Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 01.07.1968, Blaðsíða 9
V1 S IR . Mánudagur 1. júlí 1968. 9 0 VIÐTAL DAGSINS er við Eyvind Júliusson Tjað er ekki alls staðar hátt til lofts né vítt til veggja, þar sem hlýja og víöfellinn hugblær á aðsetur. Síðla kvölds í sólmánuði Iegg ég leið mína niður að höfninni í Innri-Njarðvík. í vinnuskála, sem viröist þegar hafa lifað sitt fegursta, býr í einu herbergi nær sjötugur maður Eyvindur Júlíusson. 1 átján ár hefur hann átt þarna heima, lengi búið einn sér og unaö hag sínum vel. Það fyrsta sem vekur athygli mína, þegar ég er kominn inn í vistarveru hans, er hiö mikla safn bóka, sem þekur þar veggi. — Hefur þú lengi safnað bók- um, Eyvindur? — í um það bil átta ár. Þá hætti ég að drekka? — Hvaðan af Snæfellsnesi? — Ég fæddist að Gaul í Staðarsveit 3. ágúst 1898. For- eldrar mínir voru Júlíus Jóns- son og Sólveig Ólafsdóttir, fá- tæk hjón með stóran barnahóp. Ég tel a, m. k. að þau hafi ekki haft mikið fyrir framan hendur, því á 9—10 stöðum bjuggu þau og voru því sífellt að flytja, en það hátterni stórrar fjölskyldu hefur aldrei þótt bera vott um gróinn efnahag. — Varst þú hjá foreldrum þínum? — Ónei. Ég tel mig nú hafa alizt upp á flækingi fram aö 12 ára aldri. Þá bjó faðir minn á Saurum í Staðarsveit. Hann sendi mig það vor inn í Hauka- dal í Dalasýslu. Á móti mér átti aö taka Jóhann B. Jensson hreppstjóri á Mjóabóli og ráö- stafa mér þar til dvalar. Faöir minn flutti mig í Stykkishólm og fór ég þaöan með flutninga- bát, „VARANGE“. til Búðar- dals. Þegar þangað kemur var enginn til að taka á móti mér. Ég umkomulaus, ókunnugur sveinsstauli, sem fá úrræði vissi. mér til framdráttar. Þegar báturinn kom í Búðar- dal, voru þar staddir Hildiþór bóndi á Harrastöðum og Bene- dikt Kristjánsson bóndi á Þor- bergsstööum í Laxárdal. Þeir Eyvindur Júlíusson. aftur að Hlíð til að vitja meyjar- málanna og þá giftum við Lauf- ey okkur og vorum þar svo í tvö ár. — Og þá hafið þið byrjað búskap? — Ónei, við bjuggum aldrei, aö vísu áttum við dálítinn bú- stofn, svo þess vegna var þaö hægt, en jarðnæöi lá ekki á lausu f þá daga. Frá Hlíð fórum viö sitt á hvorn bæ sem vinnuhjú. Ég aftur að Svignaskaröi en hún að Ferjukoti til Siguröar Fjeld- steð, síðar færði ég mig þangað til hennar og þar fæddist okkur dóttir. Frá Ferjukoti fórum við að Laugárfossi á Mýrum til Egils Friðbjarnarsonar frá Borg. Faðir minn bjó þá á Saurum og til hans fórum við frá Laug- árfo i. Ekki varð þar þó löng vistin, og urðum við þá að fara til Kjartans Kjartanssonar á Staðarstað. Þar ól kona mfn meybam, en galt fyrir með tífi sínu. Telpan lifði og bar nafn hennar. Hún ólst síðan upp á Lýsuhóli í Staðarsveit. Meðan ég var vinnumaður hafði ég sjö vertíðir róið í Grindavík á vegum séra Brynj- ólfs Magnússonar, er þá var þar prestur. Hann hafði að Kyrrð umhverfisins skapar mér næði til að njóta bókanna — Jæja, þótti