Vísir - 15.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 15.07.1968, Blaðsíða 8
8 V IS IR . Mánudagur 15. júlí 1968 VISIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 -'ugieiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda h.f. Kal / stjórnmálunum |Jm þessar mundir verður mönnum tíðrætt um kal í túnum, sem er alvarlegt vandamál. Ekki er minna rætt um annað kal, sem er líklega enn alvarlegra, en það er kalið í stjórnmálunum. Sífellt verða meiri brögð að því, að ungir kjósendur vilji ekki taka þátt í starfi stjórnmálaflokkanna og líti á stjórnmálamenn sem eins konar Grýlur. Þetta á almennt við um flokkana, ekki einn frekar en ann- an. Þar sem þjóðfélagsskipan okkar gerir ráð fyrir, að stjórnmálaflokkar og -menn séu burðarásar lýðræðis- ins, er þessi þróun alvarlegt umhugsunarefni. Hvað er það, sem gerir stjórnmálin svona fráhrindandi? Öllum’ stjórnmálaflokkunum er of mikið stjórnað að ofan. Að nafninu til eiga flokksmennirnir sem heild að ráða stefnunni, en í framkvæmdinni eru nærri öll völd í höndum örfárra manna. Þeir ákveða; segja svo hinum minni höfðingjum, hvað gera skuli; og hinir síðarnefndu segja síðan hinum óbreyttu flokksmönn- um, hvað sé búið og gert. Hinn almenni flokksmaður hefur ekki annað hlutverk en að samþykkja, — af misjafnlega miklum áhuga. Líklega mundi bæta úr skák að setja lög, sem tryggi lýðræðislegt skipulag innan flokkanna, svo að al- mennir flokksmenn hafi beinni áhrif á val forustu- manna sinna og þingmannsefna. Ef flokkarnir eiga að vera burðarásar lýðræðisins, verður að skylda þá til að hafa í heiðri lýðræðisleg form. Kosningalögin eru að ýmsu leyti óheppileg. Lista- kosningamar hindra að töluverðu leyti, að kjósendur geti valið um persónur, leiðtoga. Afleiðingin er sú, að þingmannasveitin verður æ litlausari. Svipleysi og al- ger jámennska einkenna marga hinna nýju stjórn- málamanna, sem mestar vonir ættu að öllu eðlilegu að vera bundnar við. Kosningarnar þurfa að verða persónubundnari eins og áður fyrr, svo að fólkið geti valið menn með raunverulega leiðtogahæfileika, menn sem það treystir, í stað flokkastarfsmannanna. Er ekki djúp gjá að myndast milli atvinnustjórn- málamannanna og hinna almennu borgara? Flest bendir til þess. Sívaxandi hluti kjósenda, einkum hinir yngstu, hafa óbeit á stjórnmálamennsku og flokka- kerfinu í heild. Þetta er hættuleg þróun og hún er fyrst og fremst flokkunum og stjórnmálamönnunum sjálf- um að kenna. Unga fólkið er fremst í fylkingu hinna óánægðu. Það vill stjórnmálamenn með nýjar hugmyndir vís- inda- og menningaraldar. Það vill starfsglaða, hrein- lynda, opinskáa, mannlega og alþýðlega leiðtoga. Ef til vill bíður það eftir sínum Trudeau eða Kennedy. Það er á valdi hvers stjórnmálaflokks fyrir sig að gera sér grein fyrir þessari þróun og velja um, hvort hann vill taka þátt í henni eða kala alveg og víkja fyrir nýjum gróðri. Fyrr eða síðar fær fólkið vilja sín- um framgengt. Viðburðirnir í T ékkósló vakíu Tékkneskir leiðtogar fúsir til að ræða vanda- málin, en vilja ráða stefnu sinni án shlutunar Samkvæmt fréttum, sem bár- ust laust fyrir helgina átti brott- flutningur sovézku hersveitanna frá Tékkóslóvakíu að hefjast s.l. laugardag. Liöiö var flutt þangaö og liö frá öörum Var- sjárbandalagslöndum til heræf- inga og var tekiö fram um þaö bil og æfingamar voru að hefj- ast, aö þaö yrði flutt, er þeim væri Iokiö. Þaö varö ekki af því. Hartnær hálfur mánuöur var liðinn, er ofangreint sam- komulag náðist Að því er sumar fregnir hermdu var talið, að flutning- amir myndu fara fram stig af stigi, og að einhver hluti liðsins mundi verða sendur heim alla leið til Sovétríkjanna. Það er augljóst mál að jafnan eru fyrir hendi skilyrði fyrir Sovétríkin, eða yfirmann Var- sjárbandaherjanna, að flytja lið skjótléga á vettvang — frá ýms- um stöðvum bandalagsins, ef á- stæða þykir til, en æfingar slík- ar sem nú hafa fariö fram hafa oft farið fram áður, ' án þess ókyrrð vekti eöa ólgu, eins og nú varö reyndin, og var þaö vitanlega vegna þeirra árása sem umbótamennirnir í Tékkó- slóvakíu verða fyrir í æ ríkara mæli í Sovétríkjunum, og er kunnugt af fréttum hvert kapp sovézkir leiötogar leggja á að beina þessum öflum aftur inn á sínar brautir, með heimsóknum, orðsendingum og símaviðtölum. M. a. var reynt að koma á fundi æðstu manna bandalags- ríkjanna til þess að ræöa þróun ina í Tékkóslóvakíu, en þeirri tillögu var hafnað, þótt tékkn- eskir