Vísir - 15.07.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 15.07.1968, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Mánudagur 15. júlí 1968. r Frábær frammistaða Isleadinga: Islendingar og Svíar skildu /afnir eftir framlengingu — en Svíar sigruðu í vítaspyrnukeppni ■ Þeir komu sannarlega á óvart íslenzku piltarnir í úrslitakeppninni við Svía á laugardag. Eftir venju- legan leiktíma var staðan tvö mörk gegn tveimur og var þá framlengt, en hvorugu liðinu tókst að skora. Varð því að fara fram vítaspyrnukeppni og sigruðu þá Svíar, fyrsta íslendingnum mistókst sín spyma, en Svíarnir skoruðu úr öllum þremur spyrnum sínum. Sigruðu Svíar því í þessu norræna unglingamóti i knattspyrnu, sem fram hefur farið hér að undanförnu. íslendingar hlutu annað sætið og má það teljast mjög góður árangur, þar sem við harðskeyttar þjóðir var að etja. Er óhætt að segja, að Svíar sigruðu fyrst og fremst vegna óheppni íslendinganna, sem voru síður en svo lakari aðilinn í þessari viðureign. Barátta og leikgleði hefur einkennt leiki íslendinganna og er það spor í rétta átt, því að ávallt hefur baráttuleysið háð knattspymumönnum okkar til þessa. um í sínar hendur, virtust Svíar, sem áöur höfðu haft undirtökin ekki fyllilega sætta sig við það. Þeir bættu verulega við sig og er 5 mínútur voru til leiksloka kom árangurinn. íslenzka vörnin sem hafði staðið sig mjög vej, gleymdi eitt augnablik að fylgjast með mið herja Svíanna, Gustavsson, og fékk hann boltann til sín og var ekki iengi að afgreiða hann í netið. Töldu nú flestir áhorfendur að leikurinn væri tapaður, en virtust sætta sig við það, þar sem íslend ingarnir höfðu staðið sig mjög vel, en ... Á síðustu minútu leiksins -> io. í(ða Úr leiknum ísland - Svíþjóð. Ágúst á f höggi við einn Svíanna. Boltinn sprakk og Norðmenn Landsliðið okkar í knattspyrnu er ungt og á eflaust margt ólært, en með árangri þessum hjá ungling unum hljótum við að sjá, að efni viðurinn er góður og hann verður að virkja. Eru það tilmæli til for- ystumanna knattspyrnunnar, að þeir reyni að sinna meira þessum efnilegu unglingum, en gert hefur verið. Öðruvfsi er ekki árangurs að vænta f samkeppninni við erlend ar þjóðir. Það var stutt gaman fyrir hina mörgu áhorfendur, sem settust nið ur í rennblatita stúku Laugardals vallar til að sjá hina frísku leik- menn hita sig upp fyrir úrslitabar- áttuna því að eftir nákvæml. 35 sek hafnaði knötturinn í íslenzka mark inu. lslendingarnir höfðu farið of geyst af stað og Svíar brunuðu upp völlinn og endaði upphlaupið með stórglæsilegu marki, sem Sigfús markvörður fékk ekkí við ráðið. Islendingarnir létu markið ekki hafa nein áhrif á sig, heldur börð ust sem ljón það sem eftir var leiksins. Skiptust liðin nokkuð á um að sækja, en lítið var um hættu leg tækifæri. Þó komst Ágúst Guð- mundsson einn inn fyrir, en var greinilega brugðið, en dómaranum Hannesi Þ. Sigurðssyni, fannst ekkert athugavert, en margir töldu dómarann tólfta mann í liði Svfa. Á síðustu mfnútu hálfleiksins gaf Ólafur bakvörður háan bolta fyrir markið og skapaðist mikil þvaga, I en að lokum tókst Ágústi að ýta knettinum yfir marklínuna. I síöari hálfleik jókst harkan að | mun og gáfu fslendingarnir ekkert 1 eftir. Var því minna um spil hjá ' báðum liðum, en er liða tók á hálf leikinn sóttu fslendingarnir sig mjög og tóku aðalhlutverkið í leikn I 3. sæti — NorBmenn sigruðu Pólverja 2-0 Áður en íslendingar mættu Sví- I um sigruðu Norðmenn Pólverja | nokkuð óvænt, en það var ekkf i fyrirhafnarlaust. Fyrir mótið voru | Pólverjarnir álitnir nokkuð sigur- stranglegir, en það fór á annan veg. Bæði liðin börðust vel og lengi, en sókn Norðmannanna var murr sterkari og það reiö baggamun- inn. Fyrri hluta leiksins sóttu báðir aðilar af fullum krafti án þess að fá skorað. Um miöjan fyrri hálf- leik skallaði framvörður Pólverj- anna, Biarda föstum bolta að norska markinu, en Halvorsen markvörður varði glæsilega. Á síð ustu mínútu hálfleiksins sóttu Norð menn skemmtilega upp hægra meg in, sem endaði með skoti frá Kord en og stefndi knötturinn í markiö en á síðustu stundu tókst Gionna að koma höndum fyrir knöttinn og var þá vítaspyrna ekki umflú- in. Miðherji Norðmannanna Lund skoraði svo örugglega úr spym- unni. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörlegur, en þó brá fyrir skemmti legu spili hjá báðum aðilum. Hættu legasta tækifæri Pólverja kom á 4. mínútu, er Koniclk komst einn inn fyrir norsku vörnina, en Hal- vorsen bjargaði af mikilli snilld. Er 1 10 mínútur voru til leiksloka brun , aði hinn snjalli miðherji Norö- 10. síða Lesendur VISIS velja landslið: Finnar fundu ekki leiðina í markið — og Danir sigruðu óverðskuldað 1-0 Vilja gera fjórar breytingar Visir hefur efnt til könnunar lesenda fþróttasíðunnar á því hvernig þeir vilja iáta skipa landsliðiö f landsleiknum viö Norðmenn hinn 18. júli á Laug ardalsveilinum. Ekki virðast lesendur vera alveg sammála um hverjir skuli skipa landslið ið, sem ckki er nema von. Alls hlutu 48 knattspymumenn at-_ kvæði f könnuninni. Flest at* kvæði hlaut Hermann Gunnars son Val í stöðu miöherja, 94 at kvæði alls, næst flest atkvæði hlaut Elmar Geirsson Fram í stöðu v-útherja alls 84 atkvæði Nafn Hermanns Gunnarssonar var á flestum atkvæðaseðlum,, aðelns 12—14 seðlar bárust, þar sem ekki var gert ráð fyrir hon um f sttíðu miðherja. Annars lítur lið lesenda þann- ig út: Markvörður: Þorbergur Atla- son, Fram 36 atkvæði. (næstir komu: Guðm. Péturson KR 30 atkv. og Sigurður Dagsson, Val með 26 atkv.) Fjórir öftustu varnarmenn verða Jóhannes Atlason, Fram (42) Anton Bjarnason Fram (42) Jón Stefánsson iBA (44) Guðni Kjartansson, iBK (78). (Næstir komu Ársæll Kjartansson KR 40 Þorsteinn Friðþjófsson Val 38, Ellert Schram KR 26 og Samúel Erlingsson, Val, 16). 1 stööu tengiliöa voru valdir: Eyleifur Hafsteinsson KR 68, Halldór Bjömsson KR 44,, og Þórólfur Beck 78, (Nsestir komu: Magnús Jónatansson ÍBA 24, Magnús Torfason 12 og Baldur Scheving 10) Framlínumenn verða Hörður Markan, KR 44, Hermann Gunn arsson Val 94 og Elmar Geirs- son Fram 84 (Næstir komu Kári Árnason iBA 30, Reynir Jónsson, Val 26 og Helgi Núma son, Fram 22.) Þannig lítur liðið sem sé út, 4 Framarar, 4 KR-ingar, I Valsmaður, 1 Akureyringur og 1 Keflvíkfnaur. Nú er aðeins eft- ir að vita hvort landsliðsnefnd •in lítdr sömu augum á leikmenn ina og lesendur síðunnar.'Þegar hefur heyrzt að endanlega veröi gengið frá vali landsliðsins í ,kvöld, eftir leik Fram og KR og það þvi kunngert á þriðju- < dag, { ; í leiðinlegasta leik unglingamóts ins í knattspyrnu sem fram fór á laugardalsvellinum á laugardags- í morgun, sigruöu Danir Finna með : einu marki gegn engu. Fátt var um i fína drætti og veröskulduðu Danir : engan veginn að fara með sigur af i : hólmi. Leikurinn var úrslitaleikur- ' : inn um 5. sætið og má segja, að ' i þessi lélega frammistaða dönsku | piltanna hafi valdið talsverðum von brigðum a.m.k. í Danmörku, en al j mennt var talið að þeir myndu j sigra í kenpninni. En þar hafa nir legið í bví“. j Leikurinn einkenndist mest af i i baráttuleysi beggja aðila, þó sér- i ! staklega Dana og undantekningar- ! ! lítið spörkum beint til mótherja. ! ; Var leikurinn dæmigerð sönnun : þess, að fleiri geta leikið lélega j knattspyrnu, en við Islendingar. j í Framan af sóttu Finnar fast að : danska markinu, en fundu ekki réttu leiðina til að skora, en skutu ! í bæði skiptin hátt vfir. í síðari hálfleik sóttu Danir nokk uð f sig veðrið og töldu þá ýmsir j að hin góða danska knattspyrna' færi að láta til sín taka. En sú I bið varö nokkuð löpg eða þar til á 25. mínútu. Léku þeir þá fallega upp hægra megin og' Lynge Jakob sen gaf góðan bolta fyrir markið, Og Torben Rasmussen kom aðvíf- andi og hamraði knöttinn í netiö, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir finnska markvarðarins til að verja. Á síðustu mínútu áttu Finnar stór kostlegt tækifæri til að jafna met in, er innherji þeirra komst einn inn fyrir, en skaut í stöng og fram hjá. Um liðsmenn er það að segja að enginn sýndi neitt, sem vert er að geta um. Allir virtust vera sam taka um að gera sem minnst og reyna helzt ekkert til að gera þetta að knattspyrnuleik. Dómari var Róbert Jónsson og sannaði hann, að betri úthaldsdóm ara eigum við ekki. Einn ljóður var þó á nokkrum dómum hans, sem hann getur hæglega bætt úr þ.e. að stöðva ekki leikinn, ef það er brotið á einhverjum, en hann heldur áfram með boltann. Annars græða þeir brotlegu, en það er ekki þróun knattspyrr.unnar, eða hvað? H.g.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.