þér góöur sop- inn? — Já, og það heldur um of. Ég var stundum ekki alltaf á- nægður meö sjálfan mig á þeim árum. — Þér finnst þá bækurnar betri vinir en Bakkus? — Ójá, þótt þær kosti tals- verða fjármuni, þá eru þar vinir sem í raun reynast. Og hvað efni mín snertir, þá veit ég þó, að nú á ég dálítið af peningum. Þeir voru stundum fljótir að fara áöur, þegar Bakkus bauð v.eigar. Heyrðu, mig langar til að eignast bækur Þórbergs um séra Árna á Stóra-Hrauni. Þær hef ég ekki getað náð í ennþá. — Það er nú vfst erfitt að fá þær. Er nokkur sérstök á- stæða fyrir því, að þú hefur svo mikinn áhuga fyrir þeim bókum? — Já, ég er nefnilega Snæ- fellingur og þekkti séra Árna. tóku mig upp á sína arma, fór Benedikt með mig heim til sín, og var ég þar hjá honum I viku. Þá flytur hann mig að Köldu- kinn. Þar bjó Jón Óli Árnason. Hann lætur Árna son sinn flytja mig til hreppstjórans á Mjóa- bóli. Á öðrum degi, sem ég dvel þar, kemur stúlka þangað og hefur tvo til reiöar. Þetta var Málfríður Benediktsdóttir frá Krossi í Haukadal, er erindi hennar aö sækja mig, því þangaö átti ég að fara. Þau systkini, hún og Þorleifur bróöir hennar, bjuggu þar með foreldrum sín- um, Benedikt Þorleifssyni og Guðfinnu Guðmundsdóttur, Benedikt lézt sama árið og ég kom. Á þessu ágæta heimili var ég svo fram yfir tvítugt. Má þvi segja aö meö þessum hreppa- flutningi inn í Dali væri æsku- flækingi mínum lokið. Á Krossi var aldrei litiö á mig sem óvelkominn tökustrák, fremur sem bróður og son á heimilinu bg þaðan fór ég ve) efnaður maður á þeirra tíma visu, átti 25 ær og tvö hross. Get ég ekki annaö sagt, en þar hafi ég alizt upp og vaxið til þess manndóms, sem ég hef sýnt um dagana, hafi hann nokkur verið. — Hvert lá leiðin frá Krossi? - Aö Hlíð í Hörðudal til Þorleifs Teitssonar og Sigur- urlaugar Sveinsdóttur Gunnars- sonar á Mælifellsá í Skagafirði. Á vist með þeim hjónum var skagfirzk stúlka, Laufey Ósk- arsdóttir frá Kjartansstaðakoti. Hugir okkar hneigöust saman og urðum við heitbundin. Ég fór þo sem vinnumaöur að Svigna- skarði eftir þriggja ára veru í Hlíð, en hún varð þar áfram. Á Svignaskarði bjó Guömundur Danlelsson, kona hans hét Guð- björg en ég hef týnt niður föðurnáfni hennar. Þarna I- lengdist ég í þrjú ár, en fór svo Fatnaðarkaupstefna í séptember jpélag íslenzkra iðnrekenda hef- ur ákveðið að efna til fatn- aðarkaupstefnu dagana 11.—16. september n.k. Kaupstefna þessi sem nefnist „íslenzkur fatnaður 1968““ veröur haldin I anddyri Sýningarhallarinnar í Laugardal. Þetta er í annaö skipti, sem efnt er til sérstakrar fatnaðar- kaupstefpu hér á landi, en sú fyrsta var haldin á árinu 1965 í samkomuhúsinu Lido. Nú þeg- ar hafa 18 framleiðendur til- kynnt þátttöku í kaupstefnunni. en þess er að vænta, að fleiri bætist' hópinn. Fyrstu fjóra dag ana verður kaupstefnan ein- göngu opin fyrir innkaupastjóra verzlunarfyrirtækja frá kl. 10— 12 fyrir hádegi og