Vísir - 15.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 15.07.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Mánudagur 15. júlí 1968. Tveir ferðalangar standa á tóftarbroti bæjarhúsanna í Ög- mundarhrauni og virða fyrir sér hleðsluna. Brunahraunið sést að baki þeim, en hraun hefur runnið allt í kringum húsin. i Tslendingar eiga fátt fomra minja, þegar borið er saman við aðrar þjóðir, sem eiga margt fornra bygginga og merkra gripa. Til dæmis eigum við nær engar mjög gamlar byggingar. aðallega vegna þess, að það byggingarefni, sem forfeöur okk ar höfðu til notkunar, var ekki það varánlegt, að það stæöi af sér tímans tönn. Hins vegar hafa verið grafnar upp á sára- fáum stööum einstaka byggðir. Margt hefur unnizt, en margt er líka ógert. Slíkt merki frið- lýsir þessar fornu tóftir, þar til tóm gefst til að kanna hvað leynast kann f fomum húsatóftum Ögmundarhrauns. og munu þekktust bæjarhúsin að Stöng i Þjórsárdal, en byggö þar hefur vafalaust lagzt I eyöi vegna öskugoss úr Heklu áriö 1104 að áliti vísindamanna okk- ar. Bæjarhúsin að Stöng draga að sér ár hvert fjölda erlendra feröamanna, sem þykir fróölegt að skyggnast inn í gamla tím- ann, og virða fyrir sér húsa- skipan og hvernig hagaöi til í fornum híbýlum, en þarna sést meöal annars glögglega, hvernig langeldarnir hafa verið í hin- um fornu skálum forfeðra okk- ar. Margt hefur veriö gert í sam- i bandi við fornleifarannsóknir t fterlendis, en það er lika margt i eftlr ðgert. Þjóðminjasafnið er * að möreu leyti glæsilega út- 1 búið og upp sett, þó það sé j ekki eins fjölskrúðugt af grip- um og slík söfn annarra þjóöa, sem eiga sér flestar eldri sögu. í mörgum löndum hafa bygg- ingar og munir varöveitzt betur, bæði vegna jarðvegs og loftlags- ins. Það langmerkasta sem íslend- ingar eiga frá fomum tfma eru handritin, sem vart eiga sinn líka. Sagnaritun og annálarit- un hefur tíðkazt fram eftir öld- um í flestum hlutum landsins, og þannig má rekja atburði lið- inna tíma frá þvf Islandsbyggð hófst. l?n þeir staðir finnast á land- inu, sem eiga sér enga sögu, þó þau ummerki sjáist enn þann dag f dag, að. þar hafi miklir atburöir gerzt fyrr á öldum. Einhvem tíma á ámnum 1340— 1350 voru ur.ú miklir jarðeld- ar á Reykjanesfjallgarðinum, og rann hraun í sjó fram á báöa vegu. Hraun rann norður í sjó fram, niður í Straumsvík, þar sem nú er unnið að byggingu alúmíníum-verksmiðju, en það hraun heitir Nýjahraun. Síðar var það kallað Kapelluhraun eft- ir kapellu, sem byggð var við vegarslóðann í gegnum hraunið. Sést glögglega móta fyrir tóft kapellunnar enn í dag, þó hraun ið hafi verið fjarlægt allt f kring og notað sem uppfylling- arefni. « Suður af fjallgaröinum féll annar hraunstraumur og alveg til sjávar á breiðu svæði. Nefn- ist þetta hraun Ögmundarhraun. Hraunið er mikið brannið og illt yfirferðar. Tveir hólmar era f hrauninu, sem hafa sloppið ó- brunnir, þegar hraunið rann á sfnum tíma. Óbrynnishólar heit- ir annar, en hinn Húshólmi. Hef ur gengið sú munnmælasaga, að smali hafi sloppið naumlega með fé sitt í Óbrynnishóla, þegar hraunið rann, en margur hyggur þá sögu ekki eiga við rök aö styðjast. En rétt viö Húshólma eru miklar tóftir eftir stórt byggt ból, sem eldgos þetta hefur eytt, en túngarðar miklir liggja undan hrauninu og i Húshólmann. Hraunið hefur runnið utan um bæjarhúsin og sums staðar inn f þau inn um dyrnar. Sums staðar sér einnig á mannvirki, sem hafa orðið .hraunflóðinu al- gjörlega að bráð. Bær þessi hefur verið byggð- ur með fomu lagi, það er að segja skálar, eins og venja var á tímurn víkingaaldar. Skálamir era að minnsta kosti þrfr og svo tvö eða þrjú hús önnur. Eitt þeirra er greinilega smiðja, enda mun einhvem tfma hafa verið stungið upp úr þvf af fomleifafræðingum okk- ar og mtmu þeir þá hafa kom- ið niöur á viðarkol. Fyrir enda sumra húsanna hafa myndazt hringlaga þrær, auðsjáanlega þannig, að hraunið hefur runnið glóandi utan um eitthvað, sem hefur verið eins og stórar sátur, en brunnið eða grotnað sföan, en hraunið stend- ur eftir eins og mót af því, sem þama hefur verið, hvort sem það hefur verið hey, eða eitt- hvaö annaö. í einni skálatóftinni sér þess greinilegá merki, að hraunið hefur runnið inn á gólfið, inn um dymar til endans, en sjá má hvar stoðir hafa verið und ir þekjunni, þvi hraunið hefur runnið um stoðimar og storkn- aö, en þær síöan brunnið eöa rotnað, þvf reglulaga holumar eftir stoðirnar era eftir. Skammt frá skála þessum sést inni f hellisskúta hleðsla mikil, en annað