Vísir - 15.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 15.07.1968, Blaðsíða 3
VÍSIR . Mánudagur 15. Jálf 1968. Landsmótið að Eiðum: Mörg ágæt afrek unnin Keppni í íþróttum á ungmenna- félagsmótinu að Eiðum lauk f gær. Síðustu úrslit voru í knattspymu- keppninni, en úrslitaleiknum lauk um kl. 18.30. Mjög margir þátt- takendur voru í íþróttakeppninni og mörg ágæt afrek unnin. Fara nöfn sigurvegaranna í hinum ýmsu greinum hér á eftir: Langstökk: Gestur þorsteinsson, UMSS, 6,89 m Hás'tökk: kv.: Ina Þorsteinsdóttir, UMSK, 1,44 m Spjótkast kv.: Arndís Björnsdóttir, UMSK, 33,32 m Kringlukast: Jón Pétursson, HSH, 46,50 m 1500 m hlaup: Þórður Guðmunds- son, UMSK: 4.17,4 mín. Kringlukast kv.: Ingibjörg Guð- mundsdóttir, HSK, 31.41 m Langstökk kv.: Kristín Jónsdóttir, UMSK. 5,02 m 100 m hlaup kv.: Kristín Jónsd. UMSK. 13,2 sek. Staðan í 1. deild í knattspyrnu 1 eftir leikina í gær: i ÍBA 6 3 3 0 10-3 9 ( FRAM 5 2 3 0 10—6 7 KR 5 2 2 1 13-7 6' I VALUR 6 2 2 2 11-9 6 (ÍBV 5 1 0 4 6-15 2 { ÍBK 5 0 2 3 2—12 2 Markahæstu menn eru: Kári I Ámason, 7 mörk, Hermann Gunnarsson, 6 Ólafur Lárusson 4, Helgi Númason, 4, Reynir Jónsson, 4, Gunnar Felixson, 3, en aðrir leikmenn með 2 mörk 1 eða færri. Næsti leikur mótsins er i kvöld og lelka þá KR- FRAM á Laugardaisvellinum. Stangarstökk: Guðmundur Jóhann- esson, HSH, 3.60 m Spjótkast: Sigurður Sigurðarson HSK, 50,48 m Kúluvarp: Jón Pétursson, HSH, 15,38 m Hástökk: Páll Dagbjartsson, 1,8 m Þrístökk: Karl Stefánsson, UMSK 14,93 m 400 m hlaup: Trausti Sveinbjöms- son, UMSK, 52,5 sek. 1000 m boðhlaup: HSK:- 2:08,2 mín. 4x100 m boðhlaup kv.: HSK: 54,9 sek. Sundgreinar: 100 m baksund: Davíð Valgarðs- son, UBK, 1:15,9 mfn. 800 m skriðsund: Davíð Valgarðs- son, UBK, 10:34.3 mín. 50 m baksund kv.: Erla Ingólfs- dóttir HSK: 37,6 sek. 400 m skriðsund kv.: Guðmunda Guðmundsd. HSK, 5:30,9 mín. 100 m. bringusund kv.: Þuríður Jónsd. HSK, 1:36,2 mín. 100 m skriðsund kv.: Guðmunda Guðmundsd. HSK, 1:12,8 mín. 200 m bringusund: Guðjón Guð- mundsson, UMFSk: 2:47,3 mfn. 100 m skriðsund: Finnur Garðars- son, UMFSk, 1:02,3 mín. Körfuknattieikur: 1. HSK. 2. UMSK. 3. UMSB. Handknattleikur kv.: 1. UlA 2. UMSK. 3. UMSSK Öll liðin hlutu jafnmörg stig, ert markahlutfall réði úrslitum. í úrslitaleik mótsins í knatt- spyrnu sigraði lið HSÞ- lið UMSB í úrslitaleik, 3—2, FH og Valur unnu FHingar urðu Islandsmeistarar i útlhandknattleik, 13. árið f röð í gærkveidi. Úrslitaieikurinn í meist- araflokki fór fram f gærkveldi milli FH og Fram og lauk með sigri FH, 20-17, og hafði FH yfirburði i síðari hálfleik, en f þeim fyrri hafði Fram yfirleitt yfirhöndina. Beztu menn hvors liðsins voru þeir Geir Haiisteinsson og Birgir markvörður, hjá FH og Sigurberg- ur Sigsteinsson hjá Fram. I kvennaflokki sigraði Valur KR með 11 mörkum gegn 4 og unnu Valsstúlkurnar