frá kl. 14j— 18 eftir hádegi. Gert er ráð 'fyrir að kaupstefnan veröi til sýnis fyrir almenning síðari hluta laug ardagsins 14. og sunnudagsins 15. september. Kaupstefnur þykja hvarvetna nauðsynlegur þáttur í nútíma viðskiptalífi. Er þess að vænta, að þessi kaupstefna veröi sótt af sem flestum, sem verzla með fatnaðarvöirur, °n gera má ráö fyrir, að þeir sjái sér haq í þvi nú sem áður að sækja kaup- stefnu þessa, og eiga kost á því að gera innkaup á einum stað, þar sem á boöstólum mun verða úrval alls konar fatnaðar. Fatn- aðarkaupstefna sú sem efnt var til á árinu 1965 og kaupstefna, sem haldin var í sambandi við Iðnsýninguna 1966, sýndu það ötvírætt, að innkaupastjórar verzlunarfyrirtækja kunna að meta þessa viöleitni framleið- enda, en fjölmargir þeirra heim- sóttu þær kaupstefnur og urðu viðskipti þar mikil. Eins og áður segir verða á hoö sólnum flestar tegundir fatnað- arvöru, svo sem karlmannafatn- aður, kvenfatnaður undirfatnað- ur, nærfatnaður, vinnufatnaöur, skófatnaður og ýmiss konar feröaútbúnaður. Sérstök framkvæmdanefnd hefur verið skipuð til að undir- búa kaupstefnuna „íslenzkur fatnaður 1968“ og eiga sæti < henni frá Félagi íslenzkra iðn- rekenda, þeir Árni Jónsson, Birg ir Brynjólfsson og Hörður Sveins son og frá Sambandi fslenzkra samvinnufélaga, Sören Jónsson. mestu alizt upp i Ljárskógum í Dölum. Þegar svo var komið högum mfnum, sem ég nú hef sagt, fór ég aftur til sjóar og nú út f Vestmannaeyjar, en eftir að hafa róið þar eina vertíð fór ég til Siglufjarðar, árið 1930. Þar kynntist ég konu, Kristínu Jósefsdóttur, bjuggum við sam- an á Siglufirði í 24 ár og eign- uðumst tvær dætur. Á Siglufirði undi ég vel hag mínum, hafði alltaf nóga atvinnu og kunni ágætlega umhverfinu og fólki öllu er ég hafði samskipti við. Síöan 1950 hef ég svo verið hér í Njarðvíkum, en þó farið norður til Siglufjarðar um síld- veiðitímann öll sumur þangað til f fyrra. — Þú unir hag þínum vel nú? — Já, vist geri ,ég það. Eins og oftast áður þefur það fólk sem ég vinn með sýnt mér geö- þekkt viðmót, svo þeirra hluta vegna verða dagarnir, sem til vinnu er gengið ánægjulegri en ella mundi. Bækumar mínar eru góðir félagar í frístundum, og kyrrö umhverfisins skapar fullt næði til að njóta þeirra. — Hvað heldur þú að safn þitt sé stórt? — Ég hygg það muni telja allt að 1000 bindum. Flest eru þetta ritsöfn og bækur, sem út haf. verið gefin á síðasta áratug. Ég á fátt eldri bóka. — Og þú hyggst halda áfram að bæta við? — Já, eitthvað, en ég gjörist nú gamall og fer því að draga saman seglin. Hvort nokkur vill bækur mínar nýta eftir minn sfðasta dag, veit ég ekki. en vona þó að verömæti þeirra sé nokkurt, en þaö er dætra minna aö áða bar málum. Að síðustu segi ég það, og mætti margur til hyggja, að þeirra er öll önnur ævi sem eru i fylgd með bókum en Bakkusi, ég hef hvort tveggja reynt. Þ. M. USEHDIII HUIMHIHI: Lesendum er frjálst að láta