Vísir - 08.08.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 08.08.1968, Blaðsíða 1
I Söltunarstúlkurnar ræstar út á Siglufirði í morgun — V'ikingur með ísaðo sild af miðunum ■ Klukkan fimm í morgun voru söltunarstúlkur ræstar út á Siglufirði til þess að salta síld úr togaranum Víkingi, sem kom þangað í morgun með á 400 tonn af ísaðri síld i kössum. Er það fyrsta síld- in, sem söltuð er í iandi í sumar. B Það lifnaði heldur betur yfir sfldarbænum, þegar sölt- unin byrjaði f morgun og voru jafnmargar stúlkur við söltunina og komust fyrir á plani Haraldar Böðvarssonar, sem tekur við þessari síld. Síldin virðist vera mjög vel útlítandi. Byrjað var að salta það sem skipið veiddi fyrst í feröinni um 90 lestir, sfld, sem 10. sfða Nixon sigraði þegar í fyrstu lotu í framhaldsfréttum frá Miami ár- degir segir, að Richard Nixon til kynni val varaforsetaefnís kl. 16 í dag að íslenzkum tíma, en það er hefðbundin venja, að nýkjörið for- setaefni ráði valinu og flokksþingið staðfesti svo uppástunguna. Það var mikið lagt aö Nixon fyrst í stað eftir að flokksþingiö var sett, að hann gæfi til kynna — Tilkynnir varaforsetaefni i dag B Á flokksþingi repúblikana í Míamí, Flórida, var Richard Nixon í nótt kjörinn forsetaefni flokksins. Hann hlaut 25 atkvæði umfram þau 667, er hann þurfti. B Reagan, sambandsríkisstjóri í Kalíforníu, lagði til, er ofangreind úrslit voru kunn, að flokksþingið sam- þykkti Nixon einróma sem forsetaefni og var það gert við mikinn fögnuð. Þegar í gærkvöidi og raunar fyrr var það orðin allalmenn skoð- un að Nixon myndi sigra, ef ekki í fyrstu lotu, þá í annarri eða þriðju. Aðaláhugi manna snýst nú um hvern Richard Nixon muni kjósa sam varaforsetaefni. Getur það oltið á miklu um kjósendafylgi hans í kosningunum, hvem hann kýs sér við hlið. ur að Nixon kjósi fyrir varaforseta- efni Mark Hatfield, öldungadeildar- þingmann frá Oregon, en hann er 46 ára. Einnig er nefndur Howard lega enginn republikani" hefur ver- iö sagt um hann og þá er gefið í skyn hvar menn teldu hann eiga heima í raun og veru. Flokksþingið sett í Míamí: Fulltrúar á fiokksþingi repúblikana risu á fætur viö þingsetninguna 5. ágúst, þegar 300 bandarísk ungmenni báru þjóöfánana inn í samkomusalinn í Míamí Beach. — Pallur þingforseta er til vinstri. Baka til stendur stóru letri: Sigur 1968. Undirstaðan undir mastnð, jem taka á við upplýsingum frá gervihnettinum. hvern hann vildi sem varaforseta- efni, en því neitaði hann algjör- lega. Hann tók þó fram, aö hann myndi miða að því, ef hann yröi fyrir valinu sem forsetaefni og yrði síðar kjörinn forseti mundi hann sjá svo um, að varaforsetinn fengi meiri ábyrgðarstörfum að gegna en verið hefur. Mikill ágreiningur er um vara- forseta-tilnefninguna í flokknum, og hefði Nixon sagt eitthvað fyr- irfram, hefði þaö getað haft óheppi- leg áhrif varðandi fylgi hans. Mark Hatfield varaforsetaefni? Líklegast er talið eins og stend- Baker, öldungadeildarþingmaður fyrir Tennessee. Nixon sló því fram í fyrradag, aö hann myndi fara í heimsókn til Moskvu bráðlega, ef hann yröi valjnn forsetaefni — og ef hann yrði kjörinn forseti í nóvember mundi hann ræða við de Gaulle forseta. Nixon er talinn geta þakkað sig- ur sinn, að hann nýtur trausts flokksráðsins og stuðnings, en margra álit er, að hin vel smurða flokksvél tryggi honum ekki sigur í kosningunum í nóvember. — Rockefeller heföi áreiðanlega dreg- ið til'sín atkvæði þeirra, sem hik- andi eru eða óánægöir og jafnvel úr demókrataflokknum, enda frjáls- lyndari maður en Nixon „og eigin- MÓTTÖKUSTÖD FYRIR GERFI- Nixon í sjónvarpi: „Með því að sigra í haust get ég sameinað þjóðina". Richard Nixon kom fram í sjón- varpi árdegis og svaraði fyrirspurn- um. Hann kvaðst mundu sigra í nóv- ember, vegna þess að*hann hefði sameinaðan flokk að baki sér. Spurningunni um varaforseta- efni svaraði hann svo: Ég sigraði án þess að fallast á nein skilyrði og án nokkurs sam- komulags um varaforsetaefni, en ég mun á morgun gera kunnugt hvern ég vil fyrir varaforseta, eft- ir að hafa rætt málið við flokks- stjórnina ög ríkisstjórana Rocke- feller, Reagan og Romney. Ég óska þéss að sigra í kosningunum í haust eins og ég sigraði hér. Með því 10. síða HNÖTT REIST í GUFUNESI Heyöflun gengur vel 1 Eyjufirði og — Þýzkur gerfihnöttur, sem kannar norðurljósin sendir upplýsingar sinar i loftnetsmastur, sem ver/'ð er að reisa i Gutunesi — Is- lenzkir visindamenn fylgjast með rannsóknunum í GUFUNESI er nú verið að reisa undirstöður loftnets- masturs, sem taka á við upp- Ílýsingum frá þýzkum gervi- hnetti. Hnöttur þessi fer trú- lega á loft á næsta ári. Hlut- verk hans er meðal annars að kanna norðurljósin, geislun og segulsvið hér á norður- hveli jarðar. Upplýsingarnar sendir hann frá sér í sérstök- um merkjum, sem tekin verða niður á segulband. — íslenzk ir vísindamenn fá frjálsan að- gang að öllum upplýsingum, sem frá gervihnettinum ber- ast, enda hefur Raunvísinda- stofnun Háskólans milli- göngu um byggingu þessa móttöku-masturs hér á landi. Það er Landssíminn, sem sér um framkvæmd verksins. Mastr ið á að standa nokkru NA við stöðvarhúsiö í Gufunesi og á þaö veröur fest loftnet mjög sérkennilegt í laginu, eða eins og mörgum sjónvarpsloftnetum væri raðað saman. Verður þetta loftnet á ási, og mun geta snú- izt í allar áttir. Þorsteinn Sæmundsson, stjarn fræðingur sér um samninga við þýzku geimvísindastofnunina fyrir Raunvísindastofnun Há- skólans og sagði hann Visi í morgun að slíkar rannsóknir hefðu ekki verið gerðar með 10. síðu. cí Ausfurlandi Horfur um heyskap hafa breytzt mjög til batnaðar frá því fyrir mán uði. Heyskapartíð hefur undanfar ið verið góð á Austurlandi allt til Eyjafjarðar þar sem heyjað hefur verið af kappi að undanförnu og fengizt meðal heyafli. Þó gildir þetta að sjálfsögðu ekki um þær jarðir t.d. I Norður-Þingeyjarsýslu sem þegar voru skemmdar af kali. Sunnanlands hafa bændur heyjað frá því um verzlunarmannahelgi þegar veðráttan batnaði og náð nokkru af heyjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.