Vísir - 10.08.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 10.08.1968, Blaðsíða 2
VISIR . Laugardagur 10. ágúst 1968. TÁNINGA- SfÐAN „Ég ætla að verða tónlistarkennari" — segit Magnús Kjartansson, sem er að stotna nýja hljómsveit V-íímv- ¦ '''¦¦¦' ^:^m \ mmm i Hljómsveitin Óömenn hefur ákveðiS að leggja árar í bát og róa hvér á sín mið. Þeir hafa notifi mikilla vinsælda og ekki sízt eftir að söngkonan Shady Owens gekk í lið með þeim. Segja verður, að þeir hafi vel verðskuldaö vinsældir þær, sem raun ber vitni um. Shady hefur farið yfir til^ Hliðma, en hvað taka hinir llðsmennirnir sér fyr- Ir hendur? Sú spurning vaknar eflaust hjá flestum, hvert fer Magnús Kjartansson orgelleik- ari þeirra. Hann hefur aflað sér slíkrar virðingar, jafnt meðal hl]óðfæralelkára og unglinga, að næstum fátítt getur taljzt. Við fórum því á fund Magnúsar og röbbuðum við hann lftiis háttar. TJTvenær hófst áhugi þinn á tónlist, Magnús? Ég held að ég hafi verið veik- ur fyrir tónlist frá því ég man eftir mér. Ég byrjaði ekki aö leika í hljómsveit fyrr en 1 ungl- ingaskóla, að við stofnuðum skólahljómsveit og lékum á skólaböllum. SÍÖan fór ég í hljómsveit, sem við kölluðum „Echo" og lék meö henni nokk- urn tíma. 1 Óðmönnum byrjaöi ég svo f ágúst í fyrra, og hefur mér fundizt það mjög skemmti- legt að starfa með félögunum 1 þeirri hljómsveit og lært mikið af þeirri samveru. Hvað tekur nú við, þegar Óð- menn hætta? Ég hef búið í Reykjavik, en flyt núna til Keflavíkur og er að gera tilraun með að stofna nýja hljómsveit. Þeir sem vænt- anlega verða með mér þar verða þeir Vignir Bergmann, sem leik- ur á gitar, bróðir minn Finnbogi sem leikur á bassa, en hann er sextán ára gamail. Og aö lokum verður væntanlega trommuleik- ari Ólafur Júlíusson, en hann er bróðir Rúnars í Hljómum. Við munum allir reyna að syngja, þó mun Finnbogi sennilega vera þar í aðalhlutverki. Hvaða innlendir og erlendir hljóðfæraleikarar hafa vakið mesta athygli þína? Ég hlusta mikið á soul-músik og finnst hún mjög skemmtileg. Af erlendum finnst mér nöfnin Otis Redding og Jimi Hendrix bera hæst og ennfremur hljóm- sveitin Traffic. Hér á laridi finnst mér Pétur Östlund bera höfuð og herðar yfir allt og alla. Ég hef mjög gaman ,af.. Flowers og einnig gera Hljómar marga góða hluti og þeir reyna of lítið að fara ótroðnar slóðir', sem þeir ættu að gera sem leið- andi hljómsveit. Ég ber mikla virðingu fyrir Roof Tops, en þeir leika nær eingöngu soul- lög, sem engin önnur hljóm- sveit gerir hérlendis. Magnús, þar sem þú ert að- eins 17 ára gamall, hvað um framtíðaráform? Ég ætla mér aö verða tónlist- arkennari. Ég útskrifaðist 1 fyrravor frá Tónlistarskóla Keflavíkur sem trompetleikari og einnig tók ég próf i tónfræði og hljómfræði. Hvernig finnst þér að spila fyrir unglingana hér á landi? Mér finnst þaö alveg stórfínt. Þó finnst mér miklu skemmti- legra að spila úti á landi. Þar er mikil tilbreyting að fá hljóm- sveit að sunnan og einnig til- breyting fyrir mig að spila þar. Við þökkuðum Magnúsi fyrir spjallið og óskum honum allra heilla á tónlistarsviðinu og und- ir það taka eflaust flest ung- menni sem kynnzt hafa þessum efnilega unglingi, sem svo mjög virðist kunna sitt fag þótt ung- ur sé aö árum. Nýlega hóf göngu sína nýtt rit fyrir táninga. Blaðið er offset prentað og heitir Topp Korn. Ritstjóri oc útgefandi er sextán ára Hafnfirðingur, Þórarinn Jón Magnússon, sem mikla athygli