Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 12
V1SIR . Miðvikudagur 7. ágúst 1968. 72 ANNE LORRAINE: Hún gat ekki sofnað, og er hún hafði bylt sér í rúminu í marga klukkutíma, fór hún fram úr og klæddi sig. Hún fór í hvíta slopp- inn «tan ýfir kjóiinn og gekk niður í garðinn. Hún gekk í grasinu og leit til að albyggingarinnar og sá dauft Ijós í mörgum gluggum. Hún reyndi að gera sér grein fyrir, hvernig það mundi verða að slíta sig frá þessari ■ litlu veröld. Henni fannst hún vera dáh'tið brot úr þessari stofnun, á- ríðandi brot úr lffi hennar, og á þessari stundu fannst henni óhugs andi að yfirgefa hana allra sízt fyr ir fiíUt og allt. En mundi hún una þessu Iffi — án Tonys? Ailt í einu langaði hana til að líta inn til Anne. Hún gekk upp I deildina og opnaði varlega herbergi Anne. Ung hjúkrunarkona sat við iampatýru í hominu á herberginu. i Hún stóð upp, þegar Mary kom ! inn, en Mary benti henni að setj- ! ast aftur. — Þetta er bara óform- l leg heimsókn, sagði hún lágt og I brosti. — Hvernig líður sjúklingn- ; um? Hjúkrunarkonan leit efablandin á stúlkuna í r minu. — Ég er ekki vel ánægð, læknir, sagði hún lágt. — Mér sýnist hún vera vel hress, þegar Specklan yngri er inni hjá henni, en undir eins og hann fer, er eins og ... Hún yppti öxlum. — Það er dá- lítið erfitt að skýra þetta, en það er alveg eins og þegar vindi er hleypt úr blöðru. Hún lognast út af. Þeim þykir sjálfsagt ósköp vænt hvoru um annað. Mary kreppti hnefana í slopp- vösunum, Hún leit forviða á hjúkr- unarkonuna, sem roðnaði og varð ókyrr. — Afsakið þér, læknir, muldraði EINKARITARI ® HMf Rannsóknarstöð Hjartaverndar óskar eftir stúlku til ritarastarfa. Væntanlegir umsækj- endur þurfa að hafa góða vélritunarkunnáttu og gott vald á enskri tungu og a. m. k. einu Norðurlandamáli. Laun eftir samkomulagi. Umsóknir sendist skrifstofu Hjartavemdar, Austurstræti 17, fyrir 12. þ. m. hún. — Ég athugaði ekki, hvað ég sagði. — Það er allt í lagi, sagði Mary. — Haldið þér áfram. Þér haldið þá, að þessi ungi maður — hjálpi sjúkí ingnum okkar? — Ó! Já-já! Hjúkrunarkonunni létti auðsjáanlega, er hún sá, að Mary haföi áhuga á þessu. — Ég sá þau saman í kvöld, og það var auðséö, að hún hresstist, undir eins og hann kom inn. Hann var líka svo nærgætinn við hana — alveg eins og hann væri að hugga lítið bam. Honum hlýtur að þykja skelf ing vænt um hana, og henni um hann. Það væri hræðilegt, ef þetta færi iila... Hún varð skjálfrödduð. — Ég — veit, aö það er rangt að vera svona kvíðinn, en ég er svo hrædd, þegar ég sit hérna ein á nóttunni. Ég hef aldrei vakaö yfir neinum, sem hefur verið alvarlega veikur. Mary brosti hughreystandi. — Einu sinni verður allt fyrst, sagði hún. — Ég man enn fyrsta skiptij sem ég gerði það. En þér skului alltaf treysta því, að ef þér gerið það, sem í yöar valdi stendur, þá hjálpar guö yður. Hann tekur allt- af við, þar sem okkur þrýtur. Stúlkan hleypti brúnum. — Ég efast um, að yfirhjúkrunarkonan sé sammála um það, byrjaði hún. Svo mundi hún, að hún var að tala viö lækni, og roðnaði. — Þakka yöur fyrir, læknir. Ég skal muna þaö, sem þér sögðuð. Mary gekk að rúminu og horfði á Anne, sem var vafin umbúðum um höfuðið. Það var eitthvað hríf- andi við þetta unga andlit og hend urnar, sem voru sífellt á iði. Jafn- vel í svefni virðist fólk vera að leita að einhverju, hugsaöi Mary með sér. — Henni þykir gott að láta halda í höndina á sér, sagði hjúkr unarkonan vandræðalega. - Ég held stundum í höndina á henni. Það er kannski vitleysa, en mér finnst, að henni þyki vænt um það. Af hverju kemur það? Mary andvarpaði. — Við þurfum stundum öll hönd til að halda í, sagði hún dræmt, eins og hún væri að tala við sjálfan sig. — Jafnvel þeir, sem þykjast sterkastir. HVAÐ ER AÐ CAREY? Hún fór upp í herbergið sitt aft- ur, en í stað þess að fara í rúmið settist hún á stól við gluggann og horfði á nóttina, sem var að breyt- ast 5 dag. Ljósin í gluggunum í sjúkrahúsinu slokknuðu smátt og smátt, og hún sá hjúkrunarkonum- ar hlaupa um gangana með tebakk ana handa sjúklingunum. Nýr dag- ur .... Mary ar.dvarpaöi. Hún var þreytt og vansæl. Skrítið að hugsa til þess, að fyrir skömmu hafði henni fundizt hún vera sælasta mann- eskjan