Vísir - 02.08.1968, Blaðsíða 12
12
! iflftBiC
VI I R . Föstudagur 2. ágúst 1968.
ANNE LORRAINE:
— Ég hélt, aö við værum aö tala
um mig, tók hann kuldalega fram í.
— Faðir minn þarf ekki aö skipta
sér af þessu, og þú reyndar ekki
heldur, Mary. í annað skiptiö á
ævinni geri ég það, sem ég tel rétt,
og ég hvarfla ekki frá því, hvaö
sem þú segir. Og nú kem ég aö
hinu atriðinu. Viltu hlusta á þaö?
— Ég — ég veit ekki, sagði hún
óróleg. — Tony, það hefur líklega
verið misráðið af mér aö koma
meö þér. Viö höfum ekkert að
tala saman um — engar á-
kvaröanir að taka — ekki úr
þessu.
Hann tók utan um hana og
horföi á angurvært andlitið. —
Við höfum meira en nóg að tala
saman um, og viö þurfum aö
taka mikilsverða ákvöröun,
sagði hann. — Ég sagöi einu
sinni, að ég ætlaði ekki að minn
ast á ást og hjónaband við þig
oftar, nema þú kæmir til mín.
Mér hefur snúizt hugur hvað
það snertir. Ég spyr þig einu
sinni enn, elsku Mary: Viltu gift
ast mér?
— Tonv ... byrjaði hún.
Hann þrýsti henni að sér, og
áður en hún gat sagt meira, sneri
hann andlitinu að henni og kyssti
hana.
Hvorugt þeirra sá bílinn, sem
kom á móti þeim, og ekki vissu
þau heldur, að þau sáust greinilega,
af þeim, sem sat í bílnum.
— Jæja! sagði Tony loksins og
sleppti henni. — Viltu nú með-
ganga, að þú elskir mig? Hvort er
þér mikilsverðara, Mary — að vera
læknir eða að verða konan mín?
Mary færði sig fjær honum. Hún
var föl. — Þetta er illa gert af þér,
Tony, sagöi hún. — Við getum ekki
BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI
"Sip'-
Skoðið bílana, gerið góð kaup — Ovenju glæsilegt úrval
Vel með tarnir bilar
í rúmgóðum sýningarsal.
Umboðssala
Vi8 tökum velútlítandi
bíla I umboðssölu.
Höfum bílana tryggða
gegn þjófnaði og bruna.
SÝNINGARSALURINN
SVEINN EGILSSON H.F.
LAUGAVEG 105 SÍMl 22466
hrifsað gæfuna svona, þú hlýtur að
skilja það. Þó að viö séum ástfang
in ...
— Þú játar það þá! sagði hann
hróðugur. — Loksins, Mary!
Hann ætlaði að faðma hana aft-
ur en hún hristi höfuöiö.
— Skiluröu ekki að ekkert má
hindra gæfu okkar, ef viö elskum
hvort annað? hélt Tony áfram. —
Ég elska þig, og þess vegna get
ég ekki gert það, sem þú stingur
upp á meö tilliti til Anne. Þú elsk-
ar mig, og þess vegna er allt hjal
um, að þú getir ekki gifzt vegna
starfsins, ekki annað en hégómi.
Þegar tvö elskast, þá verður það
að ganga fyrir öllu. krtu ekki sam
mála mér um þaö?
— Ég — ég veit ekki, byrjaði
hún hikandi. — í hjarta mínu óska
ég þess, að ég gæti veriö þér
sammála, en það er eitthvað, sem
aftrar mér. Ég veit ekki, hvað þetta
„eitthvað“ er — ef það er ekki það,
að ég hef alltaf haldiö, að hjóna
band og starf eins og mitt gæti
ekki fariö saman. Auk þess er
Anne sjúklingur minn.
— Það gefur'þér engan rétt til
að ráða framtíð hennar eða minni,
sagði hann. — Hlustaðu nú á mig,
góöa. Ég hef þekkt Anne í mörg
ár, en þig ekki nema stutt. Ef
ég héldi í raun og veru, að Anne
mundi deyja, ef ég lofaði ekki að
giftast henni, mundi ég kannski
vera á báðum áttum. En þó að ég
efaðist mikiö, held ég ekki, að ég
mundi skipta um skoðun fyrir því.
Ég er sannfærður um, að enginn
hefur leyfi til aö lofa öðrum ást
og hjónabandi, þó viðkomandi óski
þess undir alvarlegum kringum-
stæðum. Hugsaðu þér, hvernig
þetta mundi fara, Mary? Hve lengi
heldur þú, að Anne mundi verða
gift mér, áður en hún uppgötvaði.
að ég hefði neyðzt til að giftast
henni af vorkunnsemi? Hve langt
yrði, þangað til ég færi að sjá
eftir fórn minni? Þetta mundi aldr-
ei fara vel. Og ef ég féllist á þetta
ráð föður míns og þitt, mundi ég
hafa andstyggð á sjálfum mér, ekki
aðeins vegna þess, að ég brevtti
óheiðarlega gagnvart sjálfum mér,
heldur líka gagnvart Anne. Æ,
Mary! sagði hann biöjandi. — Get
um við ekki hætt aö kryfja tilfinn
ingar okkar svona vísindalega? Ég
elska þig — skiptir það þig engu
máli?
— Tony — góði...