Islandsmeistaratign ina þar með 5. árið í röð. Verð- launaafhending fór fram að leikj- unum loknum að Hótel Sögu, en að því loknu hlupu leikmenn FH með bikarinn til Hafnarfjarðar, 1 kflómeter hver leikmaður, og sfð- asta spölinn hljóp Birgir, fyrirliði. Úr leik sigurvegaranna HSK við UBK. Þessum Ieik lauk með sigri HSK, 29-26. B n a VALUR - B xxlBV 4-1 (2-1): VALSMENN sýna betri hliðarnar ■ Valsliðið, íslandsmeistarar í knattspyrnu 1966 og 1967 sýndi nokkrar af sínum betri hliðum í leikn- um við Vestmannaeyjar í ágætu veðri á Laugardals- vellinum í gær. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður, □ IBA - n IBK 1-1 (0-1): Léleg knattspyrna á Akureyri en þó öðrum fremur Hermanni Gunnarssyni að þakka, en hann skoraði þrjú glæsileg mörk, og það siðasta var líklega glæsilegasta mark, sem sézt hefur um nokkurn tíma. Vestmannaeyingarnir náðu forystunni á fyrstu mínútum leiksins, en þeir virtust ekki hafa þrek til að halda út leikinn. Lið þeirra leikur allvel á köflum, en framlínan er ekki nærri nógu beitt. □ Það var léleg knattspyrna, sem áhorfendum á Akureyrarvellinum var boðið upp á í norðannepju á Akureyri í gær. Jafntefli var ef til vill réttust úrslit, þó að Keflvíkingar væru nær því að sigra. Opin tæki- færi voru svo til jöfn á báða bóga. Það hafði sitt að segja fyrir Akureyringa, að Jón Stefánsson gat ekki leikið þennan Ieik, svo og að Steingrímur Bjömsson og Skúli Ágústsson urðu báðir að yfirgefa völlinn vegna smávægilegra meiðsla. Og er 15 mínútur voru eftir, var Magnús Jónatansson rekinn af leikvelli, fyrir að nota ljótt orðbragð og sætta sig ekki við úrskurði dómarans. Keflvíkingar virtust staðtáðnir í að bera eitthvað úr býtum í viöur- eigr.inni við Akureyringana, og tóku aö skjóta undan vindinum strax í upphafi leiksins. Og árangur inn lét ekki á sér standa, því að í annarri sókn skoraði Hólmbert Frið jónsson meö föstu skoti af vítateig. Eftir markið- náðu Akureyringar sókn, sem endaði með skoti Skúla Ágústssonar af stuttu færi rétt yfir slá úr dauðafæri. Þegar komið var fram yfir miðj an hálfleik náðu Keflvíkingar yfir- höndinni í leiknum og sóttu svo til stöðugt til leikhlés. Á því tímabili átti Magnús Torfason m.a. skot í stöng. í byrjun síðari hálfleiks sóttu Keflvíkingar heldur meira, en Akur eyringar áttu þó nokkra spretti. Og í einum þeirra jafna þeir leikinn. Kári Árnason óð upp völlinn, lék á 3—4 Keflvíkinga en Kjartan mark vörður iBK kom út á réttu augna- bliki og fékk varið i hom. Upp úr því fær Þormóður knöttinn á mark teig og skaut í glufu varnarveggjar ins hjá ÍBK og í markhornið. Það sem eftir var hálfleiksins voru Akureyringar meira i sókn, en þeim tókst ekki að skapa sér tæki færi, sem leiddi til marks. Keflvíkingar voru nær sigrinum f þessum leik, og hefðu ef til vill verðskuldað að sigra. Það sem sást af knattspyrnu