Vísir - 08.08.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 08.08.1968, Blaðsíða 4
RHNHK&mraiat$3g& ■ w ^KSfifSfíTR 1 m m ^Wv<* W fes w > i' ■ ■iHIIW illll liH Hilll ■■—1f Eartha Kitt með dóttur sinni, Kit-Kit. Söng- og leikkonan Eartha Kitt hefur að undanförnu heillað Dani 1 Tivoli í Kaupmannahöfn. Hún hefur auk þess hlotið þann heið- ur að verða kjörin „kona árs- ins 1968“ I Bandaríkjunum. Þessi upphefð er lögð næstum til jafns við Nóbelsverðlaun þar í landi, og það eru félagssamtök þel- dökkra, „National Association og Negro Musicians" (svartir tónlist- armenn), sem að valinu standa. Hún er nú i þann veginn að ljúka heimsókn sinni til Norður- landa. Henni hefur verið boðið að veita móttöku þessum virðing arvotti í New York » borg hinn áttunda þessa mánaðar. Mun hún því ef til vill hætta við söngferðalag sitt á Norðurlöndum og halda til síns heima. Eartha Kitt óx mjög í áliti meðal blökku- manna í Bandarfkjunum, er hún olli uppnámi í veizlu hjá forseta- frúnni nýlega og flutti óvænt ræðustúf um jafnrétti kynþátt- anna. * Francis Josep, prins af Liecht- enstein, handleggsbrotnaöi fyrir stuttu í bifreiðaárekstri í Lecce á Italíu. Hann liggur nú á sjúkra- húsi. Milljónamæringur, fráskilin og nýgift Lacöle Baflj sem þekkt er meö nafninu Lucy Ball, hefur skemmt fólki víða um heim. Hún er systir manna f 73 löndum, þar sem þáttur hennar hefur verið keypt- ur og þýddur á tólf þjóðtungur. Hún er í stuttu máli: — Einhver mesta „gullhæna" bandaríska sjónvarpsins. — Átján ára lék hún í Lucy- þætti, og nú kemur hún fram í þriðju„seríunni“. — Handhafi þriggja „Emmy- verðlauna", sem eru Oscarverö- laun sjónvarpsins. — Móðir tveggja barna og húsmóðir. — Fyrrverandi forstjóri eigin sjónvarpsstöðvar, sem hún seldi í fvrra á 17 milljón dali. Á því græddi hún 500 milljónir króna. — 56 ára gömul. Nýlega hefur hún leikið I kvik- mynd, hinni fyrstu í fimm ár. „Þitt, mitt og okkar" er fjöl- skyldumynd í orðsins fyllstu merkingu. Efnisþráðurinn er sann sögulegur .Hún fjallar um sögu Beardsleysfjölskyldunnar. Hann er sjóliðsforingi, ekkill með tíu börn. Hún er ekkja sjóliðsfor- ingja með átta króa. Þau giftast. Þá sést allur vandinn við að eiga átján börn, ef menn skyldu hafa áhuga á slíku uppátæki. í raun hefur fjölskyldan vaxið um tvö börn að auki, en í kvikmyndinni sést aðeins, ef vel er að gætt, að númer nítján er væntanlegt. Lucille segist svo frá: „Ég leik einungis í fjölskyldumyndum. Ég er andvíg öllu ofbeldi og þessari James Bond tízku. Þá geöjast mér Lucy Ball með nokkur „barna sinna“. 1 rauninni á hún tvö. ekki að striplingaatriðum. Allar konur í kvikmyndaheiminum virö ast neyddar til að afklæðast frammi fyrir vélunum, nema ég. Ég þarf ekki á slíku að halda til að vinna mér inn peninga." Hún er nú tekin nokkuð að reskjast, en hún getur ekki slit- ið sig frá leiklistinni. „Fyrir þrem ur árum ætlaði ég að hætta að fullu og öllu. Ég átti Desilu- félagið og stjórnaði öðru fólki. Það var mikil ábyrgð, en samt rólegt starf. En ég varð að snúa aftur til sviðsins." Henni finnst hún alls ekki orðin gömul. Lucille er gift öðru sinni. Hún á tvö börn af fyrra hjónabandi, Lucie og Desi, 15 og 17 ára. Faðir þeirra, Desi Amaz, lék í fyrstu Lucy-þáttunum, „Ég elska Lucy“ sem sýndir voru að stað- aldri í sjö ár og enn má sjá hjá einhverri stöðinni f New York næstum daglega. Lucy er svo sannarlega ekki af baki dottin. Dýdingurinn" fær skiln- // að eftir sjö ára baráttu Dýrlingurinn með Iöglegri eigin- konu sinni. ... og hinni nýju. Sjónvarpshetjan