Hann dró hana að sér aftur, og
hún tók við kossum hans, auðsveip
og fús. Hún lá í faðmi hans um
stund og svaraði kossunum og
hlustaði á blíðuoröin sem hann
hvíslaði í háriö á henni. Á þessu
augnabliki var hún hárviss um, að
hún hefði gert það, sem rétt var.
Hún elskaði Tony og hann eiskaði
hana, og hann hafði rétt fyrir sér
— vitanlega átti ástin að ganga
fyrir öllu öðru. Þau urðu að sækja
fram í lífinu hlið við hliö. Hún
haföi sýnt einlæga viðleitni til að
loka ástina úti, en það tókst ekki.
Þetta var sönnun, sem jafnvel
hún varö að flka gilda, — þessi
fögnuður og yndi af að geta glatt
þann, sem hún elskaöi. Hún mundi
aldrei finna til þess, að hún væri
einstæðingur, ef hún ætti Tony.
Hún hafði reynt að helga líf sitt
starfinu, og hvernig hafði það tek-
izt? Hún hafði ofmetnazt af sín-
um eigin frama! Hún hafði haldiö,
að hún gæti lokað allar aðrar eig-
indir sínar úti — þann hlutann,
sem þráði félagsskap og ást — en
henni hafði skjátlazt gersamlega.
TONY HEFUR ÁFORM.
— Er nú allt gott? spurði hann
er hún lyft' höföinu aftur og horföi
á hann. — Ó, Mary, mig langar
svo mikiö til að gera þig ham-
ingjusama! Þú skalt aldrei þurfa
að iðrast þessa, því lofa ég þér.
Ég hef stór áform í huga, en ég
segi þér ekki frá þeim fyrr en
seinna. Það eina sem mig langar til
að hrópa á strætum og gatnamót-
um núna er það, að ég hafi fengiö
þig til ^ð skipta um skoðun, þráa
ástin mín. Við skulum aka til
sjúkrahússins, og ef faðir minn er
: þar, ætla ég að segja honum það
: fyrstum manna.
Hún var forviða á fögnuðinum,
sem var í röd ' hans er hann nefndi
! föður sinn. — En hann tekur sér
þetta nærri, heldurðu það ekki?
! Hann hló og setti bílinn í gang.
— Jú, hann veröur fyrir vonbrigð-
I um, sagöi hann og röddin tók á
! sig annarlegan blæ. — Nú skilst
! honum kannski að ég er ekkert
í barn, sem hann getur skipaö hvað
: sem honum dettur í hug! Þetta sýn
; ir honum í eitt skipti fyrir öll, aö
hann getur ekki tekið ákvarðanir
I fyrir mig,
— En þú mátt ekki segja hon-
; um þaö núna, sagði hún. — Tony,
| skilurðu ekki hvernig fer, .ef þú
; gerir það? Anne fréttir það, og
j ég vil ekki eiga þátt í neinu, sem
; gæti valdið henni geöshræringu, f
: því ástandi sem hún er núna. Þú
, verður að lofa mér þvl að segja
engum neitt — um okkur — fyrr
; en Anne er komin- af hættustig-
inu. Það liggur ekkert á að birta
I trúlofunarfregnina okkar fyrst um
sinn. Þaö ætti aö vera nóg að við
vitum um tilfinningar okkar hvort
til annars. Undir eins og Anne hef-
ur safnað kröftum getum við sagt
henni frá trúlofuninni, og faðir
þinn fær þá að heyra þetta um leið.
Það er ástæðulaust að særa nokk-
urn mann með þessu — ef hægt er
að komast hjá því.
Hann leit á hana og brosti ung-
æðislega. — Þá það, Mary! Ráddu
því. Ég beygi mig fyrir hyggind-
um þínum, að minnsta kosti í bili
Ég "rúi varla að þetta geti verið
satt. Þú elskar mig í fullri einlægn'
er það ekki?
Hún roðnaði og brosti. — Hvem
ig á ég jö sannfæra þig? sagöi hún
og hló vandræðalega. — Ég hef
sagt þér aö ég elska þig, og ég hef
varla annaö gert en aö kyssa þig
síöustú fimm mínúturnar. Hvað get
ég gert meira til að sannfæra þig
um hvernig mér er til þín?
— Talsvert margt, sagði hann
áfjáöur. — Heyröu, Mary — ég
hafði ekki ætlað mér að segja þér
þessar fréttir í kvöld Ég hafði ætl-
aö mér að láta duga að heyra að
þú elskaðir mig. En nú hef ég
skipt um skoðun — ég get ekki
þagað yfir þessu. Þú manst aö ég
sagði þér frá þessum félagsskap.
HagstæSustu verð.
Greiðsluskilmálar.
Verndið verkefui
íslenzkra hanða.
FJÖLIÐJAN HF.
Sími 21195
Ægisgötu 7 Rvk.
i
Maðurinn sem annars
aldrei les auglýsingar
i.
Es-Sat höfðingi bfður þín. Inn!
Ó Es-Rat. Við rákumst á þennan mann,
þegar viS uáðum aftur flóttaambáttinni,
Luta! Ég þekki ekkert til þessarar am-
báttar! Ég leita að stúlku, sem er rófu-
laus ei: s og ég. Hún er mjög fögur með
ljóst hár. Er hún í landi ykkar?
Hún er hér. Við látum ná í hana.
utsaa
REIKNINGAR*
LÁTIÐ OXKUR INNHEIMTA...
öoð sparar vður t'ima og óbsegmdi
INNHEIMTUSKRIFSTOFAN
Tjarnargötu 10 — III hæð — Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3linur)