hefur vakió . fyrir góðar og skemmtilegar teikningar af hljómsveitum og hljóðfæraleik- urum ásamt fleiru. Mikið er til blaðsins vandaö og uppsetning mjög góð. Meöal efnis er viðtal viö Tom Jones, laugardagskvöld í Las Vegas, 12 topp textar og margt fleira. Við náðum tali af Þórarni Magnússyni og sagði hann þá m. a., aö það- væri ósk sín að framhald gæti orðið á út- gáfunni, en það fer vissulega eftir viðtökum fólksins. Ég hef mikið efni fyrirliggjandi, og er þess vegna hægt að halda útgáfunni áfram. Þórarinn sá um skólablað Flensborgarskðl- ans í Hafnarfirði s.l. vetur og segir að þá hafi áhuginn vakn- að á útgáfu unglingablaðs þess, sem nú hefur litið dags- ins ljós. Er enginn vafi á því að ungl- ingarnir taka þessu nýja blaði vel, enda er það mjög skemmti legt aflestrar og er óhætt að segja, að með því aö kaupa þetta blaö, sem kostar aðeins 20 krónur, sé enginn unglingur- inn svikinn. ÚR HINUM OG ÞESSUM ÁTTUM Flowers — hin geýsivinsæla unglingahljómsveit mun ekki hætta að leika eins og ýmsir töldu. Trommuleikari hljómsveit arinnar Gunnar Jökull, sem er vafalaust einn okkar bezti trommuleikari fékk tilboð um að fara meö Hljómum til Banda- VINSÆLDALISTINN ÍSLAND. 1.(7) Undarlegt með unga menn — Rúnar Gunnars- son. & sextett Ó.G. 2.(-) Yummy, yummy — Ohio Express. 3.(-) Ég veit þú kemur — Sextett Ólafs Gauks. 4.(6) Baby come back — Equals. 5.(2) Simon says — 1910 Fruitgum Co. 6.(1) Sleepy Joe - Hermans Hermits. 7.( -) My name is Jack — Manfred Mann. 8.(4) Hurdy, gurdy man — Donovan. 9.(-) The Dock of the Bay — Otis Redding. 10.(5) Lazy Sunday — Small Faces. DANMÖRK. 1.(1) Lille sommerfugl — Björn Tidemand. 2.(3) Baby come back — Equals. 3.(6) Vi skal gá hánd í hánd - Keld Heick. 4(2) Lille sommerfugl — Malihini Kvintetten. 5.(5) Young girl — Union Gab. 6.(7) Things — Nancy Sinatra og Dean Martin. 7.(4) River Deep Mountain High — Annisette & Dandy Swingers. 8.(9) What a wonderful world Louis Armstrong. 9.(-) A Girl I Knew - Savage Rose. 10.(8) Lazy Sunday — Small Faces. SVÍÞJÖÐ. 1.(1) Things-Nancy Sinatra & Dean Martin. 2.(3) Delilah-Tom Jones. 3.(4) Vilken harlig dag-Eva Roos. 4.(2) Honey-Bobby Goldsboro. 5.(5) Only sixteen-Supremes. 6.(6) Sommaren det hande- Anna-Lena Löfgren. 7.(9) Happy birthday sweet sixteen-FIamingo Kvint- etten. 8.(8) Raning-Björn Ulvæus. 9.(7) Wh'at a wonderful world- Louis Armstrong. ÍÖ.(-) A man without love Engelbert Humperdinck. ríkjanna en af þeirri för verður sennilega ekki og leikur hann því áfram með félögum sínum í Flowers. Þetta er mikið fagn- aðarefni fyrir hina fjölmörgu aðdáendur þeirra, enda heföi orðið erfitt að sætta sig við að sjá á bak þeim úr fremur sviplitlu skemmtanalífi hér á landi. Hljómsveitin lék f Þórs- mörk um verzlunarmannahelg- ina og s-gja margir að hún hafi aldrei verið eins góö og. um þessar mundir. Sem sagt Flow- ers eru f fullu fjöri og.óþarft er að geta þess, að hljómhveit- ina skipá úrvalsmenn, hver á sínu sviði. Hep Stars er mjög vinsæl hljómsveit í Svíþjóð og slær á- vallt I gegn með hvert lag sem hún senJir frá sér. Sænskir ungl ingar telja hana meðal beztu beat-hljómsveita í heimi og það ef til vill ekki aö ástæðulausu. Þeir sendu nýlega frá sér lag sem ber nafnið „Sunny Girl". Lag þetta þykir mjög vandað og fór strax inn á vinsældalista hoIlen.-ku í'itvar-i'-.3töðvarinnar Caroline og er nú komiö I fjóröa sæti þar. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.