í heimi. Þá hafði hún átt Toay og hafði verið svo örugg um, að þau elskuðust. En nú var hún ekki örugg um neitt, —. ekki einu sinni um sjálfa sig. Þó hún gerði sér það ekki ljóst, hafði þetta samtal við hjúkrun- arkonuna valdiö henni mikilli geðs hræringu. Unga stúlkan hafði veriö svo sannfærð um, að Anne og Tony elskuðust. Þaö var vitanlega ekki rétt — hafði Tony ekki neitað þvi sí og æ, að nokkuð væri milli sín og Anne? Hún þekkti Tony miklu betur en hjúkrunarkonan gerði, svo að það var ástæðulaust að taka mark á því, sem stúlkan sagði? En hún hafði allr, ekki verið spurð um þetta, hún hafði sagt það frá eigin brjósti Heimska að taka nokk urt mark á þessu, en ... Hún stóð upp og bjóst tii að fara út. Hún ætlaði að sleppa morg unverðinum 1 dag. Það var auðvitað misráðið, en nú hirti hún ekkert um heilræðin, sem hún var vön að gefa sjúklingunum sínum. 1 dag varð hún að svara Tony endanlega — varð að skera úr um, hvort hún elskaði starfið sitt heitar en hann. Hún vildi ekki viðurkenna, að það væri þetta sem réði úrslit- um, og sagði við sjálfa sig, að fyrst yrði hún að vita vissu sina um, hvort Tony elskaði hana. Á þann hátt gat hún bægt sínum eigin efa frá og skotið ábyrgðinni á hann. Þegar hún kom niður, sá hún Simon Carey inni í matstofunni og reyndi að flýta sér fram hjá hon- um. Hann stöðvaði hana og spurði, hvers vegna hún væri svona snemma á ferð. — Ég svaf illa i nótt, sagði hún rólega. — Og mér fannst réttara að komast snemma í vinnuna. Má ég ekki fara í deildina strax. Ég þarf að athuga ýmislegt í spjald- skránni. Hann starði á hana með einkenni legu augnaráði og svip, sem hún gat ekki ráðið. Ef það hefði verið einhver af hinum læknunum, mundi hún hafa sagt, að það væri fyrir- litningarsvipur. — En Simon Carey hafði aldrei látið á þvf bera, að hann liti niður á kvenfólk f lækna stöðu. En kannski hafði hann sofið illa í nótt lfka? — Já, þú hefur vafalaust nóg að gera sagði hann ólundarlega. — En það er ekkert undarlega. Ég sagði þér, þegar þú byrjaöir starf- ið, að vinnutíminn yrði langur og enginn tími til að sinna óviðkom- andi áhugamálum. — Hef ég kvartað? spurði hún hvöss. — Ég ætlaði mér aðeins að fara að vinna á undan þér, og það ætti þér að þykja vænt um. Þá getum viö byrjað á sjúklingunum, undireins og þeir koma. — Þú verður að fá morgunverð fyrst. Hún hnyklaöi brúnirnar og leit gremjulega til hans. — Því ræð ég sjálf, sagði hún stutt. — Ég er ekkert barn. — Þú ættir þá að sanna það með því að haga þér ekki eins og barn, sagði hann. — Kona f jafnmikilli á- byrgðarstöðu og þú hefur ekki leyfi til að vera dyntótt. Þú ættir að vita það. — Og þú ættir að hafa vit á því að skipta þér ekki af þvf, sem þér kemur ekki við, svaraði hún reið. — En nú verður þú að hafa mig afsakaða. Ég verð í deildinni, þegar þú þarf á mér að halda. FJOUÓJAN HF. HagstæSusín ycscð. Greiðslusldlmálar. Verndið verkefni íslenzkra Iianda. FJÖLIÐJAN HE, Sími 21195 Ægisgötu 7 Maðurinn sem aldrei les auglýsbgar JAR-ZA.MY PAUGHTER! 100 LONG YOU HAVE CURSEP THE FATE THAT CAUSEP YOU lO BE BORN ALMOST FUR-LESS ANP WITH HAIR OF NO COLOR! NOW WE HAVE NEEP OF YOUR STRANGENESS... ANP YOUR TALENT FOR MARING TROUBLE: !N WHAT WAY PO YOU WISH ME TO PECEIVE THE NAKEP-SKIN WARRIOR YOUK LET ME GUESS! HE SEARCHES FOR A WOMAN... HIS MATE?_ ANP YOU WISH ME TO MAKE HIM THINK T AM THAT WOMAN? SOUNDS PELtC- Dóttir þín neitar aö yfirgefa bústað Nú getum við notfært okkur skringileika Og fólk kailar mig vitran. sinn. : Jæja, gerir hún það, bölvuð? Jarza, dóttir mín. Þú hefur lengi bölv- að þeirri ógæfu, að vera fædd nær feld- laus og með hár, sem engan lit hefur. þinn og hæfileika þfna til þess að valda vandræðum. Á hvaða hátt vilt þú að ég ginni hina hárlausu hermenn, sem menn þínir hand- tóku? Láttu mig geta. Hann var að leita að konu, konunni sinni. Þú vilt láta mig blekkja hann svo tann haldi að ég sé hún. Hljómar seiðandi. Ég skal gera það. 'OGREIDDIR f REIKNINGAR ‘I LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... £>að sparar yóur t'ima og óbægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæd — Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur) ' / K

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.