Vísir - 15.07.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 15.07.1968, Blaðsíða 5
PIPPÍ: *í var einnig keppt í dráttavélarakstri, þar sem mikið reyndi á ökumann- f! .Éa............ VlSIR . Mánudagur 15. júlí li»o8. :v- 1 skærlituðum æfingabúningum gengu íþróttaflokkarnir í fylkingu inn á leikvanginn að Eiðum, þar sem mótið var siðan sett. Gott veður og manngrúi á landsmótiriu að Eiðum Tjúsundir iþrótta- og æsku- manna sóttu 13. landsmót UMFÍ, sem haldiö var aö Eiöum um helgina í glampandi sól og sumarveðri. Gott veður, fagurt umhverfi, íþróttaandi og gott skipulag mótsins geröi þaö að verkum, að mótsgestir undu sér vel og allt fór eins vel fram, eins og frekast varð á kosiö. Undirbúningi mótsins var að mestu lokið, þegar fólk tók að drífa að ■ á föstjidag úr flestum landshlutum. Tuttugu héraös- og ungmennasambönd sendu þarna fulltrúa sína á mótið og síðdegis á föstudag hafði hver hópur slegið upp tjaldbúðum og komið sér fyrir á sínu af markaða svæöi, en gesti dreif að allt fram á sunnudag. Fyrir öllu hafði verið séð. Keppendur haföir afsíðis, svo að þeir yröu fyrir sem minnstu ónæði, bif- reiðastæöi afmörkuð og þeir, er komu lítt birgir af mat gátu keypt sér beina í barnaskólan- um. Fólk notaði föstudagskvöld- iö til þess að rölta um og kynna sér mótssvæðið, en yngra fólk ið sem ekki viðurkenndi nein þreytumerki, brá sér á danspall inn og fékk sér snúning. Um miönætti var þó komin ró á tjaldbúðirnar og flestir lagstir til svefns, enda veitti ekki af hvíldinni fyrir áreynsluna á laug ardag og engum þýddi að bera því við, ef árangur yröi slæ- legur, að hann hefði ekki sofið eða hvílt sig nóg. Þrátt fyrir góðan ásetning sváfu þó ekki allir einum blundi, því að nóttin var köld og setti hroll að mörg um í tjöldunum. Klukkan níu á laugardags- morgun höföu íþróttaflokkarnir myndað fylkingar á knattspyrnu vellinum og við undirleik Lúðra sveitar Neskaupstaðar marsér- aði fylkingin undir stjórn Þor- steins Einarsonar, ’ íþróttafull- trúa, inn á leikvanginn. Fólk var árrisult þennan morgun og hátt á annað þúsund manns var sam an komið á leikvanginum og á áhorfendahólnum, sem af náttúr ímnar- og manna höndum var þannig úr garöi gerður, aö fólk sat þar á grasi grónum bekkj- um. Ungmenna og íþróttasamband Austurlands hafði veg og vanda að mótinu og undirbúningi þess og mælti fyrstur nokkur ávarps orö formaður þess, Kristján Ingólfsson, en næstur tók til máls séra Eiríkur J. Eiríksson Bauð hann gesti velkomna og sérstaklega heiðursgest móts- ins, Bjarna M. Gíslason, skáld og rithöfund ,en síðan setti hann mótiö. Fyrir hönd héraðssam- bandsins, Skarphéöins afhenti Stefán Jasonarson, Birni Magn- ússyni, formanni mótsnefndar, silkifána — Hvítbláin — 'sem dreginn var að húni. Síðan hófst keppni í frjálsum íþróttum, sundi, knattleikjum og starfsfþróttum, sem stóð allan daginn fram á kvöld, en þá tóku við skemmtanir og dans fram til miönættis. Gestir gengu á milli og fylgdust með því, sem hugur þeirra stóð til, en dag- skráin var svo f jölbreytt, aö eng um var kleift að fylgjast með öllu í senn. inn, ef hann átti aö sleppa árekstralaust í gegnum allar hindranir. Ingvar Jónsson frá Fnjóskadal ekur traktornum hér á milli hliða. Sóra Eiríkur J. Eiríksson, setur landsmótið úr grasi grónum ræðustól. Milli þess, sem íþróttafólkið keppti í sínum greinum, hvíldi það sig í tjöldunum og lét tím ann líða við gítarspil og söng. F. v. Inga Hafsteinsdóttir, Jóhanna Hreinsdóttir og MargrSt Jónsdóttir, allar í handknattleiksflokki Kjalnesinga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.