Ieiðtogar neiti ekki að ræða málin, en þeir virðast ekki hafa viljaö ræða þau á ráð- stefnu, þar sem þeir stæöu ein- ir uppi. Vitað er, aö lagt er mikiö kapp á það af andstæð- ingum þeirra, að koma því til leiðar, að þeir menn í miöstjórn tékkneska kommúnistaflokks- ins, sem fylgja MoskvuleiBtog- um, fái sem sterkasta aðstööu á landsfundinum í haust. Eitt af því, sem reynt hefur verið, til þess að breyta gangi mála í Tékkóslóvakíu, er að reyna með bréfaskriftum frá hinum konnúnistalöndunum, að hafa áhrif á þróunina, og hvíldi mikil leynd yfir bréfum þessum, þar til einn hinna frjálslyndari leiðtoga Cestmir Cisar, staðfesti, að þau hefðu verið eina málið á dagskrá á löngum miðstjórn- arfundi s.l. mánudag. Cjsar sagði, aö í bréfunum hefði kom- ið fram stuðningur við tékkn- eska kommúnistaflokkinn, og „ákaflega mikil áhugi fyrir aö ástandið í landinu breyttist ekki hættulega, og fjandsamleg öfl þannig knúiö oss af brautinni að settu marki". Hann kvað tékkneska leiðtoga hafa lýst sig fúsa til þess að ræða vandamálin viö „bróður- flokkanna" en þeir heföu lagt áherziu á það grundvallaratriði, að hver einstakur kommúnista- flokkur hefði rétt til þess að finna sína eigin leiö tii sósíal- ismans. Cisar kvað ekki hægt aö birta bréfin opinberlega án samþykk- is bréfritaranna. Tilefni þeirra hafi verið grein í blöðum í Prag 27. júní, sem birt var undir fyrirsögninni „Tvö þúsund orð“. Greinin var skrifuð af tékkn- esk- slóvakiska rithöfundinum Jakobovski. Ludvik Vaculik, og rituðu undir hana sem samþykkjendur henn- ar um eitt hundrað mennta- menn. I henni var hvatt til mik- illar baráttu til upprætingar í- haldssemi (konservativisma) og til þess að stöðva starfsemi stuðningsmanna fyrrverandi for seta (Antonins Novotny). Grein inni eða ávarpinu var mótmælt kröftuglega í Moskvu. S.l. þriðjudag var birt í blöö- unum yfirlýsing frá Oldrich Kaderka, leiötoga alþjóðadeildar tékkneska kommúnistaflokks- ins. Hann kvgð svo aö orði: Sovétríkin, Austur-Þýzkaland og Pólland hafa látið í ljós mik- inn efa og alvarlegan ótta okk- ur varðandi. Ungverjar láta í Ijós mesta samúð með okkur, minnugir reynslu sinnar frá 1956. Það væri hyggilegt af okkur, segir ennfremur í ávarpinu, að hafa þetta allt til hliðsjónar, gera okkur grein fyrir öllu af raunsæi og öfgaiaust. Stefna okkar er okkar eigið mál, en við erum fúsir til þess að ræða, en hins vegar ekki til að falla frá henni. Hann hreyfði einnig fram- haldsdvöl æfingaliðsins. Hann sagðj eins og Cisar, aö ekki mundi líða á löngu, áður en liðið færi. Mikill kvíði ríkti meðal al- mennings vegna þess, að liðið kom til landsins við þessar að- stæður, en stjórnarvöidin héldu því fram að ekki væri um mik- ið lið að ræða og engar skrið- drekasveitir. En fréttir bárust um þaö síð- Dubcek. ar, aö langar raðir sovézkra brynvagna heföu sézt suðaustur af Prag, og þegar fólkið lét kvíðann í Ijós, voru birtar mynd ir í blöðum af tékkneskum her- mönnum, sem föðmuðu að sér sovézka skriðdrekahermenn við komu þeirra. Samkvæmt vissum heimild- um sendu Sovétrlkin hvorki fleiri né færri en 50.000 her- menn til Tékkóslóvakfu — og sovézkum ferðamönnum á veg- um sovézku fréttastofunnar Intourist hefur mjög fjölgaö — hver langferðabillinn af öðrum hefur komið yfir landamærin — og farþegarnir hurfu svo — og það er eins og enginn viti hvaö af þeim hafi orðið. Það virðist litlum vafa undir- orpið aö sovétstjómin ætlaði sér að koma þvf svo fyrir, að hún gæti haft liðiö áfram f Tékkó- slóvakíu, eða hluta þess, og Jakobovski yfirhershöfðingi lét óskir f ijós um þetta við Al- exander Dubcek, flokksleiðtog- ann, en hann hafnaði þeirri ósk eindregið. Jakobovski rökstuddi ósk sfna meö þvf, að efla yrði vestur- landamærin gegn NATO. Þótt Dubcek tæki fyrrgreinda afstöðu til óskar Jakobovski yf- irhershöfðingja girðir það ekki fyrir að Sovétríkin treysti að- stöðu sína þar með því að hafa þar tengslaliðsforingja, hemaö- artæknilega leiðbeinendur og þjálfara o. s. frv. (Eftir fréttapistlum tii Noröur landablaða). © George Ball, aðalfulltrúi Bandaríkjanna á vettvangi Sam einuðu þjóðanna, kom til Lond- on nýlega og heimsækir mörg lönd á næstu vikum þ.á.m. tsra el og Jórdaníu — til kynna á mönnum og málum. ® í Víetnam hafa Bandaríkja menn skotiö niöur tvær MIC þotur í þéssari viku. Q Miklir yatnavextir eru i y Pakistan og Suður-Víetnam. I þessum löndum er númonsún vindatíminn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.