Vísir - 15.07.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 15.07.1968, Blaðsíða 12
/ 72 VISIR . Mánudagur 15. júH iuoo. ANNE LORRAINE — Ég — ég elska þig Tony, sagði hún loksins. —En ég verð að taka þetta starf aö mér fyrst. Ég verð að standa við það sem ég hef lofað. En kannski seinna ... Hann sleppti höndunum á henni og stóð upp. — Kannski aldrei, sagöi hann reiður. — Heldurðu að ég hafi ekki heyrt nóg af slíku, sið- an ég var svo þroskaöur að skilja það? „Ekki núna, heldur seinna.“ Ég hef heyrt hann föður minn segja þessi orð upp aftur og aftur. Ég man enn þegar ég varð sjö ára. Faðir minn' hafði iofaö að verða heima, og hann hafði lofaö að kaupa hvolp handa mér. Hann efndi hvorugt. Hann gat ekki kom- ið í afmæliö, vegna þess aö sjúkra- húsið gerði boð eftir honum, og hann gat ekki keypt hvolp handa mér, af því að þaö yrði til ónæðis á heimilinu, og það mátti ekki ske, skilurðu það? Ég heyri orðin, eins og hann hefði sagt þau í gær: „Þú skalt ekki setja það fyrir þig, dreng ur minn. Þú færö hann ekki núna, en kannski sfðar“. En það kom aldrei neitt „síðar“, vitanlega. Eins mundi verða um þig, Mary. Aldrei síðar má veröa nein truflun á starf- inu þínu — ekki einu sinni ást þín til mín má trufla þig. Jæja. Ég kæri piig ekkert um þess konar ást, skiluröu það? Ég vil ekki stjana kringum þig, þá sjaldan þú hefur einhvem tíma aflögu. Ég vil eiga konu, en ekki konu sem ég verö að spyrja fyrirfram, hvenær ég megi trufla hana. Ég hef fengiö nóg af læknunum um ævina! Og mér er óskiljanlegt hvernig ég fór að því að veröa ástfanginn af lækni, eftir allt sem ég hef upplifað. En BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI Vel með farnir bílar í rúmgóðum sýningarsal. Umboðssala Við tökum velútlítandi bíla í umboðssölu. Höfum bilana tryggða ■ gegn þjófnaði og bruna. | SYNINGARSALURIHN SVEINN EGILSSOIÍ H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 eitt veit ég — ég vil þig ekki tví- skipta milli mln og starfsins þíns. Annaðhvort velurðu starfið — eða mig! Hann brosti til hennar en beiskja var í brosinu. — Þér finnst furöu- legt, aö maður krefjist þess af kon- unni sinni, að hún fómi sér fyrir heimilið og fjölskylduna, er það ekki? Nei, Mary — þetta gæti aldrei blessazt. Ég finn það núna. Rétt í svipinn fannst mér aö það gæti blessazt, en mér skjátlaðist. Og mér skjátlaðist, þegar ég hélt á- fram að vera meö þér, eftir að ég vissi að þú varst læknir. En ég gat ekki skilið við þig. Ég hlýt að hafa elskað þig frá þeirri stundu, að ég sá þig fyrst. Hann sneri sér frá henni og hún kallaöi: — Tony — viö megum ekki skilja svona! sagði hún angurvær. — Við erum ung — nógu ung til þess aö bíða um stund. Lofaðu mér aöeins að reyna þetta starf! — Og á eftir kemur annað starf, og svo enn annað' starf, sagði hann raunalegur. — Við erum engin börn góða mín. Ég er nógu gamail til þess að vita, aö ég vil ekki eiga konu, sem hugsar meira um frama sinn en manninn sinn, og þú ert nógu gömul til þess að vita, hvað þú þráir mest í lífinu. Þú nefur sannað, að það er ekki ég, sem þú þráir mest, Mary. — En ég get ekki misst 'þig, sagði hún. — Ég elska þig, Tony! Ég er að reyna að gera það eina rétta, og ég get ekki látið þetta tækifæri ganga mér úr greipum, skilurðu það ekki? Það væri rangt af mér að gera þaö. — Rangt gagnvart hverjum? Mary starði á hann; þessi ein- falda spuming kom flatt upp á hana. . — Jæja, sagði hann, þegar hún svaraði ekki. — Byrjaðu þá á þessu starfi þínu, — ég hverf að mfnu. í Ég skal lofa þér því, að ónáöa þig-1 ekki framar. Ég vil ekki trufla þig j á þessari framabraut þinni, ef þú j biður mig ekki um það. Ég mun | aldrei framar biðja þig um aö sjá j mig, nema þú sfmir eða skrifir mér : og segist vilja giftast mér. j — Tony! Hún stóð upp og rétti; fram báðar hepdurnar. — Ég get ekki gengið að pvf. Gætum viö ekki sézt við og við? Við getum orðið vinir áfram, og svo tölum við aftur um þetta þegar frá Iföur. Við höf- um átt svo margar góðar stundir saman. — Já, það hefur svei mér verið gaman! sagði hann með ákefð, og nú var hann reiður. — Það gat hann Tony þinn þó, fannst þér það ekki? Ég gat gert þér ofurlitla tilbreytingu í leiðindunum. En ég skal segja þér ■II PIRA-S YSTEM Tvlmælalaust hagkvæmustu og fjölbreyttustu hillu- húsgögrjin á markaðnum. Höfum lakkaðar PIRA-hillur, teak, á miög hagstæðu verði. Lítið f SÝNINGARGLUGGANN, Laugavegi 178. i STALSTOÐ s/f, Laugavegi 178 (v/Bolholt), sími 31260 I; .