Vísir


Vísir - 22.07.1968, Qupperneq 2

Vísir - 22.07.1968, Qupperneq 2
V ! S I R . Mánudagur 22. júlí 1968. Hörður Markan — skoraðl beint úr hornspyrnu. . Island — Færeyjar 27:17 (11:8) Islendingar unnu með Wmarkamun — Bergur GuÖnason skoraöi 9 miörk i fyrsta landsleik sinum íslendingar unnu Færeyinga i landsleik í handknattleik, sem leik inn var í Þórshöfn í Færeyjum á laugardag með 27 mörkum gegn 17. Leikurinn fór fram á malbikuðum velli utan húss og var nokkuð vel leikinn. Islendingum gekk nokkuö erfiðlega framan af og um tíma í fyrri hálfleik höfðu Færeyingar yfir, en er kom fram yfir miðjan fyrri hálfleik náðu íslendingar for ystu og héldu hennl eftir það til leiksloka. Það var Ágúst Ögmundsson, er skoraði fyrsta mark leiksins strax í byrjun, síðan fær Geir vítakast en skaut í stöng, og stuttu sfðar jafna Færeyingar. Ágúst nær foryst unni á ný með fallegu marki, en Færeyingar ná forystunni með tveimur fallegum mörkum, 3—2. Þá skorar Bergur Guðnason sitt fyrsta mark og jafnar. Þetta varð ekki síðasta mark Bergs, sem lék nú sinn fyrsta landsleik og varð lang markahæstur í leiknum og átti prýðisgóðan leik. Stuttu síðar náðu fslendingar forystunni með B-liðið vann Fœreyingana 3:0 — i bófkenndum leik i fjokumollu íslendingar unnu Færeyinga f landslelk i knattspyrnu f Þórshöfn f gær, með 3 mörkum gegn engu. íslendingar tefldu fram B-liði gegn færeyska liðinu, en f llði íslendinga léku þó þrfr af þeim er léku f A- landsliöinu gegn Norðmönnum á fimmtudag. Það voru þeir Hörður Markan, Björn Lárusson og Gunnar Felix- son, sem skoruöu mörkln, öll f síðari hálfleik. Eins og fyrr segir var ekki mik- ið um knattspyrnu f leiknum, knött urinn gekk frekar milli mótherja enn milii tveggja samherja. Var frekar lítið um hættuleg færi á báða bóga, en fslendingar voru þó ákveðnari við markið. Leikur- inn fór fram í kalsaveöri og þoku, og voru áhorfendur margir. Fyrri hálfleikur var tíöindalaus, og ekkert mark skoraö. Komst hvor ugt markið í teljandi hættu, fslend ingar þó heidur betri aðilinn. í síðari hálfleik hélzt sama þófið áfram, en á 8. mínútu sóttu íslend ingar að færeyska markinu og úr hornspyrnú skoraði Hörður Mark an mjög laglega beint í markið. Á 15. mín. skoraði Björn Lárusson annað markið eftir sendingu frá Hreini Elliðasyni. Gunnar Felixsson fékk á 23. mín, útu sendingu, þar sem hann var einn og óvaldaður og markvörður einn til varnar. Skaut Gunnar fram hjá markverði Færeyinga, sem kom út á móti honum. Þaö sem eftir var sóttu íslendingar öllu meira, en Færeyingar áttu þó sitt bezta ’tækifæri eftir, en þá skutu þeir beint á Kjartan markvörð og siðan framhjá xipnu marki. Sigur fslands var verðskuldaður en of mikill eft- ir gangi leiksins. Færeyingar voru áþekkir ísl. liðinu, en bitlausir við markið. fslenzka liðið var betri að- ilinn f leiknum, en þó átti enginn sérstakur góðan leik. Meistaramótiö i frjálsum hefst i kv'óld: Keppendur hátt á annað hundrað Meistaramót Islands í frjáls- um iþróttum hefst íkvöld kl. 20 á Laugardalsvellinum i Reykjavik. Keppcndur i mótinu eru hátt á ann aö hundrað, og eru mjög margir þátttakendur í sumum greinum. T.d. eru 17 keppendur í langstökki og 9 i 1500 m hlaupi. í kvöld verð- ur keppt í mörgum skemmtilegum greinum, svo sem hástökki karla, kúluvarpi, þar sem Guðmundur ! Hermannsson er meðal keppenda, Guðmundur kastar — setur hann nýtt met i kvöld? ’marki Einars Magnússonar og þá skora lslendingar tvö næstu mörk, og hafa yfir 6—3. Færeyingar ná að minnka bilið niður f tvö mörk, 8—6 og enn siðar rétt fyrir leik- hlé, í 1 mark, 9 — 