kom frá liðsmönn um Keflavíkurliðsins. Beztur þar var Magnús Torfason, og í framlín- unni Hólmbert Friðjónsson og Ein- ar Gunnarsson, sem varð að yfir- gefa leikvöllinn öðru hverju í síðari hálfleik vegna meiðsla sem hann hlaut. Akureyrarliðið lék nú mun léleg- ar en áður. Tengiliðir liðsins voru daufir þó að þeir lékju mikið með knöttinn, en sendingar þeirra voru slæmar. Kári bar af í liði Akureyr ar, en hann Var alltaf hættulegur. Jörundur Þorsteinsson var dóm- ari i þessum leik, og virtist oft lítils samræmis hans. gæta í dómum — herb. — Það verður að segjast, að Vest- mannaeyingar áttu meira af leikn- um framan af. Mark þeirra kom á 9. mínútu og skoraði það unglinga- landsliðsmaðurinn Óskar Valtýs- son, eftir að boltinn hafði verið gefinn vel fyrir markið frá hægri. Þrem mfnútum síðar skorar Her- mann og jafnar fyrir Val. Fékk hann knöttinn á vítateig, lék á tvo varnarmenn á teignum og skaut síðan með vinstra fæti í markhorn- ið, frekar lausu skoti en erfiðu viðureignar. Næstu mínúturnar virt ust Vestmannaeyingar frekar hafa yfirhöndina, og munaði þar mestu um, að þeir virtust hafa undirtök- in á miðjunni. En smám saman ná Valsmenn að mynda sér tæki- færi, sem þó ekki nýttust. Tvíveg- is sóttu þeir fyrir opnu marki, en voru klaufalegir að geta ekki skorað. Á 31. mínútu er Reyni Jóns- syni brugðið á vítatei^, og dómar- inn Baldur Þórðarson, sem dæmdi þennan leik ágætlega, dæmdi um- svifalaust vítaspyrnu, sem Reynir skoraði úr, 2—1 fyrir Val. Aðeins mínútu fyrir leikhlé, er Sigmar Pálmason, h-útherji Vest- mannaeyinga 4 — 5 metra frá marki með Sigurð Dagsson einan til varn- ar. Skaut Sigmar föstu skoti, en Sigurður varði snilldarlega vel. Lá þó við að illa færi, því, að mið- vörður Vals spyrnti knettinum úr höndum Sigurðar og rétt framhjá stöng. Valsmenn voru síðan mun betri aðiiinn framan af síðari hálfleik. Strax á 5. mínútu skora þeir og Hermann þar enn að verki. Fékk hann sendingu á brjóstið frá Berg- sveini. Lagði knöttinn vel fyrir sig og skaut óveriandi þrumu skoti i hornið fjær, 3—1. Smám saman átta Vestmanna- eyingar sig og ná nokkntm sóknar lotum. Eitt sinn komst Sigmar Pálsson einn inn fyrir h-megin, en skaut rétt framhjá. Hafði hann’leik ið skemmt’leea gegnum vörn Vals hægra megin. en skotlistin brást á sfðustu stundu. hpear mest á reið. Aðeins mínútu sfðar skorar Her- i mann glæsilegasta mark leiksin- Fékk hann sendingu og skaut miög föstu skoti af um 30 metra færi í stöng og inn. algiörlega óveriand1 og mjög fallegt mark. eins og áður segir. Það sem eftir var leiksins sóttu Vestmannaeyingar öllu meira en tókst ekki að skapa sér afgerandf færi. Rétt fyrir leikslok náðu Vals menn hættulegri sókn, og þá er Hermanni brugðið á markteig og enn dæmdi dómarinn réttilega.víta- 10. síða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.