Vísir - 08.08.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 08.08.1968, Blaðsíða 12
72 V1SIR . Fimmtudagur 8. ágúst 1968. ANNE LORRAINE Hún strunsaði út. Hann starði á eftir henni, og augnaráöið var xmd- arlegt. Þegar Mary var á leiðinni á deildina, fann hún, að hún hafði ferigiö ákafan skjálfta og gat varla gengið. Hvemig dirfðist hann að tala til hennar í þessum tön? Hvers vegna þurfti hann aö setja ofan í við hana? Það var mái til komið að hann fengi að heyra, að það næði ekki neinni átt að haga sér svona. Mary var svo annars hugar, að hún tók ekki eftir, að Toný kom á móti henni. Hann var fölur, og augun þreytuleg. Þegar hann var kominn alveg að henni, leit hún upp og hrökk við. — Tony — góði! Þú vonast varla til, að ég geti talað við þig núna? Svona snemma. Ég verð að fara að vinna. — Nei, ég bjöst ekki við því, sagði hann. — Vel á minnzt, — Mary.... það er viðvíkjandi Anne? Faðir minn var kallaður til henn- ar fyrir hálftíma og bað mig um að koma strax. Er hún — er hún lakari? — Ég hef ekkert heyrt um það, sagði Mary áhyggjufull. — Hún er ekki minn sjúklingur. En ef föður þínum hefur verið gert orð, hlýtur henni að hafa versn- að. En þú skalt ekki vera hrædd- ur góöi. Viltu, að ég komi meö þér? Ég á tfu mínútur eftir. 1 Hann horfði á hana einkenni- lega sljór í augunum. — Þarna sérðu, sagöi hann. — Þú átt tíu mínútur afgangs. Anne er góö vin- stúlka mín, og ' þú ert unnusta mín. Þú veizt aö hún liggur kann- ski fyrir dauðanum, og þú átt „tíu mínútur afgangs" af tímanum þín- um. Þetta heföi hann faðir minn getað sagt. Kannski hefur hann sagt það nóttina sem hún móöir mín dó — en hann átti ekki einu Mustang 7966 til sölu í dag. Fæst fyrir skuldabréf. ( LAUGAVEGI 90-92 sinni tfu mínútur afgangs þá. — Hann hafði of mikið að gera... Hann þurfti að vitja um mann- eskju sem hann þekkti ekki neitt — en konan hans varð að deyja ein. Ert þú svona sköpuð líka, Mary? Finnst þér það nokkuð ein- kennilegt, þó ég biðji þig um að hætta við þetta og giftast mér? Ég get gert þig að virðulegri konu — ekki tilfinningalausum og út- sjónarsömum lækni, i sem lætur sjúklingana vega salt til þess að sjá, hver þeirra sé mikilvægast- ur. — Þegi þú! Hann þagnaði. Hún studdi á handlegginn á hon- ttm. — Þú skilur ekkert, Tony, sagði hún. — Þú hefur aldrei skilið föður þinn, og þú skilur ekki mig. Hvers vegna áttu svona erfitt með að skilja að læknir getur aldrei fómað sér fyrir eina manneskju eingöngu Okkur hefur veriö gefin sérstök gáfa — hæfni til að stunda hvem sem er, en ekki aðeins þá, sem eru okkur kærastir. Faðir þinn lærði það, og ég lærði það, þegar ég valdi þetta starf. Við gáfum okkur sjálf öllum, en ekki eingöngu einni manneskju. Föður þínum hefur liðið hræöilega nótt- ina, sem móðir þín dó, þú hlýtur að skilja það — maður, sem er jafnreyndur iæknir og hann, hlaut að vita, aö þar var ekkert hægt að gera. Hann var kallaður til sjúklings, sem hann gat gert eitt- hvaö fyrir, ef hann kæmi undir- eins. Hann varð að velja um, hvort hann yrði hjá deyjandi konunni sinni eða sjúklingi, sem hann gat bjargaö frá dauða. Dirfist þú að áfellast hann fvrir, að hann kaus síðari kostinn? Tony skilur þú ekki að það var hann, sem þú áttir að vorkenna? Ekki móöur þinni. .. ekki sjálfum þér ... en honum, föður þfnum. Þú mátt ekki halda, að þetta sé auðvelt fyrir læknana! Stundum verðum við að láta okkar nánustu líða, af þvf að við verðum að hugsa um fólk, sem við þekkjum alls ekki. En þú mátt ekki biðja okkur um að gera ekki það, sem viö gerum. Ef við geröum það, ef viö létum tilfinningar okk- ar ráða hjarta okkar og heila — hvernig mundi þá fara? Við verð- um að láta sjúklinginn ganga fyrir. Alltaf! Hún þagði, — augun voru hvarfl- andi. Þarna stóð hún og dæmdi sjálfa sig — til hvers? Til ein- ; veru-ævi — eða fyrsta ósigurs- I ins f læknisstarfinu? Hún hafði ver- i ið f þann veginn að stytta Anne j aldur með því að segja „já" við Tony —hún, sem nú stóð þarna og pi ■'dikaði, hve nauðsynlegt lækninum væri alltaf að láta sjúkl- inginn sitja fyrir, öllu öðru, hvefsu mikla fórn, sem það kostaði. Það var Anne, en ekki Mary, sem þurfti á Tony að halda! Síðarmeir mundi Anne kannski komast að raun um, að Tony elskaði hana ekki, en ekki núna. Henni var huggun í að vita, að Tony væri nærri, og hún gat ekki barizt fyrir lífinu nema hún héldi í höndina á hon- um. — Farðu til Anne, sagði hún hægt. Hún þarfnast þín, góði — mfklu meir en ég geri. Einhvern tfma finnum við kannski hamingj- una saman, en ekki núna — ekki ennþá. Farðu til Anne! Hann starði á hana án þess að skilja. — Ég var á leiðinni til hennar, sagði hann lágt. — En þú meinar meira en það, gerirðu það ekki, Mary? Þú ert að segja mér, að starf þitt sé þér mikils verðara en ég er. Er það ekki sannleikurinn, þegar öll kurl koma til grafar? Baráttan hefur alltaf snúizt um þetta — starfið þitt og mig — og starfið hefur sigr- að! — Nei, það er ekki þannig, Tony. Ég get átt hvort tveggja starfiö og þig, ég sver þér, að ég get það. Ég mundi alltaf láta þig sitja fyrir — en þú verður að reyna aö líta á málið frá minu sjónarmiði. Ég mundi aldrei geta fyrirgefiö mér, ef ég legði læknisstarfið alveg á hilluna. — Og þú mundir aldrei geta fyrirgefið mér, ef þú hættir við það vegna þess, að þú værir ást- fangin af mér, sagði hann Þú veizt það, er það ekki, Mary? Nei, Mary afsakaðu. Annað hvort allt eöa ekkert! Annað hvort giftist þú mér, eða heldur starfi þínu áfram. Þú getur ekki hvort tveggja. Hann sneri- frá henni og gekk upp að dejldinni, ■ sem Anne lá í. Mary stóð J. sömu sporum og horfði á eftir honum. Hún hafði sent Tony til Anne..,. TAPAR, MEÐ BROTI tlR SEKÚNDU. — Þú ert ekki komin lengra en þetta, doktor, þrátt fyrir allan asann, sem á þér var áðan! Þú hefur verið lengi þessa stuttu leið hingað á deildina! Það var Simon Carey, sem tal- aði. m T A R Z A n I íy.SDGAH RlC£ BURROUGHS HE IS PKINKING TKE JUICE OF Yr'HOgL- BERRIES! LET ITS STKANSE POWER MAKE HIM THtNK TOU ARE HIS MAJE! NOW... AWAIT MY SIöNAL! — í/ I K/VOW. í FATHER! ' TUCK MV TAIL WITHIN MV GARMENT, ANP OO NOT GET NEAR THE NAKED-SKIN V. WARRIOR! Mundu Jar-Za. Já ég veit pabbi, stingdu halanum á mér inn undir fötin mín og komdu ekki nálægt hinú nakta holdi stríðsmaður. Hann er að drekka bláberjasaft. Við skulum láta hið undarlega vald þess fá hann til að HALDA að þú sért maki hans. Jæja bíðið eftir merid mínu. Mennirnir eru að koma með maka þinn stríðsmaður. Hlún kemur fljótlega. Mary snerist í hálfhring. Hún var sótrauð í framan, og augun skutu gneistum. Hún leit á Carey með sárum andúðarsvip — svo sneri hún sér frá honum og struCs- aði áfram á undan honum. Nú var mælirinn fullur, hugssði hún með sér, um leið og hún hratt upp hurðinni í lágu, löngu byggingunni. Simon Carey hafði móðgað hana einu sinni of oft, og það var mál til komið, að hann fengi að vita það. Var það fyrir þetta, sem hún ætlaði að fórna lífsgleði sinni? Var það þetta hlutskipti, sem faðir hennar vildi láta hana hljóta, var það þetta, sem hún vildi kjósa sér sjálf? Að láta Simon Carey eða aðra hon- um líka nota hana sem skotskífu fyrir háðglósur og spott? Átti hún að halda áfram að hjálpa og hugga aðra, er hún sjálf þurfti fremur hjálpar og huggunar við en flestir aðrir. Hún sneri sér á móti honum er hann kom inn I skrifstofuna. LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... boð sparar yður t'ima og óþægindi INNHEIMT USKRÍFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð — Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3Tmur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.