í Ijósi skoðanir sinar í þessum dálki. En eitt skilyrði fyrir þessu þó, — það er að skrifa STUTT. Sendið bréf yðar til blaðsins. Utanáskriftin er: Dag- blaðið Vísir — Lesendur skrifa, Laugavegi 178, Reykjavík, eða hringið og látið heyra frá yður það sem yður kann að liggja á hjarta. ÓSANNGJÖRN UMMÆLI Kristln Halldórsdóttir skrifar: „Mér brá illa við lestur Vís- is í gær, 27. júní, að sjá þar i grein eftir Þorstein Thorarenen- sen óviðeigandi og I hæsta máta ósanngjörn ummæli um dr. Jak- ob Benediktsson. Augljóst er, að Þorsteinn þekkir dr. Jakob ekki hið minnsta ella hefði honum aldrei dottið í hug að bregða honum um menntahroka og í- haldssemi í fræðimennsku. Og þótt dr. Jakob sé á öndverðum meiði við Þorstein í stjórnmál- um, réttlætir það ekki á nokk- urn hátt ófstækisfulla árás hins síðamefnda á dr. Jakob“. ISl STÖÐUGAR HERFERÐIR Gp skrifar: „Almenningur er heldur betur hart keyrður þessa dagana, þeg- ar hver herferðin af annarri er farin á hendur honum. Verður vart fundið jafnherskátt tímabil i sögu okkar, þótt flett sé upp í Sturlungu. Fyrst var það her- ferð, sem hófst I vetur til efl- ingar íslenzkum iðnaði, — meö ákafri sókn á hugi manna. Svo kom hægri herferðin í kringum umferðarbreytinguna og voru menn vart búnir að ná sér eftir hana, þegar kosningaherferöir komust á hástig. Og nú, þegar komiö er að kjördegi, þá ríður yfir okku. ný herferð, náttúru- vemdarherferö. Ekkert lát virö- ist ætla að veröa á þessum heila- þvotti“ EKIÐ YFIR Á RAUÐU „Geirfugl" skritar: „Mér finnast lögregla og um- feröaryfirvöld misskilja hlutverk götuvita. Þeir eiga að vera til þess að greiða úr umferðinni þegar hún er mikil. Er þá sjálf sagt að stanza við rautt ljós. Hins vegar ætti rautt ljós aðeins að gilda eins og stöðvunarskyldu merki. þegar menn aka um auð- ar götur að nóttu til. Svona er farið aö í Frakklandi. enda vilja menn þar í landi, að mennirnir stjómi vélunum en vélarnar ekki mönnunum. Þaö má ekki ein- blína um of á reglurnar og gera götuvitana að algildum dómur- um.' Menn verða líka aö fá að beita eigin dómgreind sinni.“ ISl HVÍ EKKI LÆKKA MEIRA „Syfjaöur bílstjóri" skrifar m. a.: „Rökfimi umferðarmanna er einstök. Þeir hafa nú-komizt að þeirri niðurstöðu, aö umferöar- slys verði enn, þótt hámarks hraöi hati ekki verið hækkaður og beri þvf ekki að hækka hann. Því hugsa þeir ekki nugsun sína til enda og lækka hámarkshrað- ann enn frá því, sem nú er. t. d. niður I 25! Syo þegar í ijós kemur, að slys hvérfa samt ekki úr sögunni. geta þeir síöan lækk- að hraðann niöur í 15 kílómetra á klukkustund og svo framveg is! Víst er, að enginn fer ná- lægt þvi eftir hinum fáránlegu hraðatakmörkunum, enda mundi veröa algert umferðaröneþveiti í borginni. ef svo væri gert Helmingi minni hraði þýöir helm ingi fleiri bílar á götunni í einu. margfalt meira öngþveiti og auk in slysahætta."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.