Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 8
ioo V í S IR . Mánudagur 1. júlí 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólísson Ritstióri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel rhorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson RitstjórnarfulJtrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Sfmar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn : Laugavegi 178 Sfmi 11660 (5 línur) ÁsJcriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmíðja Vfsis — Edda hf. Ktisfján Eldjárn forseti J)r. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður var kjörinn forseti íslands í kosningunum í gær. Að vísu er ekki búið að telja öll atkvæði, þegar þetta er ritað, en Kristján hefur svo mikið atkvæðamagn fram yfir, að kosning hans er alveg örugg. Engin spenna var í talningu atkvæða í nótt. Fyrstu tölurnar úr Reykja- vík sýndu strax, að Kristján mundi vinna kosning- una. Úrslit kosninganna koma sérfræðingum og kosn- ingaspámönnum á óvart. Flestir höfðu fyrirfram bú- izt við jafnari tölum, — og gildir það einnig um stuðningsmenn Kristjáns. Vafasamt væri að ætla sér að útskýra þessa niðurstöðu. Til þess vantar flest það, sem erlendis er notað til að kanna hugsanir fólks- ins, skoðanakannanir og þess háttar tæki. Ljóst ætti samt að vera, að afstaða fólks til stjórn- mála og stjórnmálamanna þessa stundina er eitt at- riðanna, sem mestu máli skiptir. Síðustu dagana fyrir kjördag fjölluðu höfuðröksemdir stuðrings- manna beggja aðila um þetta atriöi. Stuðningsmenn dr. Gunnars Thoroddsens sögðu hann æskilegri, vegna þess að hann væri reyndur stjórnmálahiað- ur, en stuðningsmenn dr. Kristjáns sögðu hann æskilegri, vegna þess að hann hefði lítil afskiníi haft af stjórnmálum. Árið 1952, þegar Ásgeir Ás- geirsson var kjörinn forseti, hafði fyrri skoðunin meirihlutafylgi, en nú hafði hin síðari meirihluta- fyigi- Greinilegt er af umtali fólks, aö stjórnmálamenn eru í töluverðri lægð, hvað vinsældir snertir. Eink- um er þetta áberandi á Reykjavíkursvæðinu og Suð- urnesjum, þar sem mest er af lítt pólitískum kjós- endum. Á þessu svæði komu úrslit kosninganna einnig mest á óvænt. Þessi afstaða margra til stjórn- mála og stjórnmálamanna er raunar alvarlegt um- hugsunarefni, ekki aðeins fyrir stjórnmálamenn, held- ur þjóðina alla. Geysilegur áhugi var í þessum kösningum, eins og fundasókn hjá báðum aðilum hafði sýnt þegar fyrir kosningar. Óvenju margir neyttu atkvæðisréttar síns ' gær, þótt veður væri víða mjög óhagstætt. Þátttakan var miklu mtiri en í síðustu forsetakosningum og meira að segja heldur betri en gengur og gerist í al- þingiskosningum. Dr. Kristján Eldjárn mun taka við embætti forseta .íslands 1. ágúst næstkomandi, 51 árs av aldri. Þrátt fyrir deilur í kosningabaráttunni og harða baráttu á kjördegi, sameinast nú allir um að bjóða hann vel- kominn í hið virðulega embætti. Óskar Vísir honum gæfu og gengis að Bessastöðum. EB Jón Ingvi (með nikkuna), Edda Þórarinsdóttir, Kjartan Ragnarson, Þórunn Sveinsdóttir, Sigmundur Ö. Arngrímsson, Emelía Jónasdóttir, Amar Jónsson og Bjami Steingrímsson, en auk þeirra leika í „Slát- urhúsinu“ þeir Karl Guðmundsson og Eyvindur. Menn þora ekki að hlæja, þó þeim finnist skemmtilegt Á miðvikudagskvöldiö treð- ur nýr leikflokkur upp í Vest- mannaeyjum með íslenzkan gamansöngleik, sem várð til í Borgamesi í vetur og gerð- ist vinsæll þar um slóðir. — Leikurinn hefur nú verið æfð- ur upp á nýtt og á honum gerðar nokkrar breytingar fyrir leikferð um landið í sumar. jgg'hitti „Leikflokk Emelíu“ að æfingu niöri í Tjarnarbúö á dögunum, þar sem veriö var aö leggja síðustu hönd á verkiö og spjallaði lítillega við Eyvind Er- lendsson, en