Vísir - 05.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 05.07.1968, Blaðsíða 3
rlSIR . Föstudagur 5. júlí 1968. J Gömul kona hjálpar- vana inni i brenn- andi risi „ jjj jálpiö mér!“ hrópaði gömul Akona veikum rómi út um glugga risíbúðar sinnar til fólks ins, sem safnazt hafði saman á götunni fyrir neðan, en inni i ibúðinni lék eldur laus. Annað veifið bar golan reykinn frá kvistglugganum og sást þá, hvar gamla konan teygði höfuðið út um gluggann til þess að anda að sér óspilitu lofti. En niðri á götunni stóð á að gizka 15 ára gömul stúlka og hrópaði upp til gömlu konunnar með grátstafinn í kverkunum: „Amma min! Ég er búinn að hringja! Þeir eru að koma! Slökkviliðið er að koma!“ „Hún er gömul og fótavana og kemst ekki niður stigana", sagði einhver í hópnum við þann, sem stóð næstur. „Það verður að gera eitthvað." En þarna I hópnum, sem safn I glugganum, sem örin vísar á, sá fólkið gömlu konuna umkringda logum, en svo fljótt magnaðist eldurinn, að ekki hefði mátt muna mörgum mínútum til þess að konan hefði ekki bjargazt út. azt hafði saman við Grettisgötu nr. 58, voru nær eingöngu kon- ur og börn. Karlarnir voru ekki enn komnir heim í mat, og ráða- leysi skein úr flestra andlitum. Einhverjar röggsamar húsmæð- ur hurfu þó inn í húsagarða og komu að vörmu spori með stiga, en enginn stiginn náði upp á Það hafði alveg tekizt að verja þann hluta hússins. Það var Hjördís, sem farið ELDUR! ELDUR! Bræðurnir Þorbjörn Jóhannesson og I’arl, fylgjast slökkvistarfinu úr innkeyrslunni að kjötbúðinni Borg. með Gamla konan fiutt á Slysavarðstofuna, en hún hlaut nokkur brunasár. þakskeggið. „Hún er komin út!“ heyrð- ist þá hrópað. „Hvað? Hvernig?'1 spurðu hinir, sem stóðu utar í hópnum. Það hafði gengiö svo fljótt fyrir sig, að fæstir höfðu veitt því neina eftirtekt. Það kom í ljós, að bræðurnir Þorbjörn og Karl Jóhannessynir höfðu farið inn í húsið og upp á loft. „Nei, nei! Þetta var ekkert, sem við gerðum“, sögðu þeir bræöurnir í Borg, þegar Mynd- sjáin vék sér að þeim. „Döttir gömlu konunnar var komin upp til hennar og var á leiðinni niður með hana þeg ar viö komum. Við hjálpuðum henni bara niður stigann.“ „Nei, það logaði ekki í stigan- um, en það var mikill eldur og reykur í herberginu." Nú var slökkviliðið byrjað við slökkvistarfið. Þrír bílar höfðu fyrir stuttu runniö í hlað ið og nokkrir menn með reyk- grímur stukku inn í húsið, en aðrir reistu upp stiga og byrj- uðu að sprauta inn um glugg- ana vatni á logana. Eftir klukkustund var búið að ráða niöurlögum eldsins, en þá var eiginlega allt brunnið innan úr eldhúsi og tveim af þrem herbergjum íbúðarinnar, en eitt herbergið slapp minna skemmt af eldinum. „Það var svo mikill eldmat- ur í þessu", sagði Gunnlaugur Hjálmarsson, slökkviliðsmaður, sem unnið hafði að slökkvistarf inu með öðrum siökkviliðsmönn um, en þetta var heimili ömmu hans. „Þetta var hér allt að innan úr tré og texi.“ Á neðri hæðinni, þar sem bjuggu frænkur Gunnlaugs, Hjör dís Guðmundsdóttir og Guðríð- ur Guðmundsdóttir, höfðu orðið sáralitlar eða engar skemmdir. hafði upp í logandi íbúðina til móður sinnar, Ingibjargar Ás- mundsdóttur, tii þess að hjálpa henni. Hún hafði fylgt móður sinni á Slysavarðstofuna, svo Myndsjáin náði ekki tali af henni, en Ingibjörg hafði hlotið nokkur brunasár. Það hafði kviknað í potti á eldavélinni, sem Ingibjörg hafði hitaö I feiti, þegar hún var að matreiða hádegismatinn. Niður þennan þrönga stiga björguðu þau gömlu konunni, en mesti reykjarmökkurinn var rokinn burt, þegar mynd in var tekin .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.