Vísir - 05.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 05.07.1968, Blaðsíða 2
2 V í SI R . Föstudagur 5. júlí 1968. Fjölþrautameistaramót NorSurlanda hefst / dag / Reykjavík 14.00, haldið út á Sundlaugaveg, og síðan sem leið liggur um Borg- artún, Snorrabraut, Miklatorg, Reykjanesbraut og 2,5 km suður fyrir Tollskýlið við Straumsvík, þar snúið við og hlaupið sömu Á laugardag hefst keppnin i i leiö til baka, og endað á Laugar- maraþonhlaupi. Enginn ísl. þátt- dalsvellinum. Búast má viö að takandi er í hlaupinu. Lagt verður hlaupið taki tvær og hálfa til þrjár á stað frá Laugardalsvellinum kl. | klukkustundir. — Auk jbess fyrsta keppnin i marafponhlaupi á Islandi ■ í dag kl. 17 hefst Norðurlandameistaramót í fjöl- þrautum og maraþonhlaupi á Laugardalsvellinum i Reykjavík. Verður að telja keppnina einn mesta við- burð á sviði frjálsra íþrótta á þessu ári og vonandi er, að áhorfendur láti sig ekki vanta til að fylgjast með spennandi keppni, svo og til að hvetja íslenzku kepp- endurna. Meðal keppendanna eru allir beztu íþrótta- menn Norðurlandanna í þessum greinum. Athygli manna mun að líkindum beinast fyrst og fremst að tug- þrautinni svo og fimmtarþraut kvenna. I tugþraut má gera ráö fyrir, að keppnin standi milli Danans Steen Smith Jensen og Svíans Hedemark, en Svíinn sigr- aði á síðasta Norðurlandamóti, en Daninn er í stöðugri framför, og setti í síðustu viku nýtt Norður- landamet, hlaut 7592 stig. Þá varö Hedemark þriðji, hlaut 7400 stig. Lét hann svo um mælt, að hann myndi hefna sín í Reykjavík, að því er erlend blöð herma. Valbjörn Þorláksson, Jón Þ. Ól- afsson og Páll Eiríksson verða ís- lenzku keppendurnir í tugþraut- j inni. Mestar vonir eru bundnar við ! Valbjörn, en hann hefur verið veikur, en er nú á batavegi. Is- landsmet Valbjarnar er 7165 stig, en hann þarf að ná 7200 stigum | til að komast á OL í Mexikó. Vai- 1 björn er mikill keppnismaður, og ' því er ekki útilokað að hann nái 17200 stigum, og geti þar með blandað sér í keppnina um efsta j sætið. ! 1 fimmtarþraut kvenna stendur baráttan milli hinnar frægu Berit Berthelsen frá Noregi, sem er bezti langstökkvari álfunnar í augna- blikinu og dönsku stúlkunnar Ninu Hansen.Þærmættust í keppnisama daginn og þeir kepptu Steen Smith og Hedemark, þá sigraði sú norska með 10 stiga mun. Engu skal spáð um úrslit keppninnar hér. Islenzku keppendurnir í þessari grein eru Þuríður Jónsdóttir og Sigrún Sæmundsdóttir. Leiðrétting Sú leiða villa slæddist inn í frásögnina af Sigrúnu Ingólfs- dóttur, fyrsta knattspyrnudómar- anum af veikara kyninu, sem var á síðunni hér í gær, að sagt var, að hún hefði áður leikið með Val en léki nú með Breiðabliki í hand- knattleik, Þessu er alveg öfugt farið. Sigrún leikur nú með VAL, en lék áður með BREIÐABLIKI. Eru hlutaðeigandi aðilar beðnir velviröingar á þessum mistökum. Steen Smith stekkur 4,75 m í stangarstökki, en þá setti hann nýtt danskt met. Berit Berthelsen og Nina Hansen munu berjast um NM titilinn í fimmtarþraut. Landskeppni v/ð Ira í dag hefst í Belfast í írlandi landskeppni í sundi milli íra og íslendinga. Verður kcppt í 10 grein- um í dag og 10 greinum á morgun, en þá lýkur