Vísir - 08.08.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 08.08.1968, Blaðsíða 8
V í S IR . Fimmtudagur 8. ágúst 1968. 3 __úaa VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjöri: Jónas Kristjánsson Aóstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: 'Vðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Sigur Tékka Qhætt er að fullyrða, að engar fregnir erlendis frá hafi vakið jafnóskipta athygli og frásagnir útvarps og blaða um viðureign tékknesku þjóðarinnar við leið- toga rússneska stórveldisins undanfarnar vikur. Eftir nær aldarfjórðungs áþján undir járnhæl kommúnism- ans var þessari litlu þjóð loks nóg boðið og hún reis upp sem einn maður gegn ofbeldinu, undir forustu dugmikils leiðtoga. Allar frelsisunnandi þjóðir stóðu á öndinni af ótta og eftirvæntingu. Hvað mundi ger- ast? Myndu viðbrögð Rússa verða svipuð og í Ung- verjalandi 1956? Flestir töldu það ótrúlegt. Almenn- ingsálitið í heiminum mundi fordæma slíkar aðgerðir. Og í trausti þess gat tékkneska þjóðin boðið rúss- nesku valdhöfunum birginn. Sagt hefur verið í fréttum að viðræður allar hafi farið vinsamlega fram og Rússar hafi ekki reynt að beita Tékka þvingunum. Eigi að síður er vitað, að Rússar fóru eins langt og þeir töldu fært í því að sveigja Tékka til hlýðni, og síðustu fregnir herma, að þeir hafi eitthvað orðið að gefa eftir. Samt sem áður virðist þetta mikill sigur fyrir lýðræðisöflin í landinu og líklegt að meira fylgi á eftir. Aðrar Austur-Evrópu- þjóðir, sem hafa stunið undir oki kommúnismans um langt árabil, sjá nú ef til vill bjarma af nýjum degi og fá aukinn kjark til þess að brjóta af sér viðjarnar. Enn er þó of snemmt að spá nokkru um framtíðina í þessu efni. Eftir fregnum að dæma er tékkneska þjóðin í nokkrum vafa um að allt sé eins gott og það lítur út á yfirborðinu. Dubcek fullyrðir að vísu, að ekki verði hvikað frá yfirlýstri stefnu, en hvetur þjóð- ina jafnframt til að gæta hófs í gagnrýni á Rússum, og móðga þá ekki að óþörfu. Hann fullyrðir að sjálf- stæði landsins og sjálfsforræði hafi verið tryggt, en segir jafnframt að marki umbrota- og frelsisstefnunn- ar verði aðeins náð í nánu samstarfi við kommúnista- löndin, því að framtíð Tékkóslóvakíu sé undir órofa samstarfi við þau komin. Þetta mun ekki öllum lands- mönnum hans hafa fallið vel í geð og ýmsir talið það merki um undanlátssemi við Rússa og jafnvel ein- hverja leynisamninga, eins og orðrómur er á kreiki um. Frá sjónarmiði okkar íslendinga og annarra þjóða, sem búa við fullt lýðræði, er furðulegt að sjálfstæð þjóð skuli þurfa að setjast að samningaborði við stór- veldi til þess að ákveða, hvernig hún skuli haga sín- um innanlandsmálum, m. a. hvort leyfa skuli fullt skoðanafrelsi og afnema ritskoðun. Sýnir þetta bezt, hvers konar ástand hefur ríkt í A-Evrópu síðasta ald- arfjórðunginn og ríkir þar enn alls staðar, nema þá nú í Tékkóslóvakíu. Vonandi verða atburðirnir þar til þess að fleiri þjóð- ir austan járntjaldsins rísi upp gegn harðstjórn komm- únismans, og jafnvel að Rússar sjálfir brjóti af sér hlekkina áður en mörg ár líða. / il )1 í\ í it \\ 7 \ \\ /i NÍGERÍA: VONIR DVINA □ Þegar samkomulag náðist um það, að friðarráðstefna yrði haldin i Addis Abeba, til þess að reyna að binda endi á borgarastyrjöldina í Nígeríu, glæddust veikar vonir manna um, að þrátt fyrir allt kynni nú að reynast