Vísir - 05.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 05.07.1968, Blaðsíða 4
Verða kynferðisglæpamenn Brezkur þingmaður styður hugmyndir um það! fram við umræöur í brezka þing- inu nýlega, að sjð af hundraði allra fanga þar í landi, sem ganga lausir undir eftirliti, eru kynferð- isafbrotamenn. Sjúklegt athæfi. á mér, og niðurstaöan varð sú, að ég skyldi eiga kowt á aögerð þeirri, sem þér eruð svo hlynntur, í lok fangavistar minnar. Þetta yrði of seint. Með fullu samþykki sálfræöingsins, fór ég fram á, að aðgerðinni yrði flýtt, en þeirri málaleitan var synjað. Þegar 'ég hlaut döminn árið 1966 og allt næsta ár, mundi ég hafa tekið fegins höndum og haft verulegt gagn af skurðaðgerð, þar sem ég var þá í réttu sálarástandi til að hljót bót meins míns. Ég hef ekki veriö utan fangelsisdyra í heilt ár samfleytt síðan 1958 og vanaðir? hlýt 10 ára eða ævilangt fang-, elsi næst, er eitthvað slíkt kemur fyrir mig. Enda þótt mér finnist þaö oröið of seint að hiálpa mér nú, er sú von mín, aö yður takist að hrinda af stað nægilega öflugri hreyfingu, svo að einhverjum öðr- um ógæfusömum mönnum verði bjargað.“ Kynferðisglæpamaður einn í Bretlandi hefur gert ítrekaöar til- raunir til að fá yfirvöld fangels- ins, þar sem hann er í haldi, til að láta gera á sér skurðaögerö, sem gæti að fullu og öllu lækn- að hann af meinsemd sinni, sem er tilhneiging til að hafa kyn- feröisleg mök við börn. Þingmaðurinn David Ensor hef- ur nú tekið málið upp og gengst fyrir baráttu fyrir vönun slíkra glæpamanna, fáist leyfi þeirra sjálfra til þess. Árásarmaðurinn situr inni í fangelsinu í Dártmoor. Afbrot hans er að hafa ráðizt á börn á ósiðleg- an hátt. Barátta hans fyrir að láta vana sig hefur ekki verið með öllu án árangurs. Honum hefur þó verið sagt, að ekki sé unnt að framkvæma skurðaðgerðina fyrr en í lok þess tíma, er hann á að sitja inni. I bréfi til herra Ensor skrifar hann eftirfarandi: „Þessi afstaöa sviptir mig öll- um horfum á að fá að vera undir eftirlit utan fangelsisins, en slíkt gæti gefið mér tækifæri til aö kanna sjálfur afleiðingar skurðað geröarinnar, meðan ég væri áfram undir eftirliti, en þaö fvndist mér mikill kostur. Svo virðist sem fyrst þurfi ég að taka út refs- ingu, áður en ég verð læknaður." Samkvæmt hinum nýju reglum um frelsi undir eftirliti má ieysa fanga úr prísundinni, eftir að þeir hafa setiö inni í þriðjung þess tíma, sem ákveðinn er með dóm- inum, eöa þá, séu það fangar, er dæmdir hafa verið til tiltölulega stuttrar fangelsisvistar, eftir að minnsta kosti eitt ár. Það kom Ensor, sem er þingmaður Verka mannaflokksins fyrir kjördæmið Bury og Radcliff, segir um bréf þetta: „Mér finnst það afar skrýt ið, að manni, sem hefur orðið að búa við þetta vandamál og veit, hvers hann þarfnast, skuli neit- að um leyfi til að gangast undir þennan uppskurð, þar til það verð ur ef til víll orðið of seint. Hann gérir sér ljðst, að verði hann lát- inn laus, muni hann fremja enn eina árásina á böm. Hann ræður ekki við sig, því að þetta eru veik indi hans. Ég er að hugsa um að leggja málið nú þegar fyrir inn- anríkisráðherrann. Maður þessi hefur ritað mér mjög skynsamlegt bréf, sem hefur fullvissað mig um, betur en nokkru sinni fyrr, að ég er á réttri braut." Þingmaðurinn hélt áfram: „Hér er um að ræða mann, 'sem hald- inn er þeirri áráttu, að hann vill ráðast á börn með kynmök í huga. Hann er sjúkur og ekki sjálfráöur gerða sinna. Það er unnt að lækna hann með vönun. Það veit hann, og sú er hans ósk. Það er sannariega í samræmi við heilbrigða skynsemi, að sérhverj- um kynferðisglæpamanni sé gef- inn kostur á skurðaðgerð, og hún framkvæmd, ef hann gefur til þess samþykki. Bréfafjöldi. s»._. „Ég mundi vilja ganga enn lengra. Sá tími mun koma, að við ættum aö íhúga, hvort ekki væri rétt að fyrirskipa slíka aö- gerö, í ákveðnum tilfellum, bæði vegna fórnarlambanna og hins seka. Það væri áreiðanlega betra úrræði en stinga þeim í fangelsi með miklum kostnaði og leyfa þeim að veslast upp þar.