8 en mörk frá þeim Hiimari Björnssyni og Geir Hallsteinssyni tryggja fslandi, 3ja marka forystu í hálfleik, 11—8. Markamunurinn hélzt óbreyttur í byrjun síöari hálfleiks, en íslending ar komust þó 5 mörkum yfir, 15— 10, þá skora Færeyingar tvö næstu mörk, og ná að minnka bilið aftur niður f þrjú mörk, 15—12. Bergur skorar þá tvö mörk úr vítaköstum, 17—12 og eftir það virðist sigur Islendingar nokkuð öruggur, enda juku þeir frekar bilið en hitt. Voru það einkum þeir Bergur og Jón Hjaltalin, sem skoruöu á því tíma bili. Lauk leiknum því með verð- skulduðum sigri Islendinganna, 27 —17. Langflestir íslenzku leikmann- anna áttu góðan leik. Markverð irnir báðir voru góðir, Þorsteinn lék lengst af í markinu og varði m.a. vftakast, en þann tfma sem Guðmundur var inn á var mark- varzlan ekki lakari, og varði hann einnig vítakast á síðustu sekúndu leiksins. Mörkin skoruðu: Bergur 9, Ágúst, Einar og Jón Hjaltalfn, 4 hver, Geir Hallsteinss. 3, Öm Hall steinssson, Sigurður Jóakimsson og Hilmar 1 mark hver. í færeyska lið- inu átti markvörðurinn Mamar Gárd mjög góðan leik og varði m.a. vítaskot frá Geir. Þá var Svein- björn Zakariason, og góður sem Bergur — markahæstur í fyrsta Iandsleiknum. og þeir Petur Hojgárd, Sverre Jak- obsen og Jon Peter Midjord. Leik- inn dæmdi danskur dómari, Olsen. Áhorfendur voru 12—1500. KR-b vann lið Völsunga frá Húsa vík með 2 mörkum gegn 1 í spenn andi leik á Melavellinum í gær. I hálfleik var jafnt, 1 — 1. ';' ’l-■ ..... Daninn Steen Smith Jensen setti um helgina nýtt danskt met í stang arstökki, stökk 4,81 m á móti i Skellefteham, gamla metið átti hann sjálfur, en það var 4,75. 800 m hlaupi, þar sem keppendur eru 7. Keppni verður eflaust spennandi í mörgum greinum, svo sem I 200 m hlaupinu, en þar eru 10 þátttak endur. Þá má minna á hástökkið, kúluvarpið og 800 m hlaupið. Kven fólkið keppir einnig í kvöld, og verður m.a. keppt i kúluvarpi og hástökki. Keppni verður eflaust hörð f hástökkinu, því aö fjórar fyrstu á landsmótinu aö Eiöum stukku allar 1,44 metra. Auk þeirra keppir Ingunn Vilhjálmsdóttir iR, sem nýlega stökk 1,50 metra. Eins og fyrr getur hefst mótið kl. 20 f kvöld og verður enginn svikinn af að sjá keppnina á Laugardals vellinum. #íVIc«í#«í’ Srúttir Vestur-Þjóðverjinn Henfried Bir lenbach setti nýtt Evrópumet i kúluvarpi á Ítalíu á laugardag. — Hann kastaði kúlunni 20.18 m. Metið var sett f 6 landa keppni, sem fram fór á Ítalíu um helgina. Úrslit í nokkrum greinum: 100 m hlaup: Bambuck, Frakkl. 10.2 sek 400 m: Mueller, V-Þýzkal. 46,5 sek, 800 ,m: Kemper, V-Þýzkal. 1.49,4 mín, 400 m grind: Hennige Vestur Þýzkal. 50,5 sek, Langst: Pani, Frakkl. 7,86 m. Spjótkast: Salomen V-Þýzkalandi 75.56 m. Stangar- stökk: Dionisi, Italíu, 5.10 m. 4x100 m boðhlaup V-Þýzkal. 40,2 sek. Shnoes Eusebio. Eusebio, Torres og fleiri stjörnur Benfica koma hingað örugglega — segir portúgalskur ijyróttablaöamaöur, sem hér var um helgina □ Portúgalskur blaðamaður, Mendonsa Ferreira, var hér á landi um helgina á vegum portúgalska íþróttablaðsins „Record“ að safna efni um íslenzka knattspymu, ísland og þá sérstaklega knattspymu- félagið Val, sem leikur eins og kunnugt er við Ben- fica. Vísir átti viðtal við hann um komu Benfica hingað og um stjörnur liðsins, og birtist viðtalið hér á síðunni á morgun. Sagði Ferreira m. a., að það mætti teljast alveg ömggt að Benfica sendi hingað sitt sterkasta lið, þ. ám. Eusebio, Torres, Augusto, Graza, Coluna, Simoes og fleiri. Viðtaliðl birtist hér á síðunni á morgun. |

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.