hann er ásamt Bjarna Steingrímssyni leikstjóri sýningarinnar. — Eruö þiö ekki hrædd viö að fara í leikferö, þegar svo margir flokkar eru begar komn- ir af stað um landið? — Nei, viö erum ekkert smeyk við þaö. Við erum dálítið á eftir hinum, auk þess erum við með svolítið sérstætt verkefni og frumlegt. — Hefur þetta ekki breytzt mikið hjá ykkur í'æfingunni? — Það hefur vaxið talsvert og breytzt síöan við tókum við því. Þær breytingar eru raunar mest frá höfundinum sjálfum. Hann hefur samið heila kafla nýja fyr- ir okkur, söngtexta og annað. — Er þessi leikför upphaf að nýju leikhúsi. Nú hefur heyrzt að þið séuö með slíkt í bígerð? — Tjessi leikferð er alveg sjálf- stætt fyrirtæki. Hitt er ekkert launungarmál, að við höfum, nokkrir leikarar, hug á að stofna „studíó“ og flestir leik aranna í feröinni eru í þessum hópi. Það eru tíu leikarar, sem þegar hafa ráðizt til þess. Við höfðum hfigsað okkur að byggja þetta „stúdíó“ áfrumsömdu efni hér innanlands og eins eldra inn lendu efni. Það er eins með okk- ur og allar aörar þjóðir. Við eig- um ýmislegt, sem engir aðrir eiga og er okkur á einhvem hátt dýrmætt. Það er sagt, að list eigi aö koma frá hjartanu. — List Moliéres, til dæmis, kæmi aldrei frá mínu hjarta. — Ég held að í list nái maöur engum tökum, nema maöur sé á þeim slóðum, sem maöur þékkir. Viö höfum hugsað okkur að fara út i nýjar rannsóknir, ef svo má segja. Við þurfum að taka fyrir dansana okkar og þjóðsöngva. Fólkiö sem vinnur við þetta verður að vinna eins og þaö hefur þol til. Fastráðnir leikarar myndu verða uppistað- an í þessu starfi. Okkur er samt hagur í að hafa samstarf viö sem flesta leikara. Það þarf allt- af aö bæta inn í leikurum, þeg- ar um sérstakar „týpur“ er aö ræöa og svo framvegis. Hópur hugmyndasmiða fyrir slíkan leikflokk yröi aö vera stór, ekki einungis leikskáld, heldur einnig tónskáld, Ijóð- skáld... — TXafiö þiö ekki tekið „Slát- A urhúsið" svipuðum tökum og þið mynduð gera í framtíö- inni? — Vinnubrögðin eru mjög í áttina. Bezt væri að fá bara „tema“ til þess aö vinna út frá. — Heldurðu að íslenzkir leik- arar séu almennt tilbúnir aö hella sér út í slík vinnubrögö? — Sumir og sumir ekki. Það þarf sérstakt leikhús fyrir sér- staka leikara. — Kynntist þú slíkum „stúdíó- um“ á námsárunum f Moskvu? — Það fæddist eitt slíkt leik- hús í Moskvu meöan ég var þar. Þaö er nú eitt stærsta leikhús þeirrar borgar. — Þar voru bæöi búin til leikrit á sviðinu og eins voru leikin verk eins og Galilei, eftir Brecht. Þeir geröu til dæm- is leiksýningu úr ljóðum þekktra skálda. Þetta er ekkert nýtt eöa ó- þekkt fyrirbæri; þetta hefur ver- ið reynt bæöi fyrr og síðar í flestum löndum, nema þá hérna. Það hefur verið reynt héma kannski, en aldrei til neinnar hlítar. Tökum til dæmis „program“, sem æft er fyrir eitt þorrablót. Það er kannski ekki alltaf merkilegt. En þetta er oft og tíðum sett saman af fólki á staðnum og árangurinn fer auð. vitaö eftir vinnubrögðunum. p’g held aö við þurfum að byrja einhvers staöar á hreinum grunni, þegar svona sérstaklega stendur á fyrir okkur. Við finn- um þaö að við erum ekki aö tala í einlægni, ekki sem heild. Það er orðið svo með okkur marga, að við fáumst ekki tii þess að viðurkenna, þaö sem okkur finnst skemmtilegt, af þ'“ að viö höldum að það verði hlet- ið aö okkur fjTÍr það. — Al þessu leiðir, að við erum alltat með hluti, sem okkur eru ekkert hjartfólgnir, en við erum að reyna að gera okkur hjartfólgna. Annars skaltu gera eitthvað einfalt úr þessu, segir Eyvind- ur um leið og kallað er á hann á svið, og æfingin heldur áfram. Höfundurinn, Hilmir Jóhannesson (t. h.) ræðir við Eyvind Erlendss.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.