‘‘ Þing- maðurinn bætti viö: „Frá því að ég hóf baráttu mína, hef ég feng ið ósköpin öll af bréfum. Með einni undantekningu eru þau öll hagstæð. Hins vegar andar köldu frá vfirvöldunum, enn sem komið er.“ Innanríkisráðuneytið hefur þá skoðun, að „það sé ekki venja f fangelsum að misþyrma mönn- um.“ í bréfi sínu til Ensor skrifar fanginn enn fremur: „Ég hlaut fangelsisdóm vegna ósiðlegrar árásar á drengi og hef margsinn- is hlotið dóm fyrir slík afbrot. Frá því að ég fór að sitja af mér dóminn, hefur mér mjög verið hjálpað af sálfræðingi fangelsins, og hann gekkst fyrir sálkönnun s Finnst mönnum of heitt í dag? Mönnum mundi hitna, jafnvel i frosthörkum við að sjá bessi ólg- andi ástaratlot Ginu Lollobrigldu i siðustu kvikm. hennar „Stunt man.“ Sem einhver allra frægastá kynbomba í kvikmyndaheiminum, er La Lollo nú að breyta um stefnu. í fyrstu myndum hennar var lítið um ástaratriði. Þá var góðu lofað en lítið um fram- kvæmdir. Hins vegar er nú annað uppi á teningnum. Tvær síðustu myndir hennar, á undan „Stunt- man“ féllu í ónáð hjá kvikmynda eftirlitinu. Núna, þegar hún er 39 ára að aldri, sýnir hún á tjald- inu, svo að ekki verður um villzt, að þroskuð kona þekkir refil- stigu ástarinnar. „Stuntman“ þýð ir raunar sá maður, sem tekur á sig áhættusöm atriði í leik, svo að kvikmyndastjarnan þurfi ekki að tefla í tvísýnu. í því hættu- atriði, sem myndin sýnir, tók ítalski Ieikarinn Robert Viharo sjálfur á sig áhættuna, og hefur hann væntanlega ekki iðrað þess- arna. Öryggi á dráttarvélum Dráttarvélaslys eru mörg um Iand allt, og hafa í mörgum til fellum orðið banaslys vegna dráttarvéia. Meðal annars hafa kornungir drengir látið Iífiö í slíkum slysum. Hafa öðru hvoru orðið nokkr- ar umræður um þessi tíðu slys og hefur það þótt óhugnanlegt hve ungir drengir eru látnir aka dráttarvélum, og hafa marg ir stungið upp á þvf, að hafa ströng aldurstakmörk vegna þeirra, sem aka þeim. En hætt er við, að ekki væru virt ströng boð eða bönn í þessu efni frem ur en öðru, og kannski má oft ná meiri árangri til aukins ör- yggis með því að nalda uppi hæflegri lelðbeiningarstarfsemi um meðferð og akstur, því ekki hafa það alltaf verið þeir yngri sem orðið hafa fyrir slysum, heldur og einnig þeir eldri. Það er vissulega ánægjulegt til þess að vita, að í þetta fram tak skyldi vera ráðizt. Hafi við- heyrandi’ eltingaleik til eftirlits um sveítir landsins. Jjfötuk&xíiöúi Nú hefur Framkvæmdanefnd hægri umferðar í samvinnu við Slysavarnafélag íslands gefið út bækling, þar sem á skýran og einfaldan hátt eru skýrð helztu atriðin sem hafa þarf í huga við notkun dráttarvéla. Bæklingi þessum mun eiga að dreifa til allra bændabýla í land inu. . komandi aðilar þökk og virö- ingu fyrir framtakið. Æskilegt væri að í kjölfar þessarar útgáfu fylgdu fleiri námskeiö í notkun dráttarvéla fyrir unglinga, en á slíkum nám skeiðum má vafalaust ná meiri árangri í að brýna árvekni og aðgæzlu í notkun þessara tækja, en með boðum og banni og til- Munið Biafra Nokkrar gjafir i skreiö og pen- ingum hafa borizt Rauða kross- inum til að lina hungur við- skiptaþjóðar okkar í Biafra. En meira má ef duga skal, og ættu skreiðareigendur að minnast hinna góðu og hagstæöu ára við þessa ágætu viöskiptaþjóð okkar. Eins og fréttir bera með sér eru hörmungar fólks suður í Biafra ógurlegar sökum mat- vælaskorts. Þó okkur þyki vera erfiðir tímar hér hiá okkur, þá eigum við vafaiaust erfitt meö að gera okkur raunverulega grein fyrir ástandinu, eins og það er í raun. Við eigum öll að reyna að leggja eitthvað af mörkum til hjálpar þessu fólki, sem nú berst við hungriö, því það hefur á undanförnum árum haft við okkur nánari og hag- stæöari viðskiptatengsl, en margar aðrar þjóðir sem þó eru taldar okkur skyldari. Munið því hina hungruðu f Biafra. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.