Roger Moore, sem leikur hinn fræga dýrling er nú fyrst farinn aö trúa því, að hann geti fengið skilnað við konu sína, söngkonuna Dorothy Squires, sem er 48 ára. Sjálf stendur hetjan á fertugu. Hann taldi sig auðveldlega geta skiliðl við eiginkonuna, og fyrir sjö ár- um fluttist hann í lúxusíbúð í Stanmore í Englandi og myndaði nýtt heimili með itölsku stúlkunni Luisa Mattioli, sem nú er 32ja ára. I staðinn fyrir Iögskilnað hefur dýrlingurinn orðiö að sætta sig við tvö börn með Luisu, nú 5 og 2ja ára. Hin löglega eiginkona gaf mörg loforö um að leysa mann sinn úr þessum vandræðum, en það er ekki fyrr en nú, sem henni virð- ist full alvara. Raunar virðist dýrlingurinn hafa átt hamingju- ríka sambúð með Luisu sinni, og hún hefur fylgt honum um allar trissur, hvert sem vegir hans hafa legið við gerð kvikmyndanna og sjónvarpsþátta. Nú virðast Roger Moore allir vegir færir, og mun það ekki koma áhorfendum sjón- varps á óvart. Páfinn og pillurnar Páfinn hefur birt boðskap til kaþólskra eins og svo oft, og vekur það ætiö nokkra athygli, sem páfi boðar í nafni kirkju sinnar, þar eö oftast hafa orð páfa mikil áhrif á fólk kaþólskr- ar trúar. Að þessu sinni varð boöskapur páfa til þess aö menn brostu í kampinn, en hætt er þó við, að boðskapur páfa nú eigi jafnvel eftir að hafa meiri áhrif, en flest annað, sem páfa- stóll hefur boðað á síðustu ár- um. Getnaðarvarnimar, sem álitn- ar voru geta orðið eitt helzta meðal gegn fátækt milljóna manna, eru nú bannfærðar. Það er nefnilega staðreynd að fjöl- skyldustærðin er mest meðal fátækustu þjóðanna og f fá- *»krahverfunum, og á meðal TBtækustu þjóða cru eirimitt margar hlnna kaþólsku. Það er elnnig staðreynd, að fátækt hef- ur aukizt í heiminum, og einnig talið að getnaðarvarnir geti auk- ið lauslæti meðal ungs fólks og kæruleysi í samlífi. á sem flestum sviöum, til aö fá- tæktinni mætti með tímanum verða eytt. En þrátt fyrir það X$htufr&j;G<OÚl er ætíð ófriðvænlegast meðal þeirra þjóða þar sem fátæktin er mlkil. Getnaðarvarnir voru þvi á sínum tima talið mikilsvert framlag til sköpunar betri heims þar sem fólkið gæti siálft ráðið fjölda þeirra 'bama, sem það vildi eiga með tilliti til efna- hags. Hins vegar er af mörgum Vafalaust eiga því auöveldar getnaðarvarnir sínar skugga- hliðar, en hins ber einnig gð gæta, að pað hefur verið talin augljós staðreynd, ef koma eisi á varanlegum friði : heiminum, að þá verði að eyða fátæktinni. Það er vegna þess, sem Sam- einuðu 'ijóðirnar komu á stofn- unum til bess að auka menntun að milljónum hefur verið eytt til að bæta kjör ýmissa hinna fátækustu þjóða, þá hefur fólks- fjölgunin i heiminum verið svo ör, að framlögin hafa ekki nægt. Mörg börn, sem fæðast f heim- inum í dag, jafnvel meðal ým- issa Evrópuþjóða, eiga þaö eitt fyrir höndum að líða skort og hungur í uppvexti sínum. Dauðs föll vegna skorts fara vaxandi. Kaþólsk trú er svo útbreidd og svo sterk, þó ekki séu allar fátækar þjóðir kaþólskar að boðskapur kaþólskrar kirkju hlýtur ætfð að hafa mikil og djúpstæð áhrif. Ákvörðun páfa mun því ekki gera baráttuna gegn hungri auð- veldari f heiminum, þvf helzti þröskuldurinn í herferöinni gegn hungri er hin mikla fólks- fjölgun meðal fátækari þjóða. Hins vegar finnst okkur hér norður á hjara, sem fólksfjölgun arvandamál og barátta gegn hungri sé svo fjarlægt okkur, að við 'eyfum okkur að brosa að ákvörðunum páfa f þessu efni, enda vitum við ekki til, að hann hafi hagsmuna að gæta. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.