kleift að leysa deilumálin friðsamlega. Þó hvíldi yfir þessum veiku vonum skugginn af þeirri sorglegu staðreynd, að á fyrri fundum hafði ekki reynzt kleift að ná samkomulagi um laiidleiðir til þess að koma birgðum, matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum til hinna hungrandi og þjáðu í Biafra. Og seinast í gær bárust fréttir um, að á Fernando Po væru salt fiskbirgöir, sem danska kirkju- lega hjálparstarfsemin sendi, er gætu bjargað lífi 20.000 bama, en ekki verið unnt að fá leyfi til þess að flytja þær áfram til Biafra, og ekki annað sýnna en að flytja yrði þær annað. Og þannig gengur það æ of- an í æ, að flutningar tefjast eða að birgðir hlaðast upp, meðan reyr.t er að semja, en allt lendir i togstreitu og á meöan láta lif ið daglega þúsundir manna. En ánægjulegt var að sjá fregn um, að kaþólsku kirkju- legu starfseminni hefði 'ekizt að opna leynileið frá eynni Sao Tome, og væri haldið uppi stöö- ugum blrgðaflutningum þaðan. Neyðin er hins vegar svo gíf- urleg, að jafnvel þótt samkomu- lag næöist um landleiðir tll flutn inganna, en undir því er komið aö hjálparstarfsemi farl að koma - að gagni svo verulega um muni, mun mannfellir verða mikill lengi, sökum þess hve máttfarn- ir af næringarskorti og veik- indum menn eru. En sú sorglega staðreynd blas- ir við, að samkomulag um flutn- inga landleiðis inn í Biafra, virö ist engu nær en áður og von- imar um að nú yrði setzt að samningaborði í Adisa Abeba í fullri alvöru og einiægn iáttu sér skamman aldur. Rétt fyrir ráðstefnuna kom skýrt fram afstaða beggja, — Biaframanna að balda fram kröf um sínum um sjálfstæði, — sam bandsstjórnar, að Biafra verði á- fram í sambandsríklnu. Bilið jafn breitt og áður, og svo spratt upp deila út af því að tveir menn frá Gabon, annar ráð herra, hinn liðsforingl, væm í sendinefnd Biafra. Formaður sendinefndarinnar frá Lagos neit aði að ræöa við nefndina, meðan . útlendingar ættu sæti í henni, og hélt heim, og kvaðst ekki koma aftur, fyrr en þeir væru famir úr henni. Þessir menn ■ voru frá Gabon, — sem er eitt ■ Afríkuríkjanna, sem hefur viður- . kennt Biafra. Og Ojukwu leiðtogi Biafra hélt Uka heim. Hann mun aldrei hafa ætlað sér aö vera iengur en til þess að geta verið við setning- una—nema Gouon æðsti maður sambandsstjórnarinnar 1 Lagos sæti lika ráðstefnuna. í Biafra er barizt á öllum víg- . stöðvum. Þúsundir flóttamanna streyma frá landsvæðunum i grennd við vígstöðvamar og bera aleiguna á höfðum sér og i i Biafra eru ungir menn þjálfaðir í vopnaburði — með viðarrengl- ur í höndum í stað riffla, því < að Biafra fær lítið af vopnum , frá vinveittum ríkisstjómum. Engar áreiðanlegar tölur eru ' fyrir hendi um tölu flóttafólks né hve margir deyja, en sam- kvæmt seinustu fréttum deyja 200—400 böm daglega. Fréttir frá Addis Abeba í gær síðdegis herma, að stjórnarvöld- in f Biafra saki sambandsstjórn ina í Lagos um að seinka sam- komulagsumleitunum um frið að ' yfirlögðu ráði. Framkoma sendinefndar henn ar í fyrradag (þriðjudag) er tal- in bera ábyrgC-.leysi vitni og virðingarleysi fyrir H^úle Selass ie. k ' ara, sem er forseti ráð stefnunnar, en ííl hennax vírr stofnað á vegum Einingarsam- taka Afríku. Sendinefnd sambandsstjórnar innar hefir lagt fram tillögu í 9 liðum (Sbr frétt á bls. 7) m«cr.. _ .tr: gæawagMEaen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.