•.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v/.v.v.v.v.v.v.v.v : ! nokkuð, sem þú getur auðsjáanlega ekki skilið, doktor Mary. Ég haföi ekkert gaman af þvf! Það vill svo til, að ég er ástfanginn af þér — það var ekki svo að skilja, að ég væri að hugsa um að hafa tóm- stundaskemmtun af þér, þegar ég hafði ekki annað að hugsa. Ég óska mér konu, ekki vinstúlku, sem ég geti hitt viö og við. Og ég vil ekki aö þú leggir mig á metaskálar móti starfinu þínu þangað til þú gangir úr skugga um hvað sé meira viröi. Taktu framastarfið — og ég vona að þaö veiti þér lífshamingju, blýi þér um hjartarætumar og gefi þér allt sem þú þráir. Vertu sæl, Mary! Hún kallaði aftur á hann, en hann leit ekki viö. ALLT EÐA EKKERT Þegar Tony var horfinn út úr hliðinu, settist Mary á bekkinn aft- ur. Hún skalf frá hvirfli ti'l flja, hún var veik. Og ég kalla sjálfa mig lækni, hugsaði hún með sér. Ég er að segja sjúklingunum að þeir eigi að herða upp hugann! Jæja. Hún hafði valið. Hún hafði orðið að velja á milli framans og hjónabandsins, hún varð að taka annað en ekki hvort tveggja. Hún hafði valið þessa leiðina, eft- ir langa umhugsun. En hvemig gat ung stúlka vitað um allar þær til- finningar, sem vakna þegar ástin er'komin til sögunnar? Mary haföi þótzt svo örúgg um sjálfa sig, en það var vegna þess, að hún hafði engan grun um tilfinningamar, sem lágu f leyni í hjarta hennar. Eng- inn hafði sagt henni hvemig henni mundi verða innanbrjósts, þegar maður eins og Tony kæmi til sög- unnar og krefðist þess að hún yrði aö afsala sér starfinu hans vegna. En þegar þetta var skeð, var hún alveg eins og aðrar stúlkur — hvorki veikari né sterkari — að- eins klofin í tvennt. Annar helm- ingurinn þráði að halda trútt við starfið, sem hún hafði kjörið sér’ en hinn helmingurinn þráði að hlýða rödd hjartans. Á heimleiðinni í sjúkrahúsið var Mary eins og hún gengi f svefni. Henni vár ómögulegt að hugsa Föt Tarzans! Af hverju skllur hann þau eftir hér? Hvað hefur komið fyrir hann og mömmu? Regnið hefur máð út öll verksummerki. .1 nokkra daga leitaði Korak að Tarzan og Jane, en allt í einu... Ég heyri til mannaferöa. Þrælasölumenn! Skyldu þeir hafa hand- tekið Tarzan og mömmu? skýrt. Nú var hún þama ein. Tony hafði farið frá henni og mundi aldrei koma aftur, nema hún bæði hann um að giftast sér. Hún fór beina leið upp 1 her- bergið sitt, en ekki hafði hún setið þar lengi þegar síminn hringdi. — Getið þér komið f Charles- deildina? var sagt. — Ég er dá- lítið hrædd um einn sjúklinginn, læknir. Hitinn fer sfhækkandi og hann kvartar um andþrengsH. — Ég kem strax. Hún opnaöi klæöaskápinn og tók fram hvíta sloppinn. Þegar hún hneppti honum að sér var hún ai- veg róleg og hugsaði aðeins um sjúklinginn, sem hún átti að vitja. Hún fann að nú var hugsanagang- urinn afveg skýr aftur. Það var Mk- ast og hringingin hefði rekið öll vandamálin á burt. Nú var hún eins og ný manneskja — eða var þetta aðeins önnur hlið á sömu mann- eskjunni? Þetta var Mary Marland, læknirinn; hin Mary-in sat enn á bekk f garðinum og var að gráta. vegna þess að hún gat ekki náð f allt sem hún óskaði sér. Hún gat meira að segja brosað aö hinni útgáfunni af sjálfri sér, er hún gekk gegnum garðinn, inn í skurðlækningadeildina. Mary vann af kappi næsta klukkutímann. Kvfði hjúkrunarkon- unnar var ekki ástæðuiaus. Maiy símaði til læknisins, sem hafði skor ið manninn, og harœ. kpm og síáp- aði fymir hvað ætti að gera, og hön fór f öllu að, eins og hann hafði mælt fyrir. Þegar hann var farmn náði hún í vökukonuna og sagði henni hwem- ig hún ætti að fara með sjSKl- inginn um nóttina. Áðttr en bún fór út úr stofurmi gekk hito að Maðarmn sem aWrei les auglýsingar Iesa allir REIKNINGAR * LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... C>oð sparar vður t'ima og ó\bægindi INNHEIMT USKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð — Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3finur) O

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.