keppninni. Tveir kepp- endur frá hvorri þjóö keppa í hverri grein. ísl. kcppendumir í landskcppn- inni eru: Konur: Hrafnhildur Guðmunds- dóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Matthildur Guðmundsdóttir, Sigrún Siggeirsdóttir, Ellen Ingvadóttir og Guðmunda Guðmundsdóttir. Karlar: Guðmundur Gíslason, Guðmundur Þ. Harðarson, Leiknir Jú.isson, Árni Kristjánsson, Gunn- ar Kristjánsson, Finnur Garðarsson og Jón Edwardsson. Sundmetin fjúka HVERJIR SKULU SKIPA LANDSLIÐIÐ 18. JULI? Lesendur láti i Ijós óskir sinar Hinn 18. júli n.k. leika ísiend- ingar síðari landsleik sinn í knattspyrnu á þessu ári. Verður þá leikið við frændur vora Norðmenn. Val íslenzka lands- liðsins móti V.-Þjóðverjum i leiknum á þriðjudag olli mikl- um deiium og sýndist sitt hverj- um. Nú fá lesendur VlSIS tæki- færi til að láta álit sitt f ljósi. Lesendur eru nú beðnir um að velja þá 11 menn, sem þeir vilja láta skipa íslenzka landsliðið móti Norðmönnum hinn 18. júli n.k. Sendið nöfn hinna 11 til Íþróttasíðu Vísis fyrir laug- ardaginn 13. júlí n.k. (þ.e. ekki á morgun heldur næsta laugar- dag þar á eftir) Síðan munum við telja saman atkvæðin og birta lið það, sem lesendur hafa valiö. I landsleiknum við Norðmenn lét þjálfari isl. liðsins liðið leika leikaðferðina 4-3-3, og er ekki ástæða til að ætla, að þeirri leikaðferð verði ekki haldið á- fram. Það ber að hafa í huga við val liðsins. Sem sagt, hik- ið ekki við aö senda nöfn þeirra 11 knattspyrnumanna, sem þið viljiö hafa í landsliðinu möti Norðmönnum. Utanáskriftin er: Dagblaðið VlSIR Laugavegi 178, Reykjavík. Sendið bréfið í pósti eða legg- ið það inn á ritstjórn blaðsins eða afgreiðslu þess. Sundfólk okkar hefur tekið miklum framförum undanfarið og árangur æfinga þess lætur ekki á sér standa, því að metin fjúka hvert af öðru. Á fimmtu- dagskvöldið var irinanfélagsmót í nýju sundlauginni í Laugar- dal. Þar voru þá sett þrjú ný íslandsmet. Leiknir Jónsson, Á, synti 100 m bringusund á 1:14,6 mín., sem er 3/10 úr sek. betri timi en met Haröar B. Finnssonar frá 1964. Leiknir hafði jafnað það met, en nú bætti hann það. Þess má geta að olympíulá- mark í þessari grein er 1:13,0 mín. Hrafnhiidur Guðmundsdóttir, ÍR, setti Islandsmet í 200 m skriösundi, synti á 2:30,9 mín., og loks settí nafna hennar Kristjánsdóttir úr Ármanni met i 200 m flugsundi, synti á 3:16,5 min., en þann tíma á hún efa- laust eftir að bæta, en þetta er í fyrsta sinr> sem synt er þessi vegalend í 50 metra laug. Guðmundur Gislason. — Tekst honum að ná OL lágmarki í landskeppninni við íra í kvöld? Þrótturvann Hauka Þróttur vann Hauka 4—2 í leik í A-riðli 2. deildar í gærkvöldi á Melavellinum. Þá léku s.l. sunnudag í 3. deild á Húsavík, Völsungur og Reynir frá Sandgeröi. Leiknum lauk með sigri heimallðsins með 5 mörkum gegn engu. Leikur þessi var all- sögulegur, og mikil harka i honum. Fjórir leikmenn aðkomuliðsins ”rðu að yfirgefa vöilinn í leiknum, einn þeirra rotaðist, annar meiddist allmikið, en hinir tveir litils háttar. Þá var einn leikmaður að- komuliðsins rekinn út af, en dóm- arinn leyfði honum að koma inn á völlinn á nýjan leik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.