggingu Menntaskólans fyrir
réttri viku. Ekki þarf að segia
reykvískum tistunnendum, að á
sýningunni geta þeir kynnzt
mörgum ígætlega gerðum mynd
um, reyndar ekki svo fáum með
handbragöi snillingsins. Sumar
voru dregnar upp með penna ein
an að vopni og hráefnið: grátt
og brúnt blek. Aðrar teiknaðar
með svartkrít og skyggðar eða
lífgaðar upp með vatnsfarva, enn
aðrar má með sanni telja hrein-
ræktuð vatnslitamálverk. Svona
fábreytileg og einföld var að-
ferð málaranna og teiknaranna i
Hollandi fyrr á tíð. Því undrast
áhorfandinn, að þeim skyldi
auðnast hvað eftir annað aö
kveikja máttugt Iíf á þröngum
fleti. Ég nefni Fótaþvott Rem-
brandts sem lítið dæmi um
myndirnar. Þessi undurfagra
pensilteikning hlýtur alla tíð að
skipa veglegan sess í huga
hvers manns, sem dvalið hefur
í nálægð hennar stutta stund. En
Holland er reyndar enginn venju
legur skiki á jarðkúlunni, ekk-
ert venjulegt land þegar við hugs
um til listsögunnar. Ætti ég að
nefna mestu afreksþjóð f mynd-
listum á síðari tímum, myndi
ég hlaupa yfir bæði Þjóðverja
og Frakka, jafnvel ftali... og
benda á Hollendinga, hina hol-
lenzku þjóð.
Hvergi í Evrópu að minnsta
kosti er málaralistin og drátt-
listin jafn nátengd þjóðlífinu.
svipmóti landsins. Ég hygg, aö
það hafi verið Katherine Dreier,
sem sagöi fyrir meira en fjöru-
tíu árum, að Holland hefði aliö
þrjá mikla meistara málaralist-
arinnar: Rembrandt, Van Gogh
og Mondrian. Ég vildi gjaman
bæta tveim eða þrem við á
augabragöi. Eða hvað segja
menn um alla ,,litlu“ meistar-
ana? Þvi miður er umbúnaöur
sýningarinnar á eftirprentunum
þessara fögru mynda ekki eins
góður og hann ætti að vera.
Veggirnir í salnum eru of kaldir
Litlu, hlýju verkin njóta sín
ekki fullkomlega á þeim. Hefði
ekki verið ráð til að mynda að
strengja hundrað sentimetra
breitt klæði, grátt eða brúnt, á
veggfletina — undir myndirnar?