hvort er það húsveggur eöa túngarðshleðsla. Þarna er hraunið orðið þykkra, enda fjær Húshólma. Um það bil hundrað metrum neðar og nær sjónum era tóft- ir af allstóra húsi, en miklir veggir hafa vamað því, að hraun ið gleypti þetta hús. Hafa marg- ir gizkað á, að þetta sé kirkja, þó ekki sé það talið fullvíst. TTll þessi hús standa f halla að sjónum, en þama er eins og hraunið hafi fyllt upp vfk inn í landið. Hvaða byggð er þetta og hver er saga hennar? Um þetta atriði era menn -ekki á eitt sáttir, þvf þaö virðist vanta skrifaðar heimildir um þessa atburði. Hvergi eru til frásagnir um brottflutning fólks eða mannskaða vegna þessara hraunflóöa, sem eytt hafa þama mikilli byggð. Þaö er ekki einu sinni vitað um nafn þessarar byggðar, þó hefur þetta auð- sjáanlega verið mikill bær eftir tóftum að merkja. Sumir hafa slegið fram þeirri ágizkun, að þama hafi verið hin gamla Krísuvík, því engin vfk sé, þar sem Krísuvíkur- byggðin var um aldamótin eða er nú, en hins vegar megi sjá þess merki, að vík sé inn í landið við þetta eydda bæjar- stæöi. Um þetta getur enginn sagt með vissu. Furðulegt er að ekki skuli vera til neinar sagnir urfi þessa byggð eða þá atburöi. sem hafa skeð, þegar þessi byggö eyddist, sem hljóta þó að hafa verið í frásögur færandi. Skarðs annáll getur þess árið 1342, að eldar séu uppi í Dyngjufjöllum á Reykjanesskaga,' en eldarnir hafa borið þannig yfir fjöllin, þó eldstöövamar séu nokkra sunnar. Frásagnir herma á þessum áram frá furðustranda-skipum, sem talin era hafa komið frá byggð norrænna manna í Vest- urheimi, Og vora skip þessi með dýrmætan trjávið að talið var, og skipin voru talin vera frá Bristol. Ennfremur vitum við ýmislegt um menn og málefni þessarar aldar, þegar miklar væringar voru með mönnum og ófriður milli höfðingja, en eng- inn hefur fundið sig knúðan til að rita sögu þessarar byggðar, sem eyddist af eldi. Kannski hefur sú saga glatazt á hinum erfiðu öldum, sem á eftir komu, í niðurlægingu hungurs og Móðuharðinda. En mundu ekki fræðimenn okkar geta lesið aö einhverju leytl sögu þessa staðar á sama hátt og þeir hafa gert meö svo mikfum ágætum annars staðar á landinu? Eru ekki líkur til, að einhverjir gripir kynnu að finnast í þessum tóftum, ef f- búamir hafa skyndilega orðið að hverfa á brott? Þó er lík- legt að mestallt úr viði hafi brunnið, þó ekki sé ólíklegt, að einhverjir munir úr málmum kynnu að leynast á þessum stað auk þess sem f ljós kæmi húsa skipan og tilhögun á hinu foma býli, sem lægi betur við fyrir okkur sjálf og gesti vora, sem koma f auknum mæli til lands- ins, aö skoöa. Gamli tíminn á meiri og minni ítök í okkur öllum, svo það væri fróðlegt, ef okkar vísu mönnum þætti það ráölegt að grafa upp þessa fomu byggð og láta hana þannig segja sögu sína, þó við kannski aldrei getum nafngreint þá, sem þama hafa búiö og háð sitt brauðstrit. Tjað tegur 3—4 stundarfjórö- unga að rölta frá vegin- um og niður að þessum tóft- um, svo þeir era fáir, sem leggja leiö sína þangaö, enda lætur staðurinn lítiö yfir sér og á sér ekki einu sinni kunna sögu. Þetta eru þvf rislágir minnis- varðar hins foma íslenzka og óþekkta búanda, sem hefur háö sitt ójafna stríð við hamfarir óblíðra náttúruafla. Nóg hefur það verið að heyja baráttuna við sjóinn og sækja egg og fugl f bergiö, þótt ekki bættist ofan á eldur úr iörum jarðar. En kannski erum við einmitt niðjar þessa ókunna búanda og eigum honum það að þakka, að viö skulum hreinlega vera til í dag. Það er aldrei að vita, þvi þaö er hin stóra gáta. Kannski gerir það ekkert til, þó við fáum aldrei að vita neitt um þetta fólk, en það er bara svo gam- an að geta í eyðurnar og hverfa langt aftur í tímann í huganum, þegar maður stendur á þessum gömlu tóftarbrotum suður í Ögmundarhrauni. Það væri óskandi að þessi bær yröi grafinn upp til fróðleiks og forvitni. Þrátt fyrir það að hraun hefur eytt þessu býli, þá hefur hraunið jafnframt hjálp að til aö styðja við hlaðna vegg- ina, svo að manni finnst aö þetta geti varla veriö eins gam- alt og raun ber vitni. Þeir fjár- munir, sem varið kynni aö verða til slíks uppgraftar ættu að geta skilaö sér með því aö gefa feröafólki tækifæri til aö forvitnast inn í endurbyggðan slfkan bæ, eins og staðið hefur á þessum stað á miðöldum. Jón Kristinn. Þeir félagarnir standa á gömlum túngarði, sem hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma, en er nú fallinn og uppgróinn. Túngarðurinn hverfur undir hraunið til vinstri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.